Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 17

Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 17
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 17 L>nt.d3unuu. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur á Akranesi Margtumað vera í kirkjunni Að venju verður ýmislegt um að vera í Akraneskirkju yfir hátíð- irnar. Sönghópurinn Sólarmegin verður með tónleika í kirkjunni tveimur dögum fyrir jól en að sögn Eðvarðs Ingólfssonar, sókn- arprests, verður dagskráin hefð- bundin að öðru leyti. “Við höfum verið að hvetja fólk til að kyrra hugann í jólaannríkinu og komast í raunverulegt jólaskap með því að hlýða á sálmana. Sönghópur- inn Sólarmegin kemur hingað og syngur og það er nýbreytni að bjóða upp á það svona seint að kvöldi. Yfir hátíðirnar eru svo hefðbundnar messur, en þær eru tvær á dag að jafnaði. A Þorláks- messudag höfum við svo haft það fyrir venju að bjóða alltaf upp á heitan kaffisopa fyrir þá sem eru að skila söfnunarbaukum. Það hafa mjög margir komið í gegn- um tíðina og við komum baukun- um áfram til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þetta mun standa yfir frá klukkan 13-16 og svo aftur á milli klukkan 20 og 22 um kvöld- ið. Þeir sem hafa verið að versla að kvöldi hafa gjarnan litið við, skilað bauknum og fengið sér kaffisopa. Svo fer fólk og heldur áfram í innkaupum.” Að venju verður einnig messað á Dvalar- heimilinu Höfða og á Sjúkrahúsi Akraness auk þess sem er skírnar- guðsþjónusta á annan í jólum. SÓK Helga María AK16 Aflaverðmæti rúmar 750 milljónir Frystitogarinn Helga María AK 16 lagðist að bryggju síðastliðinn þriðjudagsmorgun á Akranesi, var skipið að koma úr síðustu veiðiferð ársins. Ekki er hægt að segja annað en að uppskera ársins sé góð. Afla- verðmætið úr þessum síðasta túr var rúmlega 55 milljónir króna. Aflaverðmætið á árinu er þá komið í rúmar 750 milljónir króna. Skipið var keypt á síðasta ári. Áhöfnin sem starfaði hjá fyrri útgerð fylgdi skip- inu yfir til HB. Áhöfnin hefur reynst með afbrigðum vel enda þar á ferð reyndir sjómenn sem þekktir eru fyrir gæðaframleiðslu. Leikarar sýningarínnar „/? lager>mm“ Sýna UA lagemum” Skagaleikflokkurinn situr ekki auðum höndum þessa dagana og hefur hann nú sett upp leikrit í Rein á Akranesi sem ber heitið “Á lagernum”. Um einþáttung er að ræða og höfundur hans er Bjarni Guðmarsson en hann hefur starf- að mikið með áhugaleikfélögum um land allt í gegnum tíðina. Leikendur eru þrír; þeir Ágúst Harðarson, Gunnar Sturla Her- varsson og Hermann Guðmunds- son sem leikstýrir jafnframt verk- inu. Sýningartíminn er aðeins um 20 mínútur og boðið er upp á vöfflur og heitt súkkulaði í kaffi- leikhúsinu. Blaðamaður Skessu- horns skellti sér á leikritið nýverið og hafði gaman af. Viðfangsefnið er jólin og persónurnar rifja með- al annars upp guðspjallið á mjög skemmtilegan hátt. Þetta er leikrit fyrir alla aldurhópa og mátti ekki á milli sjá hvort þeir fullorðnu eða börnin skemmtu sér betur yfir fíflalátunum. Síðasta sýningin er einmitt í kvöld, fimmtudag, í Rein og tilvalið er að hvíla sig á búðar- rápinu í hálftíma og fá sér kakó og vöfflur yfir þessari leiksýningu. Húsið opnar klukkan 20:00 og sýningar hefjast klukkan 20:30 og 21:30. Nú hafa einnig verið tímasettar fleiri sýningar á því skemmtilega stykki “Rommí” en það verður sýnt klukkan hálfníu að kvöldi fimmtudagsins 28. desember og föstudagsins 29. desember. Að sögn Guðbjargar Árnadóttur, for- manns Skagaleikflokksins, hefur aðsóknin ekki verið nógu góð fram að þessu. “Það er þessi tími en ég held að þetta hafi spurst á- gætlega út og ég vona að það skili sér á næstu sýningum.” Eins og komið hefur fram er leikfélagið nú í húsnæðisvanda þar sem Keilufé- lagi Ákraness hefur verið úthlut- aður kjallarinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem Skagaleik- flokkurinn hafði aðsetur. “Við bíðum bara eftir því núna að kom- ast í eigið húsnæði og vonum að þessar sýningar hafi áhrif á það. Það er hægt að gera ýmislegt ann- að en að setja upp 30 manna sýn- ingar og þetta kafflhúsaform hefur gengið mjög vel í Reykjavík.” I haust sótti leikflokkurinn um að fá trésmíðaverkstæði Fjölbrautaskóla Vesturlands til afnota en Guð- björg segist ekkert hafa heyrt af því máli. “Við fengum þau skila- boð að bæjarstjóra hefði verið falið að tala við skólameistara FVA. Síðan höfum við ekkert heyrt. Eg hef boðist til að mæta á fundi með bæjarstjórn til þess að fylgja málinu úr hlaði en ég hef ekki fengið nein boð um að mæta. I augnablikinu erum við bara að tæma kjallarann fyrir keilufélagið. Mörgum hlutum hefur verið hent en við höfum reynt að halda utan um það dýrmætasta; smíðaefni, húsgögn, leikmyndir og ýmislegt fleira. Við fáum að geyma þessa hluti í kjallaranum á íþróttahúsinu þar sem kartöflugeymslurnar voru áður þar til annað býðst. Það á nú að vera þurrt þarna en það verður bara að koma í ljós hvernig bún- ingar og þess háttar geymast þarna.” SÓK ÞaS er viikil kúnst að syjigja og davsa í ehiu. Síðastliðinn laugardag fór fram skemmtun í Safnaðar- heimilinu Vinaminni á Akra- nesi. Allir voru velkomnir og sáu margir hæjarbúar sér fært að koina til þess að syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð. Ekki skemmdi fyrir að sjálfur jólasveinninn lét sig ekki vanta og dansaði og söng hástöfum með krökkunum. SÓK

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.