Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 jKúsiinu.^ Vel heppnað verslunar- átak á Akranesi Góð stemning segir Sigurður Sverrisson kaupmaður Sigurður SvetTÍssoti eigandi Bókabúðar Andrésar á Akranesi. Eftir því hefur tekið langt utan baejarmarka Akraness hversu mikið líf hefur verið í baenum á aðventunni, einkum þó um helg- ar. Kaupmenn á Akranesi sem Skessuhom hefur haft tal af er almennt þeirrar skoðunar að mikil og góð stemning hafi ríkt í bænum og að verslun hafi verið með allra líflegasta móti. Sigurð- ur Sverrisson stýrir Pennanum - Bókabúð Andrésar á Akranesi. „Eg get auðvitað ekki dæmt fyrir alla en mín tilfinning er sú að langt sé síðan eins góð stemning hefur ríkt í kringum verslun á Akranesi og nú fyrir þessi jól. Verslunar- og þjónustuaðilar í bænum lögðu á ráðin strax í haust og þær uppá- komur sem verið hafa um helgar eru afrakstur þeirrar vinnu. Eg hef ekkert heyrt nema jákvætt um þetta allt saman og mér finnst viðhorf viðskiptavina allt vera á sömu lund, allir eru kátir,“ segir Sigurður. Verslunar- og þjónustuaðilar hafa notið stuðnings bæjaryfirvalda á Akranesi sem og Ataks Akraness við ffamkvæmd og ljármögnun þeirra atburða sem upp hafa verið settir en drýgstur hluti kostnaðar greiðist af fyrirtækjum í bænum. Meðbyr „Það ríkir mikil ánægja á meðal kaupmanna með þann meðbyr sem þessar uppákomur hafa notið og það er einnig ánægja með stuðning bæjaiyfirvalda. Verslun á Akranesi er nefnilega ekkert einkamál kaup- manna. Hún snertir allar bæjarbúa og því öflugri sem þjónustan er því ánægðara er fólkið. Það besta við þetta allt er þó þátttaka bæjarbúa í sjálfri gleðinni. Þær viðtökur sem þessar uppákomur hafa fengið þeirra á meðal verða örugglega til þess að hvetja fólk enn frekar til dáða að ári,“ segir Sigurður enn- fremur. Frumkvæði verslunar- og þjón- ustuaðila á Akranesi í haust hófst með svokölluðum „Tax Free“ dög- um í lok október, þar sem boðið var upp á sambærileg viðskiptakjör og gerist í tollfrjálsri verslun erlendis. „Ætlunin var einfaldlega sú að heimfæra þá hugmyndafræði, sem fólk byggir á þegar það fer utan í verslunarferðir, upp á íslenskan raunveruleika,“ segir Sigurður. „Framkvæmdin tókst vel og þetta verður örugglega endurtekið.“ Gamalkunn andlit Brottfluttir Skagamenn brostu margir út í annað síðustu dagana í nóvember er þeir fengu fallegt jóla- kort frá Akranesi. Það voru verslun- ar- og þjónustuaðilar sem stóðu á bak við það. „Við sendum út 2300 jólakort þar sem við hvöttum við- takendur til að heimsækja gamla bæinn, kíkja til ættingja eða þá í búðir. Þetta mæltist mjög vel fyrir og það voru ótrúlega mörg gamal- kunn andlit sem sjá mátti í bænum í upphafi aðventu.“ Þeir sem hafa átt leið um Hval- íjarðargöngin hafa veitt því athygli að þar hefur verið komið upp skemmtilegu upplýstu jólatré og ljósaskilti þar sem stendur Akranes. „Þetta er sömuleiðis hugmynd verslunar- og þjónustuaðila en bæj- aryfirvöld studdu dyggilega við gerð þessara ljósaskreytinga og önnuðust uppsetninguna. Okkur fannst vanta eitthvað sem minnti á bæinn inn við göng og þetta gagn- ast vel, a.m.k. yfir dimmasta tíma ársins.“ Að sögn Sigurðar var megin- inntakið í átaki verslunar- og þjón- ustuaðila á Akranesi að senda frá sér jákvæð skilaboð, jafnt til bæjarbúa sem annarra. „Eg held að þetta meginmarkmið hafi náðst og ég er þess fullviss að fólk mun byggja á þeirri reynslu sem skapaðist í ár til þess að bæta um betur að ári.