Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 7
gSESSUH©BRi FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 7 : 1 dag em tveirfastir starfsmenn vió svínabúiö á Melum sem sjá um daglega hirðu svínanna. F.v. Stefáti Jóhannesson og Gísli Jónsson. Uppbygging í fullum gangi Nú þegar tæplega 3000 svín á Melum Unnið er af fullum krafri við að Ijúka byggingu svínahúss á Mel- um í Leirár- og Melasveit. Það er fyrirtækið Stjömugrís hf. sem er eigandi jarðarinnar Mela og stendur að uppbyggingunni þar. Komnir em gripir í níu af tíu ein- ingum í nýja húsinu en að sögn Geirs Gunnars Geirssonar bónda á Vallá, sem er í forsvari íyrir fyr- irtækið, er stefint að því að fylla húsnæðið nú á næstu vikum. Húsið sem nú er verið að ljúka við rúmar um 3000 grísi. Ætlunin er að á Melum verði uppeldisstöð og em grísirnir því fluttir ungir á staðinn annars staðar ffá. Ekki er þó aðeins verið að byggja svínahús því einnig er að rísa fóðurstöð fyrir búið. Auk þess er stefnan að næsta sumar verði risið annað svínahús af sömu gerð. Næsta sumar ættu því að vera um 6000-7000 svín á búinu. Rækta sitt eigið fóður Að sögn Geirs Gunnars hefur fyrirtækið vemlegt landrými til umráða. „Við höfúm um 500 hekt- ara og af því er stór hluti ræktanleg- ur. Við hugsum okkur að í framtíð- inni munum við rækta hér talsvert af korni og nýta í fóður fyrir svín- in.” Aðspurður telur Geir Gunnar að það sé svipað hagkvæmt fyrir þá að rækta sitt korn sjálfir eins og að kaupa það af utanaðkomandi aðil- um. „Við getum náttúmlega aldrei ræktað nóg kom fyrir búið en við ætlum okkur samt að stunda korn- rækt, fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Það er einnig ljóst að hér mun falla til gífurlegt magn af á- burði. Við höfum einnig áhuga á ræktun almennt og emm þátttak- endur í Landgræðslufélaginu við Skarðsheiði”, bætti Geir Gvmnar við að lokum. Alveg vidaus í pylsur -Ovenjuleg gæludýr í Olafsvík Refayrðlingarnir Snúður og Snælda vom svo heppin að vera tekin í fósmr af heimilisfólkinu að Ennishlíð 2 í Olafsvík þegar refa- skyttur gerðu usla á þeirra fyrra heimili. Yrðlingarnir eiga uppmna sinn í Beruvík á Snæfellsnesi en hafa nú um tæplega tveggja mánaða skeið verið í fóstti í bakgarði í Enn- ishlíðinni. „Við fengum yrðlinganna í byrj- un júní. Það vom refaskytturnar Ásbjörn Óttarsson, Páll Stefánsson og Pétur Vigfússon sem færðu okk- ur þá eftir að hafa legið á grenjum í Beruvík. Eg hafði verið að gantast við refaskytturnar um að þeir myndu einhver tímann láta mig hafa yrðlinga og úr því varð í vor,” sagði Sævar Þórjónsson húsbóndi í Ennishlíð 2 í Ólafsvík. Sævar Sigurðsson og Sævar Þórjónsson halda hér á yrðlingunum við búrið þeirra í bak- garðinum í Ennishlíð 2 í Olafsvtk. Tökur á mynd- bandi um frum- tamningar Benedikt ásamt aðstoðarmanni sínum, Eyjólfi Gíslasyni, tamningamanni frá Hofsstöð- um í Hálsasveit. Þann 26. júní hófust tökur á myndbandi um frumtamningar á hestum að Stað í Borgarbyggð, en þar starfirækja hjónin Bene- dikt G. Líndal og Sigríður Æv- arsdóttir tamningastöð. Mynd- bandið er sérstakt að því leyti að ekki hefur áður verið búið til kennslumyndband um frum- tamningaferilinn í heild sirmi, þar sem hægt er að sjá stig af stigi hvemig tamning fer fram. Að sögn Benedikts er áætlað að tökur standi út september. Mynd- bandið verður svo að öllum líkind- um gefið út í nóvember og það er Benedikt sjálfur sem sér um útgáf- una. Kvik hf. sér um vinnslu mynd- bandsins en tímaritið Eiðfaxi er markaðs- og dreifingaraðili. “Við ætlum okkur að gefa þetta út á ís- lensku, ensku, þýsku, sænsku og hugsanlega á dönsku” segir Bene- dikt. Hann segir mjög