Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. AGUST 2000 akÚSVIIUki: Eina graskögglaverksmiðjan á landinu -„Treystum á íslenska bændur,” segir Sæmundur Kristjánsson Graskögglaftamleiðsla er iðnaður sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja undanfarin ár. Hér á Vestur- landi er nú starffækt eina fyrirtækið sem enn stundar slíka ffamleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir er Fóður- iðjan Olafsdal ehf. í Saurbæjarhreppi en þar starfa nú í sumar 12 manns. Fóðuriðjan var stofnuð árið 1972 að frumkvæði heimamanna. Árið 1974 ket'pti ríkið fyrirtækið og sá það um reksturinn til ársins 1987. Árið 1988 hugðist ríkið hætta starf- seminni og var þá Fóðuriðjan affur gerð að hlutafélagi í eigu heima- manna. I dag er því fyrirtækið ein- göngu í eigu starfsmanna, Saurbæj- arhrepps, Búnaðarfélagsins í Saur- bæjarhreppi og einstaklinga. Sex aðilar þegar mest var Framleiðsla á graskögglum hefur mjög dregist saman á síðustu árum hér á landi. Graskögglaverksmiðjur í landinu voru sex þegar mest var. Auk Fóðuriðjunnar í Ólafsdal voru starf- ræktar verksmiðjur á Vallhólma í Skagafirði, í Brautarholti á Kjalar- nesi, á Stórólfshvoli við Hvolsvöll, í Gunnarsholti á Rangárvöllum og á Flatey í Hornafirði. Landsfram- leiðslan, þegar mest var, var um 15.000 tonn. Aðspurður segir Sæ- mundur Kristjánsson, ffamkvæmda- stjóri Fóðuriðjunnar, ástæður sam- dráttar í greininni vera margþættar. „I fyrsta lagi eru það breyttar hey- verkunaraðferðir og bætt tækni í landbúnaði sem skilar bændum meiri gæðum heimafengins fóðurs. I öðru lagi hefur orðið samdráttur í landbúnaði sem skilar sér í minnk- andi effirspum eftir fóðurvöru og í þriðja lagi hefur lækkandi kornverð í heiminum auk afnárns kjamfóður- tolla styrkt stöðu kjamfóðurs og þeirra sem framleiða fóðurblöndur úr innfluttu korni.” Hreint gras „Graskögglar em ekkert annað en gras sem meðhöndlað er á ákveðinn hátt. Grasið, aðallega vallarfoxgras og túnvingull en einnig lítilsháttar háliðagras, er ræktað á túnum Fóðuriðjunnar. Það er síðan slegið, saxað, flutt í hús og þurrkað, fínmal- að og að endingu kögglað. Úr þessu verður úrvalsfóður sem er auðmelt- anlegt fyrir skepnuna”, sagði Sæ- mundur þegar hann var inntur efdr eðli ffamleiðsluvöru fyrirtækisins. Staðan í dag I sumar vinna 12 manns í Fóður- iðjunni. „Alls em þetta sjö ársverk. Við eram þrír til fjórir all árið en á sumrin bætast við sumarstarfskraff- ar”, sagði Sæmundur sem verið hef- ur framkvæmdastjóri Fóðuriðjunnar í 19 ár. „Undanfarin ár höfum við ffamleitt um 1000 tonn af kögglum á ári en ffamleiðslan verður líklega um 1300 tonn í ár. Einnig höfum við gert samning við Ishesta ehf. um ffamleiðslu á heyi, allt að 500 rúll- um. Við ffamleiðum kögglana fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað en flytjum einnig nokkuð magn út.” Að sögn Sæmtmdar hefur Fóðuriðjan flutt út grasköggla ffá því 1990 en þá fór pmfusending til Grænlands. I ár er stefht að því að um 200 tonn fari á Grænlandsmarkað. Einnig hafa verið sendar prafusendingar til ann- arra Evrópulanda en enn sem komið er hefur ekki orðið framhald á þeim Nýr lóðs- og dráttarbátur Hafharstjóm Akraness tiefur nú gengið ffá kaupum á lóðs- og dráttarbátnum Leyni en ákveðið var seint á síðasta ári að huga að kaupum á öflugri dráttarbát, m.a. vegna aukinna umsvífa í Grandar- tangahöfh, en samk/æmt samningi annast höfhin hafnsóguþjónustu þar. Effir undirbúning málsins var ákveðið að ganga til samninga við Damen shippyards í Hollandi um kaup á bát frá þeim, en góð reynsla er af bátum frástöðinni á Islandi. M.a. era bátar Akraness-, Reykja- víkur- og Akureyrarhafna og Hafh- arsamlags Suðurnesja ýmist smíð- aðir hjá fyrirtækinu eða sendir það- an til samsetningar á Islandi. Þann 18. febrúar síðastliðinn voru samningar við Damen shippyards undirritaðir og samn- ingsverð bátsíns var 1.425.000 hol- lensk gyllini. Heildarverð bátsins með flutningi