Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. AGUST 2000 „.mnnii.. Umhverfismál í Borgarfjarðarsveit Höfandar: Auður Lilja Amþórsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Þórunn Reykdal í Borgarfjarðarsveit skipa um- hverfismál sífellt stærri sess í allri áætlanagerð og framkvæmd- um. Reynt er að finna leiðir til að hlúa að velferð íbúa með því að tvinna saman sem eina heild um- hverfis-, félags-, efnahags- og fagurffæðilega þætti í anda sjálf- bærrar þróunar. Vonir standa tdl að í ffamtíðinni geti sveitarstjóm tekið mið af þessum þáttum við alla ákvarðanatöku. Sú von stendur þó og fellur með þátt- töku og áhuga íbúanna. Eftirfar- andi grein er ætlað að upplýsa íbúa sveitarfélagsins og nágranna um nokkur þeirra verkefna sem unnið er að um þessar mundir. Störf umhverfisnefiidar Borgarfiarðarsveitar Hér á eftir fara nokkur orð um störf umhverfisnefndar Borgar- fjarðarsveitar síðan hún kom fyrst saman skömmu eftir síðustu sveit- arstjórnarkosningar. Nefndina skipa Þórunn Reykdal Amheiðar- stöðum, Bjarni Guðmundsson Skálpastöðum, Sigurður Oddur Ragnarsson Oddsstöðum, Anna Guðrún Þórhallsdóttir Hvanneyri og Auður Lilja Arnþórsdóttir Hvanneyri. Á einum af fyrsm fundum nefnd- arinnar var ákveðið að Borgarfjarð- arsveit gerðist aðili að verkefninu Staðardagskrá 21. Verkefnið hefur farið hægt af stað en á þessu ári lagði umhverfisnefndin til að ráðinn yrði starfsmað- ur tímabundið til að koma því á betri skrið. Sveitar- stjórn brást vel við og Björg Gunnarsdóttir var ráðin til starfsins. Rusl og drasl hafa ávallt verið ofarlega á dagskrá umhverfisnefndarfunda, því samkomulag var um það í upphafi að leggja á- herslu á að koma sorp- hirðu í gott lag og hefur sveitarstjórn verið sama sinnis. Við gerð fjárhagsáædunar fyrir þetta ár var ákveðið að setja upp flokkunar- stöðvar fyrir úrgang á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu auk þeirra sorpgáma sem fyrir eru. Umhverf- isnefndin hefúr lagt áherslu á að gengið verði snyrtilega frá um- hverfi gámanna, þeir málaðir í hlut- lausum lit og á þá festar leiðbein- ingar um hvað megi fara í þá og hvar aðra gáma er að finna. Gámar fyrir heimilissorp eru í Húsafelli, Reykholti, Arbergi, Litla-Kroppi, Múlakoti, Brautar- mngu, Bæjarsveit og á Hvanneyri. Brotajárnsgámar verða í Reykholti, Brautartungu, Bæjarsveit og á Hvanneyri. Gámur fyrir timbur verður á Hvanneyri og í Reykholti og gámar fyrir pappír verða á Ar- bergi og Hvanneyri. Móttaka á ó- nýmm rafgeymum er á fjórum stöðum í sveitarfélaginu; Skarði, Vélabæ, Amheiðarstöðum og hjá Jörfa á Hvanneyri. Rúllubaggaplast geta bændur fengið fjarlægt tvisvar á ári. A Hvanneyri er lífrænn úrgangur flokkaður frá öðm sorpi og úr hon- um unnin mold. Borist hefur í tal að leita leiða til að hvetja fleiri í sveitarfélaginu til að nýta lífrænan úrgang, sem er eins og allir vita stór hluti heimilissorpsins og með nýt- ingu á honum má því minnka sorp- magnið verulega. I fyrra var hrundið af stað hreins- unarátaki undir yfirskriftinni “Ný sveit - hrein sveit” og á síðasta fúndi umhverfisnefndar var ákveðið að