Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
Rætt við Bjarneyju Guðbjörnsdóttur og William Flores
Engin veit sína ævina fyrr en öll
er og það er nokkuð víst að þegar
Bjarney Guðbjörnsdóttir fór sem
skiptinemi til eyjunnar Puerto Rico
í karabíska hafmu fyrir einum átta
árum síðan grunaði hana ekki að
hún ætti eftir að vera fastagestur í
landinu á komandi árum. Hún
dvaldist þar í eitt ár en fór aftur í
heimsókn árið 1995. Þá kynntist
hún William Flores, núverandi
unnusta sínum. Bjarney fór í há-
skóla í Puerto Rico þar sem hún
lagði stund á spænsku en fyrir
tveimur árum síðan fluttu þau til
Akraness sem er heimabær Bjam-
eyjar og þar ætla þau sér að vera.
Skessuhom hitti unga parið að máli
á dögunum og forvitnaðist um jóla-
hald í heimalandi Williams.
Bjarney hefur verið þrjú jól úti í
Puerto Rico og þar af tvö með
William. Hún segir að margt sé líkt
með jólahaldi hér og þar því þar eru
jólin að mörgu leyti haldin að hætti
Bandaríkjamanna. „Mér finnst eig-
inlega mikið skemmtilegra að vera
hér á Islandi um jólin. Hér er öll
fjölskyldan saman og allt er svo há-
tíðlegt“ segir Bjarney. „Hann er yfir
sig hrifmn af jólunum hér og ég var
einmitt að segja við hann í morgun
að eitt það fallegasta sem hann hef-
ur sagt við mig var eftir fyrstu jólin
hans hér árið 1996. Þegar við vor-
um komin upp eftir allt átið og
gjafafárið leit hann á mig og sagði:
„Eg hef aldrei verið svona ham-
ingjusamur!" Uti er meira um
skemmtanahald um jólin þótt ég
hafi aldrei lent í því. Allir voru bún-
ir að lýsa því fyrir mér hversu frá-
bær jólin væru en ég kynntist því
aldrei. Fjölskyldan fór að kaupa
steikta kjúklinga í matinn á að-
fangadag og á jóladag fóru allir til
ömmunnar í gallabuxum! Þegar við
William héldum jólin saman
klæddum við okkur upp á á að-
fangadag og höfðum þetta svona ís-
lenskt. Borðuðum ágætis mat og
fórum heim til mömmu hans á jóla-
dag þar sem ég reyndi að vera fín
þótt hinir væru það kannski ekki.“
Hrifinn af flugeldunum
William er fljótur að svara þegar
hann er spurður hvað sé ólíkast
með jólahaldi þar og hér. „Flugeld-
ar“ segir hann með stjörnur í aug-
um en Bjamey bendir honum á að
þeir tengist jólunum ekki beint en
flugeldar eru ólöglegir í Puerto
Rico. Því er ekki undarlegt að
William sé nær orðlaus yfir flug-
eldagleði Islendinga en hann nefnir
einnig að sér finnist furðulegt að
sumir skjóti upp fyrir tugi þúsunda.
„Munurinn á jólunum hér og í
Puerto Rico er mikill” segir Willi-
am og heldur áfram “hér fagnar
fólk jólunum á mjög sérstakan hátt
sem erfitt er að lýsa. A jólunum
heima finnst fólki gaman að fara út
á nóttunni. Þau fara út um miðnætti
og syngja og vekja annað fólk með
þessum jólasöngvum.“ Þetta kalla
innfæddir „parranda" og hefð er
fyrir því að fara á röltið einni viku
fyrir jól og einni viku eftir jól. „Þau
syngja þessi lög og fara hús úr húsi
til að drekka áfengi og borða sig
sadda af allskyns kræsingum sem
gestgjafarnir bjóða upp á. Það bæt-
ist alltaf í hópinn eftir því sem
lengra er haldið en oft fömm við í
átta til tíu hús á einu kvöldi. Það
segir sig kannski sjálft að í síðustu
húsunum em allir hættir að geta
sungið nokkurn skapaðan hlut.“
William segir að sterk hefð sé fyrir
þessu fyrirbæri og eigendur hús-
anna era tilbúnir með mat á borð-
um handa her manns. „Stundum
kemur einhver að syngja og þá er
matur á borðum handa öllum. En
stundum kemur enginn þótt matur-
inn sé tilbúinn en þá er bara haldin
veisla daginn eftir.“ William segir
að valið á húsunum sé tilviljana-
kennt en yfirleitt sé um vini og
vandamenn að ræða.
