Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 9
 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 9 Framleiðsla heilsuvara úr íslenskum jurtum Samstarf Heilsujurta ehf. og Landbúnaðarháskólans Einn affyrstu ökrum landsins þar sem hvönn er heinlínis rœktuð sérstaklega. Vísindalegar rannsóknir á íslensk- um lækningajurtum hafa verið stundaðar hér á landi tmdanfarin ár. Niðurstöður þeirra gefa til kynna að vinna megi efni úr jurtunum sem nýta megi til heilsubótar og lækn- inga fyrir menn. I framhaldi af þess- um niðurstöðum hefur fyrirtækið Heilsujurtir ehf. verið stofnað en ædunin er að það standi fyrir fram- leiðslu heilsuvara úr íslenskum jurt- um. Samstarfsaðili fyrirtækisins við undirbúning og þróun vinnslunnar er Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri. Sigmundur Guðbjarnarson pró- fessor við Háskóla Islands og aðstoð- armenn hans hafa stundað rann- sóknir á líffræðilegri virkni efna í ýmsum tegundum íslenskra villtra jurta um nokkurra ára skeið. Sem dæmi um jurtir sem hafa verið rann- sakaðar eru hvönn, mjaðurt, vall- hrnnall, lúpína, beitilyng og baldurs- brá. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að efni úr jurtunum styrkja sjálfsvamir líkamans sem og að vinna gegn fjölgun ýmissa heilsuspillandi örvera. Heilsujurtir Fyrirtækið Heilsujurtir ehf. var stofriað 27. júní síðastliðinn. Stofn- endur fyrirtækisins eru Sigmundur Guðbjamarson prófessor ásamt nán- ustu samstarfsmönnum sem unnið hafa að verkefhinu undanfarin ár og stofhanir sem stutt hafa verkefhið. Að sögn Þráins Þorvaldssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, verður starfsemin fólgin í framleiðslu á heilsuvömm úr íslenskum jurtum. „Ætlunin er að jurtavörumar verði markaðssettar sem jurtaveigar, -töfl- ur og -belgir. Stefnt er að því að framleiða vörurnar í umtalsverðu magni með markaðssetningu hér heima og erlendis í huga. Við áæd- um að tilraunaframleiðsla hefjist nú í vemr en starfsemin eflist síðan smátt og smátt og verði komin á fullan skrið árið 2003”, sagði Þráinn í sam- tali við blaðamann nú á dögunum. Sérstaða fyrirtækisins Gerð allskyns lækninga- og heilsubótarefha úr íslenskum jurtum hefur tíðkast á Islandi gegnum tíð- ina. „Samkvæmt lauslegri athugun minni em í dag í 3 aðilar hér á landi sem stunda einhvers konar ræktun og/eða ffamleiðslu á heilsubótarvör- um úr íslenskum jurtum. Þetta em aðallega einstaklingsfyrirtæki sem framleiða í mjög smáum stíl. Við höfum aftur á móti hugsað okkur að ffamleiða talsvert magn. Sérstaða okkar felst einnig í því að okkar ffamleiðsla mun byggja á vísindaleg- um rannsóknum ffæðimanna sem sýnt hafa ffam á raunverulega virkni þeirra efha sem vörurnar munu inni- halda”, bætir Þráinn við. Framleiðsluaðferðir Það gefur auga leið að til þess að hægt verði að ffamleiða umtalsvert magn af þeim vömm sem hér em til umræðu þarf að að vera gott aðgengi að miklu magni af viðkomandi jurt- um. Einnig þarf að huga að því hvemig best sé að haga ffamleiðslu- tækninni. Fram kom í samtali blaða- manns við Þráin að ædunin er að jurtirnar verði ræktaðar á sérstökum ökrum, þær uppskomar, þurrkaðar og síðan unnar í endanlegt form vör- unnar. Hér er um mikið ffumkvöðla- starf að ræða og því mörgum spum- ingum ósvarað um hvemig ffam- leiðslan muni fara ffam. Til að leita svara við þessum spurningum hefur fyrirtækið hafið samstarf við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri. Þáttur Land- búnaðarháskólans Þau Ásdís Helga Bjarnadóttir, Bjöm Þorsteinsson og Bjami Guð- mundsson hjá Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri stýra tilrauna- verkefni sem varðar ræktun, hirð- ingu og uppskerutækni íslenskra lækningajurta. Byrjað verður á að rannsaka hvönn og vallhumal en aðrar jurtir munu líklega fylgja í kjölfarið. Að sögn Bjarna Guð- mundssonar munu ræktunartilraunir verða hvað stærsti þátturinn í starf- inu á Hvanneyri. „Við munum reyna að kanna erfðabreytileika innan teg- undanna. Mismtmandi afbrigði jurt- anna virðast henta misvel til ffam- leiðslunnar þar sem magn virkra efna virðist mismunandi eftir