Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 11
.jivtaaunw..
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002
11
Fadaðir á ferð og flugi
Vesturlandsdeild
ferðaklúbbsins 4x4
bauð skjólstæðingum
Svæðisskrifstofu fatl-
aðra á Vesturlandi til
kaffisamsætis í Jóns-
búð á þriðjudaginn.
Tilefnið var að sýna
stutta mynd sem tekin
var upp í sumar þegar
hópurinn fór í jeppa-
ferð upp á Langjökul.
Myndin vakti mikla
hrifningu viðstaddra
og rifjaði upp
skemmtilegar minn-
ingar frá ferðinni. Hér
á eftir fylgir stutt ferðasaga um
þennan viðburðaríka dag sem
einn af liðsmönnum ferða-
klúbbsins setti saman.
Laugardaginn l.júní í sumar
bauð Vesturlandsdeild ferða-
klúbbsins 4x4 öllum aðilum
sem njóta þjónustu Svæðisskrif-
stofu um málefni fatlaðra á
Vesturlandi í jeppaferð. Lagt
var af stað frá Akranesi klukkan
tíu um morguninn, leiðin lá
upp í Borgarnes þar sem félag-
arnir á sambýlinu þar, ásamt
tveimur starfsmönnum bættust
í hópinn. Þaðan var haldið í
Reykholtsdal að hver sem er í
Reykjadalsá. Tveir félagar úr
ferðaklúbbnum helltu sápu í
hverinn og fengu hann til að
gjósa myndarlegu gosi. Vakti
það mikla hrifningu allra við-
staddra. Eftir gosið var haldið
upp í Húsafell þar sem búið var
að reisa stórt samkomutjald.
Strax var hafist handa við að
grilla ofan í mannskapinn bæði
hamborgara og pylsur með öllu
tilheyrandi. Þegar allir höfðu
borðað nægju sína var stefnan
tekin á jökulinn. Við rætur
Langjökuls var stoppað og lofti
hleypt úr dekkjum svo bílarnir
drifu eitthvað í blautum snjón-
um, en meiningin var að reyna
að komast upp á jökulinn og
það tókst. Þegar þangað var
komið fóru menn út úr bílun-
um og léku sér í snjónum og var
það hápunktur ferðarinnar hjá
flestum. Eftir um það bil
klukkutíma leik var farið aftur
niður í Húsafell og nú var hitað
kakó handa öllum og boðið upp
á meðlæti. Tóku menn hraust-
lega til matar síns enda flestir
orðnir svangir eftir dvölina á
jöklinum. Að því loknu var
haldið aftur heim á leið og voru
allir komnir heim um kvöld-
matarleytið. Alls munu gestir,
fatlaðir og aðstoðarfólk hafa
verið þrjátíu og átta og þurfti
átján bíla til að aka fólkinu.
Vesturlandsdeildin þakkar öll-
um þeim aðilum sem gerðu
ferðina mögulega. Þar ber fyrst
að nefna félagana sem lögðu til
jeppana og einnig Verslun Ein-
ars Olafssonar, Brauða og
kökugerðina, Nettó, Harðar-
bakarí og Ferðaþjónustuna í
Húsafelli.
HJH
Akraneskaupstaður styrkir
íþrótta-og æskulýðsfélög
Fulltrúar styrkþega viö líthlutunina
Bæjarráð samþykkti nýverið að
veita tveggja milljóna króna styrk
til eflingar íþrótta- og æskulýðs-
félaga á Akranesi. I fréttatilkynn-
ingu segir að styrkur þessi sé
hugsaður sem hvaming og stuðn-
ingur við félagasamtök til að við-
halda góðu og faglegu starfi.
Einnig er tilgangur styrksins að
aðstoða félögin við að halda æf-
ingagjöldum niðri eða reyna að
sporna við hækkun æfingagjalda.
Þannig komi bærinn einnig á
móts við foreldra barna sem vilja
stunda heilbrigt félagslíf hvort
sem um ræðir íþróttir eða æsku-
lýðsstarf.
Styrkur hvers félags er reikn-
aður annars vegar út frá fjölda
þátttakenda undir 15 ára aldri og
hins vegar út frá hlutfalli félag-
anna af heildar þjálfunar- og leið-
sagnarkosmaði barna undir 15
ára aldri.
Aætlað er að styrkur að svip-
aðri upphæð verði úthlutað á ári
hverju.
Afhending styrkjarins fór fram
við hátíðlega athöfn í Iþróttamið-
stöðinni að Jaðarsbökkum á
Akranesi þann 10. desember síð-
astliðinn.
Efrirtalin félög fengu greiddan
styrk frá bæjarsjóði Akraneskaup-
staðar.
Badmintmifélag Akraness, 96.616 kr
Fimleikafélag Akraness, 168.012 kr
Golfklúbburinn Leynir, 97.807 kr
Hestammmafélagid Dreyri,56.371 kr.
Iþróttafélagið Þ/ótur, 50.617 kr
Karatefélag Akraness, 77.684 kr.
Keilufélag Akraness, 102.904 kr
Knattspymufélag IA, 596.042 b:
Kóifuknattkiksfélag Akraness
163.415 kr
Skátafélag Akraness, 60.100 kr.
SundélagAkraness, 294.487 b:
Sundskóli Akraness, 102.671 b:
TTT - klúbburinn, 133.274 kr.
HJH
+x
Frábært úrval af skreytingarefni í
kransa og borðskreytingar
Einnig tilbúnar skreytingar
Leiðislugtir, kerti og ilmkerti
Bratz - Baby Bom - Lego - Playmobil
Fjarstýrðir bílar og miklu meira
Hnífaparatöskur - Glasasett - Tertudiskar
og margt fleira í búsáhöldum
Opnunartími í desember
12.-13. desember kl. 10-18
14.-17. desember kl. 10-20
18. - 22. desember kl. 10-22
23. desember kl. 10-23
24. desember kl. 10-15
27. desember kl. 13-18
28. 29. desember kl. 12-16
30. desember kl. 10-18
31. desember kl. 10-14
Pappír og kort
Jólakonfekt
ýtt kortatímabil
7. desember
OLLIN
Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828