Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 1
Ihuga jafiivel að flytja Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkt að hætta rekstri Laugaskóla í Sælingsdal og að effir það fari öll almenn kennsla fram í grunnskólanum í Búðardal. Þó er gert ráð fyrir að íþrótta- kennsla fari áfram fram á Laugum. Með þessu vill meirihluti sveitar- stjórnar gera einn öflugri skóla úr tveimur litlum um leið og hagrætt er í rekstri sveitarfélagsins. Ibúar í þeim sveitum sem fjærst eru Búðardal eru afar óhressir með þessa breytingu á högum kennslu- mála í sveitarfélaginu og íhuga jafn- vel flutning úr sveitarfélaginu af þessum sökum. Olafur Eggertsson bóndi á Man- heimum í gamla Skarðshreppi stóð ásamt fleirum að söfnun undir- skrifta til að mótmæla því að rekstri Laugaskóla verði hætt. I samtali við blaðamann sagði Ólafur að það væri ekki hægt að bjóða börnum upp á að sitja í skólabíl allt upp í tvo og hálfan klukkutíma á dag, fimm daga vikunnar. Þar við bættist að ef eitthvað væri að veðri eða færð væri erfitt að tryggja öryggi barnanna. Ólafur segir að sveitarstjórn Dala- byggðar taki með ákvörðun sinni ekkert tillit til hagsmuna íbúa þeirra sveita sem fjærst eru Búðar- dal, svo sem Skarðsstrendinga. Seg- ir hann íbúa sveitanna að stórum hluta mótfallna ákvörðun sveitar- stjórnar og fullyrðir hann að sumir íbúa íhugi flutning í önnur sveitar- félög beinlínis af þessum sökum. MM Nýtt og öflugt kjötfyrirtæki Frá kynningarfundi þar sem forwarsmenn Goða hf. kynntu nýtt, sameinaí fyrirtæki. F.v.: Bryndís Hákonardóttir, Valdimar Grtmsson framkvtemdastjóri, Ólafur Sveinsson formaður stjómar og Pálmi Guðmundssoti. Búið er að ganga frá bindandi samkomulagi um sameiningu fimm fyrirtækja í slátrun og kjötvinnslu. Þau sem koma að samkomulaginu eru Borgarnes kjötvörur, Norð- vesturbandalagið hf., Höfn-Þrí- hyrningur h£, Kjötvinnsla Kaupfé- lags Héraðsbúa og Kjötumboðið hf. Stofnað verður nýtt fyrirtæki undir heitinu Goði hf. Að sögn Valdimars Grímssonar verðandi framkvæmdastjóra Goða hf. mun nýja fyrirtækið ráða um 40% markaðarins í slátrun og vinnslu kjöts hér á landi ef frá er skilið fuglakjöt. „Markmiðið með sameiningunni er að búa til öflugt kjötvinnslufyrirtæki í slátrun og vinnslu sem mætt geti kröfum markaðarins. Hér er verðið að reyna að búa til eina samfellda heild þar sem einn aðili mun sjá um slátrun, vinnslu, markaðssetningu og dreifingu vara til neytenda.” Gert er ráð fyrir því að höfuðstöðv- arnar verði í Reykjavík en hver miðstöð fyrirtækisins á lands- byggðinni fái ákveðna sérhæfingu. Að sögn Valdimars verður engu starfsfólki, hvorki í Borgarnesi né Búðardal, sagt upp en verið getur að um einhverjar breytingar á starfsvenjum verði að ræða vegna áherslubreytinga í starfsemi á hverjum stað. EA Þjóðhófðingjar Noregs og Islands dvöldu í Reykholti sl. laugardag og vígðu formlega Snorrastofii. Hér eru þeir, ásamt mókum ogfleiri gestum, aðfylgjast með uppfierslu Mostursleikhópsins á leikgerð um kristnitökuna þar í landi. Sjá nánar umjjöllun á bls. 8. Mynd MM Sigvaldi skattakóngur Samkvæmt upplýsingum frá Skattstofu Vesturlandsumdæmis er Sig- valdi Loftsson sjómaður á Akranesi skattakóngur Vesturlands 1999. Hér að neðan gefur að líta lista yfir hæstu gjaldendur heildarskatta, þar með talinn tekjuskattur, eignaskattur og útsvar. EA 1. Sigvaldi Loftsson, Stekkjarholti 22, Akranesi 8.023.963,- kr. 2. Sigfiís Sumarliðason, Þorsteinsgötu 14, Borgamesi 1.353.143,- kr. 3. Rakel Olsen, Ægisgötu 3, Stykkishólmi 6.232.115,- kr. 4. Ragnar Guðjónsson, Hafnargötu 14, Stykkishólmi 5.625.151,- kr. 5. Eymar Einarsson, Jaðarsbraut 2, Akranesi 5.410.399,- kr. 6. Hallgrímur Magnússon, Fossahlíð 3, Eyrarsveit 4.931.636,- kr. 1. Jón Þór Hallsson, Brekkuhraut 29, Akranesi 4.853.231,- kr. 8. Magnús Eric Kolheinsson, Lerkigrund 7, Akranesi 4.541.481,- kr. 9. Sigurður Kr. Pétursson, Esjuhraut 2, Akranesi 4.483.863,- kr. 10. Gísli Kjartansson, Austurholti 1, Borgamesi 4.441.415,- kr. Nýtt skip lengt Ingunn AK kemur til heimahafnar í desember Samningar hafa nú náðst um lengingu Ingunnar AK, nýs nótaskips Haraldar Böðvars- sonar hf. á Akranesi. Talsvert hefur dregist að HB fengi skipið afhent en það hefur verið í smíð- um hjá Asmar skipasmíðastöð- inni í Chile. Þegar skipið var prufukeyrt fyrir skömmu kom í ljós að það reyndist mun þyngra en ráð var fyrir gert í samningi um smíðina. Af þeim sökum rist- ir það um 40 sentimetrum dýpra auk þess sem ganghraði þess er hálffi sjómílu hægari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Haraldar Sturlaugsson- ar framkvæmdastjóra HB hefur fyr- irtækð nú náð samkomulagi við Asmar um lengingu skpsins um 7,2 metra. Eftir breytinguna verður Ingunn tæpir 73 metrar á lengd og 12,6 metrar á breidd. Með lenging- unni næst sá ganghraði og sú djúp- rista sem gert var ráð fyrir í smíða- samningi auk þess sem burðargeta skpsins eykst og verður um 2000 tonn. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á afhendingu skpsins mun Asmar skpasmíðastöðin greiða HB veru- legar dagssektir auk þess sem skpa- smíðastöðin greiðir stærstan hluta af lengingu þess. Gert er ráð fyrir að skpið verði afhent 15. nóvember í haust og að það komi til heimahafnar á Akra- nesi í desember. MM 05

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.