Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000
jk£S3U11U>^
A skrifstofu forseta Islands: F.v. Elís Þröstur, GuSmundur Stefán, Amar Pdlmi, Olafiir Ragnar, Ami Asbj'úm, Guðmundur Itigi, Ölver
Þráinn og Helgi Sveinsson.
I heimsókn á Bessastöðum
Vistmenn á sambýlinu í Borgar-
nesi brugðu sér bæjarleið í liðinni
viku og heimsóttu forseta Islands
Hin árlega tónlistarkeppni
NFFA verður haldin á morgun,
föstudag. Hljómsveitirnar í ár eru
átta talsins, en þegar hefur verið
haldin undankeppni þar sem sjö
hljómsveitir urðu ffá að hverfa. Að
sögn Asgeirs Gylfasonar, gjald-
kera NFFA, eru hljómsveitirnar
jafh misjafnar og þær eru margar.
“Þetta er allt ffá poppi yfír í rapp
og einhverjar svona raftónlistar-
pælingar hjá honum Ama Teit.”
Keppnin verður að venju haldin í
Bíóhöllinni á Akranesi og kynnir-
inn í ár er enginn annar en
Hemmi feiti ffá útvarpsstöðinni
Radio X. “Keppnin í ár heitir
Glysrokk og þemað er þetta fræga
“eighties look”, glimmer, grifflur,
blásið hár og svo framvegis. Sem
fyrr verður hvergi til sparað í
hljóðum og ljósum og þess háttar.
Keppnin er öllum opin, hún hefct
klukkan 17 og aðgangseyrir fyrir
þá sem ekki eru í nemendafélag-
inu er 1.300 krónur. Eftir keppn-
ina er svo ball með Sálinni hans
að Bessastöðum. Guðmundur Stef-
án Guðmundsson, einn vistmanna,
sagði í samtali við Skessuhorn að
Jóns míns á sal FVA auk þess sem
verða plötusnúðar í hinum svo-
kallaða gamla sal skólans. Alla
þessa viku verður útvarp FVA með
útsendingar á FM 95,0 þar sem
leikin verða Iög úr fyrri tónlistar-
keppnum auk þess sem Sálarlög
verða í hávegum höfð.
Það er engin lognmolla í kring-
um starfsemi NFFA því í kvöld,
fimmtudag, verður Páll Oskar
Hjálmtýsson með svokallað Dr.
Love kvöld á sal skólans. Þar verð-
ur hann með kvöldstund þar sem
sýndar verða glærur og myndbönd
og að eigin sögn mun hann breyta
því hvernig fólk hugsar um kynlíf
á 90 mínútum. Að sögn Asgeirs
vildi Páll Óskar hvetja foreldra
sem og aðra bæjarbúa sérstaklega
til að mæta á þessa kvöldstund.
Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir
þá sem ekki eru í nemendafélag-
inu. Húsið opnar klukkan 20 og
Páll Óskar stígur á svið um hálf-
tímasíðar.
SÓK
forsaga heimsóknarinnar hafi verið
sú að fyrir um mánuði skrifúðu
vistmenn bréf til forsetaembættis-
ins og spurðu hvort þeir mættu
kíkja í kaffi! Svar barst eftir nokkr-
ar vikur, þar sem þeir voru boðnir
velkomnir á staðinn. Ólafúr Ragnar
Grímsson tók síðan á móti þeim fé-
lögum 25. október.
Að sögn Guðmundar Stefáns
fékk hópurinn glæsilegar móttökur.
Meðal annars sýndi forsetinn þeim
fomleifauppgröftinn á Bessastöð-
um, gjafir sem forsetaembættið
hefur fengið og að endingu var
skálað í kóki og skrifað í gestabók.
Ferðin var þeim félögum ógleym-
anleg og ekki síst honum Helga
Sveinssyni. Hann var fermdur á
Bessastöðum fyrir nokkrum áratug-
um og fékk við það tækifæri áritaða
passíusálma að gjöf frá Asgeiri As-
geirssyni þáverandi forseta. Helgi
tók Passíusálmabókina með sér í
heimsóknina og fékk Ólaf Ragnar
til að árita hana í leiðinni.
Þeir félagar vom sælir og ánægð-
ir með skemmtilega og fróðlega
heimsókn til forseta Islands og
vildu koma kæra þakklæti til emb-
ættisins fyrir höfðinglegar móttök-
ur. Fararstjórar í ferðinni vora þær
Eygló Lind og Sigríður Finnboga-
dóttir.
MM
Saltkjöt
Þykir þér saltkjöt gott? Þessa
dagana eru saltkjötsunnendur að
setja sitt kjöt í tunnur. Kristín
Erna Leifsdóttir í Gröf í Eyja- og
Miklaholtshreppi á í fóram sínum
uppskrift að saltkjötspækli sem
hún gjarnan vill miðla öðrum.
Pækilsuppskriffin er eftirfarandi:
3 lítrar vatn, 375 grömm gróft
salt, 375 grömm nitritsalt. Og loks
7 5 grömm sykur. Kjöt úr þessum
pækli er tilbúið í pottinn eftir 3-4
daga. Verði ykkur að góðu.
