Skessuhorn - 03.08.2000, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 3. AGUST 2000
□>U3unu^i
S
Urslit í Opna Soffamótinu
Opna Soffamótið í golfi var haldið Vestarr sem haíði veg og vanda að góð. I karlaflokki voru 46 keppendur
í Grundarfirði nú um helgina í blíð- mótinu en það var stutt af Soffaníasi en í kvennaflokld spiluðu 10. Urslitin
skaparveðri. Það var Golfklúbburinn Cecilssyni hf. Þátttaka á mótinu var fylgja hér á eftir. MM
Karlaflokkur án forgjafar.
1. Elvar Skarphéðinssoti GMS
2. Sigurður Hafsteinsson GR
3. Hörður Sigurðsson GR
Karlaflokkur með forgjöf
1. Hilmir Hreinsson GOB
2. Kjartan Borg GKG 70
3. Elvar Skarphéðinsson GMS
Kvennaflokkur ánforgjafar
1. Anna Metta Kokholm GOB
2. Hugnín Elísdóttir GVG
3. Karin Herta Hafsteinsdóttir
Kvennaflokkur með forgjöf
1. Anna Metta Kokholm GOB
2. Hugrún Elísdóttir GVG
3. Karin Herta Hafsteinsdóttir
12 (vallarmet)
75
78
67
71
95
100
GMS 104
77
81
GMS 82
Frá opna Soffamótinu
s /
Kolbrún Yr á Olympíuleikana
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir,
sundkona af Akranesi, mun í á-
gúst halda utan til Sydney í
Astralíu þar sem hún verður
einn af fulltrúum Islands á
Olympíuleikunum. Blaðamaður
Skessuhoms hitti Kolbrúnu að
máli í Jaðarsbakkalaug, þar sem
ólympíuliðið í sundi æfði um
helgina.
“Jú, ég er rosalega spennt”, seg-
ir Kolbrún þegar hún er innt eftir
því hvort hún sé ekki farin að fá
smáfiðring. “Vtð förum út 25. á-
gúst og verðum í bæ sem er rétt
hjá Sydney í þrjár vikur. Þann 11.
september förum við svo inn í
ólympíuþorpið, leikarnir eru sett-
ir þann 15. september og keppni
hefst daginn eftir.” Kolbrún segir
það ekkert stórmál að missa heilar
sex vikur úr skólanum, en hún er
nemandi í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands. “Eg kem bara heim og
reyni að vinna þetta upp, það á ör-
ugglega eftir að vera allt í lagi. Eg
verð líklega bara í tveimur fögum,
kannski þremur í mesta lagi. Bara
svona smá svo maður sleppi ekki
heilli önn,” segir Kolbrún og við-
urkennir þó að slæmt sé að missa
svona úr skólanum þrátt fyrir að
hún fái margt í staðinn.
“Við æfum núna tvisvar á dag en
fáum frí alla sunnudaga og yfir-
leitt líka á fimmtudagskvöldum.
Við æfum tvo tíma í senn og erum
að synda firnm til sex kílómetra í
hvert skipti”, svarar Kolbrún þeg-
ar hún er spurð út í æfingaskipu-
lagið. “Æfingarnar fara fram í
Reykjavík og mamma keyrir mig á
morgnana, bíður eftir mér og
keyrir aftur heim. Svo förum við
aftur á kvöldin þannig að við
keyrum ljórum sinnum á dag á
milli Akraness og Reykjavíkur.
Silla [Sigurlín Þorbergsdóttir],
þjálfarinn minn, fer reyndar á
Olympíuleikana með okkur
þannig að hún fer stundum á dag-
inn og þá fæ ég far með henni.
Það munar rosalega um það og
mamma þarf þá ekki alltaf að vera
að keyra.”
Mikill kostnaður hlýst af því að
fara á Olympíuleika og Kolbrún
hefur ekkert getað unnið í sumar
vegna æfinganna. “Eg þarf sem
betur fer ekki að borga allt saman.
Nú er verið að ganga frá styrktar-
aðilum og ég hef verið á styrk frá
Alþjóða ólympíusamhjálpinni í
tæp tvö ár auk þess sem ég fékk
styrk frá Akranesbæ á síðasta ári.
Eg er mjög fegin að komið sé á
móts við mann með kostnað svo
þetta lendi ekki allt á mér, eða
mömmu og pabba réttara sagt”,
segir Kolbrún og hlær. Hún kem-
ur til með að keppa í tveimur
greinum, 100 og 200 m baksundi.