af- brigðum. Við munum ennffemur reyna að rannsaka við hvaða aðstæð- ur, í sínu náttúrulega umhverfi, plöntumar þrífast best og þannig hvaða kröfur þarf að uppfylla í rækt- uninni til að ná ákjósanlegri upp- skera.” Einrdg kom ffam í samtalinu við Bjama að einn þáttur verkefnis- ins er að kanna hvaða verktækni henti best við uppskem jurtana. „- Allskyns jurtir em ræktaðar um allan heim og við þurfum að afla okkur upplýsinga og svipast um effir verk- tækni og jafhvel búnaði sem gæti hentað í þessu sambandi”. Samstarf við bændur I sumar verður safnað vallhumh og hvönn til tilraunaffamleiðslu og einnig ffæi til tilraunaræktunar. Landbúnaðarháskólinn og Heilsu- jurtir ehf. munu standa að söfhun- inni í samvinnu við bændur. Að sögn Ásdísar Helgu Bjarnadóttur á Hvanneyri hafa nokkrir bændur héðan og þaðan af landinu nú þegar sýnt verkefninu áhuga og vísað á hvannarakra í landi sínu. Undanfarin ár hafa einnig nokkrir bændur verið með þessar tegundir í ræktun og lof- ar sú reynsla góðu, hvað varðar ffamhaldið. Samhliða tilraunarækt- uninni verður lagt í öflugt markaðs- starf og má reikna með því að hrá- efhi þurfi þá af nokkmm hekturum lands. Reiknað er með að borga ræktendum fyrir hvert ffamleitt og uppskorið kíló. Ædunin er að jurt- imar, sem safhað verður í sumar, verði m.a. þurrkaðar á Hvanneyri. Ennffemur munu aðilar ffá Hvann- eyri og Búnaðarsamtökum Vestur- lands fera á næsm mánuðum um héraðið til að kanna ræktunarað- stæður og leita effir áhugasömum bændum um þessa tilraunaræktun. Tengsl við annað rannsóknarstarf Fram kom í samtalinu við Bjama Guðmundsson að verið er að vinna að öðrum rannsóknum á Hvanneyri sem megi segja að tengist heilsu- jurtaverkefrúnu. „Við höfum verið að gera tilraunir á þekktri íslenskri villtri jurt í tengsium við notkun efha úr henni til fæðubóta fyrir skepnur. Rannsóknum þessum er ekki lokið en svo virðist sem þessi jurt innihaldi efhi sem geti haff verulega bætandi áhrif á fóðurgæði, t.d. koms. Virkni þeirra efha sem um ræðir er mjög lík og þeirra sem verið er að vinna með í heilsujurtaverkefhinu, það er að segja efhin úr jurtinni virðast draga mjög úr vexti óæskilegra örvera, t.d. myglumyndun. ”Af þessu að dæma virðist því mögulegt að nýta megi ís- lenskar villijurtir til fæðu- og heilsu- bótar bæði fyrir menn og dýr og möguleikamir í slíkum efhaiðnaði em líklega ótakmarkaðir. Staðsetning í framtíðinnni Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvar fyrirtækið Heilsuvörur ehf. muni í framtíðinni hafa aðsetur. Ekki er órökrétt að æda að heppilegt væri að staðsetja slíkt fyrirtæki á lands- byggðinni í nálægð við hráefiti til framleiðslunnar. Aðspurður segir Þráinn Þorvaldsson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins ákvörðun um framtíðarstaðsetningu ekki liggja fyrir. I samtali við Bjarna Guð- mundsson á Hvanneyri kom fram að rýmisþörf hráefnis til ffamleiðslunn- ar er talsverð og því ættu hlöður og skemmur sem standa ónotaðar víða til sveita að vera húsnæði sem hugs- anlega mætti nýta undir slíka ffam- leiðslu. Bjami bætti því einnig við að t.d. víða um Borgarfjörð séu ónotað- ar hlöður og þurrkblásarar og sökum mikils jarðhita víða um héraðið sé jafhvel góð aðstaða til súgþurrkunar sem nýta mætti í þessu samhengi. Hvað sem þessum bollaleggingum líður er ljóst að hér er um spennandi verkefhi að ræða sem hugsanlega gæti í framtíðinni orðið að öflugum iðnaði. EA Eiríksstaðir og Leifshátíð ðeins steinsnar frá hinni fomu rúst Eiríksstaða, __fæðingarstað Leifs heppna, hefur risið vönduð endurgerð skála Eiríks rauða og Þjóðhildar. Starfsfólk, klætt að fornum sið, fræðir gesti um Iifnaðarhætti landámsmanna á lifandi hátt. Eiríksskáli er opinn í allt sumar kl. 10 -17. Þann 11.-13. ágúst verður haldin glæsileg og fjölbreytt fjölskylduhátíð að Eiríksstöðum í tilefni 1000 ára afmælis landafunda Leifs Eiríkssonar. Velkomin í Dalina! Upplýsingarí st'ma 4341410 eða www.dalir.is Frœðandi ogskemmtilegf SagnakortDalasýslu fœstá öllum helstu upplýsinga- miðstöðuum ferðamanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.