Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 15
gSESSmiölíiKi
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
15
Birva Pétursdóttir frá Amtsbókasafuinu les jýrir böniin
Jólastund í Ráðhúsinu í Stykkishólmi
Laugardaginn 16. desember sl.
kl. 11:00 var haldin jólastund fyrir
börn í Ráðhúsinu í Stykkishólmi.
Jólastundin var á vegum Stykkis-
hólmsbæjar, Amtsbókasafnsins og
Norska hússins og sóttu hana um
70 manns. Starfsfólk Ráðhússins
tók á móti gestum og bauð fólk vel-
komið. Jóhanna Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Eflingar Stykkis-
hólms stýrði jólasöng. Sigurlína
Sigurbjörnsdóttir og Birna Péturs-
dóttir frá Amtsbókasafninu lásu
sögur fyrir börnin og kynntu jóla-
bækurnar í ár. Að þessu loknu hófu
börnin upp raust sína á ný í von um
að góðir sveinar myndu heyra í
þeim. Þeim varð að ósk sinni því
þrír hressir jólasveinar heilsuðu
upp á þau, dönsuðu og sungu með
þeim og færðu þeim síðan góðgæti
úr pokanum sínum. Þetta er þriðja
árið í röð sem Stykkishólinsbær
hefur haldið svona jólastund og
hefur þessi viðburður fallið í góðan
jarðveg hjá íbúum Stykkishólms.
Annar viðburður sem einnig er
orðinn árviss er Friðargangan sem
verður farin á Þorláksmessu kl.
18:00. Gengið verður frá Hólm-
garði að Ráðhúsinu og hvetur
Stykkishólmsbær fólk til að fjöl-
menna. IH
íþróttahúsið við Vesturgötu:
Endurbætur á næsta ári
Ástand Iþróttahússins við Vest-
urgötu á Akranesi er orðið
bágborið eins og oft hefur
komið ffam. Húsið var byggt á
árunum 1967 til 1970 og tekið
í notkun 1975. Á næsta ári eru
fyrirhugaðar endurbætur á þaki
hússins og gluggum á norður-
hlið hússins. í áætlunum um
gatnaframkvæmdir á Akranesi á
næsta ári er síðan gert ráð fyrir
að slitalag verði lagt á lóð við í-
þróttahúsið sem lengi hefur
verið beðið eftir.
I lok árs 1997 var lögð fram
þverhandarþykk skýrsla Almennu
Verkfræði og teiknistofunnar þar
sem kostnaðarmat við endurbæt-
ur á húsinu hljóðaði upp á ríflega
65 milljónir króna. Er þá miðað
við að húsið sé fullklárað og end-
urbætt frá kjallara og uppúr.
Framreiknað til dagsins í dag
hljóðar það dæmi upp á rúmlega
70 milljónir.
Viðhald kostar sitt
Hörður Jóhannesson, rekstrar-
stjóri Iþróttahússins við Vestur-
götu segir fjármagn til að sinna
nauðsynlegu viðhaldi á húsinu
hafi ekki fengist í áraraðir. “Sam-
kvæmt reiknilíkani þyrfti að verja
árlega að jafnaði 8-9 milljónum til
viðhalds á húsi af þessari stærð en
við höfum haft um tvær milljónir
á ári. Það ætti því ekki að koma
neinum á óvart þó að í óefni sé
komið. Eins og skýrsla AVT sýndi
er ástand hússins slæmt og margt
sem er aðkallandi að gera. Það er
eðlilegt að byrja á þakinu og
vinna sig niður,” sagði Hörður.
Fyrir um átta árum var sett nýtt
þak á stóran hluta hússins og gall-
ar hafa komið fram.
“Ekki var vitað betur á þeim
tíma en framkvæmdin við þakið
væri í lagi enda farið í einu og öllu
eftir útboðslýsingu. Við gerum
ráð fyrir að ein og hálf til tvær
milljónir fari í lagfæringar á því
en aðrir hlutar þaksins verða
teknir í gegn um leið.”
Hörður segir allt viðhald mjög
dýrt í dag og því hafi verið lítið
svigrúm með þá fjármuni sem
ætlaðir voru til að mæta þeim
kostnaði í rekstri hússins. “En það
má þó ekki gleyma að ýmislegt
hefur verið gert. Til að mynda var
fyrir nokkrum árum skipt um
gólfið í húsinu sem var orðið ó-
nýtt. Það var dýr framkvæmd sem
kostaði um 15 milljónir,” sagði
Hörður Jóhannesson, rekstra-
stjóri.
K.K.
