Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Qupperneq 5

Skessuhorn - 02.11.2000, Qupperneq 5
^oiissunui^ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 5 Því er ekki að neita að líf neytenda verður æ flóknara. íslendingar hafa um áratuga skeið átt heimsmet í sykuráti, á mann vitaskuld. Allt í einu kemur upp úr kafinu og er sagt frá því með stríðslet- ursfyrirsögnum á dögunum að sykur sé stórvarasamur og jafnist jafnvel á við beiskasta eitur. Menn kipptust nú lítt við og hugsanlega varðveitist bara við- talið um varasamt sykurát í miðlægum gagnagrunni Morgunblaðsins á meðan þjóðin heldur áfram að jafna eigin met. Grúskarar framtíðarinnar gætu haldið að í kjölfar varnaðarorðanna á árinu 2000 hefðu íslendingar minnkað sykur- neyslu. Sei, sei, ó nei. Það væri ósk- hyggja aftur í tímann. Neysluvenjur eru þó ekki alltaf svona klipptar og skornar, svartar eða hvítar, og enn síður umfjöllun um þær. Stöðug útpæld áreiti um val á hinum og þess- um varningi eða þjónustu streyma um allar upplýsingarásir samfélagsins og neytandinn stendur uppi ráðvilltur. Til að vera meðvitaður neytandi nægir ekki lengur að bera saman kílóverð á vörum. Svo miklu fleiri þættir skipta máli. Hefði neytandinn þá bara eitthvað til að byggja á þegar hann á að velja og taka afstöðu. En það er jafnvel svo að upplýsingar óhlutdrægra manna um vörur og þjónustu eru torfundnar. í besta falli stangast upplýsingar fag- manna á, í versta falli eru þær ekki til. Stundum er sagt að ökumenn verði ekki til daginn sem þeir taka bílprófið. Það sé ekki fyrr en menn takist á við umferðina dags daglega sem rétt við- brögð æfist almennilega og verði hluti af undirmeðvitundinni (hjá flestum öku- mönnum). En það er þó undir því kom- ið að umferðarumhverfið sé tiltölulega stöðugt að því er varðar götur og vegi, umferðarljós, ökuhraða, lög og reglur o.fl., svo að aðstæður séu svipaðar frá degi til dags. Vissulega hefur umferðin þyngst með fjölgun ökutækja og eitt- hvað er um breytingar á umferðar- mannvirkjum en samt verður að telja umferðarumhverfið tiltölulega stöðugt. Því er ekki að heilsa á þeim vett- vangi sem við kennum jafnan við neyt- endamál og alls ekki hvað varðar sölu á ýmsri þjónustu. Við neytendur höfum takmarkaðan tíma til að æfa okkur við kunnuglegar aðstæður fyrr en þær breytast á ný. Framleiðendur, sölumenn og auglýsingafólk hafa á takteinum ýmis brögð sem henta vel til að rugla okkur og sannfæra okkur um ágæti nýrrar vöru sem er svo ekki ný þegar öllu er á botninn hvolft. Sú var tíðin að dulbúin svik gátu verið í því fólgin að taka sama verð fyrir súkkulaðistykki í nýjum umbúðum án þess að taka fram að um 25 grömmum minna væri í pakk- anum. Nú á tímum er í krafti nýrrar tækni og sjónhverfinga af ýmsu tagi hægt að svindla miklu grófar á neyt- endum án þess að nokkur taki eftir því, sérstaklega í sölu á þjónustu. Hvar er umboðsmaður neytenda? í Ijósi árangursins af starfi umboðs- manns Alþingis og umboðsmanns barna er Ijóst að nauðsynlegt er að setja á stofn embætti umboðsmanns neytenda. Hann á ekki að koma í stað öflugra samtaka neytenda en hann á standa vörð um grundvallarréttindi neytenda og vera úrskurðaraðili þegar prinsippmál koma upp. Pistlari fann til mikils styrks á dögun- um þegar hann fór í sementsafgreiðsl- una til að kaupa poka af sementi. Pok- inn lék í höndunum á mér og ánægjan yfir eigin líkamsstyrk var mikil alveg þar til mér varð Ijóst af greinilegri áletrun að í pokanum voru aðeins 40 kíló og ekki 50 eins og hér í den. Lars H. Andersen október fengu fjórir miðaeígendur Happdrættis Háskólans, búsettir á vesturlandi, vinning sem var ein miljjón króna. Miiyónamæringar hjá Happdrætti Háskólans á vesturlandi eru því orðnir 6 á árinu 2000. Október Akranes 1.000.000 kr. Október Akranes (dreifbýli) 1.000.000 kr. Október Stykkishólmur 1.000.000 kr. Október Stykkishólmur 1.000.000 kr. Júní Akranes (dreifbýli) 1.000.000 kr. Maí Búðardalur 1.000.000 kr. Miðaeigendur styrlga uppbyggingu og starfsemi Háskóla fslands. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænfegast til v/nn/ngs

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.