Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 úoCssimu^ Fer vel af stað “Skólastarfið hefur gengið fram- ar vonum og í raun minna um vandamál í upphafi en búast hefði mátt við,” segir Guðjón Sigurðs- son skólastjóri Grunnskólans í Tjarnarlundi í Saurbæ. Skólinn hóf starfsemi í haust sem kunnugt er en þar eru allir bekkir í Grunn- skólanámi. Þegar ljósmyndari Skessuhorns var á ferðinni í Tjarn- arlundi á dögunum voru nemend- ur komnir á kaf í jólaundirbúning- inn. Mynd: GE Harðir pakkar ---------1]— sem hljóma vel Doro Sensor 500 VERÐ KR. 5.980,- Frábær heimilissími með innbyggðum númerabirti • Geymir allt að 90 númer ásamt dagsetningu og tíma • Hringja má beint úr númerabirtingaminninu • Tengi fyrir heyrnartól • Handfrjáls notkun möguleg Doro Prisma VERÐ KR. 2.290,- Fallegur og einfaldur veggsími • Stillanleg hringing • Stillanlegur styrkur í hlustinni • Endurval á síðasta númeri sem valið var • Loka má fyrir hljóðnemann ■ V* Doro Phone Easy ; « VERÐ KR. 3.990,- Borð- og veggsími með stórum hnöppum • Innbyggð T-spóla sem truflar ekki heyrnartæki • Hækka og lækka má í hlustinni meðan talað er • Mismunandi hringitegundir og styrkur þeirra stillanlegur • Loka má fyrir hljóðnemann Spilliefnin norður Dalabyggð hefur gert samning við Sagaplast ehf á Akureyri um móttöku og flutning á spilliefrt- um. Þá hefur verið gengið Ifá samkomulagi við KM-þjónustuna ehf í Búðardal um að fyrirtækið sjái um móttökuna. Með samn- ingnum er jafhffamt fyrirtækjum og stofnunum gert kleift að af- henda spilliefni frá starfsemi sinni og fá móttöku staðfesta í samræmi yið starfsleyfi heilbrigðisyfirvalda. GE Jecm-Pmre Biard kndfrœðingur og kortagpdmmaður hjá Latidmælingitm Islmids. Nýtt göngu- kort yfir Homstrandir Landmælingar Islands hafa gef- ið út nýja og gjörbreytta útgáfu af göngukorti yfir Hornstrandir. Nýja útgáfan er að öllu leyti unn- in á stafrænu formi. Á kortinu eru nýjar hæðarupplýsingar, klettatákn og upplýsingar um gróður, sem fengnar eru frá gervi- tunglamyndum. Auk landfræði- legs gráðunets er á kortinu UTM reitakerfi til að auðvelda útreikn- inga hnita. Þá eru akvegir, slóðir og gönguleiðir endurskoðaðar, en gönguleiðirnar voru yfirfamar í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. A bakhlið kortsins er prentuð skrá yfir þau fjölmörgu örnefni sem á kortinu era og var sú vinna unnin í samráði við Or- nefhastofnun. Á kortinu er mjög auðvelt að gera sér grein fyrir hæðarmismun og landslagi auk gróinna og ógró- inna svæða. Kortagerðin var í höndum Jean-Pierre Biard land- fræðings og kortagerðarmanns hjá Lmdmælingum Islands. Kort- ið fæst flatt og brotið í vandaðri kápu og er til sölu á helstu korta- sölustöðum landsins. Nýja göngukortið yfir Hom- strandir er ónussandi fyrir göngu- fólk og alla þá sem áhuga hafa á Hornströndum. Cuvmlíi jjóstó á Hvamieyri er koniið á efnrkim. Nýtt fjós í undirbúningi Þessa dagana er unnið að hönn- un og teikningu á nýju fjósi fyrir Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. Nýja fjósið verður lausa- göngufjós með legubásum og mjaltabás. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist en búast má við það verði ein- hvemtíman á næsta ári. GE ________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.