Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 42
42
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
l>&£»uHuiu;
Maður nokkur var vinur jólasveinsins og dag nokkurn
fékk hann tölvupóst frá jólasveininum og bréfið hljóðaði
svona:
Kæri vinur. Eg er kominn með hálsbólgu og hita og ég
er svo slappur að ég get ekki gefið börnunum í skóinn
seinustu nóttina. Vilt þú gera það fyrir mig?
Maðurinn, Olgeir að nafni, sendi tölvupóst til sveinka
og svaraði með jái. Þegar nóttin rann upp, fór Olgeir til
sveinka, fékk skrítna klukku og hreindýr sem voru
spennt fyrir vagn. Vagninn var fullur af pökkum. Síð-
an lagði Olgeir af stað. Nú vissi hann að jólasveinninn
notaði klukku sem gat stoppað tímann því auðvitað gat
jólasveinninn ekki gefið öllum börnum í heiminum í
skóinn á einni nóttu. Það var listi í sleðanum yfir hvað
börnin langaði mest í og þið getið ímyndað ykkur hvað
hann var langur. Olgeir hafði keypt sé nýjan jólasveina-
búning til að líta ekki út eins og drusla. Þegar hann
kom að fyrsta húsinu sem var á listanum þá klöngraðist
hann upp á þakið og ætlaði að fara niður um strompinn,
en strompurinn var lokaður, það var búið að steypa upp
í hann. Þegar Olgeir var á leið niður, festi hann peysuna
í nagla og dúndraðist niður og lenti beint ofan í skurð-
inum sem nýbúið var að grafa því vatnsleiðslan fraus í
öllu þessu frosti sem var búið að vera undanfarna daga.
Nýi búningurinn hans var orðinn eins og ég veit ekki
hvað og hvíta skeggið var orðið brúnt. Hann fór inn í
húsið fram í forstofu og svo inn í eldhús. Þar sá hann
viftu yfir eldavélinni, nú skildi hann af hverju var búið að
steypa upp í strompinn. Þegar hann var búinn að velta
þessu fyrir sér, þá fór hann inn á bað og fór í sturtu.
Þegar hann var búinn að því þá vafði hann utan um sig
handklæði og fór út í vagn og sá sér til mikillar lukku að
þar var annar jólasveinabúningur. Hann fór inn, skilaði
handklæðinu og fór í búninginn. Þegar hann var kominn
út á sleða og ætlaði að fara, mundi hann allt í einu að
hann átti eftir að gefa börnunum í skóinn. Hann leit á
listann og síðan á klukkun, greip tvo pakka og hljóp inn,
setti pakkana í skóna og hljóp aftur út og upp í sleðann.
Þá mundi hann að hann hafði klukkuna sem gat stöðvað
tímann. Hann ýtti á hnappinn og lagði síðan af stað.
Nú var hann Olgeir búinn að gefa næstum öllum
börnum í heimi í skóinn. Hann átti bara eftir 421 hús,
hann var orðinn örmagna og lagði sig. Hann hrökk upp
þegar hreindýrið Rúdólf með rauða nefið var að sleikja á
honum vangann. Þá mundi hann eftir því að hann átti
eftir að gefa fullt af börnum í skóinn. Hann stökk á fæt-
ur og leit á klukkuna en hún var ennþá það sama og þeg-
ar hann sofnaði. Þá ætlaði hann bara að gera þetta í ró-
legheitunum og rölti að vagninum , sagði hott hott og
hreindýrin lögðu af stað. Þegar hann flaug hjá Hall-
grímskirkju sá hann að klukkan var orðin sex um morg-
un og börnin færu bráðum að vakna. Hann leit á klukk-
hann börn sofa vært og hann var svo frá sér numinn að
hann tók þrjú skref aftur á bak og datt um leikfang sem
var á gólfinu og börnin hrukku upp. Hann stóð upp og
sagði vandræðalega: he he jæja krakkar komið þið sæl.
Vitið þið hver ég er? Strákarnir svöruðu báðir í kór,
hálf ringlaðir og þreyttir: Já, þetta er jólasveinninn !!!
Alveg rétt hjá ykkur, duglegir drengir, he. Jæja viljið þið
ekki fara aftur að sofa krakkar mínir? NEI!!! sögðu þeir
báðir í kór. En hvað ef ég les fyrir ykkur sögu? JA, JA,
lesa, lesa sögðu þeir. A endanum las Olgeir bókina Þrír
litlir grísir fyrir þá og þeir sofnuðu um leið. Olgeir
flýtti sér að setja pakka í skóna þeirra og fór síðan út.
