Skessuhorn


Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. AGUST 2000 Jón Runólfsson, forstöðumaður Jónshúss í Kaupmannahöfii, um landann: Friðlausir af fréttaleysi þeirra er ótrúlega skemmtilegt. Bara til dæmis sú staðreynd að þótt menn lendi í Kaupmanna- höfn á fimmtudegi eru þeir orðnir friðlausir af fréttaleysi á sunnudegi og þurfa að komast í Moggann hvað sem tautar og raular. Og að komast í íslenskt sælgæti um leið - að ekki sé minnst á eitthvað þjóðlegt eins og kaffi og vöfflur - er hápunkt- urinn. Islendingar virðast lítt þjóðræknir á meðan þeir eru heima en um leið og þeir eru komnir út fyrir landssteinana blossar ættjarðarástin upp. Og ef eitthvað er um að vera sem snertir strengi í þjóðarsálinni bregst ekki að landinn fjölmenn- ir, eins og t.d. um daginn þegar SigurRós hélt hér tónleika.” Jón Runólfsson Danmörk hefur að vissu leyti ver- ið eins og þeirra annað heimili, a.m.k. í huganum, og það var því ef- laust með nokkurri tilhlökkun sem Jón Runólfsson söðlaði um á síðasta ári og tók við stöðu forstöðumanns Jónshúss og flutti í kjölfarið til Kaupmannahafhar ásamt eiginkonu sinni, Ingu Harðardóttur. Umsækjendur um starfið voru á áttunda tug talsins og tæpast hefur það spillt fyrir möguleikum Jóns, að þau hjón höfðu tvívegis búið í Dan- mörku og að hann hafði víðtæka reynslu af félagsmálum sem formað- ur íþróttabandalags Akraness um árabil. Jónshús er nefhilega einskon- ar félagsmiðstöð Islendinga í Dan- mörku - og þeir eru margir! En hve margir? Jón svarar því. * * Atta þúsund Islendingar “Nýjusm tölur sem ég hef í hönd- unum segja okkur að nú búi um átta þúsund íslendingar í Danaveldi, þar af um sex þúsund á Sjálandi. Megin- þorri þess fjölda býr í Kaupmanna- höfh og því er oft gestkvæmt í Jóns- húsi enda starfsemin miklu fjöl- breyttari og viðameiri en ég gerði mér í hugarlund áður en ég tók við starfinu þann 1. september sl.”, seg- ir Jón í samtali við Skessuhom. Hann er nú staddur hér á landi í stuttu sumarleyfi en “vertíðin” í Jónshúsi hefst af þunga um og upp úr miðjum ágúst. Þau Jón og Inga bjuggu í Dan- mörku um tæplega fimm ára skeið frá 1970-1975 og svo aftur árið 1986 þannig að þau höfðu kynnst starf- semi hússins fyrir margt löngu. Jónshús fagnar því einmitt í haust að liðin eru 30 ár frá því þessi félagsað- staða var fyrst tekin í gagnið. Lengi vel var það svo að sendiráðsprestur Islands í Kaupmannahöfh hafði að- setur í Jónshúsi. Látið var af því fyr- irkomulagi fyrir tveimur ámm en Jón segist verða þess oftlega var að nágrannamir haldi hann prest enda búa þau hjón í íbúðinni sem prest- amir höfðu áður til afhota. Eins og prestssetur “I rauninni má líkja Jónshúsi við prestssetur úti á landi fremur en fé- lagsmiðstöð af einhverju tagi. Skírn- ar- og brúðkaupsveislur em hér mjög algengar enda stutt yfir í kirkj- una sem við höfum afhot af. Þar er að auki messa einu sinni í mánuði á vegum íslenska prestsins.” Hvert er hlutverk for- stöðumans Jónshúss? “I rauninni er ég það sem dansk- urinn myndi kalla “altmuhgmand.” En fyrst og ffernst er þetta skipu- lagsvinna sem byggist á því að sjá til þess að starfsemin gangi hnökralaust fyrir sig í samvinnu við þá aðila og félög sem nýta sér