Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 37
^Kiðautíuk. FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 37 Nýbýlið Nes byggðu þau Guðráður og Vigdís úr landi Skáneyjar á fjórða áratugnum. Þar óhiþau upp i böm sín; Braga, Bjama og Helgu. Myndin er tekin jýrir miðja ölditia. stöðugu sambandi við gamla vini sína á æskuslóðum, meðal annarra Asgeir Bjarnason, og fleiri innan sem utan Vesturlands og fylgist því vel með. Hann hlustar á flesta fréttatíma í útvarpinu enda er hvergi hægt að koma að tómum kofanum þegar þjóðmálin ber á góma. Hann segir íslenskan landbúnað vera á fallandi fæti; “O, maður lif- andi, elskan mín. Ég byrjaði sem krakki í hjásetunni og sló með orfi og Ijá en það hefur ýmislegt breyst síðan. Að vísu ekki allt til batnaðar. Mér líst til dæmis ekkert á að fá nesi. Það var nú meiri endemis vit- leysan.” Fílar ekki Megas Guðráður segir að þjóðfélaginu hafi farið fram að mörgu leyti á þeim tæpu 100 árum sem hann hef- ur lifað. “Að mörgu leyti hefur því þó farið aftur. Þar er verst með ó- regluna á fólki. Unga fólkið passar sig ekki á eiturlyfjunum og alls kyns óþverra sem er í gangi. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér er tón- listin. Þetta er nú ljóta helvítis garg- ið. Það eru allir farnir að syngja eins það betra á minnið,” segir Guðráð- ur og býður meira kaffi. Þrátt fyrir nær enga sjón hellir Guðráður sjálf- ur kaffinu í bollann sinn. “Eg helli alltaf upp að mynsturröndinni inn- an í bollanum, sé svona móta fyrir því þegar hvítt verður svart. Svo hef ég vanið mig á að setja aldrei meira en bollan hálfan af sykri”. Aðspurður um hvað sé eftir- minnilegast á langri æfi svarar Guð- ráður: “Ætli það sé ekki að vera uppi á Arnarvatnsheiði í göngum þegar maður var ungur og hress. Eg var meðal annars skilamaður í Mið- firðinum í mörg ár og líkaði það Hjónin Vigdís og Guðráður giftu sig á afmælisdeginum ham fyrir 70 árum síðan og áttu þvíjámbrwðkaupsafmœli 6. nóvember í vetur. Mynd: Nærmynd þessar norsku beljur hingað. Þó hann Guðni minn Agústsson sé skírleikspiltur á ýmsurn sviðum þá líst mér illa á þennan innflutning hans á norku beljunum. Ef fram fer sem horfir er landbúnaðurinn á fallanda fæti en ég vona að menn nái áttum bæði í sauðfjárræktinni og mjólkurframleiðslunni. Það ætlaði mig t.d. lifandi að drepa þegar þeir byrjuðu að keyra mjólk- ina suður til Reykjavíkur í vinnslu og lögðu niður samlagið í Borgar- og Megas og svo er búið að veita honum íslenskuverðlaun fýrir þessi ósköp! Það er ljóta kerfið. Eg gerði Bjartmari á Norðurreykjum orð þegar hann var farinn að syngja eins og Megas og bað hann í Guðs bæn- um að hætta því og snúa af villum síns vegar. Eg skil nú ekkert í þessari tölvu- biltingu sem ríður röftum, enda kom hún til eftir að ég varð blindur. Annars hef ég tamið mér að gleyma heldur því verra og leggja frekar afar vel að fara þarna norðureftir, hitta húnvetninga og ragast í fé. A- nægjustundir á Heiðinni eru því sennilega það eftirminnilegasta á minni löngu ævi. Eg er líka þakklát- ur fýrir það góða mannlíf sem hef- ur verið hér í Reykholtsdalnum á öldinni. Hér hafa lifað og dáið margir mætir menn, hver fram af öðrum og nú er kornin ný kynslóð af góðu fólki, sem getur ýmislegt,” segir Guðráður í Nesi að lokum. GE/MM Það varfríður bópurfólks sem veitti Grettistaki viðtöku á Dvalarheimilmu Höfða áfóstudag. 40 manns fengu Grettístak Stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi bauð 40 einstaklingum til kaffidtykkju síðastliðinn föstu- dag þar sem þeim voru afhent Grettistök vegna starfa sinna fyrir heimilið og aldraða á Akranesi og nágrenni. Um var að ræða 40 smækkaðar eftirmyndir af lista- verkinu Grettistaki sem stendur á lóð heimilisins og eru eftirmynd- imar framleiddar af sama manni og gerði frumgerðina, Magnúsi Tómassyni. Tilefnið var það að nú er ákveðnum áfanga lokið í upp- byggingu Höfða og öldrunarþjón- ustunnar á Akranesi og sveitarfé- lögunum sunnan Skarðsheiðar. I ár eru liðin 30 ár síðan Bæjar- stjórn Akraness samþykkti að “- hefja tæknilegan undirbúning að byggingu dvalarheimilis fyrir aldrað fólk að Sólmundarhöfða”. Heimilið tók til starfa um sjö árum síðar og hefur það því verið rekið í 23 ár. Heiðraðir voru 19 einstaklingar úr fyrrverandi stjórnum og byggingarnefndum og 10 starfsmenn með langan starfsaldur við dvalarheimilið. Eignaraðilar, þ.e. Akraneskaup- staður og sveitarfélögin fjögur, sem standa að heimilinu og fjár- mögnuðu það, tóku einnig á móti Grettistakinu ásamt Fram- kvæmdasjóði aldraðra sem einnig lagði fram fjármagn til byggingar- innar. Sjúkrahús Akraness og heilsugæslulæknar sem lengi hafa starfað fyrir heimilið voru heiðraðir, sem og Akraneskirkja og FEBAN. Ætlunin var að af- henda einnig Ingibjörgu Pálma- dóttur sitt Grettistak. Hún sá sér ekki fært að mæta en sendi sínar bestu kveðjur. Á Höfða búa í dag 78 aldraðir. en starfsmenn eru 83 í 59 stöðu- gildum. Milli 15 og 20 manns sækja dagvistun sem boðið er upp á. Auk þess að vera heimili aldr- aðra er Höfði félags- og þjónustu- miðstöð með ýmiss konar þjón- ustu sem slíkri miðstöð fylgir. Meðal annars er þar opið hús tvisvar í viku. Á lóð heimilisins hafa verið byggðar 27 sjálfs- eignaríbúðir og 15 bifreiða- geymslur. Einnig er sendur út matur til aldraðra í bænum frá mötuneytinu á Höfða. Þessir síð- astnefndu þættir eru hluti af ör- yggiskeðju fyrir aldraða og til þess ætlaðir að gera þeim kleift að dvelja sem lengst á heimilum sín- um og forðast stofnanavist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.