Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 ait£S3UnUb. Nemendur æda í útskriftarferð I gær átti að fara firam útskrift úr Fjölbrautaskóla Vesturlands en eins og öllum ætti að vera kunn- ugt um verður því frestað um óá- kveðinn tíma vegna verkfalls framhaldsskólakennara sem hófst hinn 7. nóvember síðastliðinn. Það kemur þó ekki í veg fyrir að tæpir 30 nemendur skólans ætla að fara til Mexíkó í “útskriftar- ferð” á nýársmorgun. Nokkrir hafa þó þegar heltst úr lestinni en eftir sem áður er ljóst að það er nokkur stór hópur sem ætlar sér að leggja Iand undir fót. Þórir Olafsson, skólameistari FVA, segist ráðleggja nemendum að fara ekki. “í ljósi þessarar miklu ó- vissu sem yfir okkur vofir hefur mín almenna ráðlegging verið sú að nemendur hætti við að fara. Eg hef svo sem ekki yfir þeim að segja sem einstakllingum og þau taka sínar á- kvarðanir sjálf. En eins og ég nefhdi á opnum fundi sem ég hélt fyrir nemendur skólans og foreldra þeirra um daginn, þá er það mín til- finning að lausnin væri að láta þessa óvissu verða til þess að menn færu ekki. Mér er kunnugt um að flest séu þau staðráðin í að fara en ég veit að einhverjir hafa hætt við.” Þórir segist þó gera sér grein fyrir að að- stæður nemendanna séu mismun- andi og að sumir þeirra geti sagt við sjálfa sig að þeir komi og klári í vor að ferðinni lokinni. “Staðan í þessu er auðvitað sú að við vimm ekki enn hver staðan verður eftir áramótin. Þess vegna er svo erfitt fyrir mig að segja þeim að fara alls ekki því ef verkfallið dregst enn á langinn er ó- víst hvort við gerum eitthvað í janú- ar.” I augnablikinu sér ekki fyrir end- ann á deilunni en Þórir segir að sér finnist líklegt að fljótlega verði fundin lausn. “Ef ég ætti að gerast spámaður í dag myndi ég spá því að samið verði fyrir jól og ákveðið í tengslum við þá samninga hvernig starfinu verður hagað efdr áramót. Þá finnst mér líklegast að hálfur jan- úar fari í kennslu og hinn helming- urinn í einhvers konar mat og próf. Það er svona mín tilfinning en þá geng ég út frá því að menn gangi frá einhverju samkomulagi fyrir jólin.” Þeir nemendur sem hafa ákveðið að fara í útskriftarferð koma heim 17. janúar næstkomandi og því líklegt að þeir missi af kennslu og jafnvel prófum ef deilan leysist á næstu dögum. Þórir segist ekki geta lofað því að þeir nemendur fái að taka próf. “Eg hef haldið þeim mögu- leika opnum að þessir einstaklingar geti fengið að vera utanskóla á næstu önn ef það hentar þeim. Hins vegar hef ég ekki getað gefið neitt loforð um að þau gætu hugsanlega fengið að taka prófin á öðrum tíma. Eg veit ekkert í hvaða aðstöðu ég yrði til að efna það. Það gæti orðið erfitt sérstaklega ef mikil pressa verður á mönnum að ljúka önninni til þess að hægt sé að hefja nýja.” SrVestlendingur pikunnar Vestlendingur vikunnar er að þessu sinni brottfluttur Sandari sem svo sannarlega hefur ekki slitið tengsl sín við heimahag- ana. Hann heitir Olafur Elí- mundarson og er fæddur á Hellissandi árið 1921. Ólafur vann í sveit og við sjó eftir fermingu til tvítugs. Þá settist hann á skólabekk á Laugarvatni einn vetur og vann næstu fjög- ur árin sem verkamaður í Stál- smiðjunni í Reykjavík. Veturnar 1945-6 og 1946-7 stundaði Ó- lafur nám við Samvinnuskólann í Reykjavík. Að námi loknu gerðist hann starfsmaður Ut- vegsbanka Islands og starfaði þar til 1982. Ólafur stundaði nám við öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð 1978 - 82 og innritaðist í sagnfræði við Háskóla íslands haustið 1982. Hann tók BA próf í sagnfræði 1986 og cand. mag próf haustið 1988. Nú nýlega gaf Ólafur út fyrsta bindi í bókaröð sem hann kallar “Jökla hin nýja I, Ur sögu Breiðavíkurhrepps og Neshrepps utan Ennis”. Þessi fyrsta bók heitir “Kirkjur undir Jökli” og fjallar eins og nafnið bendir til um