húsið.” Tvö öflug félög Islendinga em starfrækt í Dan- mörku, annars vegar Islendingafé- lagið og svo Félag íslenskra stúd- enta. Bæði nota þau Jónshús mikið undir sína starfsemi. Þannig er t.d. alltaf opið hús á laugardögum, þar sem menn koma saman og horfa m.a. á ensku knattspyrnuna frá ffanskri stöð um gervihnött með norsku áskriftarkorti!” Og ekki er þó allt hér með talið því heilmikið tón- listarlíf er í húsinu. Kórar, kennsla og fræðsla “Kvennakór Kaupmannahafnar er hér starfandi; fjölmennur kór sem æfir alla þriðjudaga í Jónshúsi, auk kórs íslenska safnaðarins. Svo er í húsinu móðurmálskennsla fyrir ís- lensk böm á gmnnskólaaldri, sem tveir kennarar annast, auk þess sem fermingarff æðsla er fyrir fermingar- börn. Þau vom alls 25 sl. vetur. Þá em AA-deildir starffæktar í húsinu, konukvöld er haldið einu sinni í mánuði og myndlistarsýningar em allan veturinn. Gott bókasafn er rek- ið í húsinu, auk þess sem þar er að sjálfsögðu minningarstofa um Jón Sigurðsson. Hér er ekki allt talið en þetta gefur e.t.v. einhverja hugmynd um umfang þeirrar starfsemi sem rekin er í Jónshúsi.” Þrátt fyrir allar tækniffamfarir og byltingu í samskiptaháttum er það svo að ungt fólk sældr Jónshús ekki síður en þeir sem eldri em. “Það er gaman að því að þrátt fyrir GSM- símana og tölvupóstinn, sem unga kynslóðin hefur tekið opnum örm- um, er drjúgt hlutfall gesta ungt að aldri. Sennilega er það vegna þess að þrátt fyrir allt em það hefðbundin mannleg samskipti, augliti til auglit- is, sem vega þyngst á metunum”, segir Jón. Landinn samur við sig -Hefur ímynd landans breyst eitthvað í augum þeirra sem búa í Danmörku? “Ekld svo mjög, held ég. Islend- ingar em alltaf eins og margt í fari Danir að breyast -Nú býrðu í Danmörku í þriðja skipti. Em Danir alltaf samir við sig; ligeglad og léttir í lund? “Að stofhi til em þeir enn eins og þeir vom en ég merki samt umtals- verðar breytingar á ákveðnum hópi Dana ffá því við vomm hér síðast fyrir 14 ámm. Og Danir em að líkj- ast okkur, hvort sem menn vilja líta á það með jákvæðum eða neikvæðum formerkjum. Með tölvu- og upplýs- ingatæknibyltingunni hefur hér sprottið upp ný kynslóð Dana. Hún er stressaðri, vinnur meira og talar mun betri ensku en forverar þeirra. Sú var tíðin að enskan okkar íslend- inga var miklu betri en Dananna. Þetta er að breytast. Og sú þróun á sér stað hér eins og víðar að enskan er að herða tökin, enda sumt af því námi sem boðið er upp á í tölvu- og tæknigeiranum kennt á ensku að stómm hluta.” -Þú varst ráðinn til þriggja ára á sínum tíma. Gætirðu hugsað þér að ffamlengja um önnur þrjú ár ef það byðist? “A þessum tímapunkti myndi ég telja það meira en líklegt. En ég á efdr rúm tvö ár af ráðningarsamn- ingi mínum og við vorum eiginlega búin að heita okkur því að velta framhaldinu ekkert fyrir okkur fyrr en í fyrsta lagi að tveimur ámm liðn- um. Mér hefur líkað þetta starf mjög vel, okkur hjónunum líður vel í Danmörku sem fyrr þannig að það er aldrei að vita nema teygist á dvöl- inni,” segir Jón Runólfsson að lok- um. -SSv. Deilisldpulag ekki til endurskoðunar Á síðasta bæjarráðsfundi var tekið fyrir bréf G.G. Verktaka ehf. þar sem óskað var eftir afstöðu bæjarráðs til