Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 11
í.iiss»unoEK FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 11 Landgræðslufélaginu við Skarðsheiði var síðastliðinn fimmtudag afhentar 6 milljónir króna frá Umhverfissjóði versl- unarinnar til uppgræðslu og landbóta undir Hafharfjalli. Þetta er í annað sinn sem Um- hverfissjóðurinn styrkir Hafnar- skógaverkefnið. Markmið skjólbeltaræktunar- innar eru að bæta landkosti á svæð- inu til mannvistar, búskapar, úti- vistar, að skýla þjóðveginum fyrir veðri og vindum sem og að vernda og auka gróður á svæðinu. Skjól- beltaræktunin er hluti af Haffiar- skógaverkefninu sem hófst á síð- asta ári og Markaðsráð Borgfirð- inga hafði forgöngu um. Verkefnið hefur farið vel af stað og eru allir hlutaðeigandi mjög áhugasamir um það. Nú þegar er hafin upp- græðsla á um 150 hekturum örfoka lands og má gera ráð fyrir að álíka flatarmál bætist við á þessu ári. Landgræðslufélag Skarðsheiðar var stofnað síðastliðið vor af ábú- endum 16 jarða við Hafharfjall. Landgræðslufélagið hefur annast framkvæmdir undir Hafnarfjalli en aðilar ffá Landgræðslunni, Búnað- arsamtökum Vesturlands og Skóg- rækt ríkisins koma að verkinu sem faglegir ráðgjafar. Bjarni Finnsson formaður um- hverfissjóðsins afhenti Baldvini Björnssyni formanni Land- græðslufélagsins styrkinn að við- stöddum fulltrúum frá Land- græðslu ríkisins, bændum og öðr- um gestum. Þennan sama dag var byrjað að stinga niður stiklingum í þriggja kílómetra langt skjólbelti meðffam þjóðvegi 1 ffá Olveri til Fiskilækjar. Unglingar í Vmnu- skólanum sunnan Skarðsheiðar sjá um plöntun í skjólbeltin. EA Spretta í meðallagi og góð hey Spretta á Vesturlandi það sem af er sumri er í meðallagi að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Guðmundur segir tún hafa komið vel undan vetri og að hvergi séu sjáanlegar skemmdir á þeim. Bændur byrjuðu snemma að slá og eru margir þegar búnir með fyrri slátt. “En auðvitað er þetta misjafht, sumir eru ekki byrjaðir, eins og gengur, sérstaklega sauð- fjárbændur, því féð gekk ffaman af sumri á túnum. Þeir sem byrjuðu tímanlega fengu kannski ekki mik- ið gras í fyrstu en heyin urðu mjög góð,” segir Guðmundur. Spretta síðustu dagana hefur verið mjög góð og því lítur vel út með háar- sprettu. MM Straumfirði Lax og silungsveiði Veiðileyfi seld á staðnum Uppl. x síma 437 1138 og 437 1827 Sveinn Runólfison landgrœðslustjóri og Bjami Finnssm foirmaður Umhverfisjóðs verslunarinnar stungu niður nokkrum stiklingum í skjólbeltið undir Hafnarfjalli. Hópur úr Vinnuskólanum sunnan Skarðsheiðar: F.v. Herdt's Haraldsdóttir, Magnús Olafsson flokks- stjóri, María Lúísa Kristjánsdóttir verkstjóri, Sandra Andreudóttir, Vilhjálmur Karl Haraldssm, Guð- mundur Þór Guðmundsson og Ingibjörg Sigmundsdóttir. HEKLASöluumboð • Sólbakka 2 • Borgarnesi -Sfmi 437 2100 SÖluumboð Nú ertækifæri til að skoða og reynsluaka nýjum Mitsubishi Pajero, ótrúlega vel búnum jeppa sem markar tímamót hvað varðar tækni og búnað. Nýr Mitsubishi Pajero og nýr Skoda Fabia Sýnum einnig nýja bíla frá Volkswagen, Mitsubishi, Skoda og Galloper. HEKLA - íforystu á nýrri öld! Komdu og reynsluaktu sérlega vel búnum nýjum Skoda Fabia -og þú gætir verið á ieiðinni til Prag í haust! Verið velkomin laugardaginn 22. júlí. 8 Essóshálann á Hellissantli frá 10 -12 Söluskála Olís i ðlafsvíh frá 12.30-15.00 luskála Essó á Grundaríirði fra 15.30 -18. Sunnudaginn 23-júlí Við Verslun Gunnars Tryggvasonar i Stykkishólmi frá 12-15 fið Söluskála Essó í Búðardal frá 16 -18 _

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.