Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Síða 14

Skessuhorn - 20.07.2000, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 ^&iðaunu^ Harpa og Guðni í landsliðið Stórefnilegt körfuboltafólk úr Hólminum Tveir unglingar úr Hólminum náðu nýverið þeim árangri að kom- ast í landsliðið í körfubolta í sínum aldursflokki. Þetta eru þau Hrefha Dögg Gunnarsdóttir 16 ára og Guðni Heiðar Valentínusson 15 ára. Blaðamaður Skessuhom tók krakk- ana tali í Stykkishólmi á dögunum. Hrefha og Guðni hafa bæði æft með Snæfelli frá því þau vom 8 ára. „Eg spila með stúlknaflokki Snæ- fells en liðið var í öðra sæti í Islands- mótinu í vetur. Við voram fjórar frá Stykkishólmi sem fóram á æfingar með 30 manna landsliðshópnum og þrjár okkar komust áfram í 18 manna hópinn. Eg var síðan sú eina sem komst áfram í landsliðið.” Að sögn Hrefhu era hún og stúlka ffá Sauðárkróki þær einu í hðinu sem ekki koma frá Suð- urnesjunum. Guðni spilaði einnig með sínum flokld, 9. flokld í Snæfelli í vetur. „Eg spilaði reynd- ar líka með 11. flokki sem era 16- 17 ára strákar og einn leik með meistaraflokki Snæfells. Við voram tveir sem komumst í 16 manna landsliðshóp- inn héðan úr Hólminum en ég komst síðan einn áfram í 12 manna hópinn.” Fram kom í máli Guðna að stífar æfingar hafa verið með landsliðshópnum frá því í maí og það sama gildir um æfingar í stúlknalandsliðinu. Stórmót erlendis Krakkamir era bæði á leið á stór- mót með landsliðunum erlendis. Hrefna fer á Evrópumót smáþjóða á Gíbraltar sem stendur 19.-23. júlí og Guðni á að spila með landsliðinu 1 .-6. ágúst í Svíþjóð en þar er um að ræða riðil á Evrópumóti. Þetta era eins og gefur að skilja fyrstu stóra mótin sem krakkamir spila með landsliðunum og er því nærtækast að forvitnast um hvemig þetta legg- ist allt saman í þau. „Það er mjög góður andi í hópnum og þetta er mjög skemmtilegt og spennandi allt saman,” sagði Hrefha. Aðspurður kveðst Guðni eiginlega bæði hlakka tíl og kvíða fyrir. „Mér finnst mjög gaman að æfa með svona sterku liði eins og landshðið er. Það er samt ýmislegt sem maður veit ekki fyrir- fram - kannski era þeir þama úti höfðinu hærri en við,” bætir hann við. Skessuhom óskar Guðna og Hrefnu til hamingju með áfangann og góðs gengis á mótunum framundan. EA Nýbakaó landsliðsfólk. Guðni HeiSar Valentínusson og Hrefna Dögg Gunnarsdóttir. bjölumcUemisstjóri Lions á Islandi afhenti krökkunum ogfulltrúum Lionsklúbbanna í Snœfellsbœ áprentaða fána. F.v. Amdís Þórðar- dóttir, Hrund Hjaltadóttir og Sigfríð Andradóttir. Að baki þeirra standa nokkur utigmennanna sem taka þátt í búðunum. Unglingabúðir á Guíuskálum Unglingabúðir Lionshreyfingar- innar á Islandi eru á Gufuskálum dagana 14. til 26. júlí. Þangað koma 15 unglingar, á aldrinum 18-20 ára, víðsvegar að úr heiminum og njóta samvista og þess sem Snæfellsnes hefur að bjóða. A síðasta ári fór stjóm Lions- hreyfingarinnar á Islandi fram á það við Lionsklúbbana í Snæfellsbæ að þeir tækju að sér að sjá um ung- lingabúðir hreyfingarinnar á Is- landi sumarið 2000. Unglinga- búðimar „Bjartar nætur” eins og þær nefhast era skipulagðar af Lionsklúbbunum fjórum í Snæ- fellsbæ en búðastjórar era Þorkell Cýrusson fyrir Lionsklúbb Nes- þinga, Sigfríð Andradóttir fyrir Lionsklúbbinn Þemurnar, Amdís Þórðardóttir fyrir Lionsklúbbinn Rán og Magnús Emanúelsson fyrir