Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Page 2

Skessuhorn - 20.07.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 ^sunu^. W W W. SKESSUHO Borgarnesi: Akranesi: Borgarbraut 49 Suðurgötu 65, 2. hæð Sími: (Borgarnes c Fox: (Borgarnes) IS 430 2200 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Islensk upplýsingatækni 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Internetþjónusta: Bjorki Mór Karlsson 899 2298 Blaðomenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Auglýsingar: Hjörtur Hjartarson 864 3228 Fjórmál: Sigurbjörg 8. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og Mognús Magnússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Af- skiptur Gísli Einarsson, ritstjóri. Ég hef að undanfömu fundið fyrir ákveðinni tómleikatil- finningu. Ekki ósvipað manni sem glatar góðum vini eða kunningja, jafnvel góðkunningja. Það á þó ffáleitt við í þessu tilfelli þar sem ég á náttúrulega enga vini og kunn- ingja. Eg er ekki einungis góðkunningi lögreglunnar held- ur em okkar viðskipti eingöngu á faglegum forsendum. Þar liggur samt að líkindum hundurinn grafinn. Þegar ég fer að hugsa um það átta ég mig nefhilega á hvað það er sem hefur vantað í líf mitt að undanförnu. Ég er ekki lengur með lögregluna á hælunum. Það kemur því miður ekki til af góðu. Eg hef ekki verið neitt skárri en vant er. Astæðan er hinsvegar sú að laganna verðir hafa fengið ný og spennandi viðfangsefni og snúið við mér baki af þeim sökum. Eins og ffam hefur komið í hinu gagnmerka riti Skessu- horni og öðmm marktækum fjölmiðlum hefur lögreglan í Borgamesi í nógu að snúast að eltast við aðkomumenn á meðan við heimamenn emm látnir leika lausum hala. I héraðið streyma ferðamenn í tugþúsundatali og þótt flestir komi hingað hjartahreinir og með gljáfægðan geisla- baug er alltaf einn og einn sem í ógáti missir höndina í and- litið á einhverjum öðmm eða gleymir eldspítunni í ein- hverjum sumarbústað. Eg er ekki að kvarta yfir að vel sé tekið á móti aðkomuglæpamönnum og þeim sýnd full gest- risni. Vandamálið er að ekki em til peningar til að ráða fleiri löggur svo að líka sé hægt að passa upp á okkur sem hér emm fyrir. Vissulega viðurkenni ég það að flestir glæpamennimir búa fyrir sunnan. Allir alvöm sakamenn og faglærðir glæponar velja sér atvinnusvæði þar sem verðmætin em fyr- ir hendi og öll vinnuaðstaða ákjósanlegri. Það má hinsveg- ar ekki gleyma því að glæpamenn búa við sömu samgöngur og flestir aðrir og geta auðveldlega flutt sig úr stað. Ekki síst þeir sem leggja fyrir síg bílþjófhaði. Ég örvænti hinsvegar ekki. Ég treysti því að hæstvirtur dómsmálaráðherra efli og styrki löggæslu á landsbyggðinni. Ég er þess reyndar fullviss að einmitt þessa stundina liggur frú Sólveig undir feldi og beitir allri sinni visku, skarp- skyggni, hyggindum, vísdómi og hugmyndaauðgi í þeim tilgangi að leysa málið. Ég treysti ffú Sólveigu fullkomlega í þessu máli því ég veit sem er að varla fékk hún Fálkaorð- una fyrir ekki neitt. Margt læt ég yfir mig ganga sem sveitamaður. Eg kem þó aldrei til með að sætta mig við að þurfa að fara alla leið til Reykjavíkur og láta handtaka mig. Gísli Einarsson, lögum samkvœmt. Fjörtíuþúsund gestir Þann 16. júlí var ár liðiSfrá opnun sundlaugarinnar í Stykkishólmi en sundlaugin var formlega opnuð á Dirnskum dögum íjýrra. Afyrsta árinu hafa 40 þúsutid gestir heim- sótt laugina og verður það að teljast góð aðsókn. Að sögn Kristínar Benediktsdóttur sund- laugarvarðar er mikil ánægja með aðstöðuna bœði hjá heimafólki og ferðamönnum. Rennibrautin hefur sérstaklega mikið aðdráttarafl enda sú nœstlengsta á landinu. EA Fækkar um finuntán íbúum á Vesturlandi fækkaði um svæðisins. Af einstökum sveitarfé- 15 fyrstu 6 mánuði þessa árs, skv. lögum fjölgar íbúum á Akranesi, í upplýsingum frá Hagstofu Islands. Borgarbyggð, Snæfellsbæ, Eyja- og Sem hlutfall er þetta óveruleg Miklaholtshreppi og Hvalfjarðar- fækkun og besti árangur lands- strandarhreppi. Mest fækkun íbúa byggðarinnar í hinni stöðugu bar- er hins vegar í Eyrarsveit, Stykkis- áttu við fólksflótta til höfuðborgar- hólmi og Dalabyggð. MM Aðfluttir: Burtfluttir: Samtals: Vesturland 462 477 -15 Hvalfjarðarstrandarhreppur 12 6 6 Skilmannahreppur 10 11 -1 Innri-Akraneshreppur 11 10 1 Akranes 181 151 30 Leirár- og Melahreppur 2 11 -9 Borgarfjarðarsveit 9 13 -4 Skorradalshreppur - 3 -3 Hvítársíðuhreppur - 2 -2 Borgarbyggð 88 70 18 Kolbeinsstaðahreppur 1 1 - Eyja- og Miklaholtshreppur 8 1 7 Snæfellsbær 88 77 11 Eyrarsveit 23 48 -25 