Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 17
17
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000
Þar deyr fólk úr niðurgangi
Viðtal við íslenskan lækni í Bolivíu sem berst m.a. við berkla, malaríu, kóleru, bamaveiki, mænuveiki og fleiri sjúkdóma
íslendingar
með gott kerfi
Fjóla Björnsdóttir er ein af þeim
sem hikar ekki við að feta ótroðnar
slóðir í lífinu. Aðeins þrjátíu ára að
aldri hefur hún verið búsett í
Bólivíu, litlu landi í Suður-Amer-
íku, meira og minna undanfarin
þrettán ár. Þar lærði hún til læknis
og hefur starfað þar sem slíkur síð-
an. En hvað verður til þess að ung
Akranesmær sest að í svo fjarlægu
og ffamandi landi sem raun ber
vitni?
“Eg fór upphaflega til Bólivíu
sem skiptinemi árið 1987, þá tæp-
lega sautján ára, og var þar í ár. Mér
líkaði mjög vel þar og var einstak-
lega heppin með fjölskyldu og ann-
að. Það var þess vegna sem ég ákvað
að fara aftur eftir að ég kláraði stúd-
entinn hér heima. Eg ætlaði mér
bara að vera í tvö ár eða svo og leika
mér áður en ég færi út í eitthvað
annað. Svo kynntist ég strák og
þegar ég uppgötvaði hversu alvar-
legt sambandið var orðið ákvað ég
að koma heim til að hugsa málið í
eitt ár. Það er auðvitað meira en að
segja það að flytjast svona langt í
burtu til frambúðar, en ég ákvað að
ég gæti alltaf komið heim ef hlut-
irnir gengju ekki upp. Hins vegar
vildi ég ekki eiga á hættu að hugsa
þegar ég væri fertug: Hvað ef ég
hefði. . .?” I dag hefur Fjóla verið
gift þessum manni í fimm ár og þau
eiga saman átta mánaða gamla
stúlku. Eiginmaður Fjólu er starfs-
maður hjá hollensku fyrirtæki sem
sérhæfir sig í innflutningi á efhum í
þungaiðnað, en hún sjálf er læknir.
Deyja úr niðurgangi
“Já, ég ákvað að læra til læknis. Ef
maður ætlar að verða ríkur er það
alls ekki rétta leiðin þarna úti. En
ég var ekkert að leita eftir því. Eg
var búin að ákveða að ef ég færi
þarna út ætlaði ég að reyna að gera
eitthvað gagnlegt.” Fjóla segir
vinnuna vera erfiða að mörgu leyti.
“Eg var að tala við manninn minn í
gær og hann var að segja mér þær
fféttir að búið væri að koma gena-
korti mannsins á blað. Hann tók
þannig til orða að það væri nú allt
saman gott og blessað en það kæmi
Bólivíu að litlum notum, fólk væri
ennþá að deyja þarna úr niður-
gangi, og það er alveg satt”, segir
Fjóla og heldur áffam, “Þetta er
bara svona. En það þarf mjög lítið
til að áorka alveg ótrúlega miklu.
Fjárframlögin eru ótrúlega tak-
mörkuð, en sjúkrahúsin bjarga sér
vel miðað við það.”
Lágmarkslaunin
um 4000 krónur
En af hverju ekki að koma til Is-
lands og fara í háskólann hér? “Ég
ákvað að læra þetta úti úr því ég var
nú komin þangað og byrjuð að búa
þar. Auk þess hefði það verið algjör
umbylting að koma hingað heim og
steypa sér út í námslán. Það hefði
ekki verið möguleiki fyrir mig að
borga af einhverjum námslánum
sem væru kannski orðin einhverjar
milljónir með 21.000 krónur í laun
á mánuði.” Blaðamaður hváir, eru
það læknalaun? “Já, lágmarkslaunin
þama úti em 60 dollarar, rétt rúm-
lega 4.000 krónur á mánuði. Ég hef
aldrei getað skilið hvemig fólk sem
er kannski með sex böm getur lifað
af þessum launum þrátt fyrir að
verðlagið sé auðvitað allt annað en
hér.” Fjóla segir bilið á milli ríkra
og fátækra vera gríðarlegt. “Einnig
er mikill munur á því hvort fólk
vinnur hjá ríkinu, eins og ég, eða í
Fjóla Bjömsdóttir
einkageiranum eins og maðurinn
minn. Ég sé að þetta er að koma
upp héma núna. Ég sá t.d. frétt um
daginn þar sem fjallað var um að
erfitt væri orðið að manna stöður á
elliheimilum og þvíumlíkt. Fólk fer
auðvitað frekar að vinna hjá ein-
hverju tölvufyrirtæki úti í bæ með
þreföld þau laun sem það fengi hjá
ríkinu.”
