Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
jkCsaunui^
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akrones! 430 2200
Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgornes) 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Úlgefandi: íslensk upplýsingatækni 430 2200
Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 894 8998
Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 892 4098
Internetþjónusta: Bjorki Mór Korlsson 899 2298
Bloðomenn: Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310
Ingi Hons iónss., Snæfellsn. 895 6811
Auglýsingor: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228
Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólofsdóttir 430 2200
Prófarkolestur: Ástbildur Mognúsdóttir og fleiri
Umbrot: Tölvert
Prentun: Isofoldorprentsmiðja bf
islensk@islensk.is
ritstjori@skessuhorn.is
internet@islensk.is
sigrun@skessuhorn.is
ingihons@skessuhorn.is
hjortur@skessuhorn.is
bokbald@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alia fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr.
430 2200
A
aðventu
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Að öllum líkindum er það jólahrollvekjan með öllu því um-
stangi, ofsa og ofbeldi sem henni fylgir sem hefur ýtt við and-
legu jafnvægi mínu og raskað minni sálarró sem almennt hef-
ur verið talin nánast óraskanleg til þessa. Allur þessi fyrir-
gangur hefur kallað fram allt það versta í mér, vakið upp áður
óþekktan uppreisnaranda og hafið nýtt mótþróaskeið. Alla
aðventuna hefur sumsé kraumað í mér niðurbælt ergelsi og
pirringur sem bíður þess að brjótast út með hroðalegum af-
leiðingum. Það sem af er desembermánuði hef ég setið við og
skipulagt aðgerðir til að fá útrás fyrir innbyrgða og uppsafn-
aða gremju.
Mér hefur meðal annars komið það til hugar að gagnrýna á
óvæginn hátt í ræðu og riti þá túlkun sveitamannsins á jóla-
guðspjallinu að enn þann dag í dag beri mönnum að fara til
Reykjavíkur um jólaleytið og láta skrásetja sig hjá Ingibjörgu
keistaraynju. I hvert sinn sem ég hef verið kominn með penn-
ann í hönd hefur konan mín bent mér á það mildilega að það
væri nú ekki viðeigandi að láta svona þegar jólin væru að
koma.
Mér hefur líka dottið það í hug að hlaupa nakinn eftir Gils-
fjarðarbrúnni til að mótmæla innflutningi á norskum kúm.
Konan mín hefur hingað til kæft þær fyrirætlanir í fæðingu og
bent mér á það ákveðið að svona lagað geri maður ekki á jól-
unum. Fyrir utan það að ég hafi kannski ekki rétta vöxtinn í
mótmælaaðgerðir af þessu tagi. Eins hefúr líka farið fyrir hug-
myndum mínum um að láta hlekkja mig langsum í Hvalfjarð-
argöngunum til að mótmæla vöntun á hvalveiðum.
Þá hefur komið til álita að ég framkvæmi aftöku á Litlu gulu
hænunni í pappírstætaranum til að mótmæla kennaraverkfall-
inu. Ennffemur hef ég velt því fyrir mér að nýta þrálátt kvef
og flensu í mótmælaskyni og snýta mér í ameríska fánann í til-
efni af forsetakosningunum í Bandaríkjahreppi. Mér hefur
einnig flogið í hug að fara í ófrjósemisaðgerð fyrir jólin til að
mótmæla vinnubrögðum Náttúruverndarráðs svona almennt.
Hvar sem ég hef borið niður hefur allt farið á sama veg. All-
ar þessar tímamótahugmyndir hefur konan mín valtað yfir á
þeim forsendum að þetta sé bara alls ekki viðeigandi þegar
það eru að koma jól. Eftir mikla yfirlegu og vandlega íhugun
get ég fallist á að kannski hafi hún eitthvað til síns máls í þetta
sinnið. Samt sem áður liggur fyrir sú staðreynd að það er ekki
oft sem konan mín hefur rétt fyrir mér og ekki nema í neyð-
artilfellum sem ég get fengið mig til að viðurkenna það.