sögu kirkna í þessum sveitarfélögum. Meðal elstu heimilda sem snerta sögu þessara tveggja hreppa yst á Snæfellsnesi eru máldagar og vísitasíur biskupa og prófasta. Þær elstu eru frá 13. öld, í afritum frá því um 1600 og fyrri hluta 17. aldar. Kirkjustaðirnir hafa verið sex og kirkj- urnar lengst fjórar þó nú séu þær aðeins tvær. Vísitasíurnar, sem eru fjölmargar í þessar sjö til átta aldir, lýsa umhirðu kirknanna og ástandi á hverjum tíma, munum þeirra og búnaði og ekki síst kjörum almenn- ings og presta í fátækum sóknum. Margir einstaklingar koma við, bisk- upar og fylgdarmenn þeirra, prófastar og prestar og heimamenn í hverri sókn. I bókinni er getið helstu æviatriða fjöldamanna og birtar myndir af um fimmtíu einstaklingum. Einnig er birt fjöldi litmynda af kirkjum og munum þeirra. Elsti munurinn sem mynd er birt af er tal- inn vera frá 14. eða 15. öld, en það er Maríumynd úr Laugabrekku- kirkjugarði. Þessi bók Ólafs er sú fyrsta sinnar tegundar. Umrædar sóknir eru þar með þær fyrstu sem fá vísitasíur sínar gefinar út. Ólafur Elímundarson hefur þarna unnið mikið þrekvirki sem margir eiga eftir að vera þakk- látir fyrir. Að safna saman öllum þessum fróðleik og gefa út í svo vand- aðri bók er djarft verk og ákaflega þakkarvert. Þarna munu áhugamenn um sögu, byggingarlist og trúarbrögð eignast fjársjóð sem þeir geta gengið í til að auka þekkingu sína. IH Ólafiir Elímundarson Á næstu dögum mun vinnuhóp- ur sem skipaður var til að skoða framtíðarvegstæði fyrir þjóðveg 1 um Borgarnes skila áliti. Vinnuhópnum var felið að velta upp ýmsum flötum á þeim kost- um sem koma til greina. Skiptar skoðanir eru um hvar fraintíðarvegstæði skuli liggja. Umtalsverður þrýstingur er ffá í- búum í Borgarnesi um að losna við veginn og þá miklu umferð sem honum fylgir út úr íbúðarbyggð- inni. Þá er horft á þá lausn að gera vegfyllingu út í sjó þar sem komið er yfir brúna að sunnan og fara meðströndinni utan við íbúða- byggðir í Borgarvík. Á hinn bóg- inn óttast margir að verslun og þjónusta í Borgarnesi hljóti mik- inn skaða ef vegurinn verður færð- ur og leið fólks liggur ekki lengur í Skiptar skoðmtir eru um hvort þjóðvégur i eigi aSfærast títtír ibúðabyggðiimi í Borgamesi t framttðinni. gegnum helsta þjónustukjarna bæjarins. Ljóst er að ákvörðun um end- andlegt vegstæði verður ekki tekin Myrnl: HS aiveg á næstunni og ugglaust á mikil umræða eftir að fara ffam áður en niðurstaða fæst. GE Bílvelta á Snæfellsnesi Ókumaður jeppabifreiðar sem var á leiðinni vestur eftir Ólafsvíkurvegi síðastliðinn laugardag missti stjórn á henni með þeim af- leiðingum að hún stakkst lít afveginum og lenti á hliðinni út í hrauni. Óhappið varð skammt vestan við Heydalsvegamót. Engin slys urðu áfólki en bifreiðin er nánast ónjt. Mynd: GE Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuósldr. II. desember kl 14:04-Sveinbam- Þyngd:4025-Lengd:53 an. Foreldrar: Kristín Kristmannsdóttir og Einar Gíslason, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Bjönisdóttir. 17. nóvember-Sveinham- Þyngd:4920-Lengd:52 cm. Foreldrar: Þóra Sif Kópsdóttir og Andrés Ólvers- son, Ystu-Görðum Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdótt'tr 14. desember kl 12:38-Meybam- Þyngd:3795-Lengd:51,5 cm. Foreldr- ar: Helga Jóna Björgvinsdóttir og Sigurður Þór Runólfsson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. { ' 10. desember kl 15:30-Sveinbani- Þyngd:3905-Lengd:53 an. Foreldrar: Ama Pálsdóttir og Halldór Haralds- son, Borgarnesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 15. desember kl 14:46 og kl 14:51- Sveinböm-Þyngd: A: 3980, B: 3375- Lengd: A: 53 cm, B: 50 cm. Foreldr- ar: Sjöfii G. Vilhjálmsdóttir og Magnús Þ. Eggertsson, Borgaifirði. Ljósmóðir: Anna Bjömsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.