Sjúkdómar aðeins í
sögubókum á Islandi
Fjóla segist ekki vita hvort lækna-
námið úti sé sambærilegt því sem er
hér heima. “Ég hef náttúrulega
engan samanburð. Þetta er að vísu
sex ára nám eins og hér og ég hugsa
að margt sé líkt þótt hvert þjóðfélag
lagi námið auðvitað að sínum þjóð-
félagsaðstæðum. Ég er t.d. búin að
vera að kljást við berkla og malaríu,
kólem, barnaveiki, mænuveiki og
svo framvegis. Ekki það að maður
sé sérffæðingur í þessu, en ég er al-
veg viss um að læknar hér heima
yrðu í vandræðum með að greina
þessa sjúkdóma. Fólk les bara um
þetta í sögubókunum hér”, segir
Fjóla. “Ég held það sé voðalega
erfitt að bera saman. Hingað koma
t.d. alltaf nýjustu lyfin en þangað
koma alltaf ódýrastu lyfin. Ef fólk
þarf eitthvað annað en það sem er
til þarf það að borga lyfið úr eigin
vasa og oft era það margföld mán-
aðarlaunin.”
Nær 100% raki
Fjóla býr nú í næst-stærstu borg
landsins, en áður bjó hún í höfuð-
borginni í sex ár. Hún segir mikinn
uppvöxt vera í þeirri fyrmefhdu, ef
hægt sé að tala um uppvöxt í
kreppu. “Þarna býr um það bil ein
milljón manna, en fólk býr mjög
dreift og á stóra svæði svo maður
finnur varla fyrir því. Ég bjó þarna
mitt kandídatsár líka og hitinn og
rakinn er mjög mikill. Meðalhitinn
er um 28°C en hann fer upp í 40°C,
og getur líka farið niður í sextán. Þá
er skítkalt af því að þarna er oft
98% raki án þess að rigni. Hann er
þó yfirleitt í kringum 90%.” Fjóla
segist hafa gert mikið grín að kul-
vísi innfæddra áður en hún fluttist
til borgarinnar. “Ég sagði alltaf:
“Þeim finnst kalt þarna í nítján stig-
um, hafa greinilega aldrei komið til
Islands.” En ég hef lært af reynsl-
unni. Það er enginn hiti í húsunum
og kuldinn smýgur í gegnum merg
og bein.” Hún segir rakann einnig
skapa vandamál. “Þú getur ekki
hengt leðurjakka inn í skáp í tvo
mánuði, þá er hann orðinn grænn.
Ég á t.d. einn jakka sem ég þarf að
þvo með vaselíni eða olíu á tveggja
mánaða fresti af því að þá er komin
græn slikja á hann.”
Eins og villta vestrið
Allur gangur er á því hvemig
húsakynni fólks era í Bólivíu og
Fjóla segir það allt fara eftir því
hvað menn eigi og hvað þeir geti
sætt sig við. Sjálf býr hún í nýju
hlöðnu steinhúsi í útjaðri borgar-
innar Santa Craz. “Þetta var ótta-
legt “villt vestur”, alveg fram undir
1970. Fólk bjó kannski bara innan
fjögurra veggja með eitthvert smá-
þak, lá á gólfinu þegar það svaf og
fannst það ekkert tiltökumál af því
það er svo hlýtt,” segir Fjóla og
hlær. Borgin er byggð í hringi, svip-
að og tíðkaðist í villta vestrinu. “I
miðjunni er kirkja, ráðhús og sam-
komuhús, allt á ferköntuðu torgi.
Svo koma götur út frá því. Ég er í
áttunda hring í nýjasta hverfinu.
Þetta eru samt engar vegalengdir.
Ég er á gamalli VW bjöllu ffá '84
og er svona tíu mínútur niður í bæ.”
Borða svið
og hrútspunga
Fjóla segir að margt hafi komið
henni spánskt fyrir sjónir í Bólivíu
til að byrja með. “Allar gangstéttir
eru t.d. hálfur til einn metri á hæð.
Maður uppgötvar af hverju það er
þegar fer að rigna því þá fer allt á
flot. Vamselgurinn er þá bara á göt-
unni og maður getur þá að minnsta
kosti gengið á þessum gangstéttum.