Helgafellssveit 1 1 - Stykkishólmur 22 45 -23 Dalabyggð 6 23 -17 Saurbæjarhreppur - 4 -4 VLFA ályktar um verðlagsmál Fundur í stjóm Verkalýðsfélags Akraness sem haldinn var þann 12. júlí s.I. telur að þær hækkanir á verðlagi sem átt hafa sér stað að undanfömu séu með öllu óásætt- anlegar. Einkum átelur stjómin þær hækkanir sem orðið hafa á bensíni og bifreiðatryggingum. I ályktun stjómarinnar er bent á það greinilega verðsamráð sem á sér stað í þessum tveimur grein- um og setur stjómin allan fyrir- vara við hina svokölluðu frjálsu verðmyndun sem sögð er vera við líði á Islandi. Stjórnin hvetur íslensk stjórn- völd til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja eðlilega frjálsa verðmyndun og afnema hvers konar verndarálögur. Slíkar álögur em til þess eins fallnar að halda uppi verðlagi á nauðsynjavör- um landsmanna. Þá átelur stjómin stjórnvöld fyr- ir þær ráðstafanir sem er m.a. að finna í fjárlögum íslenska ríkisins þar sem t.a.m. lyfjakostnaði er velt af ríkinu yfir á sjúklinga. Stjómin telur með öllu óþolandi að þeir sem síst skyldu séu einir lámir bera sparnaðarráðstafanir ríkissjóðs. Stjómin tekur undir með þeim aðilum sem látið hafa í ljós það álit að með þeim hækkunum sem orðið hafa, séu forsendur kjarasamnínga brostnar. MM Birgir fer noröur Birgir Guðmundsson umdæmis- stjóri Vegagerðar ríkisins á Vest- urlandi hefur sagt starfi sínu lausu firá 1. október n.k. Hann mun taka við sambærilegu starfi hjá Vegagerðinni á Norðurlandi eystra frá sama tíma. Aðspurður um ástæðu flumings- ins sagði Birgir að það væri kominn tími til að breyta til eftír 25 ár á sama vinnustað. “Það er tímabært að hleypa nýjum manni að því með nýju blóði koma nýir straumar. Auk þess er hluti ástæðunnar að ég á stóran hluta minnar fjölskyldu fyrir norðan og vissulega togar það í,” sagði Birgir. Starf umdæmisstjóra á Vestur- landi hefur ekki enn verið auglýst laust til innsóknar. MM Óhefðbundin guðsþjónusta I kvöld, fimmtudag kl. 21, verður haldin guðsþjónusta með óhefðbundnu sniði í Olafs- vík. Ef veður leyfir mun hún fara fram í Sjómannagarðinum í Olafsvík en annars í kirkjunni. Rnattspyrnumenn úr HSH munu lesa ritningarlestra og boðið verður upp á hressingu á eftir. Að sögn séra Oskars Haf- steins Oskarssonar sóknarprests verður með guðsþjónustunni reynt að höfða sérstaklega til ferðamanna og í almennri kirkjubæn verður beðið sérstak- lega fyrir þeim. Kirkjukór Olafsvíkur mun leiða sönginn en sálmalög verða valin þannig að sem flestir geti tekið undir. EA Ógætilegur akstur Sigurður A. Sigurðsson ffá Reykjavík hafði samband við Skessuhom nú á dögunum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann var nú nýverið ásamt öðm fólki í hestaferð um Borgarfjörð og Snæfellsnes ineð rekstur. Sunnudaginn 9. júlí lá leiðin eft- ir reiðvegi milli Snorrastaða og Grímsstaða þegar reksturinn mætti manni á vélknúnu tor- færuhjóli. Okumaður hjólsins keyrði á fullum hraða inn í rekst- urinn og síðan burt. Stóðið fæld- ist og fjórir hestar týndust. Einn reiðmannanna datt af baki og mesta mildi var að ekld urðu slys á fólld. Nú hafa tveir hestanna fundist en tveir em enn ófundn- ir. Þeir hestar sem enn em týnd- ir em verðmætir reiðhestar og búið er að keyra um allt svæðið í leit að þeim. Tafði þetta ferðina um tvo daga. Búið er að láta lög- reglu vita af þessum atburði. Sigurður telur að hegðun öku- manns torfæruhjólsins hafi verið forkastanleg og viU koma því á ffamfæri til ökumanna að þeir sýni hestamönnum og öðm ferðafólld tillitssemi. EA Ný bílastæði við Einarsbúð? Þann 13. júb' tók bæjarráð fyrir bréf bygginga- og skipu- lagsfulltrúa þar sem hann gerði grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa Verslunar Einars Olafs- sonar. Bæjarráð tók jákvætt í er- indi verslunarinnar um úthlut- un á baklóð Amardals undir bflastæði og fól bygginga- og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu. Eflaust yrðu margir ánægðir ef málið næði ffam að ganga og bílastæðum myndi fjölga, því fjarri fer að þau sem fyrir em séu nógu mörg. SÓK Öryggismál í Grundaskóla Á síðasta bæjarráðsfundi á Akranesi var tekið fyrir bréf bygginganefhdar varðandi um- ferðaröryggismál barna í ná- grenni Grundaskóla, en eins og ffam kom í Skessuhomi sendi foreldraráð Gmndaskóla bæjar- yfirvöldum bréf þar sem farið var ffam á að umferðaröryggi bamanna yrði tekið til skoðun- ar og úrbætur gerðar. Bæjarráð fjallaði um málið og vísaði því tíl fjárhagsáætlunar ársins 2001.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.