Niðurstaðan er sem sagt sú að menn eins og ég eru alls ekki
viðeigandi á jólunum. Því hef ég ákveðið að hafa hamskipti.
Skreyta mig greni, könglum og rauðri slaufu og bresta í taum-
lausa jólagleði. I því ástandi óska ég lesendum Skessuhorns og
landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakka ánægjuleg sam-
skipti á öldinni sem er að líða.
Gísli Einarsson í taumlausri jólagleði
Frá Akranesi
Fasteignaskattar á Akranesi
Hærri skattur
en minni tekjur
Álagningarprósenta fasteigna-
skatta á Akranesi verður hækkuð úr
annars vegar 0.35% í 0.46% og
hins vegar úr 1.00% í 1,25% á
næsta ári. Á sama tíma verður lækk-
un á álagningarstofni fasteigna-
gjalda sem aftur hefur í för með sér
nokkra lækkun á fasteignaskatti til
bæjarsjóðs. Sá fyrirvari er gerður
við ákvarðanir um þessar breyting-
ar á álagningarprósenm að þær hafi
ekki áhrif á greiðslur Jöfnunarsjóðs
sem ætlað er að bæta tekjutap sveit-
arfélagsins miðað við lægri álagn-
ingarprósentur.
K.K.
A veiðum í Flekkudalsá.
Fluguveiði í
Flekkudalsá
Veiðifélag Flekkudalsár í Dölum
hefur ákveðið að á næsta ári verði
eingöngu leyfð fluguveiði í ánni. Að
sögn Sveins Gestssonar formanns
félagsins er ástæðan sú að veiði hef-
ur dottið verulega niður á síðustu
árum. “Þetta er tilraun til að fá ánna
til að gera eitthvað fyrir sjálfa sig.
Það má búast við að minna verði
veitt þegar eingöngu verður leyfð
fluga og það verði til þess að meira
verður af fiski til að hrigna:”
Sveinn segir að menn hafi enga
skýringu á minnkandi veiði. “Það
hefur gengið illa með seiðauppeldi
í ánni og í samráði við fiskifræðing
var ákveðið að fara þessa leið. Veið-
in á síðasta ári var ekki nerna 108
laxar en meðalveiðin var í 250 löx-
um á ári.”
Sveinn kveðst ekki óttast að það
fæli veiðimenn frá þótt eingöngu
verði leyfð fluguveiði í Flekkudalsá.
“Þetta er með fallegri ám og við
treystum því að menn sæki í hana af
þeim sökum. Jafnvel þó aðsóknin
minnki eitthvað við þetta þá hefði
hún gert það hvort eð er útaf
minnkandi veiði,” segir Sveinn.
GE
Miláð mælt hjá LMÍ
Mikil útivinna við mælingar hef-
ur farið frant hjá Landmælingum
Islands þetta árið og eru áraraðir
síðan jafnmikið hefur verið mælt.
Einn starfsmaður hefur nær ein-
göngu sinnt landmælingaverkefn-
um hjá stofnunni en þegar þess
þurfti voru fengnir starfsmenn úr
öðrum verkefnum til hjálpar. Tveir
sumarmenn voru ráðnir til aðstoð-
ar við land- og hallamælingar.
Vinnan við hallamælingar í ár
byrjaði reyndar ekki vel og kömu
náttúruöflin þar töluvert við sögu!
Verkefnið v'ar unnið í samvinnu við
Vegagerðina og Landsvirkjun og
áttu tveir flokkar m.a. að hallamæla
frá Selfossi að Skálm á Mýr-
dalssandi, ásamt því að mæla legg-
inn frá þjóðvegi 1 til Þorlákshafnar.
