Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 19
 FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000 19 Brodending gegn Fylld Slysalegt sjálfsmark Skagamanna á 57. mínútu reyndist eina mark viðureignar Akumesinga og Fylkis á Skaganum á mánudags- kvöld. Fyrir vikið misstu heimamenn af tækifæri til að halda sér áfram í toppslagnum, þar sem Arbæjarliðið trónir nú eitt og ósigrað. Skaga- menn hafa nú hins vegar leikið fjóra heimaleiki í röð í deildinni án þess að vinna. Gestifnir höfðu lengstum tögl og hagldir í leiknum á mánudag og virtust miklu líklegri til að bæta við marjd en heimamenn að jafna fnet- in.Fylkisliðið geislaði af sjálfstrausti og staða þess í deildinni er bersýni- lega engin tílviljun. Leikur Skagamanna olli á hinn bóginn mildum vonbrigðum. Varn- arleikurinn var brothættur og sókn- arleikurinn skelfilega einhæfur. Ur- ræðaleysið þar algert og þrátt fyrir að Olafur Þórðarson hafi gert allt sem hægt var til að skerpa á sókn- inni kom allt fyrir ekki. Miðjuspilið var brokkgengt og öll færsla í liðinu var hæg og fyrirsjáanleg. Kantspilið sem var svo lipurt gegn bæði Fram og Keflavík var á bak og burt og þar með marktækifærin. Framundan eru tveir erfiðir úti- leikir Skagamanna; gegn Leiftri á sunnudag og IBV eftir rétta viku. I ljósi frammistöðunnar gegn Fylki væri bjartsýni að reikna með tveim- ur sigrum en þó ber að hafa í huga að Skagamenn hafa unnið þrjá af fjórum útileikjum sínum. SSv. s Ermolinskij til IA eða SkaUagríms? Skagamenn og Borgnesingar berjast nú um að tryggja sér Aleksandr Ermolinskij sem þjálfara. Bæði félög hafa átt í viðræðum við hann og er þess að vænta að hann geri upp hug sinn á næstu dög- um. Ermolinskij lék sem kunnugt er með Grindavík sl. vetur en stýrði Skagamönnum næstu þrjú keppnis- tímabil þar á undan jafnframt því að leika lykilhlutverk með liðinu. Ermolinskij var fyrir skömmu í viðræðum við Borg- nesinga og virtist sem aðeins væri formsatriði að ganga frá samningum um að hann tæki við þjálfun liðsins. Einhver snurða hljóp hins vegar á þráðinn á elleftu stundu en viðræður hafa hafist á ný. Efrir að Brynjar Karl Sigurðsson gaf Akurnesingum afsvar um endurnýjun þjálfarasamnings tók ný stjórn Körfuknattleiksfélags Akraness strax að leita að arftaka hans. Um tíma voru líkur á að þeir Sigurður Elvar Þórólfsson og Jón Þór Þórðarson tækju liðið að sér í sameiningu en sökum anna þeirra beggja virðist sá kostur út úr myndinni. SSv. A'.í'S-jl Hluti af hópnum sem tók þátt í Búnaðarbankamótinu í Borgamesi. Mynd: GE Víkingur í nýjan búning Gevalía opið Hið árlega golfmót „Gevalía opið” fór fram á Hamarsvelli Borgarnesi 9. júlí. Keppendur voru tæplega 90 talsins frá 16 golf- klúbbum. Með forgjöf: 1. Kristófer Omarsson GR 64 2. Dagbjartur Harðars. GVG 65 3. Kristinn Eymundss. GKB 66 4. Magnús Einarsson GOB 67 Án forgjafar: 1. Guðm. Svanbergss. GKJ 74 2. Óskar Pálsson GHR 77 3. Þröstur Astþórsson GS 78 4. Einar Bjarni Jónsson GKH 78 5. Hjalti Amarson GR 78 Mörg stórhð í íslenskri knatt- spymu skarta nýjum búningum á þessu keppnistímabili. Víkingur Meistaramót Leynis: Birgir Leifor á meðal keppenda Birgir Leifúr Hafþórsson, at- vinnumaður í golfi, er á meðal þátttakenda í meistaramóti Golfklúbbsins Leynis sem hófst á Garðavelli í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir Leifur tekur þátt í meistaramóti klúbbsins allt frá árinu 1996. Hann varð Islandsmeistari það ár og hefur verið atvinnumaður síðan. „Það er rrúkill fengur að því að hafa jafn snjallan kylfmg og Birgi Leif á meðal keppenda hjá okkur,” segir Hannes Þorsteins- son, formaður Leynis, í samtali við Skessuhorn. „Um leið og ég fagna því að hann sjái sér fært að taka þátt í mótinu, sem fúllgild- ur meðlimur í klúbbnum, er rétt að undirstrika að hann er fylli- lega löglegur. Þótt hann sé at- vinnumaður er hann fúllgildur í öllum mótum klúbbsins þótt hann megi ekki keppa í Islands- meistaramótinu,” segir Hannes. SSv. í Ólafsvík er þar engin undan- tekning en krakkamir í 4.,5., 6., og 7. flokki fengu nýjan bolta- búning fyrir skömmu og úlpur í stfl. Krakkarnir hafa safiiað fyrir bún- ingunum í heilt ár