Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 19
ir.. .. r | FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 19 Mót Snæfellings Á dögunum var haldið hið ár- lega mót Snæfellings á Kaldármel- um. Bryddað var upp á þeirri ný- breytni að hafa mótið opið til reynslu, en skiptar skoðanir eru um ágæti þess. Ekki varð augljós aukning á þátttöku þrátt fyrir verðlaunafé í tölti og kappreiðum. I kappreiðunum var reyndar mjög lítil þátttaka. Fyrstu verðlaun í tölti voru 100.000 krónur sem Hótel Fram- nes og Hestamiðstöðin Þórdísar- stöðum gáfu. 2. verðlaun voru 50.000 krónur og 3. verðlaun voru 30.000 krónur. Styrktaraðilar mótsins voru Búnaðarbankinn Grundarfirði, Trésmiðja Guð- mundar Friðriks Grundarfirði, Verslunin Kassinn í Olafsvík og Mjólkursamlagið Búðardal. MM Knapi Snœfellings, Lárus Hannesson, á hestinum Hakafrá Kirkjubœ. Úrslitþessa móts urðu: Bamaflokkur; 1. Hreiðar Hauksson og Gjafarjrá Hofsstöðum 2. Eva Kristín Kristjánsdóttir og Pjakkurfrá Hvoli 3. Halldái-a Sif Guðlaugsdóttir og Hersirfrá Utverkum 4. ÞorvaldurA. Hauksson ogKuldifrá Gríimstöðum 5. GuSrún Osk Amundadóttir og Sleipnirfrá Asi Unglingafl. 1. Elísabet Fjeldsted og Stjamafrá Þorkelshóli 2. Harður Oli Sœmundarsm og Smyrill frá Skeggstöðum 3. Sigrtður Helga Sigurðardóttir og Snáðifrá Krossi 4. Jóhann K Ragnarsson og Döggfrá Kvemá 3. Hallfrtður G. Ragnarsdóttir og Kristallfrá Kvemá Ungmenni; 1. Eyjólfur Þorsteinsson og Dröjh frá Þingnesi 2. HelgaH. Bjamadóttir og Blakkur frá Argerði 3. Karen Rós Scemundardóttir og Tenórfrá Grtmdarflrði 4. Sigurðurl. Amundason og Náttar frá Mebtað 3. Ingveldur L. Gestsdóttir og Stjamifrá Hellissandi B-flokkur: 1. Amorfrá Olafsftrði og Bjami Jónasson 2. Krapi frá Kaldbaki og Þorvarður Friðljömsson 3. Glitnirfrá Syðra-Skörðugili ogjón Styrmisson 4. Geysirfrá Njarðvíkum og Lárus Hannesson 3. Sunnafrá Reykjum og Vignir Jónasson. Knapi tforkeppni var BjamiJónasson A-flokkur 1. Stueldafrá Ytra-Skörðugili og Bjami Jónasson 2. Isbjörgfrá Olafsvtk og Vtgnir Jónasson. Knapi í forkeppni var Bjami Jónasson 3. Rimurfrá Ytra-Dalsgerði og Siguroddur Pétursson 4. Lokkur frá Hítameskoti og Asberg Jóitsson 3. Nasifrá Bjamarhöfn og Lárus Hannesson B úrslit í tölti: 1. Jón Styrrnissm og Adamfrá Götu 2. Kolbrún Grétarsdóttir og Ofeigur frá Galtanesi 3. Þórður Heiðarsson og Svartur frá Hoft 4. Isólfur Líndal Þórisson ogjarlhettafrá Neðra-Asi 3. Siguroddur Pétursson og Sagafrá Sigluvík A úrslit í tölti: 1. Sveinn Ragnarssmt og Hringttrfrá Húsey 2. Seevar Haraldssm og Glóðfrá Hömluholti 3. Halldór Gt'sli Gttðnason ogHeklafrá Þóreyjamúpi 4. Eyjólfur Þtrrsteinsson og Dröfnfrá Þingnesi 3. Jón Bjami Þorvarðarson og Liljafrá Bergi 6. Jón Styrmisson ogAdam frá Götu ISOm. skeið 1. Kjarkurfrá Hnjúki og Marteinn Valdimarssm 2. Goði frá Borgamesi og Bjarki Jónasson 2S0m. skeið 1. Tímonfrá Lýsuhóli og Lánts Hannesson 2. Kjarkurfrá Hnjúki og Marteinn Valdimarsson 3. Fengurfrá Stafholtsveggjum og