Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 ^KÚsunu.^ Mikil vinna en skemmtilegt Segir Theodóra Þorsteinsdóttir söngkona sem gefur út geisladisk fyrir jólin Þótt tónlistarútgáfa í landinu sé með miklum blóma um þessar mundir þá er það þó svo sannar- lega ekki á hverju heimili sem ráð- ist er í að gefa út geisladiska með klassískum söng. Raunar mun geisladiskurinn I fjarlægð með þeim Theodóru Þorsteinsdóttur sópransöngkonu og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur píanóleikara lík- lega vera fyrsti sólódiskurinn með þessari tegund tónlistar sem gefinn er út í Borgarfirði. “Það var nú aðallega af tveimur ástæðum sem ég ákvað að ráðast í þetta núna,” segir Theodóra Þor- steinsdóttir söngkona. “Bæði var að margir hafa hvatt mig til þess í gegnum árin að gefa út disk með mínum söng og eins langaði mig sjálffi til að eiga heimild um hann á einhverju formi. Astæðan fyrir því að við létum slag standa núna var aðallega sú að við Ingibjörg unnum mikið saman síðasta vetur og þá notuðum við tækifærið og æfðum þessi lög sem eru á diskinum.” I fjarlægð inniheldur tuttugu og eitt klassískt einsöngslag en þar er að finna eitt lag eftir systur Theo- dóru, Birnu Þorsteinsdóttur tón- listarkennara og móður þeirra Sig- ríði Jónsdóttur. Auk þess sá eigin- maður Theodóru, Olgeir Helgi Ragnarsson um hönnun á diskin- um en útgefandi er fyrirtæki þeirra hjóna, Fjölritunar og útgáfuþjón- ustan. Því má segja að hann sé nokkurs konar fjölskylduafurð. “Þetta er hefðbundið lagaval sem fólk hefur alltaf gaman af. Allavega hafa viðbrögðin verið mjög góð og við fengum mjög góða aðsókn á útgáfutónleikana í Borgarneskirkju þannig að við getum ekki verið annað en ánægðar með útkom- una,” segir Theodóra. Mikil vinna Theodóra sem er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar segir Simghópuritm Sólarmegin Sönghópurínn Sólarmegin heldur tónleika Jólin eru tími góðra siða og hefða. Sönghópurinn Sólar- megin hefur ffá upphafi ferils síns haff þann sið að heimsækja Sjúkrahús Akraness og Dvalar- heimilið Höfða á jólaföstunni og syngja nokkur jólalög fyrir vistmenn. Um þessi jól vonast hópurinn til að geta glatt eyru enn fleiri Akur- nesinga og nærsveitamanna með jólasöngvum og býður til jólatón- leika í Akraneskirkju föstudags- kv'öldið 22. desember kl. 22.30. Þar sem verslanir loka kl. 22.00 er tilvalið að enda bæjarferðina þenn- an næstsíðasta dag fyrir jól í kirkj- unni og þess má geta að aðgangur er ókeypis. Sönghópurinn hefur sett saman líflega dagskrá með jólasöngvum og -sálmum úr ýmsum áttum og að vanda syngur hópurinn að mestu án undirleiks. Tónleikar þessir bætast þó bara við það sem sönghópurinn hefur áður gert á jólaföstunni því hann heimsækir sem fyrr sjúkrahúsið og dvalar- heimilið fyrir jól. SÓK Ingibjörg Þorsteinsdóttir undirleikari og Theodóra Þorsteinsdóttir sövgkona. Gunnar til Keflavíkur? Gunnar M Jónsson leikmaður meistaraflokks Skallagríms og þjálfari yngri fiokka á í viðræðum við Keflvíkinga um að hann taki að sér ungmennaþjálfun hjá félag- inu. Eins og sagt hefur verið frá í Skessuhorni hafa Skallagríms- menn veríð í samningaviðræðum við Gunnar um þjálfun meistara- flokks. Gunnar