Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
jtttaauno...
Mynd af uppvaski eftir Guðmund Rúnar en Ijóðfylgja mynd-
um hans og greinilega er hægt að hugsa margt við uppvaskið.
Ljóðið er einnig efiir Guðmund Riínar.
Skrif í laumi
Þegar penninn er opinn er öryggið farið.
Ekki er lengur hægt að leynast
í dimmum og djúpum stvalningnum,
enginn er lengur óhultur
því hugsanir skrifast niður á blað.
Læðast upp úr sínu eigin
undirdjúpi og bera með sér
ást - hatur
þunglyndi - gleði
og allt annað sem hugurinn girnist,
þar á meðal einsemd.
..í örvæntingu minni leit ég upp til himinsins
sem, fagurblár, leitaði aðfjöllum er ekki
söfnuðu skýjum
Margt brallað
Unga fólkið í Grundarfirði situr
ekki auðum höndum þessa dagana.
A kaffihúsi unga fólksins sem opnað
var 1. desember s.l. stendur nú yfir
ljósmynda- og teiknimyndasýning.
Það eru þau Dögg Mósesdóttir og
Guðmundur Rúnar Guðmundsson
sem sýna auk þess sem sýndar eru
teikningar eftir Sigurð Tómas
Helgason. Það er alveg greinilegt af
þessu framtaki sýnenda að það er
alveg rými fyrir miðstöð sem þessa.
Miðstöð þar sem ungt fólk getur
miðlað áhugamálum sínum og hin-
um fjölbreyttustu viðfangsefnum.
Með ljósmyndum Guðmundar eru
ljóð eftir hann og læt ég eitt þeirra
fljóta hér með.
En hvað segir Dögg Mósesdótt-
ir? Hvernig hefur gengið? “Við á-
kváðum að leyfa hlutunum að þró-
ast svolítið íyrstu viku kaffihússins.
Höfðum enga sérstaka dagskrá og
kaffihúsið var opið alla daga frá 20
til 24. Við sáum hins vegar strax að
nauðsynlegt var að breyta opnunar-
tímanum því að allt í einu var of
mikið að gera fyrir unga fólkið í
Grundarfirði svo að vart var friður
til að fá að vera heima hjá sér. Fyr'r
utan kaffihúsið eru nefnilega þrjú
kvöld í viku þar sem grunnskólin
eða önnur félög eru með skemmt-
anir fýrir krakkana í 9. og 10. bekk.
Aðal aðsóknarhópur kaffihússins er
nefnilega grunnskólafólk í 9. og 10.
bekk þrátt fýrir að eldri krakkarnir
séu farnir að nýta sér aðstöðuna
mun meira. Við breytum opnunar-
tímunum þannig að núna er kaffi-
húsið opið 4 daga vikunnar þ.e.a.s.
þriðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga. Virka daga frá
19.30-23.00 en um helgar frá
16.00-23.00.
Skipulagi komið á
Núna er alltaf eitthvað við að
vera á kaffihúsinu og við höfum
gert það að stefnu kaffihússins að
líta aðeins í kringum okkur og not-
færa okkur það hæfileikaríka fólk
sem hér býr til og leyfa því að láta
ljós sitt skína. I síðustu viku var t.d.
Aðalsteinn Jósepsson (22) með afar
áhugaverðan fyrirlestur um
rokktónlistarstefnuna þar sem hann
fór í gegnum sögu rokksins og fjall-
aði um helstu hljómsveitir. Við höf-
Blængur hnhbóndi á Gunnlaugsgótu. 6 í Borgarnesi ásamt syni sínum og iðnaðar-
manni sem vann við múrhúðun á garðvegg 19. desember.
Mynd:MM
Múrað á aðventu
Veðrátta það sem af er vetri
hefur verið mild og að flestu leyti
góð hér á Vesturlandi. Síðastliðið
þriðjudagskvöld fréttist af mönn-
un í Borgarnesi sem unnu við
múrstörf utandyra. Slíkt hlýtur að
heyra til algjörra undantekninga í
vikunni fyrir jól. En hví ekki? Það
var 5 stiga hiti og spáð hlýju næstu
daga. MM
L
Fjöíritunar- og
útgáfuþjónustan
Óskum þér og þínum
gleðilegrar jólahátíðar
og farsældar á nýju ári.
