Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
32Ej$SiiHöEK]
itaHSMsaesm
Leikmenn ÍA í verkfall
Leikmenn í meistaraflokki IA í
knattspyrnu hafa ákveðið að hætta
að mæta á æfingar þar til þeir hafa
fengið greidd laun fyrir síðasta
keppnistímabil. “Leikmennirnar
hafa ekki fengið allar þær greiðslur
sem þeim ber samkvæmt samning-
um og þetta er þeirra leið til að
sýna stjórnarmönnum að þeir séu
ekki alveg sáttir við það. Eg veit nú
ekki hversu alvarlegt þetta er og ég
vona að þetta leysist sem fyrst á
farsælan hátt”, segir stuðnings-
maður IA, en sá vill ekki láta nafns
síns getið þar sem málið er á
viðkvæmu stigi. Leikmenn eru nú
að fara í jólafrí og eiga þeir von á
að menn ræði málin áður en
æfingar hefjast á nýju ári. Það er
ljóst að félagið er í kröggum.
Rekstur þess hefur gengið erfið-
lega og það er með stórt tap á bak-
inu. Leikmenn hafa liðið fyrir það
eins og aðrir og finnst þeim ekki
alveg nógu mikið litið til þess að
þeir eiga útistandandi laun. Komið
hefur til tals að leikmenn slái af
kröfum sínum til að koma til móts
við félagið.
Eins og fram kemur á öðrum
stað í blaðinu hefur verið skipuð
nefnd til að vinna úr fjárhagsvanda
IA og er þess vænst að nefndin
skili áliti fyrir framhaldsaðalfund í
lok janúar.
MM
Frekari
úthlutun
frestað
Bæjarstjórn Akraness
hefur falið skipulags-
nefnd bæjarins að láta
vinna tiilögu að
deiliskipulagi fyrir Ægis-
braut og nærliggjandi
svæði. Nefndinni var
falið að kynna rnálið á
vinnslustigi fyrir íbúum á
því svæði sem tillagan
mun taka til og leita eftir
frekari tillögum þeirra.
Meðan á meðferð þessa
máls stendur samþykkti
bæjarstjórn enn fremur
að fresta frekari úthlutun
lóða við Ægisbraut.
SÓK
Sandtaka
bönnuð
Á fundi bæjarráðs Akraness þann 14.
desember síðastliðinn var tekið fýrir
bréf umhverfisnefndar þar sem lagt var
til að bæjarstjórn samþykkti erindisbréf
fyrir nefndina og verðandi sandtöku á
Langasandi. Bæjarráð staðfesta tillögu
nefndarinnar um bann við sandtöku og
fól sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs
að auglýsa bannið og fýlgja málinu eftir
að öðru leyti. SÓK
Samkomulag
viðRARIK
Bæjarráð Akraness heimilaði nýver-
ið Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra, að und-
irrita samkomulag sem gert hefur ver-
ið við RARIK um ábyrgð á raforku-
virkjum til næstu fjögurra mánaða.
Afgreitt með
leynilegri kosningu
Pétur Ottesen lagði fram þá beiðni á fundi bæjarstjórnar í síðustu
viku að afgreiðsla bæjarráðs varðandi ráðningu sviðsstjóra yrði afgreidd
með leynilegri kosningu. Það var samþykkt einróma og niðurstaða
talningar var sú að sex bæjarfulltrúar samþykktu niðurstöðu bæjarráðs
en þrír höfnuðu henni.
SÓK
Jólagetraun Skessuhoms snýst einfaldlega um að
lesendur svari spumingunni; “Hvor er rakari?”
Nákvæmlega rétt svar sendist Skessuhomi,
merkt, “Rakari” Borgarbraut 49, 310 Borgamesi
fyrir 8. janúar 2001. Heppinn þátttakandi fær
að laumun fría klippingu og höfuðbað hjá
réttu svari.
Gangi ykkur vel!