Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. AGUST 2000 JktuuhuK: Sýnum tillitssemi - ökum af háttvísi Eins og landsmenn vita hafa fjöl- mörg alvarleg umferðarslys átt sér stað tmdanfarnar vikur. Yfir sumar- mánuðina flykkist fólk út á þjóð- vegina og eykst umferðin ár ffá ári. Hvert metið á fætur öðru er slegið og hér á Vesturlandi hefur umferð- arþunginn s.l. helgar numið svo sem einni til tveim krismihátíðum. A sama tíma hefur löggæslan minnkað vegna manneklu og yfir- menn lögreglu koma ffam í fjöl- miðlum og kvarta opinberlega und- an mannfæð og gífurlegu vinnuá- lagi. Tilgangur umferðarlaga er m.a að stuðla að greiðri, öruggri og slysalausri umferð. Þar eru settar þær leikreglur sem okkur er ædað að virða og fara eftir. Við gemm séð fyrir okkur knattspyrnuleik þar sem engar reglur væru. Þar er dómarinn tíl að gæta þess að allt fari að setmm reglum og hverjum dettur í hug að byrja leikinn ef dómarann vantar? I umferðinni er lögreglan í þessu dómarahlutverki og hefur þar af leiðandi gífurlega þýðingu fyrir umferðaröryggi. Að aka hægar Það veitir ökumönnum aðhald og öryggi að geta gengið að því sem vísu að lögreglan sé úti á vegum við effirlit og aðstoð. Það er nauðsyn- legt að geta gripið inn í ef vart verður óeðlilegrar eða ólöglegrar hegðunar í umferðinni. Lögreglan hefur verið öml að kæra þá sem aka of hratt og er það vel. Hins vegar vantar meira aðhald að þeim sem aka langt undir eðlilegum umferð- arhraða og skapa með því óþarfa slysahættu með framúrakstri og pirringi annarra ökumanna. I 5. grein umferðarlaga, greininni sem oft er kölluð varúðarreglan, segir skýrt og klárt að ekki skuli tefja eða trafla umferð að óþörfu og sýna skuli öðram vegfarendum tillits- semi. Þessa grein skil ég svo að ef einhverjir ökumenn þurfa að aka hægar en telja má eðlilegan um- ferðarhraða skuli þeir liðka til fyrir þeim sem á eftir koma og þurfa að fara framúr. Þetta má sem best gera með því að víkja vel til hægri og jafnvel nota útskot og afleggjara til þess að stöðva á. Okumönnum stórra bifreiða og biffeiða með efrirvagn er skylt að aka hægar, eða ekki hraðar en á 80 km/klst. Þetta er að sjálfsögðu gert með umferðaröryggi að leiðarljósi en jafnframt verða ökumenn þess- ara bifreiða að sýna þeim sem á eft- ir koma fyllstu tillitssemi, víkja þar sem þess er kostur, nota stefnu- merki og hægja hæfilega mikið á og hleypa framúr. Þrjár mikilvægar sekúndur Eitt er það sem veldur fjölda slysa en það er of stutt bil milli bifreiða. Til era margar aðferðir við að meta rétta fjarlægð í næsta bíl fyrir ffam- an en ein sú besta er svokölluð “þriggja sekúndna regla”. Hún felst í því að við horfum á þegar bíllinn fyrir ffaman fer framhjá ein- hverju kennileiti, s.s. vegstiku, um- ferðarmerki eða þ.h. byrjum við að telja sem svarar til þrem sekúndum, 1001, 1002, 1003. Efvið eram ekki komin að nefhdu kennileiti áður en þessari talningu lýkur ætti bilið milli bílanna að vera nægilegt, reyndar miðað við bestu aðstæður. Onnur regla segir: Hafðu bilið að næsta bíl í metram talið sömu tölu og