Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 3. AGUST 2000 13 Bjami Svein í Stykkishólmi tekinn tali: Staðið botnlaust og vitlaust Þeir eru ekki margir sem eiga að baki jafnlanga starfsævi á sjó og Bjarni Sveinbjörnsson í Stykkis- hólmi. Hann var aðeins 9 ára gam- all þegar hann fór fyrst á skútu með föður sínum, og hálfri öld síðar hafði hann aðeins verið eitt sumar í landi - og segist aldrei hafa leiðst jafh mikið og það sumar. Bjarni er fæddur 20. mars 1916, sonur Sveinbjörns Bjarnasonar skipstjóra og Albínu Guðmunds- dóttur. Blaðamaður Skessuhorns varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að spjalla stundarkorn við Bjama Svein í stofunni á Silfurgötu 21 þar sem hann býr ásamt konu sinni Önnu Kristjánsdóttur. Fjögur sumur á sjó fyrir fermingu “Jæja, það var þá hann Konni sem benti þér á mig,” segir Bjarni Svein þegar hann vísar gestinum inn í stofu. “Eg mátti vita að það hefði verið Konni. Hann er finasti kall. Hann fór líka snemma á sjóinn.” Konni sá sem hér um ræðir er Konráð Ragnarsson, hafnarvörður og lóðs og góðvinur Bjarna. Bjarni skreppur daglega niður að höfn á vigtina til hans til skrafs og ráða- gerða. “Ef að ég kem ekki þá hring- ir Konni til að athuga hvort ég sé veikur,” segir Bjarni og broshrakk- urnar breiðast um sólbrennt andlit- ið. “Við getum sagt að ég hafi byrjað óvenju snemma til sjós. Pabbi heit- inn var sldpstjóri á Haffrúnni á Bíldudal. Eg fékk að fara með eftír hvítasunnu vorið sem ég var níu ára og var tvo mánuði um borð um sumarið. Þetta var nú mikill leik- araskapur og svona. Almáttugur, já. En þetta var eftirminnileg lífs- reynsla - ég man vel eftir fyrstu nóttinni því það var svo vont veður. Eg óskaði þess að ég væri kominn heim tíl mömmu því ég var svo sjó- veikur. Við fórum alveg með Vest- fjörðunum og svo var lagst inn á Rauðasandinn sem svo var kallaður, þá voru þar 20-30 skútur í vari. Skúturnar byrjuðu svona í apríl og venjulega var hætt fyrstu dagana í á- gúst - það var úthaldið á skútunum í gamla daga.” Bjarni Svein segist hafa gengið í flest störfin um borð. “Eg vaskaði fisk niður í lest og fékk að sjálfsögðu helminginn af því sem ég dró - mig minnir að ég hafi dregið 200-300 fiska þetta fyrsta sumar. Eg var búinn að fara fjögur sumur á skútu þegar ég fermdist. Svo fór ég á vertíð 14 ára. Það var á báti héðan sem hét Sæbjörn. Skips- höfnin var öll úr Hólminum og skipstjóri var Einar Jóhannesson. Hann var rosalega fi'nn maður hann Einar - og alhr þessir kallar. Eg held að ég sé sá eini sem er eftír. Við vorum tveir sem byrjuðum upp á hálfan hlut, Sigurður Sumarliða- son og ég. Hann var tveimur árum eldri en ég. Um vorið þegar við fór- um á útileguna þá vorum við komn- ir á heilan hlut. Við vorum orðnir jafnfljótir að beita og hinir karlarn- ir eftir hálfan mánuð. Svona var líf- ið. Það var voðalega skemmtílegt að vera þama á Flateyri. Eg á góðar minningar þaðan. Við rérum sex vertíðir frá Flateyri. Þá þekktist ekki að róa héðan, það þótti svo langróið. Meira að segja í þá daga sendum við fólkinu í soðið að vest- an með Súðinni eða einhverju skipi. alltof langt mál að telja þá alla upp. Þeir voru óteljandi. Eftír ‘36 er ég hvert sumar á síld. Eg var reyndar eitt sumar í landi seinna, var eitt- hvað lasinn og þurfti að vera í landi. Mér hefur ekki leiðst annað eins á ævinni. Maður var á sjónum allt árið, maður sá varla konuna.” ✓ I sjávarháska Bjami segist hafa átt góða ævi tíl sjós. “Eg get ekki kvartað. Þetta gekk bara allt sinn vanagang - það var böðlast í því að fiska sem mest. Og ég get varla sagt