Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 17 L>nt.d3unuu. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur á Akranesi Margtumað vera í kirkjunni Að venju verður ýmislegt um að vera í Akraneskirkju yfir hátíð- irnar. Sönghópurinn Sólarmegin verður með tónleika í kirkjunni tveimur dögum fyrir jól en að sögn Eðvarðs Ingólfssonar, sókn- arprests, verður dagskráin hefð- bundin að öðru leyti. “Við höfum verið að hvetja fólk til að kyrra hugann í jólaannríkinu og komast í raunverulegt jólaskap með því að hlýða á sálmana. Sönghópur- inn Sólarmegin kemur hingað og syngur og það er nýbreytni að bjóða upp á það svona seint að kvöldi. Yfir hátíðirnar eru svo hefðbundnar messur, en þær eru tvær á dag að jafnaði. A Þorláks- messudag höfum við svo haft það fyrir venju að bjóða alltaf upp á heitan kaffisopa fyrir þá sem eru að skila söfnunarbaukum. Það hafa mjög margir komið í gegn- um tíðina og við komum baukun- um áfram til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þetta mun standa yfir frá klukkan 13-16 og svo aftur á milli klukkan 20 og 22 um kvöld- ið. Þeir sem hafa verið að versla að kvöldi hafa gjarnan litið við, skilað bauknum og fengið sér kaffisopa. Svo fer fólk og heldur áfram í innkaupum.” Að venju verður einnig messað á Dvalar- heimilinu Höfða og á Sjúkrahúsi Akraness auk þess sem er skírnar- guðsþjónusta á annan í jólum. SÓK Helga María AK16 Aflaverðmæti rúmar 750 milljónir Frystitogarinn Helga María AK 16 lagðist að bryggju síðastliðinn þriðjudagsmorgun á Akranesi, var skipið að koma úr síðustu veiðiferð ársins. Ekki er hægt að segja annað en að uppskera ársins sé góð. Afla- verðmætið úr þessum síðasta túr var rúmlega 55 milljónir króna. Aflaverðmætið á árinu er þá komið í rúmar 750 milljónir króna. Skipið var keypt á síðasta ári. Áhöfnin sem starfaði hjá fyrri útgerð fylgdi skip- inu yfir til HB. Áhöfnin hefur reynst með afbrigðum vel enda þar á ferð reyndir sjómenn sem þekktir eru fyrir gæðaframleiðslu. Leikarar sýningarínnar „/? lager>mm“ Sýna UA lagemum” Skagaleikflokkurinn situr ekki auðum höndum þessa dagana og hefur hann nú sett upp leikrit í Rein á Akranesi sem ber heitið “Á lagernum”. Um einþáttung er að ræða og höfundur hans er Bjarni Guðmarsson en hann hefur starf- að mikið með áhugaleikfélögum um land allt í gegnum tíðina. Leikendur eru þrír; þeir Ágúst Harðarson, Gunnar Sturla Her- varsson og Hermann Guðmunds- son sem leikstýrir jafnframt verk- inu. Sýningartíminn er aðeins um 20 mínútur og boðið er upp á vöfflur og heitt súkkulaði í kaffi- leikhúsinu. Blaðamaður Skessu- horns skellti sér á leikritið nýverið og hafði gaman af. Viðfangsefnið er jólin og persónurnar rifja með- al annars upp guðspjallið á mjög skemmtilegan hátt. Þetta er leikrit fyrir alla aldurhópa og mátti ekki á milli sjá hvort þeir fullorðnu eða börnin skemmtu sér betur yfir fíflalátunum. Síðasta sýningin er einmitt í kvöld, fimmtudag, í Rein og tilvalið er að hvíla sig á búðar- rápinu í hálftíma og fá sér kakó og vöfflur yfir þessari leiksýningu. Húsið opnar klukkan 20:00 og sýningar hefjast klukkan 20:30 og 21:30. Nú hafa einnig verið tímasettar fleiri sýningar á því skemmtilega stykki “Rommí” en það verður sýnt klukkan hálfníu að kvöldi fimmtudagsins 28. desember og föstudagsins 29. desember. Að sögn Guðbjargar Árnadóttur, for- manns Skagaleikflokksins, hefur aðsóknin ekki verið nógu góð fram að þessu. “Það er þessi tími en ég held að þetta hafi spurst á- gætlega út og ég vona að það skili sér á næstu sýningum.” Eins og komið hefur fram er leikfélagið nú í húsnæðisvanda þar sem Keilufé- lagi Ákraness hefur verið úthlut- aður kjallarinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem Skagaleik- flokkurinn hafði aðsetur. “Við bíðum bara eftir því núna að kom- ast í eigið húsnæði og vonum að þessar sýningar hafi áhrif á það. Það er hægt að gera ýmislegt ann- að en að setja upp 30 manna sýn- ingar og þetta kafflhúsaform hefur gengið mjög vel í Reykjavík.” I haust sótti leikflokkurinn um að fá trésmíðaverkstæði Fjölbrautaskóla Vesturlands til afnota en Guð- björg segist ekkert hafa heyrt af því máli. “Við fengum þau skila- boð að bæjarstjóra hefði verið falið að tala við skólameistara FVA. Síðan höfum við ekkert heyrt. Eg hef boðist til að mæta á fundi með bæjarstjórn til þess að fylgja málinu úr hlaði en ég hef ekki fengið nein boð um að mæta. I augnablikinu erum við bara að tæma kjallarann fyrir keilufélagið. Mörgum hlutum hefur verið hent en við höfum reynt að halda utan um það dýrmætasta; smíðaefni, húsgögn, leikmyndir og ýmislegt fleira. Við fáum að geyma þessa hluti í kjallaranum á íþróttahúsinu þar sem kartöflugeymslurnar voru áður þar til annað býðst. Það á nú að vera þurrt þarna en það verður bara að koma í ljós hvernig bún- ingar og þess háttar geymast þarna.” SÓK ÞaS er viikil kúnst að syjigja og davsa í ehiu. Síðastliðinn laugardag fór fram skemmtun í Safnaðar- heimilinu Vinaminni á Akra- nesi. Allir voru velkomnir og sáu margir hæjarbúar sér fært að koina til þess að syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð. Ekki skemmdi fyrir að sjálfur jólasveinninn lét sig ekki vanta og dansaði og söng hástöfum með krökkunum. SÓK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.