en Sjóvá Al- mennar, Sparisjóður Ólafsvíkur, Skagamenn lentu í þriðja sæti á Pollamótí Þórs og Flugfélags Is- lands Sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Liðunum var skipt í tvo hópa, polla (30-40 ára) og lá- varða (40 ára og eldri). Skagamenn voru þó aðeins með pollalið og fengu bronsið eftir að hafa verið slegnir út í undanúrslit- unum í æsispennandi vítaspymu- Olís og Verkalýðsfélag Snæfells- bæjar og fleiri aðilar hjálpuðu til á lokasprettinum. Víkingur tefldi fram 62 keppend- um á Búnaðarbankamótinu í Borg- amesi um síðustu helgi en í 6. og 7. flokki sendu Víkingur og Reynir Hellissandi sameiginleg lið. GE keppni. Af liðsmönnum Skagaliðs- ins má nefna þá Karl Þórðarson, Jóhannes Guðjónsson, Valgeir Barðason, Aðalstein og Elís Víglundssyni og sjálfan formann knattspyrnufélags IA, Smára Guð- jónsson. A mótinu vora 56 efnileg lið mætt til leiks og því ekki ama- legur árangur að verma þriðja sæt- ið. SÓK Brunií 2. sætið Bmni gerði góða ferð í Mos- fellsbæinn þar sem Barðaströnd leikur heimaleiki sína. Það er skemmst frá því að segja að Brunamenn sigruðu 2-5 og komust þar með í annað sæti síns riðils. Mörk Bmna skoruðu þeir Asgeir Ólafur Ólafsson (2), Stefán Bjarki Ólafsson, Arni Halldórsson og Hermann Þórsson. A þriðjudaginn í síðustu viku unnu Brunamenn svo Þrótt í Vog- um á heimavelli, 8-0. Mörk Bruna gerðu þeir Sveinbjörn Geir Hlöðversson (2) , Jón Þór Hauks- son (2), Guðmundur Claxton, Val- geir Sigurðsson, Ingi Steinar Ell- ertsson og Pétur Jóhannsson. Skaginn fékk Grindavík í bikamum Á mánudag var dregið í átta liða úrslit í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Skagamenn fengu það erfiða verk- efhi að sækja Grindvíkinga heim en þeir eiga harma að hefha frá því liðin mættust í deildinni þann 1. júní s.l. Þá sigmðu Grindvíkingar 1-0. í átta liða úrslitum mætast einnig Breiðablik og Fylk- ir, Keflvíkingar fá FH í heimsókn og Valsmenn sækja Vestmannaeyinga heim. Leikimir fara fram 12. og 13. ágúst. GE Bronsverðlaun Skaga- pollanna á Akureyri Rekja knött fyrir Hvalíjörð Meistaraflokkur Skagamanna í körfuknattleik ætlar á sunnu- daginn, 16. júlí, að rekja knött fyrir Hvalfjörð í fjáröflunar- skyni. Félagið bryddaði upp á þessari nýjung í fyrra til þess að minnast eins árs afmælis Hval- fjarðarganganna. Tvö ár vora liðin frá opnun ganganna sl. þriðjudag. Lagt verður upp frá Nesti við Artúnshöfða um kl. 10 á sunnu- dagsmorgun og áætlað er að það taki um 6 klukkustundir að rekja knöttinn þessa 102 kílómetra leið. Stjórn félagsins og leik- menn era þessa dagana að safiia áheitum á meðal fyrirtækja og einstaklinga og hafa viðtökur verið mjög góðar. SSv. s IAstulkur úr leik í bikamum Meistaraflokkur kvenna á Akranesi féll úr bikarkeppninni síðastliðinn föstudag, þegar stúlkurnar mættu Breiðabliki og töpuðu 4-0. Þær stóðu þó í Blik- unum til að byrja með, en þrátt fyrir hetjulega baráttu komst Breiðablik yfir á 68. mínútu, 1- 0. Eftir það virtist allur vindur úr Skagastúlkum og höfðu Blik- ar bætt við þremur mörkum áður en dómarinn flautaði leik- inn af. SÓK Fylkir sleppir ekki takinu! Þrátt fyrir að Sigurður Sigur- steinsson hafi snúið heitn á Akranes að nýju eftir ríflega tveggja ára dvöl hjá Fylki hefur Árbæjarliðið ekki sæst á að rifta samningi sínum við hann. Fyr- irhugaður var fhndur í vikunni, þar sem freista átti þess að ná á- sættanlegri lausn. Sigurður flutti sig um set þeg- ar Ólafur Þórðarson tók við Ár- bæjarliðinu á sínum tíma og lék lykilhlutverk í liðinu er það vann sér sæti í Urvalsdeildinni á síðasta ári. Eftir að Bjarni Jó- hannesson tók við Fylkisliðinu hefur tækifærum Sigurðar hjá félaginu farið fækkandi. SSv. s Annar fl. IAí 8 Kða úrslit Skagastrákarnir í öðrum flokki karla í knattspymu eru komnir í átta liða úrslit í bikar- keppninni eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Strákamir, sem eru núverandi bikarmeistarar, áttu aldrei í vandræðum og sigr- uðu örugglega. Þeir Aimar Við- arsson og Garðar Gunnlaugs- son gerðu sitt markið hvor, auk þess sem Þróttarar urðu svo ó- heppnir að gera sjálfsmark.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.