Jóhannes Jóhannesson 300m. stökk 1. Kjarkurfrá Ferjukoti og Sigutjón Om Bjömsson 2. Fkekja frá Miðgarði og Þórdts Amardóttir 300m. brokk 1. Draumurfrá Hólum og Marteinn Valdimarssttn 2. Sprengjafrá Stakkhamri og Laufey Bjamadóttir 3. Tenór frá Grundatjirði og Karen Rós Sæmundardóttir Knapi mótsins var valinn Bjami Jónasson Knapi Smefellings: Lárus Hannesson Hestur mótsins: Dröfnfrá Þingnesi Ltíðrasveitin Skjemgarden þrammar niður Aðalgötu. Yngstu meðlimimir klœddir eldri útgáfu af dönskum lögreglubúningum, fara fremstir íflokki. Mynd: KBen Líf og fjör í Hólminum Þriðjudagskvöldið 25. júlí kom danska lúðrasveitin Skjerngarden fram í Stykkishólmi. Lúðrasveitin gekk frá Ráðhúsinu, upp Aðalgötu og inn á íþróttavöllinn leikandi göngumarsa en hélt síðan tónleika og göngusýningu á vellinum. Á- hugasamir hlustendur fylgdu hljómsveitinni og fjölmenntu síð- an í nýju áhorfendastúkuna við í- þróttavöllinn. Hljómsveitin kemur frá bænum Skjern á vesturströnd Jótlands og er skipuð 40 hljóðfæraleikurum á aldrinum 8-20 ára. Hún kom til landsins 22. júlí síðastliðinn og ferðaðist síðan vítt og breitt um landið. Daði Þór Einarsson ffá Stykkishólmi fylgdi hljómsveitinni á ferðalaginu en hann stjórnaði sveitinni veturinn 1998-1999. Hljómsveitin hélt síðan heimleiðis í gær. Daði Þór sem verið hefur tón- listarkennari í Stykkishólmi meira og minna frá því 1981 er nú á leið utan aftur til að stýra hljómsveit- inni. „Þetta er ein af 10 bestu “gardenhljómsveitum” Danmerk- ur. Hugtakið gardenhljómsveit vísar til eins konar lífvarðahljóm- sveitar og það að vera í hópi þeirra tíu bestu í þeim flokki felur í sér á- kveðin gæðastimpil. Við höfúm fengið alveg ffábærar viðtökur alls staðar þar sem við höfum komið á ferðalaginu og Islandsferðin því mjög vel heppnuð í alla staði”, sagði Daði í samtali við blaða- mann nú á dögunum. EA Kristján skoraði mark Islands íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu undir 16 ára, tapaði á mánudag 3-1 fyrir Svíum á Norðurlandamótinu sem ffam fer í Færeyjum. Mark Islands skoraði Kristján Hagalín, hinn stórefnilegi leikmaður 2. og 3. flokks ÍA. SÓK 2. flokkur karla féll úr bikamum Það voru fleiri en meistara- flokkur karla IA sem töpuðu fyr- ir KR í liðinni viku því strákarn- ir í öðrum flokki karla steinlágu á heimavelli 4-1 í bikarkeppn- inni. Mark Skagamanna í leikn- um gerði Garðar Gunnlaugsson. SÓK Brennureið og töðugjöld Helgina 25.-26. ágúst n.k verður svoköUuð brennureið og töðugjöld haldin öðru sinni, en nú á Kaldár- melum á Snæfellsnesi. I fyrra var brennureiðin haldin á Vindheima- melum í Skagafirði og tóku þá um 300 manns þátt í glæsilegri hópreið. Samhliða brennureiðini verður mál- þing um íslenska hestinn haldið á föstudeginum í Borgamesi þar sem rædd verða ýmis mál sem hæst bera á góma hverju sinni tengd íslenska hestinum, hrossarækt og hestaí- þróttum. Málþingið er Hður í því að efla faglega umræðu um hesta- mennsku á Islandi og til að skapa