“ Sók Nettó hamborg- arhryggi Verslunin Nettó á Akranesi afhenti Sólveigu Reynisdóttur, félagsmálafulltrúa bæjarins, tíu hamborgarhryggi fyrir rúmri viku síðan. Sólveig kemur svo til með að úthluta þeim til þeirra sem á þurfa að halda fyrir jól. Að sögn Helga Dan Steinssonar, verslunar- stjóra Nettó, er þetta gert til þess að sýna samhug með þeim sem geta ekki haldið jól á sama hátt og aðrir. “Okkur fannst þetta bara vera ágætis hugmynd og ákváðum að gefa þessa tíu hamborgarhryggi.” SÓK S Utsvarið hækkar Utsvar á Akranesi á árinu 2001 verður 12.7% en var 12.04% á þessu ári. Með breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga er gert ráð fyrir þessari hækkun útsvarspró- sentu enda á hlutdeild ríkisins í staðgreiðslu að lækka um samsvarandi prósentu. K.K. Aflaaukning á Vesturlandi Olsarar og Hólmarar auka við sig í þorski Aflatölur Fiskistofu fýrir síðast- liðinn nóvembermánuð sýna að afli við Breiðafjörð er enn að dragast saman. Sjómenn segja að oft hafi farið að fiskast upp úr mánaðamótum og afli oft verið góður í nóvember, þó október hafi verið lélegur. Þessu er nú ekki þannig varið að þessu sinni. Heildarafli í nóvember I tonnum talið er samdrátturinn í nóvember mestur í Rifi, þar sem komu á land 679 tonn á móti 1.313 tonnum á sama tíma í fyrra. I Olafs- vík var landað 564 tonnum nú en 995 tonnum í sama mánuði í fyrra. T Grundarfirði er samdráttur upp á rúm 300 tonn. Þar var landað 1.180 tonnum í síðasta mánuði en 1.497 í sama mánuði í fyrra. Stykkishólmur heldur sæmilega sínu enda samsetn- ing aflans öðruvísi þar sem skel er megin uppistaðan. Þar var landað 1.344 tonnum í síðasta mánuði en 1.397 á sama tíma í fyrra. Dæmið snýst svo við þegar farið er suður í Faxaflóa. Þar er mikil aukning á Akranesi eða úr 5.275 tonnum í fýrra í 8.389 tonn í nóvember síðast- liðnum. Þá þrefaldast afli á Arnar- stapa, var í nóvember í fýrra 59 tonn en 182 tonn komu þar á land í síð- asta mánuði. Ef reynt er að rýna í þessar tölur er skýring á aukning- unni á Akranesi augljós. Þar var í síðasta mánuði landað 4.606 tonn- um af loðnu en aðeins 101 tonni á sama tíma í fyrra. Þorskafli í nóvember Arnarstapi er enn sem fyrr sigur- vegari í þessum samanburði með ná- kvæmlega helmings aukningu, fer úr 5 5 tonnum í fyrra í 110 tonn í síðasta mánuði. Þrátt fýrir mikla aukningu í lönduðum afla á Akranesi er þar hrun í þorski. Þar var landað 287 tonnum í nóvember s.l. á móti 1.121 tonni á sama tíma í fyrra. Þarna vantar 834 tonn. Þorskaflinn í Rifi er aðeins um þriðjungur af því sem var í nóvember í fyrra, þá var hann 999 tonn en 326 tonn nú. I Olafsvík er þessi samanburður ekki eins afleitur. Þar munar um helming, þorskafli í nóvember s.l. var 375 tonn á móti 793 tonnum í fyrra. Samanburður á þorskinum er svipaður í Grundar- firði. Þar komu á land í síðasta mán- uði 371 tonn en 752 tonn í fyrra. Ef borinn er saman þorskafli yfir allt landið er Vesturland ekkert verr sett en aðrir hlutar landsins þar sem þorskafli í síðasta mánuði er 16.750 tonn á móti 25.221 í fyrra. Aflaaukning fyrstu 11 mánuðina Samanburður á heildarafla fyrstu ellefu mánuði áranna er ekki eins slæmur, þar er aðeins sam- dráttur á Arnarstapa um tæp 150 tonn og í Rifi um 1.269 tonn. Það skýrist að mestu með því að bátar frá Rifi voru mikið frá veiðum vegna endurbóta og viðgerða. Mest er aukningin á Akranesi um 38% sem er að mestu leyti um 20.000 tonn af loðnu. í Stykkis- hólmi kom um 13% meiri afli á land þessa 11 fyrstu mánuði ársins í samanburði við jafnlengd á síð- asta ári. I Olafsvík og Grundarfirði er aukningin á sama tíma um 4%. Þó þorskafli dragist víðast hvar saman er athyglisvert að þorskafli í Olafsvík er 1.161 tonni meiri þessa ellefu mánuði en í fýrra. Þá er einnig aukning í þorski í Stykkis- hólmi um 434 tonn. Góð staða í þorskveiðum Samdráttur í þorskveiðum á landinu öllu, samkvæmt bráð- birgðatölum Fiskistofu, er um 10% á þessu samanburðartímabili. Miðað við það er staða Vesturlands ljómandi góð þar sem komin eru á land 34.495 tonn í ár en á sama tíma í fyrra voru kornin á land 34.579 tonn. Þarna munar aðeins 84 tonnum sem er um fjórðungur úr prósenti. (allar tölur eru unnar úr eru bráðabyrgðatölum frá Fiskistofú.) IH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.