IH
ASalstjám NFFA, Ómar, Sveinbjörii og Asgeir.
Tónlistarkeppni
í Bíóhöllinni
Sýningí
Norska
Föstudaginn 3. nóvember 2000
verður opnuð sýning á myndverkum
Rutar Leiftdóttur og Margrétar Sig-
urðardóttur í Norska húsinu, Stykk-
ishólmi. Þetta er fyrsta sýning þeirra
en þær era báðar búsettar í Styklds-
hólmi. Þær sýna aðallega myndir
málaðar með pastel og akrýl. Sýn-
ingin stendur til 21. nóvember.
Framhald á Menntasmiðju?
Verkefnisstjóri Menntasmiðju kvenna á Akranesi hefúr sent bæjarstjóm bréf
þar sem hún hvetur bæjarstjóm til þess að halda áffam rekstri menntasmiðju á
haustönn2001 fyrir 15-20 konurí 13 vikur einsogverið hefúrnúívetur. Mál-
inu var vísað til afgreiðslu fjárhagsáædunar ársins 2001.
Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra kemur framhald vel tíl greina. “Það er
tillaga um það að vera með námskeið á seinni hluta næsta árs og fyrri hluta árs-
ins 2002. Það er hlutur sem við ákveðum endanlega í fjárhagsáædun sem er í
vinnslu núna. Eg held að mér sé þó óhætt að segja að menn séu mjög jákvæð-
ir í þessu.” Ekki yrði um að ræða framhald af því námi sem var boðið upp á í
haust heldur sambærilegt nám fyrir nýjan hóp kvenna og að sögn Gísla er gert
ráð fyrir því að affur yrði leitað efb'r styrkjum ef til framhalds kæmi. SOK
Halda hópinn
Snæfellingar
Félag Snæfellinga og Hnapp-
dæla í Reykjavík er félagsskapur
burtfluttra Snæfellinga og ann-
arra þeirra sem tengjast Snæfells-
nesi á einhvern hátt. Tilgangur
átthagafélaga er að efla tengsl
borgarbúa við átthagana í sveitum
landsins. Þegar haustar hefst starf
þessara félaga af fullum krafti.
Félag Snæfellinga og Hnappdæla
var stofnað árið 1939. Nú era fé-
lagar FSH tæplega 300. Félagið
hefur víða komið við og starfað að
mörgum framfaramálum tengd-
um átthögum sínum. Félagið
hóf skógrækt í samstarfi við Skóg-
rækt ríkisins í Búðahrauni árið
1943 og keypti land þar til afnota
fyrir félaga. Þá keypti félagið og
endurbyggði gamalt verslunarhús
á Búðum og rak þar Hótel Búðir
frá árinu 1955 til ársins 1980.
Þegar þar var komið sögu var fé-
laginu orðið ofviða að reka hótel-
ið og var það selt. Árið 1993
eignaðist félagið íbúðarhúsið Eyri
á Arnarstapa í makaskiptum fyrir
það land sem félagið átti í Búða-
hrauni. Eyri er nú rekið sem or-
lofshús fyrir félagsfólk. Snæfell-
ingakórinn var stofnaður innan
félagsins árið 1977 og starfar af
miklum krafti undir stjóm Frið-
riks S. Kristinssonar. Ár hvert er
haldin vegleg árshátíð og er þá
reynt að fá sem flesta af heima-
slóðum. Árshátíð félagsins verður
að þessu sinni haldin í Akoges-
salnum að Sóltúni 3 í Reykjavík
þann 4. nóvember næstkomandi.
Von er á góðum gestum að vestan
til að skemmta. Að þessu sinni
mun Olína Gunnlaugsdóttir,
Hellnum, syngja og leika fyrir
okkur og Olöf Olafsdóttir, Stykk-
ishólmi, fer með gamanmál.
Heiðursgestir á samkomunni
verða Skúli Alexandersson og
kona hans Hrefna Magnúsdóttir
frá Hellissandi. Veislustjóri verð-
ur Kolbrún Björnsdóttir frá O-
lafcvík. Emilía Guðmundsdóttir
er formaður félagsins. “Það er
von okkar að sem flestir Snæfell-
ingar sjái sér fært að koma á árs-
hátíðina og sjá og heyra hvað
sveitungar okkar hafa fram að
færa, hitta frændur og vini, og efla
tengsl við átthagana”.
IH
Duglegir krakkar
Hulda María, Kristín Björk og lnga Þóra.
Ingþór og Sigurrós
Páll og Kolbrún
Krakkarnir á Akranesi slá ekki
slöku við í tombóluhaldi ffekar
en fyrri daginn. Allir þessir
krakkar eiga það sameiginlegt að
hafa á dögunum haldið tombólu
til styrktar Akranesdeild Rauða
kross Islands. Margt smátt gerir
eitt stórt og framlag þessara
krakka er gott dæmi um það.
SÓK