Borgarfjarðarsveit gerðist aðili að landsátakinu “Fegurri sveitir”. Stærsti og kosmaðarsamasti hluti hreinsunarátaks síðastliðins árs var brottflutningur brotajárns. Um 60 tonn vom fjarlægð og sennilega býður annað eins brott- flutnings á þessu ári. Af öðrum mál- um sem umhverfis- nefndin mun vinna að á næsmnni má nefna skólp og neysluvatn. Við heyrum það í ff étt- um að víða í sveit- um landsins er neysluvatn mengað - og salmonellu- sýkingar í búfé vekja mann m.a. til umhugsunar um frágang frárennslis. Við velmm fyrir okkur hvernig á- stand þessara mála sé hér og hvort nægilega vel sé búið að “byrgja bmnn- inn” bæði í bókstaflegri og yfir- færðri merkingu. Annað sem alvarlega þarf að huga að em beitarmál og landgræðsla. Ofbeit og slæma meðferð á landinu er að finna í Borgarfjarðarsveit eins og öðmm stöðum á landinu en einnig má víða í sveitarfélaginu sjá góðan árangur af vinnu manna við uppgræðslu. A síðastiiðnu ári ákvað umhverf- isnefnd að veita einum bæ í sveitar- félaginu verðlaun fyrir snyTtilegt umhverfi og varð Brekkukot fyrir valinu. Níu aðrir bæir hlum viður- kenningar. Umhverfisnefndin hefur ákveðið að óska í ár eftir ábending- um ffá íbúum sveitarfélagsins um snyrtilega umgengi í þéttbýli, dreif- býli og við fyrirtæki eða stofnanir, sem að þeirra mati verðskulda við- urkenningar. Staðardagskrá 21 í Borgarfjarðarsveit A síðusm áramgum hefúr nokkuð borið á að slagorðum og ffösum tengdum umhverfisvemd hafi skot- ið upp á stjömuhimininn og hrapað þaðan jafnharðan afrnr. Önnur slagorð hafa kannski skinið lengur en staðreyndin að baki þeim verið harla haldlítil þegar þau vom í- grunduð nánar. Þetta hefur vafalít- ið valdið því að margir hafa ekki að- eins misst trúna á boðskap um- hverfisvemdarsinna heldur einnig trúna á eigin gem til að gera eitt- hvað til bjargar umhverfinu. Staðardagskrá 21 er hugtak sem sem nokkuð hefur borið á í opin- berri umræðu síðustu missera. Þó sú umræða hafi verið fræðandi er samt ástæða til að óttast að enn séu margir sem farið hafa á mis við hana og halda að hér sé aðeins enn einn innantómur umhverfisvernd- arffasinn á ferðinni. Svo er þó ekki. Staðardagskrá 21 er áætltrn um það hvemig vinna eigi að sjálfbærri þró- un samfélagsins með sveitarfélög sem gmnneiningu og fjall- ar því ekki síður um félags- mál og efnahagsmál en um umhverfismál. Verkefnið byggir á Dagskrá 21 sem var ein þeirra ályktana sem samþykktar voru á um- hverfisráðstefnu Samein- uðuþjóðanna í Ríó árið 1991. I Dagskrá 21 er sú stað- reynd viðurkennd að ekki er unnt að vinna að sjálf- bærri þróun með skipun- um ofanfrá eða með pólitískum ffösum heldur þarf meðvitaða sam- vinnu allra manna til. Því er lögð mikil áhersla á hlutverk sveitar- stjórna sem þess stjórnvalds sem næst stendur almenningi. Þar að auki era umhverfis- og samfélagsaðstæður svo breyti- legar ffá einum stað til annars og einum tíma til annars, að ó- gerningur er að búa til algildar reglur um umgengni við um- hverfið. Breytni sem á einum stað og tíma jaðrar við glæp getur verið meinlítil eða jafnvel æskileg á öðmm. Sem dæmi má nefna að í þéttbýlum