hraðamælirinn sýnir, þ.e. 60 metra á 60 km hraða, 90 metra á 90 km hraða o.s.frv. Kæra ökumenn munum að við eram ekki ein á ferð á vegunum. Fylgjum reglum, sýnum tillitssemi og munum að sýna hvort öðra þá háttvísi og tillitssemi sem við vænt- um ffá öðram. Stuðlum að slysalausri umferð því mitt mál.......er þitt mál Sveinn Ingi Lýðssrn Umferðar 'árygffsfulltrúi Vesturlands Mjólkurgleði á Staðarfelli Fjölskylduhátíð verður haldin á Staðarfelli í Dölum um Verslvmar- mannahelgina undir heitinu „Mjólkurgleði SÁÁ og Dala- manna.“ Dagskrá hátíðarinnar er að stórum hluta sniðin að þörfum barna og unglinga. Hljómsveitin Karma mun leika fyrir dansi öll kvöldin. Meðal skemmtikrafta verða Magnús Scheving, Mighty Gar- eth, Ingveldur Yr og Tamóra. Fjörkálfurinn og orkuboltinn Jón Bjarnason mun stýra Mjólkurgleð- inni ffá morgni til kvölds. Fyrir börn og unglinga verður m.a. boð- ið upp á hestaferðir, loftkastala, bátsferðir, íþróttamót, leikjamót, töffasýningu, danskennslu og jafn- framt kemur Iþróttaálfurinn í heimsókn. Á dagskrá Mjólkurgleði SÁA og Dalamanna verður jafn- framt brekkusöngur, flugeldasýn- ing, varðeldur og sitthvað fleira skemmtilegt. Aðgangseyrir er 4.000 kr. og ó- keypis fyrir 13 ára og yngri. Fríar sætaferðir verða ffá SÁA Síðumúla 3-5, föstudaginn 4. ágúst kl. 19. MM 'jóðfegt (jom Reykurmn af réttunum Heilir og sælir lesendur góðir, til sjávar og sveita. I forntim ritum greinir ffá því er föramaður kom til húsa svangur og bað um mat, ekki sem ölmusu, heldur gegn gjaldi. Var honum gert að bíða meðan veisluhöld stóðu yfir í húsinu uns í ljós kæmi hvort eitthvað væri afgangs. Leið svo og beið þar til förumaður fékk að vita að enginn væri afgangurinn en honum þó gert að greiða fyrir veitingarnar þar eð hann hefði notið reykjarins af réttunum. Viðskiptasiðferði af þessi tagi þótti svo fáheyrt er saga þessi var rit- uð að ástæða þótti til að færa þau í annála. Nú er öldin önnur. Svo er framþróuninni að þakka að menn era löngu hættir að vera með leiðindi vegna jafnsjálfsagðs hlutar og að vera krafðir um greiðslu fyrir ekkert. Framkvöðull þessa nýja hugsanaháttar var athafnamaðurinn, skáldið og athafhaskálið Einar Benediktsson. Einar stofnaði fjölmörg fyrirtæki í félagi við erlenda peningamenn. Hlutafélagið Gigant stofnaði Einar með norskum fjármálamönnum til þess að reisa vatnsaflsstöð sem virkja átti sjálfan Dettifoss. The Brithish North-Westem Syndicate stofnaði hann í félagi við breska auðjöffa í sama tilgangi og einnig til að reisa stórverksmiðju sem ynni köfnunar- efnisáburð með rafgreiningu. The Harbours and Piers Association Ltd. gerði áætlun um að útbúa risavaxna hafskipahöfn í Reykjavík. The Industrial and Engineering Trast Ltd. var samlag um fjármálaviðskipti á Islandi. Aktieselskabet Pluto Limited og tvö önnur félög undir for- ystu Einars tryggðu sér rétt til námavinnslu víðsvegar um land með stórtæka gullvinnslu að meginmarkmiði. Stærst félaganna var þó Fossa- félagið Títan sem reisa skyldi þrjár gríðarstórar vatnsaflsvirkjanir á Suðurlandi, nokkur stóriðjuver til