Malbikun á Akranesi
Akranesbær:
Mildar gatnafiram-
kvæmdir á nýju ári
Á næsta ári verður unnið við
gatnagerð og og lagningu slit-
lags á fjölmargar götur á Akra-
nesi samkvæmt fjárhagsáætlun
bæjarins sem var til umfjöllun-
ar á síðasta fundi bæjarstjómar
Akraness.
Þrjár götur á Neðri -Skaganum
verða teknar fyrir en það eru Mel-
teigur, Háteigur og Sóleyjargata.
Ennfremur verður unnið við hina
nýju Ásabraut, og tengigötu í Jör-
undarholti. Vallholt og Stillholt
milli Vesturgötu og Ægisbrautar
færast í varanlegri búning og loks
verður lagt slitlag á hluta Ægis-
brautar. Slitlag verður lagt á lóð í-
þróttahússins við Vesturgötu, á
göngustíg við Innnesveg sem
jafnframt verðu lýstur. Á akbraut
af Höfðagrund inn á Innnesveg
verður lagt slitlag. Tækni- og um-
hverfissviði hefur verið falið að
bjóða út ofantaldar framkvæmdir.
Minnihlutinn styður áætlanir
I sérstakri bókun bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins á Akranesi
segir að þeir hafi ákveðið að
standa að fjárhagsáætlun Akranes-
kaupstaðar fyrir árið 2001, þar
sem að mörgum af stefnumálum
flokksins fyrir síðustu kosningar
sé hrundið í framkvæmd. Fagna
þeir sérstaklega þessum fram-
kvæmdum sem þeir segja einn
stærsta áfanga í varanlegri gama-
gerð sem ráðist hefi verið í á
Akranesi til margra ára.
KK
Háskólanám
og verkfall
Að gefnu tilefni vill menntamála-
ráðuneytið taka fram að þeir nem-'
endur sem ljúka áttu stúdentsprófi
nú um áramót og hyggjast sækja
um inngöngu í háskóla eiga rétt á
að fá staðfestingu um námsfram-
vindu sína hjá skólameisturum
framhaldsskólanna.
I 6. gr. laga nr. 136 um háskóla
frá 1997 segir að nemendur, sem
hefji nám í háskóla, skuli hafa lok-
ið stúdentsprófi, öðru sambæri-
legu námi eða búa yfir jafngildum
þroska og þekkingu að mati
stjórnar viðkomandi háskóla. Enn-
fremur skuli tryggt að inntökuskil-
yrði í háskóla og námskröfur svari
jafnan til þess sem krafist er í við-
urkenndum háskólum á sambæri-
legu sviði erlendis. Samkvæmt
framansögðu er það í höndum
stjórnenda háskóla að meta hvort
nemandi uppfylli framangreind
skilyrði um inngöngu þar með
hvort nemanda verði veitt inn-
ganga þrátt fyrir að hann hafi ekki
lokið stúdentsprófi, enda hafa þeir
heimild til þess samkvæmt fram-
angreindu lagaákvæði.
(Fréttatilkynning)
Jóhannes gefur
Höfða aðra stórgjöf
Akurnesingurinn gjafmildi, Jó-
hannes Gunnarsson bifvélavirki,
færði gjafasjóði Dvalarheimilisins
Höfða stórgjöf á dögunum í ann-
að sinn á stuttum tíma. I ágúst
síðastliðnum gaf hann hálfa
milljón króna og nú gefur hann
eina milljón króna til kaupa á
nauðsynlegum búnaði sem koma
skal hinum öldruðu íbúum heim-
ilisins til góða. Asmundur Olafs-
son, framkvæmdastjóri Höfða,
segir að gjafir þessar séu mjög
kærkomnar og að þær verði not-
aðar til kaupa á ýmsum búnaði,
bæði fyrir hjúkrunardeildina sem
er í stöðugri uppbyggingu, sem
og fyrir aðrar deildir heimilisins.
Stjórn Höfða vill einnig senda
Jóhannesi bestu þakkir fyrir þessa
höfðinglegu gjöf og einnig þeim
fjölmörgu félögum og klúbbum
sem stutt hafa heimilið undanfar-
ið og sýnt þannig málefnum aldr-
aðra skilning og velvild.
I ár eru liðin 30 ár síðan Bæj-
arstjórn Akraness samþykkti að
hefja tæknilegan undirbúning að
byggingu dvalarheimilis fyrir
aldrað fólk að Sólmundarhöfða
en fyrsta skóflustungan var tekin
þann 17. júní tveimur árum síð-
ar.
SÓK