hefur byggt upp öflugt barna og unglingastarf hjá félaginu og hafa menn þar á bæ mikinn hug á að hann fylgi því starfi eftir. Enn hefur hinsvegar ekki náðst samningar milli Skalla- gríms og Gunnars en að sögn Stefáns Loga Haraldssonar for- manns knattspyrnudeildar Skalla- gríms er þó ekki búið að gefa upp von utn að Gunnar verði ráðinn. Félagið auglýsti hinsvegar starfið laust og rann umsóknarfresturinn út í vikunni. Stefán segir að menn hafi viljað nota tírnann á meðan Gnmutr M Jónssou. enn væri óráðið hvort Gunnar tæki við starfinu. Flann sagði að farið yrði vfir umsóknirnar í vik- unni og vonaðist til að þessi mál kæmust á hreint á allra næsm dögum. GE að söngáhugi í héraðinu sé mikill og fari vaxandi. “Það eru margir að læra söng og mjög margir í kórum. Ég vildi að vísu sjá fleiri áheyrend- ur á tónleikum því menn læra mik- ið af því að hlusta ekki síður en að syngja sjálfir.” Aðspurð segir Theodóra að frek- ari útgáfa sé ekki á döfinni í bili að minnsta kosti. “Þetta er nóg í bili. Það kostar rnikla vinnu að gefa út svona disk. Þegar við vorum búnar að æfa fyrir þetta lokuðum við okk- ur inni í Stykkishólmskirkju í tvo daga og sungum yfir tuttugu lög. Það gekk mjög vel enda höfðum við mjög góðan rnann til að stjórna upptökum sem er Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) en það var einstaklega skemmtilegt að vinna með honum. Þetta var hinsvegar mjög gaman þótt það væri erfitt og ég vil nota tækifærið og þakka öll- um sem aðstoðuðu okkur við þetta, bæði fjölskyldumeðlimum og styrktaraðilum,” segir Theodóra Þorsteinsdóttir söngkona að lokum. GE Berrassaðir á jólamarkað Nokkrir ungir menn í Grunnskólanum í Grundarfirði stofnuðu hljómsveitina “Berrassaðir” s.l. vor. Þeir hafa nú gefið út geisladisk með eigin lögum og héldu út- gáfu tónleika í Iþróttahúsinu í Grundar- firði síðast liðinn þriðjudag. En hvernig segja þeir frá tilurð hlómsveitarinnar og disksins? “Einu sinni voru þrír strákar sem byrjuðu með hljómsveit sem hét Plutoni- um, þeir voru Alli á bassa, Máni á hljóm- borð og Gústi á trommur. Við spiluðum nokkur dægurlög og Sylvfa söng með okk- ur. I lok sumarsins 2000 byrjaði Axel með okkur á gítar. Og við spiluðum á nokkrum stöðum. Síðan þegar sumarfríið var búið fór Sylvía í skóla á Akranesi og við vorum fjórir eftir og við vorum í vandræðum með að finna söngvara. Þá fyrst fórum við að prófa okkur áfram í þyngri og harðari tón- list og við breyttum nafninu í Berrassaðir. Fyrsta lagið okkar heitir No 1 var samið af Alla og Mána og við spiluðum það og Alli söng eða öskraði með. Elmar mágur hans Mána lofaði þeim ef þeir gætu samið nokk- ur lög myndi hann fara með þá í stúdíó í Reykjavík sem hljómsveitin Kuai á og hef- ur verið við upptökur í. Orn kom síðan inní hljómsveitina á gítar. Við sömdum þrjú lög í viðbót No2, Fuck Prodigy og Viking og við fórum í Stúdíó og eyddum þar einni helgi. Og útkoma var diskurinn Spanky”. Þetta framtak strákanna lofar sannarlega góðu. Vonandi verður framhald á lagasmíðum og útgáfu. Lagið Viking á örugglega eftir að slá í gegn. Glæsilegt framtak drengir! IH Máni, Orn og Alli með nýja diskinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.