að nýta orkuna, leggja járnbrautir og dýpka hafnir. Eðli og afdrifum þessara fyrirtækja hefur Einar Kárason gert frámunalega góð skil í fáum en hnitmiðuðum orðum í bók sinni, Heimskra manna ráð: „Oll áttu þessi fyrirtæki næga peninga og vora mikilsvirt í fjármála- heimi Evrópu. En það áttu þau þó merkast sameiginlegt að aldrei varð neitt úr neinu af því sem þeim var ætlað. Hafnargerðarfyrirtækin byggðu ekki svo mikið sem bryggjustúf. Námufélögin unnu ekkert gull. Engar járnbrautir vora lagðar, engar verksmiðjur vora reistar, ekki einn dropi vatns var nokkumtíma virkjaður." Það er þjóð vorri til mikils sóma að viðskiptajöfrar okkar tíma hafa tekið „the great poet of Iceland" sér til fyrirmyndar. Oz.com heitir fyrirtæki nokkurt í Reykjavík. Sumir telja að það sé tölvufyrirtæki. Skiptir ekki máli. Oz er í eigu ungra athafnamanna sem eiga stór hús og fallega jeppa. Þeir era kallaðir galdrakarlarnir í Oz því allt verður þeim að fé (þ.e.a.s. hlutafé). Fyrirtækið er metið á fleiri hundrað milljónir króna, ef ekki dollara. Erlend risafyrirtæki hafa fundið sig knúin til að fjárfesta. Oz.com hefur aldrei búið til neina framleiðsluvöra sem hefur farið á markað og selst. Fyrirtækið hefur aldrei selt nokkram manni vöra eða þjónustu. Það selur bara hlutabréf, og það er ekkert sem bendir til að þess að á því verði breyting. Islensk erfðagreining er stórfyrirtæki með yfir 300 manns á launa- skrá. Flestir era hámenntaðir sérfræðingar og launaðir samkvæmt því. Fyrirtækið hefur barist af miklum krafti og enn meiri kosmaði fyrir því að eignast sjúkraskýrslur allra Islendinga. Fjárfestar standa í biðröð með veskin galopin. Þeir borga glaðir 28-falt uppsett verð fyrir reykinn af réttunum. Rannsóknir Islenskrar erfðagreiningar hafa aldrei leitt neitt af sér. Ekkert bendir til þess að fyrirtækið sé að gera nokkurn þann hlut sem eigi nokkurn tímann eftir að geta framfleytt 300 hálauna- mönnum og staðið undir rándýra áróðursstríði. Fyrirtækið er bara nýr keppinautur á markaði íslenskra ættfræðinga. Sú stétt hefur löngum lapið dauðann úr skel. Hljómsveitin Gus Gus hefur náð að markaðssetja sig sem fyrirtæki. Innlendir fjölmiðlar birta reglulega fréttir sem hópurinn sendir sjálfur og fjalla allar um velgengni hans á erlendri grand. Islenskir og breskir peningamenn borga glaðir allan brúsann af rándýram skemmtiferðum ungmennanna um kringlu heimsins í von um að jafnvel brotabrot vænt- anlegs hagnaðar muni skila þeim margfaldri ávöxtun. Hljómsveitin Gus Gus er ekki tdl. Hún hefur aldrei nokkurn tímann haldið hljómleika, hvað þá sent frá sér plötu. Hún er einfaldlega blekking, stærsta gabb fjölmiðlaaldar. Hver hefur nokkurn tíma heyrt lag með þessari hljóm- sveit? Eg veit ekki um neinn, og hef þó spurst fyrir víða. Það næsta sem Gus Gus hefur komist heimsffægð var þegar söngvari hinnar meintu sveitar tók þátt í Eurovision fyrir Islands hönd - og fékk ekkert stig. Þannig er íslenskt efhahagslíf. Blómlegustu fyrirtæki landsins nær- ast á því að selja hvert öðra vonir og væntingar um hlutdeild í óskil- greindum ffamtíðardraumum sem ekkert era annað en reykurinn af í réttunum. Og úr því að reykurinn selst svona ljómandi vel og enginn sér neitt athugavert við að punga út fé fyrir ekki neitt, er þá nokkuð sjálfsagðara en að braskarar kaupi íslenskar krónur til að græða fé, að óveiddur fisk- ur sé dýrari en veiddur, nú eða að vegalausir bændur gegni ímynduðum bankastjórastöðum í útlöndum? Verið kært kvödd á þriðja Þórsdegi í Heyönnum. 