Búið var að fallmæla legginn niður
að Þorlákshöfn þegar jarðskjálft-
arnir á Suðurlandi hófust og því var
sú ákvörðun tekinn að fresta mæl-
ingum á Suðurlandi þar til á næsta
ári. Flokkarnir voru færðir austur á
land og mælt var frá Breiðdalsvík
um Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfiörð og
uppúr Reyðarfirði til Egilsstaða.
Frá Egilsstöðum var fallmælt áfram
norður eftir Jökuldal að Hofteigi.
K.K.
Læknis-
héraðinu slitið
Borgarbyggð hefur borist
fbrmlegt erindi frá Borgarfiarðar-
sveit um að Kleppjárnsreykja-
læknishéraði verði slitið. Enginn
lækrúr hefur verið á Kleppjárns-
reykjum um nokkurra ára skeið en
fyrir tveimur árum var þjónusta
heilsugæslunnar flutt úr læknisbú-
staðnum þar og í Reykholt. Þeirri
þjónustu hefur nú verið hæn og
því engin starfsemi á vegurn
Kleppjárnsreykjalæknishéraðs.
I erindi Borgarfiarðarsveitar er
gert ráð fyrir að eignum verði
ráðstafáð en þar er fyrst og fremst
um að ræða læknisbústaðinn á
Kleppjárnsreykjum sem undan-
farin ár hefur verið leigður út.
GE
Sameining í Dölum:
Viðræður
að hefjast
Búist er við að innan tíðar hefi-
ist viðræður um sameiningu Dala-
byggðar, Saurbæjarhrepps og
Reykhólahrepps. Akveðið var að
taka þær viðræður upp að nýju að
ósk Reykhólahrepps en á sínum
tíma strandaði á því að Ret'khóla-
hreppur taldi sig ekki undir sam-
einingu búinn. Hreppamir hafa
þegar skipað í tiðræðunefnd og
búast rná við að sameiningarvið-
ræður taki ekki langan tíma þar
sem hluti undirbúningsvinnunar
hefur þegar farið firam. GE
Höfrungur III
á meðal efstu
Jólin nálgast og hið árlega
kapphlaup um aflahæsta skip
landsins er nú í algleymingi Það
eru 3 togarar sem virðast skera sig
úr að þessu sinni hvað varðar
mesta aflaverðmætið. Það eru
Amar frá Skagaströnd, Baldvin
Þorsteinsson frá Akureyri og
Höfrangur III frá Akranesi. Fyrir
síðustu veiðiferð ársins vora þeir
Amar og Baldvin nokkuð jafhir í
efsta sæti með aflaverðmæti upp á
ca. 850-860 milljónir króna, næst-
ur kom Höfrangur III með um
840 milljónir og þar á eftir Júlíus
Geirmundsson með 800 milljónir.
Reiknað er með að efsm skipin
muni skila um 920-930 milljóna
aflaverðmæti þegar upp verður
staðið.
Til að setja þessi verðmæti í
samhengi þá má geta þess að þetta
fer nærri veltu Akraneskaupstaðar
á þessu ári. Það þarf því röska á-
höfin og gott skip til að ná slíkum
árangri.
Vestlendingur
ársins
Skessuhorn stendur fyrir vali á
manni ársins á Vesturlandi þriðja
árið í röð. Valið fer þannig fratn
að 100 kjörmenn alls staðar að úr
kjördæminu fá tækifæri til að
velja þá fimm einstaklinga sem
þeir telja að hafi skarað fram úr á
árinu og raða þeiin niður. Síðan
verða stigin talin saman og sá
sem efstur stendur hlýtur nafn-
bótina maður ársins á \restur-
landi. Á síðasta ári varð knatt-
spyrnuþjálfarinn Guðjón Þórð-
arsori fyrir valinu en Gísli Gxsla-
son á Akranesi árið áður.
Urslit í kjörinu verða kvnnt í
næsta tölublaði Skessuhorns sem
kemur út þann 5. janúar næst-
komandi. GE