Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 29. tbl. 3. árg. 20. júlí 2000 Kr. 250 í lausasölu Ertu að tapa stórfé út um gluggana? Fáðu góð ráð hjá okkur og lækkaðu hitareikninginn! Sími 54 54 300 Smiðjuvegi 7, Kópavogi fax 54 54 301 www.gler.is Fæðing við Langá Honum lá heldur betur á að kom- ast í heiminn 15 marka drengnum sem fæddist í sjúkrabíl ffá Olafevík s.l. föstudag. Verið var að flytja van- færa konu ffá Rifi áleiðis á Sjúkrahús Akraness þegar bamið sagði stopp; ut vil ek! Hermann Birgisson var bílstjóri sjúkrabílsins í þessari ferð: “Við urð- um að stöðva bílinn við Langá á Mýrum því bamið var ákveðið í að ekki yrði lengri bið áður en það kæmi í heiminn. Með okkur í bíln- um var faðir bamsins og Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir ljósmóðir. Hún lenti þama í að taka á móti sínu fyrsta bami eftír að hún lauk ljós- móðumámi og famaðist það alveg prýðilega. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem ég lendi í svipaðri aðstöðu eftír að ég byrjaði sem sjúkraflutn- ingamaður. Barnið kom þarna í heiminn í vegarkantinum og síðan dóluðum við bara áffam áleiðis á Akranes. Móður og bami heilsast á- gætlega og við emm reynslunni rík- ari”, sagði Hermann Birgisson í samtali við Skessuhom. MM Utboð á feriu- leið Baldurs Útboð á ferjuleiðinni milli Stykk- ishólms, Flateyjar og Brjánslækjar verður auglýst á evrópska efna- hagssvæðinu á sunnudaginn kem- ur. Ferjuleiðin verður boðin út til þriggja ára með möguleika á ffamlengingu samnings í tvö ár. Að sögn Gunnars Gunnarssonar ffamkvæmdastjóra stjómsýslusviðs Vegagerðarinnar greiddi ríkið á síð- astliðnu ári um 50 milljónir króna með rekstri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs ehf. og þykir því einsýnt að þessi rekstur geti ekki gengið án stuðnings hins opinbera. Að sögn Gunnars er ekkert sem mælir gegn því að Breiðafjarðarferjan Baldur ehf., rekstraraðih Baldurs, bjóði í ferjuleiðina, þrátt fyrir að ríkið eigi skipið og um 80% í rekstrarfyrirtæki þess. Að sögn Gunnars er til athug- unar hjá Vegagerðinni að leita samn- inga við Breiðafjarðarferjuna Baldur ehf. um leigu á aðstöðu ferjunnar í Stykkishólmi og á Brjánslæk, þrátt fýrir að slíkt sé ekki nauðsynlegt þar sem þær eignir tengist ekki beint að- komu ferjunnar. MM Mannbjörg við Bjargtanga Mannbjörg varð þegar vélbátur- inn Æskan SH-342 sökk um sex sjómílur suðaustur af Bjargtöngum s.l. laugardag. Báturinn var á leið ffá Grindavík tíl Patreksfjarðar þar sem gera átti hann út til dragnóta- veiða. Leki kom að bámum og nokkm síðar varð hann vélarvana. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- LIF fór á staðinn og reynt var að dæla úr bátnum en allt kom fýrir ekki. Hvalaskoðunarbáturinn Brimrún frá Olafsvík og Kaldbakur EA-1 komu einnig á slysstað. Skip- verjar vora fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og varð þeim ekki meint af volkinu. EA Síðastliðinn sunnudagfór fram allsérstœð messa við Krosslaug í Lundatreykjadal. Þar varþess minnst að við laugina voru vestan- menn skírðir á leið sinni frá Alþingi árið 1000. Allir prestar Borgarfjarðarprófastsdœmis þjónuðu við messuna auk hinna öldnu kempa þeirra Sr. Björm Jónssonar fyrrum sóknarprests á Akranesi og Sr. Ama Pálssonar á Borg. Nýr sóknarprestur á Hvanneyri, Sr. Flóki Kristinsson predikaði og kórfólk úr kirkjukórum prófastsíkemisins söng. Við athöfnina skírði Sr. Bjöm Jónsson bam úr Borg- amesi við laugina og var það bæði táknrœn og viðeigandi athöfn til að minnast þúsund ára kristni og um leið skímar forfeðra vorra árið 1000. Mytid MM Yirti ekki hæðarmörk Loka varð Hvalfjarðargöngunum í rúma klukkustund sl. þriðjudag þegar vöruflutningabíll festist í göngunum að sunnanverðu. Bíl- stjórinn virti ekki hæðarmörk og ók inn í göngin þar til hann sat fastur. Töluverð biðröð bíla myndaðist við báða gangaenda því stöðva þurfti umferð meðan “tappinn” var losaður. Bíllinn var með vinnuskúr og krana á pallinum og rakst hvort tveggja upp í hæðarmarkaslár og loftræstirör í þaki ganganna. Lög- regla var kölluð út og yfirheyrði hún bílstjórann sem þverbraut með athæfi sínu gildandi umferðarregl- ur. Umferð komst aftur í eðlilegt horf þegar búið var að losa bílinn, um hálfri annarri stund eftír að hann festist. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.