50113) sona Þú kemur heím til þin og áttar þig skyndilega á því að hundur- inn þinn er gjörsamlega lesblind- ur. Hvað gerir þú? a) Gefar honum ekkert að éta nema stafakex og stafasúpu í 14 daga b) Bannar honum að glápa á sjónvarp c) Klappar honum vingjanrlega og segja „Sona kallin, þetta geri eggert til“ Nýi presturinn Það var eitt sinn prestur við sína fyrstu messu sem var svo stessaður að hann gat varla kom- ið upp örðí. Eftír messuna spurði hann meðhjálparann hvernig sér hafði gengið? Hjálparmaðurinn sagði, ágætlega, en sagði að það gæti hjálpað honum með næstu messu að setja smá vodka eða gin út í vatnsglasið sitt, gamli prest- urinn hafði gert það til þess að slappa af. Næsta sunnudag setti presturinn vodka í glásið sitt og það kjaffaði á honum hver ein- asta tuska, Eför messuna spurði hann meðhjálparann hvernig sér hafði gengið í þetta sinn. Með- hjálparinn sagði affur, ágætíega, en það væru nokkrar staðreyndir sem þeir ættu að fa á hreint: 1. Það eru tíu boðorð, ekki tólf 2. Það eru tólf postulár, ekki tíu 3. Davíð vó Golíat, en buffaði hann ekki 4. Við minnumst ekki á Jesús Kríst sem Jonna heitin Ká 5. Faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi eru ekki nefndir Kallinn, Lilli og Draugurixm Maður nokkur var að fá sér f glas á bar eittkvöldið. Hann haU- ar sér upp að nökkuð stórgerðri konu sem situr við hlið hans á barnura og segir: „Viltu heyra al- veg frábxran Ijóskubrandara?” Stóra konan svarar: „Áður en þú segir mér brandarann langar mér að faenda þér á nokkuð. Eg er Ijó- hærð, 1,90 m á hæð, 120 kg og nýkomin heim frá Búlgaríu þar sem ég keppti í kúluvarpi við góðan orðstír. Þessi ljóshærða sem situr við hliðina á mér er l, 93 m, 125 kg og er fyxrverandi Islandsmeistari í glímu. Sú Ijós- hærða við hliðna á henni er 1,98 m. 135 kg og er atvinnuboxari. Ertu alveg viss um að þú viljir segja þennan ljóskubrandara?” Maðurinn lítur á þær stöllur og segir síðan: „Nei ekki ef ég þarf að útskýra hann þrisvar.” Gosi nýjungagjami Gosi vildi breyta til og tók saman við konu. Ekki var langt um liðið er Gosi fór til fúndar við trésmiðinn og bað hann ráða sér heilt í vandræðum sínum. „Kon- an kvartar sáran undan flísum úr mér, hvað er til ráða?“ sagði Gosi við trésmiðinn. Trésmiðurinn taldi máfið einfalt viðureignar og rétti Gosa örk af frnurn sand- pappír. Nokkra síðar hittast þeir félagár á fömum vegi og tré- smiður spyr hvemig gangi. „Bara vel“, svarar Gosi. „Konan er þá hætt að kvarta“, segir smiður. „Konan!“ svarar Gosi, „mér lík- aði svo vel við sandpappírinn að ég lét bara konuna róa“.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.