til Islands er 46,8 milljónir króna. Helmingur þess var greiddur við undirritun samn- ingsins og hinn helmíngurinn við afhendingu bátsíns þann 7. júlí síð- astliðinn. Lengd bátsins er 16,85 metrar, breídd 5,69 og djúprísta 2,51 metr- ar. Ibgkraftur bátsins samkvæmt prófunum er 12,8 tonn og gang- hraði 10,5 sjómflur. I bátnum eru tvær 475 hestafia Caterpillar vélar. SÓK Besta gjöfín fyrir nýburamæður. Kemur í veg fyrir ótímabæra vöðvabólgu. Brjóstagjafapúðinn er einstakur púði sem passar þægilega um mittið og lyftir höfði barnsins og líkama í eðlilega stöðu fyrir brjósta- og pelagjöf. Hann kemur í veg fyrir álag á bak, herðar og handleggi og gjafastundin verður ánægjuleg og áreynslulaus. Púðinn er ákaflega hlýr og virkar því róandi á móður og bam. Bijóstagjafapúðann er hægt að nota á marga vegu: Stuðningur við sitjandi barn Þægilegur stuðningur við kornabarn að leik Hannes ann- ast eftirlit við grunnskólana Á síðasta bæjarráðsfundi fóra fram viðræður við forstöðumann tækni- og framkvæmdasviðs Akranesveitu, Þorvald Vest- mann, um ffamkvæmdirnar við Brekkubæjarskóla og starf effir- litsmanns þar. Bæjarráð sam- þykkti að óska efrir því við Akra- nesveitu að Hannes Sigurðsson myndi annast nauð'-vnlegt efrirlit með framkvæmdum við grann- skólana. Gísla Gíslasyni, bæjar- stjóra Akraness, var falið að ganga ffá samningum þar um. Sœmundur Kristjámson jramkvæmdastjóri og Kjartan Jómson staifsmaður Fóðuriójunnar. útflutningi. Fram kom í samtali blaðamanns við Sæmund að rekstur- inn hafi verið erfiður síðan 1990. „Efrirspurn efrir graskögglum hefur farið minnkandi og við höfum átt í erfiðleikum vegna birgðasöfhunar. Við höfum farið út í ýmsa aðra starf- semi sem hefur bætt okkur upp erf- iðleika í graskögglaframleiðslunni. Tildæmis höfum við tekið að okkur snjómokstur og aðra tækjavinnu fyr- ir Vegagerðina og fleiri og þannig getað nýtt betur vélakostinn. Einnig höfum við tekið að okkur viðgerðir og lánað aðstöðu til viðgerða til bænda og annarra hér í nágrenn- inu.” Framtíðarsýn Þrjár þeirra graskögglaverksmiðja sem áður störfuðu hér á landi era nýlega hættar. Aðspurður telur Sæ- mundur að þetta muni að öllum lík- indum auka efrirspumina effir vör- um Fóðuriðjunnar. „Eg geri mér vonir um að efrirspumin hjá okkur muni aukast eitthvað vegna brott- hvarfs hinna aðilanna. Við stefhum að því að losna við allar birgðir í ár og líklega getum við aukið ffam- leiðsluna talsvert næsta sumar og vonandi náð með því meiri rekstrar- hagkvæmni. Við höfum mikla möguleika á framleiðsluaukningu. I sumar sláum við um 360 hektara en við höfum ræktanlegt land upp í allt að 600 hektara. Við stöndum reynd- ar einnig ffammi fyrir því að það er orðið óhjákvæmilegt að endurnýja hluta vélakosts fyrirtækisins en það er verkefni sem sinna verður í áföng- um. Einnig hefur endurræktun túna setið á hakanum. Það era því næg verkefni ffamundan. Eg er tiltölu- lega bjartsýnn á framtíðina, annars veltur þetta allt saman á því að ís- lenskir bændur styðji við bakið á ís- lenskri ffamleiðslu með því að snúa viðskiptum sínum til okkar.” EA Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um Ieið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. 27,'júlí kl 09:00-Meybam~Þyngd:306S Lengd:49 cm. Foreldrar: Marzana Kilanowska og Garðar Svanson, Grundarfvrði. Ljósmóðir: Anna E. Jónsdóttir. Sandra og Patrek halda á systur sinni 2S.jiílt kl 04:42-Sveinbam- Þyngd:4920-Lengd:S6 cm.Foreldrar: Flrafnhildur Geirsdóttir og Viðar Héð- imson, Borgamesi. Ljósmóðir: Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir. 28. júlí kl 15:17-Meybam- 31 .júlí kl 11:21 -Meybam- Þyngd:3140-Lengd:49 cni. Foreldrar: Þyngd:4005-Lengd:55 cm. Foreldrar: Guðnýjóna Þórsdóttir ogAlexander Jónína Guðrún Oskarsdóttir og Halldór Friðþjófur Kristimson, Snœfellsbœ. Ljós- Snjólaugsson, Fáskrúðsfirði. Ljósmóðir: móðir: Anna E. Jámdóttir. Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.