Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.12.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 ^•auunui^ / Skákhátíð í Olafsvík Hrafr Jökulsson afhenti 8 ára bömum í Snœfellsbœ skákbœkur. Sigurvegaramir Hannes Hlífar ogjóhann Hjartarson. Með þeim eni Jónas G. Jónasson og Tryggvi L. Ottarsson. vinninga, þeirra á meðal stór- meistarinn Jóhann Hjartarson. Að loknum umferðum urðu þeir Hannes Hlífar ogjóhann jafnir þannig að bráðabana þurfti til að knýja fram sigurvegara. Alls þurfti fjórar skákir á milli þeirra og að lokuin náði Hannes Hlífar að sigra Jóhann og var þetta harður slagur sem fjölmargir fylgdust með. Jaínir í 3. og 4. sætu urðu Þröstur Þórhallsson og Magnús Orn Ulfarsson. I lok mótsins voru verðlaun afhent, en 1. verð- laun voru kr. 100 þús og 2. verð- laun kr. 40 þús. og 3. verðlaun kr 10. þús. Styrktaraðilar að mót- inu voru Snæfellsbær, Fiskmark- aður Islands, Deloitte & Touche, Olís, Landsbanki ís- lands, Hraðffystihús Hellissands og Utgáfufélagið Edda. A rneðan á mótinu stóð buðu skákmenn í Snæfellsbæ uppá veitingar og voru þær að sögn þátttakenda mjög góðar. Að loknu mótinu var öllum þátttak- endum boðið til kvöldverðar á Svörtuloftum á Hellissandi og skemmtu menn sér ffam eftir kvöldi. Rætt er um að hafa svip- að skákmót að ári. Þetta glæsi- lega mót var haldið í tilefni af 100 ára affnæli gamla félags- heimilisins í Olaftvík og 40 ára afmæli skákfélags Olafsvíkur sem breytt hefur verið um nafin á og heitir nú Taflfélag Snæfells- bæjar. Þá er minningu Ottós heitins Arnasonar haldið á loffi með þessu móti en hann stofh- aði Taflfélagið og veitti því for- ystu í 17 ár og stjórnaði félags- heimilinu í áratugi. Menn eru sammála um að jietta skákmót var skákmönnum í Snæfellsbæ til mikils sóma og skákinni rnikil lyftistöng. PSJ Gunnar Gunnarsson Olís maður í Olafssvík á tafli vió Helga Ólafsson. Um helgina var haldið atskák- mót í Olafsvík á vegum Taflfé- lags Snæfellsbæjar. Alls tóku þátt í mótinu 52 keppendur bæði úr Snæfellsbæ og víðar. Fjöldi manns lagði leið sína úr Reykja- vík og settu KR-ingar mikinn svip á mótið. Mótið sem var æsispennandi fór þannig fram að tefldar voru átta umferðir. I fjórum fyrri umferðunum voru tefldar 7 rnínúma atskákir en í seinni 20 mínúma atskákir. Að fimm um- ferðum loknum voru þeir stór- meistarar Þrösmr Þórhallsson og Hannes Hlífar efstir og jafh- ir. Þar á eftir voru sex með fjóra Se'ðyfir salinn en teflt teflt var í Félagsheimilinu á Klifi. Hart var barist á milli Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars. Atvinnuleysi að aukast á Vesturlandi -ríflega 200 manns á skrá í síðnstu viku Pað er mikið að gera i atvinnuleysisskráningu hjá Ingibjörgu Númadóttur starfsmanni Verkalýðsfélags Borgamess. Alls 219 manns voru á at- vinnuleysisskrá á Vesturlandi hjá Svæðisvinnumiðlun Vesmr- lands í byrjun þessarar viku. Þetta er um 100% aukning á milli ára, en á sama tíma í fyrra voru 115 á skrá. Ekki hafa svo margir verið á atvinnuleysisskrá á Vesturlandi á þessum tíma í nokkur ár. A Akranesi eru nú 103 án atvinnu en voru 54 í fyrra. Guðrún S. Gísladóttir, for- stöðumaður Svæðisvinnumiðl- unar, segir að ekki sé hægt að útskýra þessa fjölgun á einfald- an hátt. „Svo virðist sem fyrir- tæki séu almennt að draga sam- an seglin. Eitthvað hefur verið um uppsagnir og eins hefur færra fólk verið ráðið til starfa en oft áður. Þetta er þó ekki staðbundið við Akranes því samskonar þróun og verri má sjá um land allt, t.a.m. eru nú 59 á skrá í Borgarnesi en voru 14 á sama tíma í fyrra. Það er engin sprenging í gangi heldur hefur fólki verið að fjölga hjá okkur hægt og bítandi allt árið. Sem betur fer hefur verðurfarið verið gott og því er enn mikið um byggingarffamkvæmdir sem skapa mörg störf.“ Guðrún segir að fenginni reynslu undanfarinna ára muni atvinnuleysi aukast ennfrekar í janúar þar sem minna er að gera í verslunum og í störfum tengd- um útivinnu. Það er ekki fyrr en fer að vora að fyrirtækin byrja að bæta við sig fólki aftur. Svæðisvinnumiðlun Vestur- lands beitir ýmsum aðferðum til að bregðast við þessari þróun. Við erurn að senda öllum fyrir- tækjum á okkar svæði bréf og bæklinga þar sem við kynnum fyrir þeim þau úrræði sem við höfum t.a.m. styrki til sérstakra verkefna og starfsþjálfunar- samninga. Starfsþjálfunar- samningarnir eru t.d. gerðir í allt að þrjá mánuði. Fyrirtækið ræður starfsmann af atvinnu- leysisskrá og greiðir honum laun eins og hverjum öðrum starfsmanni en fær upp í launa- kostnaðinn sem nemur at- vinnuleysisbótum viðkomandi. „I þessari og síðustu viku höfum við boðað atvinnuleit- endur á Akranesi og í Borgar- nesi á 3ja daga námskeið þar sem m.a. er farið í gerð at- vinnuumsókna og ýmis hagnýt ráð varðandi hvernig best sé að koma sér á framfæri og haga at- vinnuleitinni. Það gætir engr- ar svartsýni hjá okkur en engu að síður þurfa allir að vera á varðbergi gagnvart auknu atvinnuleysi og sameinast um að snúa þeirri þróun við.“ HJH Atvinnuleysisskráning á Akranesi og í Borgamesi sl. 4 ár Akranes Borgarnes konur karlar konur karlar 1999 20 13 5 2 2000 35 22 6 3 2001 35 19 10 4 2002 56 47 38 21

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.