möguleika á staðsetningu tveggja einbýlishúsa á milli Víðigrandar og Leynisbrautar næst Innnes- vegi. Bæjarráð taldi að svo komnu máli ekki tímabært að taka deiliskipulag svæðisins til endurskoðunar, en benti jafnframt á að verið er að ljúka skipulagningu Flatahverfis. Þar mun verða nægt lóðaffam- boð á næsmnni til byggingar einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsa. SÓK BORGARBYGGÐ Kennarar athugiðt Við Grunnskólann í Borgarnesi er allt í einu laus til umsóknar ein kennarastaða Meginstarfssvið: Bekkjarkennsla í 7. bekk. Borgarnes er vaxandi bæjarfélag á besta stað á Vesturlandi. I skólanum eru núna rúmlega 330 nemendur og em tvær bekkjardeildir í hveijmn árgangi. Ahugasamir vinsamlega hafið samband við Kristján Gíslason, skólastjóra, (netfang: kristgis@ismennt.is), í síma 437 2269 eða gsm 898 4569 og aflið frekari upplýsinga. Einnig er bent á heimasíðu skólans http://borgarnes.ismennt.is, en þar er að fhma nýútkomna skólanámskrá sem farið er að vinna eftir. Ekki draga það of lengi að hafa samband. L Skólastjóri Sigríður Finsen oddviti í Gmndarfirði var ákaf- lega ánægð með hvernig til tókst með hátíðina um helgina. “Þessi hátíð gengur fyrst og fremst út á að Gmndfirðingar em að skemmta gesmm sín- um. Brottfluttir Gmnd- firðingar koina mikið heim um þessa helgi bæði til að hitta skyldulið sitt og hverja aðra. Þá er sér- staklega ánægjulegt hve margir úr nágranna- byggðarlögunum komu og skemmm sér með okkur. Svona hátíð gerir mikið fyrir byggðarlagið hún eflir samkennd íbú- anna og er þeim mikil Marteinn Njálsson fomiaiur FAG þeytir gjallarhomiðyfir gesti^M hvatning”. Gmndfirðingar og gestir þeirra vor heppnir með veður um helg- ina þegar þeir héldu sína árlegu fjölskylduhátíð. Strax á fimmtu- dag voro gestir farnir að streyma til Grundarfjarða enda veðurspá ákaflega góð og spennandi dag- skrá ffamundan. Tjaldstæði staðarins reyndust of lítir og fyllmst fljótlega. List- viðburðir og skemmmn í bland við fróðleik um eitt og annað var á dagskrá. Fjölmargar myndlistar- sýningar vom haldnar og vakm sérstaka athygli framlag ungra Grundfirðinga. Iþróttir komu nokkuð við sögu um helgina, keppt var í leirdúfuskotfimi, kappareiðum, dorgi, hlaupum, knattspyrnu og hjólreiðuin auk hins árlega Soffamóts sem Golf- klúbburinn Vestarr heldur um þessa helgi. Á föstudagskvöld var dansleikur með Fílapenslunum frá Siglufirði. Á laugardag bauð Kristján IX upp á útitónleika með Skítamóral, um kvöldið troðfyllti hljómsveitin svo samkomuhúsið á dansleik. Krákan bauð upp á Krákufjör með Viðari Jónssyni og á Hótel Framnes spiluðu Sex í sveit. Á sunnudag var svo hátíðar- stund á Grundarkampi þai sein hinn forni Gmndarfjarðarkaup- staður stóð. Þar afhjúpaði Björg Ágústsdóttir söguskilti sem er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Reykjavíkurborgar menning- arborgar 2000. Því næst var sögu- stund í rúsmm kaupstaðarins þar sem Ingi Hans Jónsson söguá- hugamaður lýsti sögu og byggð kaupstaðarinns. Hátíðinni lauk með varðeldi á Grundarkampi þar sem leikið var á harmonikkur og bornar fram franskar veitingar í boði Islenskt F'ranskt eldhúss og Hótel Framnes. MM/IHJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.