að ég hafi lent í nokkru, utan einu sinni en þá féll ég fyrir borð. Þá var ég stýri- maður hjá Kristni Ó Jónssyni á Þórsnesinu SH 108. Það var 1968, í leiðinda veðri, ég fór út með neta- trossu, það slóst netakúla yfirum upphandlegginn á mér og kipptí mér út. Þetta var rosalegt fyrst, ég var alveg að kafna. Kristinn bakkaði bátnum og ég fann hvernig bragðið losnaði af handleggnum og mér skaut upp. Eg er ósyndur en eitt- hvert flot hefur verið í stakknum sem ég var í. Skipstjórinn minn stökk beint úr brúnni í sjóinn í úlpu og öllu saman. Þegar hann kom að var ég að sökkva í þriðja skiptið og orðinn rænulaus. Hann rétt náði í rassgatið á mér, það var í síðasta skiptið sem mér hefði skotíð upp. Þetta er það versta sem ég hef kom- ist í. Munaði engu. Það var sagt að ég hefði verið hátt í 10 mínútur í sjónum, ég man það ekki. Mér varð lítið meint af þessu, var hálfan mán- uð í landi og var eitthvað að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta. Eg veit um menn sem hafa farið svona og þeir hafa hætt. En svo skellti ég mér aftur um borð. Síð- ustu 6-7 vertíðirnar var ég á þessum báti og hætti þar þegar ég varð sex- tugur.” Hafnarvörður í Hólminum 1976 tók Bjarni Svein pokann sinn og fór í land. Það sama ár var hafnarvarðar- staðan í Hólm- inum auglýst og hann sóttí um. “Og fékk stöð- una. Eg var ekk- ert viss um að fá hana, annars ætl- aði ég að prufa eina vertíð í við- bót. Eg byrjaði fyrsta janúar og þar með var ég hættur á sjónum. Hef ekki þorað aftur. Eg er svo hræddur um að fá bakteríuna aftur. Manni leið illa fyrstu vertíð- ina, að vera ekki á vertíð og vera bara hafnarvörð- ur! Það voru líka litlar tekjur mið- að við hitt. Ég var í 16 ár og síðan tók hann Konni við. Ég kunni mjög vel við hafnarvarð- arstarfið, þetta er líflegt starf. Nú er margt í þessu orðið allt, allt öðruvísi. Það er ekki opnuð talstöð lengur, nú eru menn bara með sinn síma og hringja. Þegar ég varð sjötugur fékk ég bréf frá Sturlu bæjarstjóra, lög- leg uppsögn en það varð að sam- komulagi að ég fengi að vera leng- ur. Þá kom Konni og ég var bara hálfan daginn. Ég hafði gott af því að vera niðri á bryggju og vinna fjóra tíma, mála og svona, skilurðu. En ég tapaði á því peningalega því að þá fékk ég ekkert úr tryggingun- um, enga tekjutryggingu. Við erum búnir að mála alveg óhemju saman, við Konni. Jájá. Hann vildi ekki missa mig þó að ég væri orðinn svona gamall. Ég var svona í snún- ingum hjá honum þar tíl ég hætti alveg.” Með eldra fólki “Ég skrapp í ferð á dögunum með eldra fólki, fjögurra-, fimm daga ferð. Við fórum alla Vestfirði, héldum tíl á Hótel Isafirði. Það var helvíti gott, við fengum okkur í glas og svo var dansað á kvöldin og svona. Annars er ágæt þjónusta hér fyrir gamla fókið, það er vel hugsað um okkur. Það eina er að ég er að verða dálítið latur að labba, ég fer svo mikið bara á bílnum, það er nú ekki gott. Ég þarf að fara að hreyfa mig meira. Annars hef ég alla tíð verið nokkuð góður til heilsunnar nema fyrir tveimur árum þá fékk ég rosalega heiftarlega lungnabólgu. Ég er satt best að segja ekki enn bú- inn að ná mér eftír það helvíti. Ég var nærri dauður. Það bjargaði mér að konan var svo snögg í símann. Ég vaknaði við þessar rosalegu kvalir og svo var læknirinn sóttur í skyndi. En ég hafði það af. Það vill enginn trúa því að ég sé orðinn svona gamall. Það held ég nú. Attu kannski eftir að hitta Konna aftur? Líttu til hans á vigtina og segðu við hann: Ég fékk helvíti mikið út úr þessum kalli. Það skaltu segja og gera hann forvitinn,” segir Bjarni Svein og glottir. KK