opinberan vettvang fyrir áhugafólk um hestamennsku að hittast. Það er Bjami Freyr hjá Útih'fsmiðstöðinni Húsafelli sem hefur veg og vanda af skipulagningu málþingsins og brennureiðarinnar en hann er í sam- starfi við stjómir hestamannafélag- anna á Vesturlandi. Brennureiðin hefst með því að lagt verður af stað í átt að Kaldár- melum víðsvegar úr nágrenninu og myndast hópreiðin þegar sífellt S1 fleiri hestar og hestamenn bætast í hópinn á leiðinni að mótsstað. Án- ingarhólf verða á leiðinni fyrir þá sem koma lengst að svo ekki er nauðsynlegt að fara alla leið í einni lom. Þegar fylkingarnar nálgast Kaldármela er gert ráð fyrir að þær renni saman í eina stóra hópreið og síðasta hluta leiðarinnar verður rið- ið undir forysm fánabera þátttak- enda hestamannafélaga. Við móts- svæðið verða svo laus hross skilin ff á hópreiðinni og þar gefst fleira fólki kostur á að slást í hópinn og riðinn verður hringur á Kaldármelum. Töðugjöldin verða uppskeruhátíð hestamannafélaganna þar sem veitt- ar verða viðurkenningar fyrir ffam- úrskarandi störf í hrossarækt og hestaíþróttum. Kveikt verður bál, grillað og haldin skemmtun með tónlist og skemmtiatriðum ffam eff- ir nótm. Skemmtiatriðin verða allt ff á kappreiðum að kveðskap þar sem áhersla verður lögð á söng, gleði og gaman auk þess sem léttar veitingar verða seldar á staðnum. MM runa Bruni tók á móti HSH síðastliðíð föstúdágskvöld og sigmðu 2-1. Strákarnir styrktu þar ineð stöðu sína í 2. sæti riðilsins. Mörk Bruna í leiknum skoraðu Hermann Geir Þórsson og Pétur Jólianncsson. Næsti leikur Bruna er gegn botnliði riðilsins í Vogum og tná reikna með Örugg- um sigri þar, þar sem Þróttarar ffá Vbgum fengu skell í síðustu viðureign liðanna, 8-0, á Akranesi þar sentjón Þór Hauksson fór á kosmm og skor- aði tvö mörk þegar hann spilaði sinn síðasta leík fyrir Bruna. SÓK Hafliði hættur með 2. flokk IA Hafliði Guðjónsson sagði starfi sínu lausu í síðusm viku sem þjálfari 2. flokks IA Liðið vanti bikarmeistaratitiiinn undir stjóm Hafliða í fyrra og var í mikilli barátm um íslandsmeistaratitilinn en lenti f því að missa þrjú stig vegna umdeildrar kæm. Við starfi Hafiiða telcur Júlíus Pétur Ingólfsson, fyrrverandi leikmað- ur IA, en hann hefur áður komið að þjálftm yngri flokka IA árin 1991- 1994 auk þess sem hann þjálfaði UMFG árin 1987-1988. SÓK KúHHamr! €($í Htig$a af þessi* tcefyfceri! Kennari óskast að grunnskölanum Drangsnesi næsta skólaár. í skólanum eru 18 nemendur í 1.-10. bekk. Samkennsla. Skólinn er vel tölvuvæddur og á eigið gróðurhús. Æskilegar kennslugreinar em ranngreinar og íslenska í 9. og 10. bekk (takið eftir, aðeins 5 Ijúfír nemendur!). í boði er riijög ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur. Leikskóli er á 1 staðnum. Skemmtilegir möguleikar fyrir útivisutrfólk á sjó og landi. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 869 0327,451 3288 og 451 3275

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.