samfélög- um getur skortur á landi undir sorphauga verið næg ástæða til kostnaðarsamrar endurvinnslu hráefna sem engin ástæða önn- ur er til að halda uppá. Þetta þýðir ekki að engin ástæða sé til endurvinnslu í dreifbýli en hún gæti verið annarskonar og önn- ur efni sem ástæða er til að end- umýta. Eins getur húsdýrabeit til að halda niðri skógi verið æskileg aðferð til að viðhalda líffjölbreyti- leika á einum stað en annars staðar viðheldur sú sama beit óeðlilegum fábreytileika líffíkisins. Af þessum sökum er ákveðið í Dagskrá 21, að öll sveitarfélög að- ildarlandanna vinni áætlun um sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu á 21. öld, fýrir árslok 1996. Sú áætlun er Staðardagskrá 21 og hefur það að markmiði að gera umhyggju fyrir umhverfinu og skynsamlega nýt- ingu auðlinda að sjálfsögðum og ó- aðskiljanlegum þætti allrar starf- semi samfélagsins. Það er samdóma álit allra sem um málefnið fjalla að þetta hafist ekki nema með raun- vemlegri þátttöku almennings. Nú er árið 2000 liðlega hálfnað en fá ís- lensk sveitarfélög hafa gengið frá staðardagskrá sinni. Þó er von til að úr rætist á þessu ári og er Borgarfjarðar- sveit eitt þeirra sveitarfélaga sem ætla sér að Ijúka frumgerð dag- skrárinnar fyrir áramót. Sveitin er strjálbýlt land- búnaðarhérað og hlýtur áætlunin því að miklu leyti að fjalla um hvernig nýting lands verði best skipulögð, núlif- andi og komandi kynslóðum til hagsbóta. í væntanlegu aðalskipu- lagi sveitarfélagsins verður síðan kappkostað að hafa allar áætlanir í samræmi við staðardagskrána. Fegnrri sveitir í Borgarfjarðarsveit Það hefúr sem betur fer orðið gjörbylting á því hvernig menn líta á umhverfi sitt og neytendur gera kröfu um sjálfbæra þróun í land- búnaði. Ein megin hugsunin í sjálf- bærri þróun er að nýting okkar sem nú lifum, á auðlindum jarðar minnki ekki möguleika komandi kynslóða á því að fá sínum þörfúm fullnægt. Þessi hugsun er ekki fjar- læg bændum sem hafa í gegn um tíðina kappkostað við að skila jörð- um sínum í hendur afkomenda sinna, helst í betra ásigkomulagi en þegar þeir tóku við þeim. Sjálfbær þróun er háð breytingum sem ráð- ast af þekkingu, tæknistigi og sam- félagsskipan á hverjum tíma, það er enginn að tala um afturhvarf til for- tíðar heldur áframhaldandi þróun. Hún setur landbúnaðinum ekki skorður, stýrir honum vissulega inná ákveðna braut, og lagar sig að breyttum þörfúm í nútíð og fram- tíð. Landbúnaður á að geta eflst í Borgarfjarðarsveit, eins og annars staðar á Islandi, og arður af honum að aukast, án þess að af hljóttist mengun eða að gengið sé á gróður, jarðveg eða aðrar náttúmauðlindir. Rúmlega 40 % íbúa Borgarfjarðar- sveitar starfa að landbúnaði og hann er því mikilvægasta atvinnu- grein sveitarfélagsins. Borgarfjarðarsveit er þátttakandi í átaksverkefninu Fegurri sveitir 2000. Fegurri sveitir 2000 er átaks- verkefni sem landbúnaðarráðuneyt- ið, í umboði ríkisstjórnarinnar og í samvinnu við Bændasamtök Is- lands, umhverfisráðuneytið, Kven- félagasambandið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga stendur að, eins og þegar hefur verið