Flikkað upp á Lands- bankann í Olafsvík Verið var að leggja síðustu hönd á málningarvinnu við Landsbankann í Olafsvík þegar blaðamaður Skessuhoms áttí þar leið um nú á dögunum. Það er flokkur vaskra manna frá Litabúðinni í Olafsvík, undir stjóm Sævars Þórjónssonar málarameistara, sem vann verkið. F.v. Gylfi Schev- ing, Sigurður Scheving, Pétur Pétursson, Sævar Sigurðsson og Sævar Þórjónsson. EA Skemmdarverk I síðusm viku voru unnin skemmdarverk á æfingasvæði Skotfélags Akraness og var atburðurinn kærður til lögreglu. Skotið var mörgum skotum með öflugum riffli á mannvirki félagsins sem hafa að geyma kastvélar sem notaðar eru við æfingar. Svæðið er eingöngu ætlað fyrir leirdúfuskotfimi með haglabyssu og meðferð riffla stranglega bönnuð á svæðinu eins og áberandi skilti gefur til kynna. Að sögn Kára Haralds- sonar formanns félagsins er þetta fáheyrður atburður og fordæmir Skot- félagið harðlega slíka misnotkun skotvopna. “Tjónið sem við urðum fyrir er ekki mikið en manni rennur kalt vam milli skinns og hörunds vitandi að brjálæðingur eins og þarna var að verki skuli vera með skot- vopn undir höndum. Slíka menn á tafarlaust að svipta skotvopnaleyfi,” sagði Kári Haraldsson. KK. Svona var nú á- standið hér þá. Venjulega kom- um við heim í endaðan mars og þá fórum við á útilegu hérna út undir Jökul. Þá var saltað í bát- inn og tók yfir- leitt ekki nema svona þrjá daga að fá í bátinn.” Bjami Svein Skútulíf “Þetta voru yf- irleitt hálfsmán- aðar til þriggja vikna túrar - og stundum lítið sofið - en það fór náttúrulega eftir því hvað maður vildi leggja á sig. Tveir voru um koju, annar var á dekki meðan hinn hvíldist og svaf. Meðan það fiskaðist var stað- ið botnlaust og vitlaust. Það voru staðnar voðamiklar ffívaktír, ég vissi tíl þess að einn maður fór aldrei úr stígvél- unum meðan hann svaf. Það endaði með því að þeir voru svo bólgnir á honum fæmrnir að það þurftí að skera utan af honum stígvélin. Þetta var náttúrulega þrældómur, þetta er allt annað núna, maður,” segir Bjarni Svein. Bjarni segir aðbúnaðinn um borð hafa verið töluvert frábrugðinn því sem menn þekkja í dag. “Það var úthlutað á helgum, sykri og svoleiðis, til hvers og eins. Þetta var mikið magarín og skonrok. Smndum eldaði kokkurinn kjöt- súpu og þá gat það verið þannig að þeir sem voru að fara á dekk fengu kjöt með súpunni en þeir sem voru að fara í koju fengu bara súpu. Svona var þetta fyrst en svo breytt- ist þetta. Við borðuðum mikið af fiski. Það sem hélt í manni lífinu var flyðran, það var ljómandi góður mamr. Mannskapurinn valdi þann fisk sem hann vildi borða og afhent kokknum. Þetta gat verið rosamiHl vinna hjá kokknum, einn lét sjóða fyrir sig ýsu, annar karfa, sá þriðji lúðu og svo ffamvegis, allt varð brjálað ef hver fékk eldci sinn fisk. Kokkurinn varð að sHla þessu rétt í bakkana tíl hvers og eins.” Föðurmissir Bjami Svein var 14 ára þegar hann misstí föður sinn. “Það var í nóvember 1929. Pabbi var á báti sem hét Baldur og hann var að sækja mann út á Hellissand, þeir voru þrír á. Það kom leH að bátnum, tveir komust lífs af en pabbi drukknaði. LíHð rak að landi um kvöldið. Það var, að kvöldi 29. nóvember 1929. Eftir það var ekH um annað að ræða en standa sig.” Bjarni Svein var á Sæbirninum ffam til ársins 1936 en þá sHpti hann yfir og fór á síld. “Ég réði mig á bát sem hét Alden en sHpstjóri á honum var Varði S. Varðason. Þá áttum við hreinlega Tynesarplanið á Siglufirði enda lönduðum við alltaf þar. Svo var ég á fjöldamörgum bátum, það er

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.