misjafnt hvenær tökuliðið er á staðnum en skiptunum fari fækkandi. “Þeir komu oftar fyrst af því að það eru ýmis byrjunaratriði sem þarf að taka upp, en þegar við erum farnir að ríða trippunum líður lengra á milli.” Hann segir myndbandið vera komið á það stig að farið er að ríða hestunum inni í reiðskemmu og þeir eru farnir að teymast með hesti. I upphafi voru fimm hross með í tökunum og Benedikt segist búast við að þau verði öll með. Þrjú þeirra eru fædd á Stað, eitt er frá Sauðárkróki og eitt ffá Hafsteins- stöðum í Skagafirði. “Þetta er alltaf svona óskrifað blað þegar maður byrjar með alveg ótaminn hest og erfitt að vita hvernig hann þróast.” Benedikt er hestamönnum vel kunnugur því auk þess að reka tamningastöðina á Stað er hann fyrrverandi heimsmeistari í fimm- gangi og fyrir um fjórum árum síð- an hannaði hann hnakkinn Harm- ony sem er sérhannaður með þarf- ir íslenska hestsins í huga. “Munur- inn á þessum hnakki og öðrum er sá að hann er mjög hestvænn og eftirgefanlegur, það er að segja virkið í honum. Hann er einnig mjög vandaður að allri gerð.” Það er einungis ár síðan hnakkurinn kom á markað á Islandi. “Salan hef- ur bara gengið ágætlega, ég held það sé ekki hægt að segja annað.” Benedikt leggur áherslu á að myndbandið sé alíslenskt. “Eg tel það vera mjög mikilvægt að svona sé unnið af íslensku fagfólki og á Is- landi vegna þess að við eigum í mjög harðnandi samkeppni í sam- bandi við markaðsmál á íslenska hestinum. Við kappkostum að sýna að þetta sé gert á Islandi og sýnum einnig mikið af íslenskri náttúru. Myndbandið kemur þá vonandi til með að vera góð auglýsing fyrir ís- lenska hrossaræktendur og fagleg íslensk vinnubrögð auk þess að koma ferðaþjónustu á Islandi al- mennt til góða.” SÓK Fjöruferð á Skaganum Hálfgerðar alætur Þau Snúður og Snælda voru ekki mjög burðug þegar þau voru tekin í fóstur. „Við gáfum þeim kúamjólk úr pela og svo seinna afgangana úr eldhúsinu og annað það sem til féll. Þetta eru núorðið hálfgerðar alæt- ur, t.d. eru þau alveg vitlaus í af- ganginn úr pylsupottunum úr sjoppunum hér í Ólafsvík.” Að sögn Sævars hafa krakkarnir á staðnum haft mjög gaman af því að koma og skoða yrðlingana og koma gjarnan með eitthvað handa þeim í svang- inn. Kunna ekki að vara sig Fram kom í samtali við heimilis- fólk í Ennishlíðinni að meiningin er að sleppa yrðlingunum innan tíðar til sinna fyrri heimkynna. „Þau haga sér náttúrulega ekki eins og viltir refir. Þau eru mjög gæf og kunna ekki að vara sig né að veiða. Þess vegna ætlum við að merkja þau með lambamerkjum í eyrun og setja skilti við gamla grenið þeirra til að þau lendi ekki í refaskyttum. Einnig verðum við að fóðra þau fyrst eftir að við sleppum þeim meðan þau eru að læra að veiða.” EA Þann 29. júlí síðastliðinn stóð íþróttanefnd Akraness fyrir fjöruferð í Kalmansvík, Höfðavík og Miðvog. Fararstjóri og leiðsögumaður var Hannes Þorsteinsson, líffræðingur. Mætin- gin var ágæt enda eru fjörurnar á þessari leið mjög fjölbreyttar, þar er t.d. að finna klappir, leirur, hnullunga-, malar- og sandfjörur. Það er óvenjulegt þar sem fjörur eru oft mjög einsleitar. Ferðin endaði við Miðvog um hádegisbil og voru göngugarparnir margs vísari þegar þeir héldu heim á leið. SÓK Góðir dagar fyrir grœna fingur! Sölustaöir á Vesturlandi • Kaupfélag Borgfirbinga • Mánablóm, Akranesi • Penninn, Akranesi • Garbyrkjustööin Lágafell • Hrannarbúb, Grundarfirði • Sjávarborg, Stykkishólmi 510 RIT & RÆKT ehf • Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • Sími; 586 8003 • Fax: 586 8004 • Netfang: rit@rit.is • Vefur: www.rit.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.