En býst hún við að komast á verð-
launapall? “Nei” segir hún og
hlær “ég ætla bara að einbeita mér
að því að bæta tímann og hafa
gaman af þessu.”
Níu sundmenn keppa fyrir Is-
lands hönd á Olympíuleikunum
og allir, að Kolbrúnu undanskil-
inni, eru af höfuðborgarsvæðinu
eða frá Keflavík. “Þetta er mjög
samstilltur hópur enda höfum við
öll þekkst lengi.” Sjö af þessum
níu keppendum komust í ólymp-
íuhópinn eftir að ISI tók þá á-
kvörðun að nóg væri að ná B lág-
mörkum til þess að komast á
Olympíuleikana og Kolbrún var
ein þeirra. “Þetta var alveg frá-
bært, alveg yndislegt. Eg er eigin-
lega ekki alveg búin að ná því
ennþá að ég sé að fara. Maður er
ekki einu sinni kominn með bíl-
próf!” segir Kolbrún hlæjandi en
hún verður 17 ára þann 11. nóv-
ember næstkomandi. “Ein stelpan
í hópnum verður sextán ára á
þessu ári og hún er yngsti kepp-
andi sem Island hefur sent á
Olympíuleika þannig að þetta er
mjög ungur hópur og þess vegna
margir sem geta farið aftur næst,”
segir Kolbrún og á þá við næstu
Olympíuleika sem haldnir verða í
Aþenu á Grikklandi árið 2004. Og
hún stefnir væntanlega á sigur þá?
“Það á eftir að koma í ljós!” segir
Kolbrún og brosir. Skessuhorn
óskar henni góðs gengis.
UEFA Cup
ÍA - EAA Gent
þriðjudagin
Miðaverð í forsölu: f\
Á Laugardalsvelli: fulL
Fjölmenmm og styðjum
a strakunum
Skotglaðir Skagamenn
Vesturlandsmót í leirdúfuskot-
fimi var haldið á vegum Skot-
grundar, Skotfélags Grund-
firðinga,um helgina. Skagamenn
voru sigursælir á mótinu og
hirtu þau verðlaun sem í boði
voru. Stefán G. Orlygsson varð
Vesturlandsmeistari annað árið í
röð, Kári Haraldsson lenti í
öðru sæti og Kristján Kristjáns-
son í því þriðja. Gestirnir báru
einnig sigur úr býtum í bæjar-
keppni Grundarfjarðar og Akra-
ness en sú keppni fór nú fram í
annað sinn.
M.M.
Enn eitt tapið
Skagamenn mættú fullir bjart-
sýni í Frostaskjólið síðastliðið
sunnudagskvöld eftir góðan sigur
gegn Breiðablik í vikunni áður,
þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik
gegn Vesturbæjarliðinu síðan 1995.
Skagamenn hófu leikinn af mikl-
um krafti og fengu ágætis færi en
skutu tvívegis í vamarvegg KR eftir
hornspyrnu. KR-ingar komu svo
meira inn í leikinn án þess að neitt
markvert gerðist. Leikurinn ein-
kenndist af mikilli baráttu enda afar
mikilvægur fyrir bæði lið. Síðari
hálfleikur var nánast spegilmynd af
þeim fyrri og leikurinn var allan
tímann nokkuð vel leikinn af báðum
liðum. Skagamenn sköpuðu sér þrjú
mjög góð marktækifæri sem á góð-
um degi hefðu án efa nýst, en
heilladísirnar voru greinilega ekki á
bandi IA því mark andstæðinganna
var einnig mjög slysalegt. Guð-
mundur Benediktsson fékk þá bolt-
ann einn og óvaldaður, lagði bolt-
ann fyrir sig í rólegheitum, skaut í
Kára Stein Reynisson þaðan sem
boltinn fór rakleiðis í markið. Eftir
það var Kári Steinn færður framar á
völlinn og lífgaði töluvert upp á
sóknarleik liðsins, lagði t.d. upp gott
skallafæri fyrir Uni Arge þar sem
boltinn hafnaði í þverslá KR-inga.