Þegar hann var búinn að loka útidyrunum, stökk hann
upp í sleðann. I næsta húsi voru krakkarnir búnir að
búa til bílabraut úr drullu og bílarnir voru á víð og dreif
gereyðilögð. Hann hugsaði með sér að nú gæti hann ekki
gefið öllum börnunum í skóinn. En þegar hann stóð upp
og ætlaði að fara og gá hvort það væri annar jólasveina-
búningur í sleðanum tók hann eftir því að búningurinn
hans var tandurhreinn. Hann skildi ekkert í þessu og
skvetti á búninginn drullu en allt kom fyrir ekki, búning-
urinn varð ekki skítugur. Nú skildi hann einnig hvernig
alvöru jólasveinninn fór að því að gefa öllum börnum í
skóinn án þess að vera alltaf að skipta um búning. Þegar
hann var búinn að gefa öllum börnum í skóinn á met-
tíma þá fór hann til jólasveinsins og sagði honum alla
söguna og jólasveinninn hló og hló og þeir hlógu báðir
allt kvöldið.
Snædís
Höfimdur sögunnar er nemandi 7. bekk í Lýsuhólsskóla
Klukkan -jálasam
una sem jólasveinninn hafði lánað honum og sá að hún
var orðin batteríslaus. Hann hvatti hreindýrin áfram.
Loksins þegar hann var kominn til Staðarsveitar þá
stoppaði hann hjá einu húsinu og læddist inn. Þar sá
um brautina. Olgeir var í miklu stresskasti og tók ekki
eftir brautinni með öllum bílunum. Hann ætlaði bara
að flýta sér inn en steig á einn af mörgum bílum og flaug
á hausínn beint ofan í alla drulluna og bílabrautin var
Jól á Kerlingarskarði
Sennilega eru jólin 2000 síðustu
jól sem fólk þarf að ferðast um
Kerlingarskarð vegna þess að á
komandi hausti verður tekin í
notkun nýr vegur. Nýi vegurinn
liggur urn Dufgusdal og er talsvert
vestar og til muna lægri. Um Kerl-
ingarskarð hefur verið alfaraleið
um aldir og geymir fjallið fjölmarg-
ar sögur af hörmungum og slysum.
Þar hefur því verið haldi fram að
reimleikar séu töluverðir. Víst er að
margir vegfarendur um Skarðið
hafa talið sig verða vara við verur
sem ekki eru af þessum heimi og
eru jafnvel til sögur af draugum
sem tekið hafa sér far með bifreið-
um á bílöld. Eitt er víst að það
hentar ekki öllum að vera einir á
þessari leið í náttmyrkri og byl og
ónot fer um marga sem dvelja þurfa
í bílum sínum á fjallinu urn nætur-
sakir vegan ófærðar. Hér verður
hvorki reynt að vekja upp drauga-
trú né kveða hana niður heldur að-
eins rifja upp harmleik sem átti sér
stað á fjallinu á jólum snemma á 20.
öld.
Ungur piltur af Skógarströnd
kom í verslun í Stykkishólmi til að
versla sér einhvern jólaglaðning
fyrir sig og móðir sína, í Olafsvík,
sem hann hugðist dvelja hjá yfir
hátíðina. Þegar drengurinn lagði af
stað úr Stykkishólmi um miðjan
dag á Þorláksmessu var stilluveður
og logndrífa. Snjó-
komuna þyngdi
þegar á daginn leið
og um kvöldið er
talið að hann hafi
villst upp á Ker-
ingarskarð þar sem
hann átti eftir að
verja sínum síðustu
jólurn. Það þykir
nokkuð ljóst að all-
an aðfangadaginn
var veslings piltur-
inn að rangla um
fjöllin. Alla jóla-
nóttina og jóladag
allan. Það er jafn-
vel líklegt að hann
hafi getað verið á
lífi á öðrum degi
jóla. En á þriðja
degi jóla brast á
með miklu norðan
ofsaveðri og hörku
frosti sem stóð
frarn yfir áramót.
Þegar veðrið gekk
niður var hafin leit
að drengnum. Fjöldi manna leit-
aði hans um öll fjöll og voru menn
orðnir vonlitlir um að finna hann.
Leitarmenn söfnuðust saman
skammt frá sæluhúsgarmi sem
hróflað hafði verið upp eftir
hörmulegt slys á fjallinu nokkrum
árum fyrr. Þar skammt sunnan
liggur gatan fram hjá stórurn steini.
Þangað ranglaði einn leitarmanna,
þegar menn eru nánast búnir að
sættast á að hætta leit. Sunnan við
steininn sat drengurinn helfrosinn.
Þegar farið var að kanna svæðið
betur sáu menn víða spor og gátu
séð að drengurinn hafði gengið í
hringi og smátt og smátt nálgast
steinin. Seinna átti eftir að koma í
ljós að hann hafði víða farið um
fjöllin. I göngum haustið eftir
fannst göngustafur hans vestur á
Baulárvöllum og byssa sem hann
hafði meðferðis fannst hátt upp á
Keringarfjalli. Það að hann hafi
valið sér sæti sunnan steinsins töldu
menn til marks um það að hann
hafi verið á lífi alla hátiðina en leit-
að skjóls þegar norðan-hvassviðrið
skall á.
IH
(heimild: Sögur og sagnir af Snæfells-
nesi. ÓC 1962)