Þökkum frábærar viðtökur
á fyrsta heila starfsárinu!
Borgarbraut SS - Borgamesi
Sími: 437 2360 Fax: 437 2361
NETFANG: olgeirhelgi @ islandia.is
um einnig haft þá stefnu að leyfa
krökkunum að ráða dagskránni svo-
lítið sjálf en dagskrá þessarar viku er
einmitt tekin af óskalista þeirra.
Það verður sýning á árshátíð
grunnskólan á stóra skjánum í
kvöld, þriðjudag, en á fimmtudag-
inn verður karaókí kvöld. Það verð-
ur lokað hjá okkur á Þorláksmessu
og jóladag. Dagskrá kaffihúsins er
kynnt í hverri viku á Vestur-
landsvefnum.
Verðmæt tilraun
Kaffihúsið lokar að öllum lík-
indum í lok desembermánaðar þar
sem að rekstur þess hefur ekki
staðið undir sér fyrir eigendur
Hótel Framness. Það er þó ekki
þar með sagt að kaffihúsið verði
aldrei aftur starfrækt. Þetta þýðir
aðeins að enduskoða þarf rekstur
og starfsemi þess með tilliti til
þeirrar reynslu sem við höfum nú
þegar fengið af kaffihúsinu. Kaffi-
húsið er jú frábær hugmynd og
hefur haft góð áhrif á bæjarlífið
hér í Grundarfirði”. Það virðist
sem fólk sé almennt sammála um
að þessi tilraun sé þess virði að
haldið verði áfram.
IH
Engin gangbrautavarsla hefiir verið við Grundaskóla það sem af erþessum vetri.
Engin gangbrautavarsla
Undanfarin ár hafa nemendur í
tíunda bekk í Grundaskóla tekið að
sér að fylgja sér yngri nemendum
yfir gangbrautirnar sem liggja að
skólanum í svartasta skammdeginu.
Það sem af er þessu skólaári hef-
ur hins vegar engin gangbrauta-
varsla verið. Sigríður Olafsdóttir er
foreldrafulltrúi fyrir tíunda bekk
skólans auk þess sem hún er for-
eldri barns í öðrum bekk. Hún seg-
ir að foreldrar barna í skólanum
séu mjög ósáttir við að hún skuli
ekki vera til staðar. “Undanfarin ár
hefur verið gangbrautarvarsla við
þrjár gangbrautir sem liggja að
skólanum. Eftir að hún lagðist af
sér maður að krakkarnir nota
gangbrautirnar ekki jafn mikið.
Varslan hægði líka á allri umferð
því það var eins og ökumenn yrðu
meðvitaðri um að þarna séu börn á
ferð þegar þeir sjá að þarna er
gæsla.” Gangbrautarvarslan hefur
verið styrkt af Sjóvá-Almennum í
fjölda ára. I ár vildu þeir rninnka þá
upphæð sem nemendur fengu fyrir
gangbrautarvörsluna. Hún þótti
það lág að það borgaði sig ekki fyr-
ir nemendur í 10. bekk að taka
verkið að sér. “Við fórum og rædd-
um við öll tryggingafélögin og
spurðum hvort þau vildu styrkja
þetta sameiginlega en það var eng-
inn áhugi fyrir því. Mér finnst líka
að bærinn mætti taka það til athug-
unar hvað myndi kosta að fá mann-
eskju til að standa þarna í vörslu á
launum því það er mitt álit að það
sé mjög mikilvægt að þarna sé
gangbrautavarsla. Þarna er niða-
myrkur og börn allt niður í sex ára
aldur eru að ganga ein yfir tvær
mestu umferðargötur á Akranesi.
Það er vitað að bæði á Garðagrund
og Innnesvegi er rnikið um
hraðakstur og manni finnst eigin-
lega bara spurning um tíina hvenær
eitthvað kemur fyrir. Hugsanlega
var ekki nógu mikið rætt um gang-
brautarvörsluna meðan hún stóð
yfir og ekki vakin athygli á því
hversu gott starf var unnið þarna.
En maður finnur greinilega fyrir
því hversu mikið öryggi var í þessu
þegar þetta er ekki.”
SÓK