Þegar á heildina er litið var leik-
urinn bráðfjömgur og bauð upp á
mikla spennu, marktækifæri og
hraða. Nú fer hver að verða síðast-
ur til að blanda sér í toppbaráttuna
því IA er nú í 5. sæti sem fyrr með
18 stig en þeir hafa þó leikið einum
leik fleira ásamt IBV. Bestu menn
IA í leiknum voru þeir Sigurður
Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson
sem varði mjög vel og var nokkuð
öruggur í öllum sínum aðgerðum.
SÓK
Of seint?
- Slakur árangur Skagamanna gegn
toppliðunum ríður baggamuninn
Skagamenn misstu sennilega
endanlega af lestinni í baráttunni
um meistaratitil með 0:1 tapi gegn
KR í Frostaskjólinu á sunnudaginn.
Liðið hefur nú aðeins unnið einn af
síðustu fimm leikjum sínum í deild-
inni, náð 4 stigum af 15 möguleg-
um. Og gegn KR var það enn og
aftur sóknarleikurinn sem varð
banabiti Skagamanna. Þrátt fyrir
nokkur ágæt færi virtist liðinu fyr-
irmunað að skora.
Fara þarf allt aftur til ársins 1995
til þess að finna mark frá Skaga-
mönnum í deildarleik í Frostaskjól-
inu. Akranes hefur nú aðeins unnið
þrjá af síðustu 14 leikjum gegn KR
í deildinni og ekki unnið í Vestur-
bænum sl. 7 ár. Og uppskeran í sex
síðustu leikjum gegn Vesturbæjar-
liðinu er eitt stig. Markatalan í
þeim leikjum er 1:9.
Afhroð gegn
toppliðunum
Þegar aðeins fimm leikjum er ó-
lokið í Landssímadeildinni eru
Skagamenn um miðja deild, í 5.
sæti með 18 stig, en gætu hugsan-
lega misst bæði Keflavík og Breiða-
blik upp fyrir sig, þar sem þau eiga
bæði leik til góða. Fylkir trónir sem
fyrr á toppnum, þá koma KR-ingar,
svo Eyjamenn og síðan Grindavík í
4. sætinu.
Vert er að veita því athygli að
Skagamenn hafa leikið sex leiki
gegn toppliðunum fjórum í sumar.
I þessum sex leikjum hefur liðið að-
eins náð einu stigi og ekki skorað
eitt einasta mark! Þannig hafa
Skagamenn náð 17 af 18 stigum
sínum gegn fimm neðstu liðunum;
Keflavík, Breiðabliki, Fram,
Stjömunni og Leiftri. Öll 12 mörk
liðsins em skomð gegn þessum lið-
um, þar af þrjú úr vítaspyrnum.
Afram niður á við
Allt frá því Skagamenn urðu
meistarar 1996 hefur leiðin legið
niður á við. Eins og staðan er nú er
fátt sem bendir til annars en að
Skagamenn hafhi um miðja deild.
Liðið varð í 2. sæti 1997, 3. sæti
1998 og 4. sæti í fyrra. Þrátt fyrir
væntingar um betri árangur hafa
þær ekki gengið eftir. Enginn einn
þáttur megnar að skýra stöðuna.
Vörn og markvarsla hefur verið
ágæt í sumar, miðjuspilið ósannfær-
andi og sóknarleikurinn hreinasta
hörmung í flestum leikjanna.
Ekki tilbúnir enn
Að ætla sér að hengja þjálfarann
einn fyrir útkomuna er bamaleg
einföldun. Staðreyndin er sú að lið-
ið uppsker aðeins eins og sáð er til.
Auðvitað er alltaf spuming hvort
rétt sé að planta út útsæðinu áður
en það hefur náð að spíra. Fæstir
þeirra ungu leikmanna sem fengið
hafa tækifæri í sumar virðast enn
tilbúnir í átökin í Landssímadeild-
inni; skortir bæði líkamlegan styrk
og reynslu. En fái þeir aldrei tæki-
færi til að sýna sig verða þeir aldrei
annað en efnilegir.
Ólafi Þórðarsyni þjálfara er því
vandi á höndum. Áhangendur em
óþolinmóðir, vilja árangur og það
strax. Guðjón Þórðarson hélt því
ítrekað fram á meðan hann stýrði
Skagamönnum að þolinmæði væri
dyggð og vísaði þá til leikmanna
sinna. Spurningin núna er því fyrst
og fremst þessi: Eru stuðnings-
menn Skagamanna prýddir þeirri
sömu dyggð?
-SSv.