kynnt hér í blaðinu. Verkefnið er fólgið í því að hvetja til, samstilla og jafnvel skipuleggja tiltekt og fegmn í dreif- býli. Umhverfisvandamál er oft hægt að leysa og koma í ákveðinn farveg en hreinsunar- og fegmnar- störfum verður að sjálfsögðu seint að fullu lokið. Atakið snýr ekki ein- göngu að bændum heldur eiga ýms- ir aðrir aðilar eignir á landsbyggð- inni. Sem dæmi um hvað verið er að gera í Borgarfjarðarsveit í tengslum við verkefnið, má nefna eftirfar- andi: 0 Verið er að koma upp gáma- svæðum til að aðstoða íbúa við sorpflokkun. • Landbúnaðarplast er sótt 2-3 sinnum á ári á sveitabæina. Þor- steinn Eyþórsson framkvæmda- stjóri Gámaþjónustu Vesmrlands lét smíða plastpressumódel að borgfirskri fyrirmynd, og var það til sýnis á landbúnaðarsýningunni BU 2000. Þorsteinn og aðrir þeir sem safna saman plasti verða áþreifan- lega varir við það hversu mikið auð- veldara það er að sækja plast heim til þeirra bænda sem safna því sam- an á þennan hátt. I haust verður væntanlega auglýst samkeppni um bestu plastpressuna. • I fyrra vom fjarlægð 60 tonn af brotajámi og í ár verður lokið við að sækja það sem menn vilja losna við. Söfnunarstaðir era á tveim stöðum í sveitarfélaginu og þangað er brotajámið sótt af gámaþjónustu Vesturlands. • Borgarfjarðarsveit veitti 10 umhverfisviðurkenningar í fyrra undir slagorðinu: Ný sveit - hrein sveit. Verðlaunin vora veitt fýrir góða umgengni og snyrtimennsku. Nú er tekið við tilnefningum fýrir árið 2000. I Borgarfjarðarsveit em stofnanir og fýrirtæki almennt meðvituð í umhverfismálum. A Hvanneyri hafa menn t.d. um árabil flokkað sorp og framleitt moltu úr lífrænum úrgangi. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar er að láta gera úttekt á ytra útliti mannvirkja sinna. I haust liggja fýrir til- lögur um það hvernig hin langa aðveituæð fýrirtæltisins verði best felld að nærliggjandi umhverfi. Vegagerðin lét í vetur útbúa verk- lagsreglur um frágang á gömlum námum og tilraunaverkefni er í gangi á Vesturlandi. Landssíminn er að kanna umfang ónotaðra uppi- standandi símastaura, Landssam- band hestamanna hreinsar og fegr- ar hesthúsahverfi og svona mætti á- fram telja. Umliverfisverðlaun og viðurkenningar Umhverfisnefnd Borgarfjarðarsveitar veitti á s.l. ári 9 umhverfisviðurkenningar og ein umhverfisverðlaun og féllu þau í skaut ábúenda að Brekkukoti Reykholtsdal. Hér með er auglýst eftir tilnefúingum íbúa um um- hverfisverðlaun og viðurkenningar fýrir árið 2000. Tílnefningum verði komið til Þórannar Reykdal, Amheiðarstöðum, í síma 435 1224 eða með tölvu- pósti: netfang thr@ismennt.is Gámar Húsafell heimttissorp Reykholt heimttissorp, jám og timbnr Arberg heimilissorp ogpappír Litli-Kroppur heimilissorp Múlakot heimttissorp Brautartunga heimilissorp ogjdm Bæjarsveit heimilissorp og jám Hvanneyri heimttissorp, jám, titnbur og pappír Vatnshamravegur heimttissorp Móttaka rafgeyma Jörfi, Hvanneyri Skarð, Lundarreykjadal Vélabær, Bæjarsveit Arnheiðarstaðir, Hálsasveit Rúlluplast geta bændur fengið fjarlægt tvisvar á ári

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.