Sjóða banana
eins og slátur
Það gefur auga leið að ekkert er
hangikjötið og laufabrauðið í
Puerto Rico. Bjamey og William
segja að helsti jólamatur lands-
manna þar sé svín sem að öllu jöfnu
er grillað í heilu lagi á teini. „Svo er
líka borðað svokallað „pasteles“
sem er nokkurs konar grænt ban-
anamauk sem er sett utan um kjöt,
kartöflur og sérstaka sósu sem að-
eins er búin til í Puerto Rico. Þessu
er öllu pakkað inn í bananalauf og
bandi vafið þétt utan um allt saman.
Svo er þetta soðið í potti.“ „Eins og
slátur“ bætir Bjarney við. „Þetta er
borðað með tómatsósu eða bara eitt
og sér. Svo erum við með annað
svipað sem heitir „yuca“” segir
William og bætir því við til skýring-
ar að það sé rótartegund sem er
meðhöndluð á svipaðan hátt og
grænu bananarnir áður en kjötið og
kartöflurnar em settar inn í. „Það
góða við hana er að það er bæði
hægt að sjóða hana í vatni og setja
hana í ofn. Hún er frekar stór og
því er hún skorin í bita“ segir hann
og fær greinilega vatn í munninn
við tilhugsunina. Bjarney grettir sig
hins vegar og er greinilega ekki
mjög hrifin af „jólasteikinni". „Mér
finnst þetta alveg hrikalega vont en
þau eru öll voða hrifin. Svo er líka
borðað mikið af svínalifrarsúpu,
sem ég hef reyndar aldrei prófað né
séð og þau drekka yfirleitt heima-
bmgg sem er kallað „pitorro“. Ann-
ar sérstakur „jóladrykkur" er „-
coquito" sem er búinn til úr rommi,
kókos, sírópi og kanil. Það er eigin-
lega sambærilegt við eggjapúnsið
hjá Bandaríkjamönnum og
jólaglöggið hjá Dönum og Islend-
ingum. Svo má ekki gleyma að með
öllum mat eru hrísgrjón, sem em
elduð á mismunandi hátt og alls-
konar baunir. Um jólin era aðallega
„gandules“ baunir á borðum og svo
er eftirrétturinn svolítið í ætt við ís-
lenska hrísgrjónagrautinn með
möndlunni. Það kallast „arroz con
dulce“ eða sæt hrísgrjón en það er
samt engin mandla eða möndlugjöf.
Grjónin em soðin og í þau blandað
ferskri kókoshnetu úr garðinum,
súkkulaði, kanil og rúsínum, ásamt
öðru. Þetta er svo haft í ofhskúffu
og fólk fær á kökudisk. Eg fékk
alltaf auka með mér heim af því mér
finnst þetta svo æðislega gott.“ Eft-
ir yfirlýsingar Bjarneyjar um
jólamatinn í Puerto Rico leikur
blaðamanni forvitni á að vita hvern-
ig William líkar íslenski maturinn.
„Mér finnst hann rosalega góður og
lambakjötið finnst mér sérstaklega
gott. Eg gleymi því aldrei þegar ég
smakkaði fyrst lambakjöt hér. Það
var með berjum“ segir hann og
sleikir út um. Bjarney hlær „Það var
eitthvert fimmberjalamb sem er
ekki framleitt lengur þannig að
hann fékk það bara í þetta eina
skipti, á þrettándanum.“
Gefa kamel-
dýrunum gras
Sinn er siður í landi hverju og í
Puerto Rico em tveir „pakkadagar".