Lionsklúbb Olafsvíkur. Umfangsmikið verkefini Þann 14. júlí vora unglingabúð- irnar formlega opnaðar. Meðal gesta við opnunina var Hrund Hjaltadóttir fjölumdæmisstjóri Lions á Islandi en hún gegnir æðsta embætti Lionshreyfingarinnar hér á landi, Kristinn Hannesson ung- lingaskiptastjóri Lions á Islandi auk heimamanna. Að sögn Arndísar Þórðardóttur era búðir sem þessar umfangsmikið verkefhi. Krökkun- um er boðið upp á fjölbreytta dag- skrá en meðal annars er farið í hestaferð og upp á Snæfellsjökul. Einn dag- inn munu einnig ungling- ar í Snæfellsbæ slást í hópinn og planta trjám með erlendu gestunum. Kosmaður við svona búð- ir er mikill og fá klúbb- amir fjárveitingu frá al- þjóðahreyfingu Lions tíl þess að standa straum af kostnaði. Einnig hafa mörg fyrirtæki í Snæfells- bæ og annars staðar af landinu hlaupið undir bagga. Martin Huusom, Smefellsjökull í baksýn. Gestrisnin efirir- tektarverð Ungmennin sem sækja unglingabúðimar á Gufu- skálum höfðu öll utan eitt dvalið um vikutfma á Is- landi áður en búðirnar hófust. Krakkarnir hafa búið hjá fjölskyldum víðs vegar um land en aðeins eitt þeirra hafði þó dvalist á Vesmr- landi. Martin Huusom 19 ára Dani dvaldist hjá Jóni Egilssyni bónda í Sauðhúsum og fjölskyldu hans en Jón er formaður Lionsklúbbs Búð- ardals. Martín er menntaskólanemi frá litlum bæ á Lálandi sem heitir Stokkemarke. Honum líkaði vistin í Sauðhúsum vel. Þar tók hann þátt í heyskap og öðrum störfum á bæn- um auk þess sem heimilisfólk sýndi honum nágrennið og fór einnig með hann í skoðunarferð suður á land. Aðspurður taldi hann helsta muninn á mannlífi í íslensku og dönsku dreifbýli vera hversu áber- andi gestrisnir Islendingamir væra og einnig hvað margir á Islandi ætm stóra bíla. EA Þurfti að firesta mótínu vegna veðurs Lottómótið yngri knattspymu- kappa hófst s.l. föstudag á Akranesi í blíðskaparveðri, en þar keppm strákar í sjöunda flokki í knatt- spyrnu. Metþátttaka var á mótinu, 650 keppendur vora mættir til leiks ffá 20 félögum. Eftir hraðmótið á föstudeginum var grillveisla og um kvöldið mætti allur skarinn á völlinn til að fylgjast með viðureign IA og Stoke City. A laugardeginum gerði aftakaveður og aflýsa þurfti öllum leikjum þann dag. Sölutjald sem reist hafði verið fyrir mótið fauk og mátm foreldrar og aðstandendur mótsins hafa sig alla við til að koma gestum á tjald- stæðinu í hús. Fólkið fékk að gista í Fjölbrautaskóla Vesturlands og strákunum var boðið í bíó um kvöldið. A sunnudeginum hafði veðrið heldur skánað og ákveðið var að hafa annað hraðmót. Að sögn Þorláks Arnasonar, þjálfara yngri flokkanna hjá IA, gekk allt að óskum á sunnudeginum. “Það gekk allt vel á sunnudeginum svo ég hugsa nú að flestir hafi farið sáttir heim til sín. Hins vegar var mikið álag á öllum foreldram strákanna og þeim sem vora að vinna við mótið á laugardeginum. Mestur tími fór í að hjálpa foreldrum þeirra sem vora á tjaldstæðinu því þar fauk allt upp og fólk var renn- andi blautt og kalt. Það er óvenju- legt að svona gerist á sumrin og hvað þá á miðju móti þannig að ég held að megi segja að þetta sé versti dagurinn í sögu þessa móts, því eins og ég segi var ekkert spilað. En þetta gekk vel í heildina og við eram bara nokkuð sáttir.” SÓK Ekkert gefið eftir í leik ÍA og Keflavíkur.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.