Skessuhorn - 11.12.2002, Blaðsíða 9
uAtasutiui.-
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002
9
Borgames
Aukið
lögreglu-
eftirlit
Lögreglan í Borgarnesi
verður með aukið eftirlit
með ökumönnum í hérað-
inu í desember. Um síðustu
helgi voru lögreglumenn
frá Ríkislögreglustjóra á
ferðinni í héraðinu til að-
stoðar heimamönnum.
Tveir ökumenn voru teknir
fyrir meinta ölvun við akst-
ur um helgina.
Að sögn lögreglunnar
hefur eftirlitsþörfin með
ölvunarakstri aukist með
fjölgun vínveitingastaða í
umdæminu á síðustu miss-
erunt. Alls eru 14veitinga-
staðir sem selja áfengi í hér-
aðinu og margir þeirra eru
með ótakmarkaðan opnun-
artíma. Þ.e.a.s. að staðirnir
mega hafa opið eins lengi
fram eftir nóttu og þeir
vilja.
GE
Innbrot á Akranesi
Brotist var inn í einbýlishús í
Jörundarholti á Akranesi á mið-
vikudaginn í síðustu viku.
Þjófarnir fóru inn um lítinn
glugga í þvottahúsi heimilisins
um miðjan dag og tóku þegar
til hendinni. Styggð kom að
þjófunum þegar íbúi kom heim
skömmu síðar og flúðu þeir af
vettvangi án þess að íbúinn yrði
þeirra var. Þjófarnir höfðu þá
aftengt sjónvarp og hljómflum-
ingstæki en gafst ekki tími til að
taka hlutina með sér. Einhverj-
um skartgripum munu þjófarn-
ir þó hafa náð.
Að sögn Jóns Ola Sigurðs-
sonar, yfirlögregluþjóns, hefur
lögreglan vísbendingar um
hverjir voru þarna á ferð og er
unnið eftir þeirn.
HJH
Niðurskurður hjá Borgarbyggð
Gervigrasi frestað
Fjárhagsáætlun Borgar-
byggðar verður tekin til fyrri
umræðu á fundi bæjarstjórnar
þann 23. desember, sem jafn-
framt er fyrsti fundur nýrrar
bæjarstjórnar. Fyrir liggur að
framlag til nýframkvæmda er í
minna lagi, eða aðeins rúmar
20 milljónir króna. Meðal þess
sem skorið er niður er fyrirhug-
aðar framkvæmdir við 2. áfanga
skólalóðar Grunnskólans í
Borgarnesi en þar var gert ráð
fyrir gervigrasvelli sem einnig
átti að nýtast sem æfingasvæði
fyrir Skallagrím. Að sögn Finn-
boga Rögnvaldssonar, for-
manns bæjarráðs, var ákveðið
að fresta framkvæmdum við
skólalóð til ársins 2004. „Það er
ljóst að reksturinn verður í
járnum þrátt fyrir gífurlegan
niðurskurð á framkvæmdum.
Það er gert ráð fyrir um 70
milljónum í kaup á eignum af
Kaupfélaginu og Húsmæðra-
skólanum á Varmalandi og síð-
an er vonast til að takist að
lækka skuldir um 20 milljónir.“
GE
Hentugur
Ljósakross
Enn er tími til að setja upplýstan kross á leiðið
Jólin nálgast og enn má setja upplýstan kross á leiði ástvina. Hvítu plastkrossarnir
frá Búrek henta þeim sem vilja annast lýsinguna fremur en að leigja sér kross.
Þeir eru með innbyggðu Ijósi og tengjast rafmagnsleiðslu í görðunum eða
rafhlöðu sem endist í allt að 20 daga.
Auðveldir í uppsetningu. Nýtast í mörg ár.
Fást um land allt!
Burek
Settir saman af starfsfólki ORTÆKNI. simi 587 3400
Ljósakross frá Búrek skapar atvinnu fyrir fatlaða.