Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 49. tbl. 5. árg. 11. desember 2002 Kr. 250 í lausasölu
Framsóknarmenn sigruðu í sveitarstjómakosningunum í Borgarbyggð um helgina
Rétdætinu er þar með loksins fullnægt
segir Þorvaldur T. Jónsson oddviti framsóknarmanna sem þó eru enn í minnihluta
Oddvitar allra listanna óku um borgames á dráttarvél á laugardag í gervi jólasveina og gáfu kjósendum mandarínur og
minntu þá um leið á að kjósa. A myndinni má sjájólasveinana Atkvæðasntki, Loforðaskjóðu og Kosningasmala áferð um
bæinn. Mynd: GE
Kjörsókn var ineiri en flestir
bjuggust við í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í Borgarbyggð sem fram
fóru síðastliðinn laugardag. A
kjörskrá voru 1.793 og þar af
greiddu 1400 kjósendur atkvæði
eða 78%. Það er nánast sama kjör-
sókn og í kosningunum í vor. Þess
má einnig geta að utankjörfimdar-
atkvæði voru 130 sem er nákvæm-
lega sami fjöldi og í kosningunum
25. maí sl.
Framsóknarflokkurinn er sigur-
vegari þessara sögulegu kosninga,
bætir við sig 40 atkvæðum frá því í
vor en hann fær nú 562 atkvæði en
fékk síðast 522 atkvæði og fer úr
37,1% fylgi í 40,1%. Þessi munur
dugar flokknum til að bæta við sig
fjórða bæjarfulltrúanum sem er
Kolfinna Jóhannesdóttir en hún
kemur inn í bæjarstjórn í stað
Magnúsar Guðjónssonar fjórða
manns á lista Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn sem vann
stórsigur í kosningunum þann 25
maí sl. dalar lítillega nú, fær 28%
atkvæðum minna eða 518 atkvæði
í stað 546 í vor. Fyrir vikið tapar
flokkurinn íjórða bæjarfulitrúan-
urn sem fyrr segir en þess má geta
að á síðasta kjörtímabili hafði
flokkurinn tvo bæjarfulltrúa
þannig að hann bætir við sig
manni ef við það er miðað þrátt
fyrir að sigurinn sé ekki eins stór
og ef úrslitin ffá í vor heíðu gilt.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 37,1%
fylgi nú en í vorkosningunum
39,5%.
Borgarbyggðarlistinn bætir við
fylgi sitt frá í vor, fær nú 294 at-
kvæði eða 21% en fékk 261 eða
19,1% þann 25. maí. Fjöldi bæjar-
fulltrúa er samt óbreyttur frá í vor
eða tveir en á síðasta kjörtímabili
hafði listinn ijóra bæjarfulltrúa.
Auðir seðlar og ógildir voru 26
eða 1,8% en það er mun lægra
hlutfall en í kosningunum í vor.
Ný bæjarstjórn tekur væntan-
lega við völdum fyrir jól.
„Það má segja að nú sé réttlæt-
inu fullnægt," segir Þorvaldur
Tómast Jónsson oddviti fram-
sóknarmanna. „Það var staðfest að
um mistök hefði verið að ræða í
vor og því þurfti að endurtaka
kosninguna til að leiðrétta þau
mistök. Nú er skýr vilji kjósenda
kominn fram og það er ekki verra
að sú niðurstaða sé okkur í hag,“
sagði Þorvaldur eftir að úrslit lágu
fyrir.
GE
Sjá nánar um kosningarnar í
Borgarbyggð á bls
Utnesvegur í umhverfismat
Oskiljanlegt - segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar
Loftorka sýnir sementsverk-
smiðjunni áhuga
Umhverfisráðuneytið staðfesti í
síðustu viku úrskurð Skipulags-
stjóra ríkisins frá 30. maí sl. þess
efnis að Utnesvegur á Snæfellsnesi
um Klifhraun frá Gröf að Arnar-
stapa skuli sæta mati á umhverfis-
áhrifum. Bæjarstjóm Snæfellsbæj-
ar kærði úrskurð skipulagsstjóra til
ráðuneytisins á þeim forsendum
að tillaga um nýtt vegarstæði sem
vegagerðin leggur til sé eini kost-
urinn sem í boði sé utan snjó-
flóðahættusvæðis en núverandi
vegur er á hættusvæði.
„Þetta er óskiljanleg ákvörðun
og ekki til neins annars en að eyða
peningum í óþarfa," segir Kristinn
Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæj-
ar. Núverandi vegur er á hættu-
svæði og þama er meðal annars
farið um tvisvar á dag með skóla-
börn. Það vegarstæði sem lagt er
til er það eina sem til greina kem-
ur til að losna við snjóflóðahætt-
una og þess vegna hélt ég að það
þyrfti ekki að ræða þetta frekar og
með þessu er hreinlega verið að
gera lítið úr kröfum um öryggi
vegfarenda," segir Kristinn.
GE
„Við höfum bara spurt hvort
verksmiðjan sé til sölu, ekkert
meir,“ segir Konráð Andrésson
forstjóri Loftorku í Borgarnesi en
eins og fram kom í síðasta tölu-
blaði Skessuhorns em líkur á að
Sementsverksmiðjan á Akranesi
verði til sölu með heimild í fjár-
löguin fyrir næsta ár.
„Það er ástæðulaust að láta
framleiðslu á íslensku sementi
falla niður og því höfum við
spurst fyrir. Það er væntanlega
hægt að hagræða eitthvað í rekstri
og láta þetta ganga,“ segir Kon-
ráð en vill að öðm leyti sem
minnst tjá sig um meintan áhuga
Loftorkumanna. Hann sagði að
boltinn væri hjá íslenska ríkinu og
enn sem komið er væri verk-
smiðjan ekki til sölu en kvaðst bú-
ast við að haft yrði samband við
sitt fyrirtæki ef heimild yrði gefin
fyrir því að selja hana. Aðspurður
uin hvort Loftorka væri ein á báti
ef til þess kæmi að farið yrði í við-
ræður um kaup á sementsverk-
smiðjunni sagði Konráð hinsveg-
ar: „Við eruin ekki einir, það er
enginn einn í dag.“ Hann tók
hinsvegar fram að þar væri ekki
um að ræða samkeppnisaðila
Sementsverksmiðjunnar, Aalborg
Portland.
GE
Bækur
allor nýjustu
bækurnar
með
Geisladiskar
- allir nýjustu
diskarnir
með
Fatnaður
(ekki nærfót, sokkar
og sokkabuxur)
afslætti
afslætti
afslætti