Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 3. AGUST 2000 3 Frá sviðsetningu stórslyss við Gufuskála. Mynd: GA Björgunaræfing I liðinni viku fór ffam viðamikil björgunaræfing við Gufuskála á Snæfellsnesi. I henni tóku þátt heilsugæslulæknir, lögreglan, sjúkraflumingamenn, slökkvilið og Björgunarsveitin Björg á Hell- issandi. Sett var á svið umferðarslys með um 30 manns. Sviðsettur var tveggja bíla árekstur rétt fyrir utan Gufuskála. Frá því að útkall var og þar til æfingu lauk liðu tveir klukkutímar. Reynt var að gera æf- inguna sem raunverulegasta og til marks um það héldu sumir þátttak- enda að um raunverulegt útkall væri að ræða þegar það barst. I æf- ingunni voru í fyrsta skipti notaðar klippur til að losa fólk úr bílum. Æfingin tókst í alla staði vel, að sögn þeirra sem að henni stóðu. I- búar á Hellissandi urðu mikið varir við þessa æfingu þar sem sjúkrabíl- ar keyrðu um á fullum ljósum. GA S Islenskt já takk! Vöruþróun í Saurbænum I Saurbæjarhreppi er starf- rækt Saumastofan Saumur ehf. Saumastofan er staðsett í Stórholti í 250 fm. húsnæði. Það eru þrjár vaskar konur úr hreppnum sem eru eigendur fyrirtækisins, þær Ingveldur Guðmundsdóttir Stórholti, Svanhvít Gísladóttir Lindar- holti og Helga Kristjánsdóttir Litla-Holti. Saumastofan er þriggja ára gamalt fyrirtæki og að sögn Ingveldar Guðmundsdóttur hefur reksturinn verið nokkuð stöðugur gegnum þessi þrjú ár. „Aðal framleiðsluvörur okkar eru pólíesterfylltar sængur, koddar og dýnuhlífar. Einnig höfum við selt talsvert tróð í föndur og þvíumlíkt. Við flytjum sjálfar inn hráefni í stórum eining- um og vinnum það hér fyrir sauma- skapinn. Okkar stærsti viðskipta- vinur varðandi dýnuhlífarnar er Ragnar Bjömsson hf. í Hafnarfirði en hann framleiðir m.a. rúm og dýnur. Af sængum og koddum höf- um við hins vegar selt talsvert til sjúkrahúsanna.” I samtali við Ingveldi kom einnig Ingveldur Guðmundsdóttir heldur hér á hnakkpoka sem er ný framleiðsluvara frá Saumi. fram að þær stöllur hafa verið að prófa sig áfram með vöruþróun á öðru sviði saumaskapar. „Við erum nýlega byrjaðar að sauma og selja hnakkpoka eftir sniði sem við hönnuðum. Þetta er einskonar hlífðarpoki fyrir hnakka til að geyma hnakkinn í t.d. á ferðalög- um. Við erum að hefja markaðs- semingu á þessari vöru en hún er þó nú þegar til sölu í MR búðinni.” EA ISLAND 10 Snæfellsnes snæfellsnes Sérkort 1 ; 100 000 Nýtt og nákvæmt sérkort af Snæfellsnesi í mælikvarðanum 1:100 000 með öllum uppLýsingum fýrir ferðamenn. Máf og mennfn fflalogmenninð.j* Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Gourmet kótilettur 15% afsláttur v*a kassa Kryddsmjör m. dill°£ Srasiaak kr' tilboásverá kr. 89.- Skólaostur l.kg.pkn. . _ 15% afsláttur viö kassa Bökunarkartöflur í álpappír kr I 79- tilbo&sverá kr. 139. tilboásverá kr. 129, Gevalia 500 gr. kaffi kr. 34*’' tilboásvorá kr. 299,- Pyslubrauð 5 stk. kr- I 1 9<~ tilboásverá kr. 89,- Heimabrauð kr. 208•' i jtQ tilboásverá kr. 149, Jólakaka kr. 323,- tilboðsvGrð kr- Coke I Itr! Með hverri kyppu af I Itr. Coke fylgir “skvísa" fritt með!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.