„Sumir halda 25. desember hátíð-
legan en sá dagur er kallaður jóla-
sveinadagurinn og þá fá þeir pakka
sem trúa á jólasveininn" segir
Bjarney. „Svo er vitringadagurinn
þann 6. janúar og flestir fá pakka
báða dagana. Þegar ég var
skiptinemi fékk ég pakka báða dag-
ana og gjafirnar 6. janúar voru
stærri og meira lagt í þær heldur en
gjafirnar sem ég fékk á jóladag.“
Jólasveinninn er vel liðinn í Puerto
Rico eins og annars staðar en Willi-
am segir að vitringarnir slái honum
þó við í vinsældum. „A vitringadag-
inn fara allir krakkamir og tína gras
handa kameldýrum vitringanna
þriggja og setja það undir rúmin sín
eða undir jólatréð í stofunni. Um
morguninn hafa dýrin komið í hús-
in og borðað allt grasið en skilja eft-
ir pakka í staðinn. Eg hætti reyndar
að trúa þessu þegar ég uppgötvaði í
kringum átta ára aldurinn að rasla-
tunnan var full af grasi sem ég hafði
tínt“ segir Wlliam og hlær.
Hrifinn af snjónum
Að matnum og örfáum siðum
frátöldum er jólahald í Puerto Rico
nokkuð svipað því íslenska. Fólk
skrifar jólakort, hefur skreytt greni-
tré í stofunni og langflestir skreyta
hús sín og garða með ljósum. ,Jóla-
tréð er skreytt eftir þakkargjörðina
sem er í nóvember. Þeir era nefni-
lega mjög sniðugir þarna úti því
þeir hafa alla frídaga Bandaríkjanna
og sína eigin líka þótt þeir séu ekki
endilega að minnast þess sama og
Bandaríkjamenn“ segir Bjarney og
hlær. „En eftir kalkúnadaginn svo-
kallaða er sem sagt allt skreytt hátt
og lágt og það er ekki tekið niður
fyrr en eftir vitringadaginn í byrjun
janúar þannig að skrautið fær að
njóta sín lengi. Ég hafði aldrei séð
svona mikið af jólaljósum áður en
við Islendingar eram á góðri leið
með að ná þeim og Bandaríkja-
mönnum í ljósadýrð og glysgirni.“
I upptalningunni hér áðan
gleymdist reyndar veðurfarið sem
er að vonum gjörólíkt. Wlliam er
fæddur í New York þar sem hann sá
snjó sem barn. Hann segist hafa
orðið yfir sig hrifinn þegar honum
gafst tækifæri til að rifja upp kynni
sín við mjöllina. „Þegar ég sá snjó-
inn í fyrsta skipti aftur eftir tuttugu
ár varð ég eins og smástrákur á ný.
Eg hætti að vinna og fór að leika
mér í snjónum. Ég á meira að segja
myndir af því einhvers staðar.
Þennan dag sá ég snjóinn í fyrsta
skipti í áratugi og það var einmitt
svona jólasnjór sem féll hægt til
jarðar.“ Hrifningin á snjónum hefur
dvínað töluvert í gegnum árin. „-
Þetta var gaman í fyrsta skipti en
svo á maður til að verða þreyttur á
snjó. Reyndar er jólasnjórinn alltaf
fallegur og gaman að fá hann.“
Fellibylur á
afmælisdaginn
I Puerto Rico er yfirleitt steikj-
andi hiti á aðfangadag og því lítið
um hvít jól þar. „Fólk fer oftast á
ströndina til að kæla sig niður þótt
sjórinn sé um 25-27°C á sumrin og
aðeins kaldari frá nóvember fram í
apríl! Þ.e.a.s. Karíbahafs megin, að
norðanverðu. Þar sem Atlantshafið
liggur að er sjórinn mikið kaldari
og miklu meiri öldugangur og þar
era allir ferðamennirnir. Við bjugg-
um á sunnanverðri eyjunni. Mér
fannst skrýtið að það er eiginlega
enginn munur á flóði og fjöru í
Puerto Rico vegna þess að eyjan er
svo nálægt miðbaug." Þar rignir oft
og á sumrin herja fellibylir á landið.