Þetta er þó skárra eftir að komu
vatnslagnir.” Rigningar í Bólívíu
standa oft í um 48 tíma. Fjóla segist
þó aðspurð aldrei hafa lent í nein-
um náttúrahamföram þrátt fyrir að
landið sé á jarðskjálftasvæði að
hluta.” Oft koma þó flóð og fólk
missir allt sitt en manntjón er mjög
sjaldgæft.”
“Mér finnst líka alveg ffábært
hvernig stöplarnir sem hestarnir
vora bundnir við era nýttir. Búið er
að mála þá gula og þeir era notaðir
sem n.k. umferðarmerki”, segir
Fjóla og bætir því við að henni finn-
ist eins og miklu styttra sé aftur í
aldir þar heldur en hér. “Lífið þarna
almennt, sérstaklega uppi í hálönd-
unum, gæti ég ímyndað mér að væri
ekkert ólíkt því sem var hér fyrir
svona 50 áram síðan. Þama era líka
borðuð svið og hrútspungar. Fólk
verður bara að gera sér mat úr því
sem til er eins og tíðkaðist hér.”
Fjóla segir að veikasti hlutinn í
bólivíska kerfinu sé spillingin og
fjármálaóréttlætið. “Ég held að Is-
lendingar geri sér almennt enga
grein fyrir því hvað þeir era heppn-
ir að vera með svona sterkt og vel
uppbyggt kerfi. Sumt fólkið sem
kemur á sjúkrahúsið á stundum ekki
fyrir mat og hvernig getur maður
sagt fólki að kaupa penicillín þegar
það á ekki fyrir kjöti?” spyr Fjóla og
heldur áffam; “Þama er stétt við
völd sem vill bara halda þessu svona
og í rauninni er ég hluti af þeirri
stétt þar sem ég hef það gott fjár-
hagslega. Þetta er mjög flókið mál
og svo fjarri því að vera bara spurn-
ing um peninga.”
I peysufötum
og íþróttaskóm
Þegar Fjóla er innt effir því hvort
hún verði vör við fordóma í sinn
garð segir hún að svo sé ekki
lengur.” Ég fann hins vegar meira
fyrir því þar sem við bjuggum áður,
uppi í fjöllunum. Þar er indíána-
menningin svo rótgróin og um
80% af íbúunum eru hreinir
indíánar. Um helmingurinn af þeim
fjölda heldur alveg í gömlu siðina,
fötin og allt. Þetta veldur mikilli
togstreitu og kannski er hægt að
líkja þessu við að helmingurinn af
Islendingum byggi í moldarkofum
og væri í peysufötum og hinn helm-
ingurinn byggi á Arnarnesinu eins
og það er í dag og gengi í gallabux-
um og strigaskóm.
Þar sem ég bý núna er um 80% af
fólldnu aðflutt. Þar er allt miklu
nýrra og stendur ekki á eins rót-
grónum grunni. Hugsanagangur-
inn þarna gæti ég ímyndað mér að
væri svolítið eins og var hérna effir
stríð. Það var allt í lagi að stela af
Kananum af því hann átti hvort sem
er svo mikinn pening. Maður lend-
ir stundum í svipaðri aðstöðu þarna
úti, en maður reynir að koma fólki í
skilning um að maður sé enginn
milljónamæringur. En þarna býr
mjög opið, skemmtilegt og gott
fólk.”
Hættulegt að
fara á sjúkrahús
Indíánar era þekktir fyrir það að
stunda óhefðbundnar lækningar og
Fjóla segir það stundum skapa
vandamál. “Þar sem menningar-
heimurinn er svona rótgróinn er
fullt af fjölkyngismönnum. Þeir
nota mikið jurtir og kunna mjög vel
að fara með þær og þann lækninga-
mátt sem í þeim er. Ég kann ekkert
á það sjálf, en ég er viss um að
margar jurtir virka mjög vel á ýmis-
legt, en ekki á allt. Fólk reynir off
allt svona áður en það kemur til
okkar á sjúkrahúsið. Það er allt
komið á heljarþröm áður en fólk
leitar til okkar og þá er oft mjög
takmarkað hægt að gera fyrir það.
Þetta er svona vítahringur því svo
er sú skoðun ríkjandi að aldrei eigi
að fara á sjúkrahús, því þá deyi
maður. En fólk deyr bara af því það
kemur svo seint. En þetta er eins og
með margt annað og svona hugsun-
arhætti er erfitt að breyta”, segir
Fjóla að lokum. Blaðamaður óskar
Fjólu alls hins besta og greinilegt er
að í Bólivíu er ýmislegt ólíkt því
sem við eigum að venjast hér á
Fróni.
SÓK