Bjarney fékk að kynnast því svo um
munaði á afmælisdaginn sinn í sept-
ember 1998. „Sem betur fer kom
hann að nóttu til og fólk var ekki úti
á bersvæði. Við heyrðum samt í
litlu vasaútvarpi um nóttina að í
einum bæ á norðanverðri eyjunni
voru um 300 manns sem sátu uppi á
þökunum á húsunum sínum því það
var svo mikið flóð. Þá var vindurinn
búinn að færast vestar og eiginlega
bara rigningin eftir. Það voru hvirf-
ilbylir inni í auganu á fellibylnum
og við voram inni í auganu í um
tvær klukkustundir. Þessir hvirfil-
bylir gerðu í raun mestan usla. Við
sluppum sem betur fer heil á húfi
þótt aðeins hafi vantað á húsið okk-
ar þegar við komum út daginn efrir.
Það var ömurlegt að sjá skemmd-
irnar. Allt í leðju, brotin tré og raf-
magnslínur sem lokuðu vegunum,
malbik farið af vegum á löngum
köflum, ég gæti haldið endalaust á-
fram. Eg hef aldrei verið svona
hrædd. Húsið hjá mömmu hans fór
í tvennt þegar stórt tré brotnaði og
datt á það. Húsið var búið að standa
í tæplega 70 ár og búið að standa af
sér allmarga fellibyli, þökk sé trénu
sem sá svo fyrir endalokum hússins.
Það ótrúlegasta er að þegar birti þá
var bara hið fínasta veður, smá rign-
ingardropar, loftið hreint og það
bærðist ekki hár á höfði. Eftir á var
rafmagnslaust í sex vikur og vatns-
laust í átta. Maður þurfti að safna
rigningarvatni til að baða sig og
þess háttar. Sem betur fer rignir á
hverjum degi þama, og fólkið á
neðri hæðinni var með gaseldavél
þannig að við gámm alltaf fengið
heit hrísgrjón og dósamat. Við vor-
um búin að kaupa nóg af drykkjar-
vatni en svo þurfti bara að lifa á
Chef Boyardee í dós og láta sig
dreyma um eitthvað kalt að drekka
í öllum hitanum. Skólanum var lok-
að í nokkrar vikur og bókasafnið
skemmdist mjög mikið. Mikilvægar
bækur og einstök ritsöfh sem þar
voru geymd skemmdust mörg.
Þessi fellibylur fór um alla eyjuna
og þetta var allra verst á hálendinu
þar sem öll uppskeran eyðilagðist.
Það jákvæða er þó að gróðurinn
þama er fljótur að jafna sig. Ef þetta
hefði gerst hér væri enn allt í rúst.“
Líkir íslendingum
Bjarney segir að þrátt fyrir að
löndin tvö séu ólík sé margt líkt með
þjóðarsálinni í fólki þar og hér á Is-
landi. „Þetta era hvort tveggja eyjur
og það er áberandi hvað fólk er stolt
af litlu eyjunni sinni þama úti alveg
eins og er hér. Ég hélt að það væri
allt öðravísi því maður hafði séð
West Side Story, sem reyndar gerist
í New York, þar sem fólk veigraði
sér við að viðurkenna að það væri frá
Puerto Rico. Landið er á stærð við
Vatnajökul en þar búa um 4 milljón-
ir manna og það era rúmlega 2 bílar
á hverja fjölskyldu. Það gefur því
auga leið að maður er oft mjög lengi
á milli staða. Eg var til dæmis 10
mínútur á leiðinni í skólann á
morgnana en allt upp í eina klukku-
smnd að komast heim sömu leið. A
daginn horfir maður á fjöllin og dal-
ina og hugsar með sér: Hvar býr eig-
inlega allt þetta fólk? Svo á kvöldin
sér maður ljós alls staðar. Uppi á
fjöllum og lengst ofan í dölum, fólk
býr alls staðar. Það er gott að vera á
báðum þessum stöðum en við eram
nýbúin að kaupa okkur hús á Akra-
nesi og hér ædum við að búa í fram-
tíðinni.“ Skessuhorn óskar þeim
Bjameyju og William gleðilegra jóla
og farsældar á komandi áram.