Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 4

Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 >?nJSS9Ums». WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: Fax: 431 5040 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Simi: 431 4222 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og ábm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Auglýsingar: Prófarkalestur: Hjörtur J. Hjartarson Inga Dóra Halldórsdóttir 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Umbrot: Prentun: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentmet ehf. gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent a ab panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Persónu- legar jóla- gjafir Gísli Einarsson, ritstjóri. Af öllu því sem ég geri, sem mér fmnst alls ekki lítið, þá þykir mér sennilega minnst vænt um það að versla jólagjafir. Það er samt ekki eingöngu níska sem veldur því þrátt fyrir að auglýsendur kreíjist þess helst að gefhar séu gjafir sem kosta helst ekki minna en kýrverð og auglýsa hvað rnest tölvukerfi sem dygðu fyrir meðalstór fyrirtæki og barnaleikföng sem kosta meira en heimilisbifreiðar fátækra blaðamanna svo dæmi sé tekið. Þrátt fyrir að útgjöld vegna jólagjafa kunni að vera nokkuð hátt hlutfall af vergri heimilisframleiðslu þá er það alls ekki versti part- urinn. Það sem veitir mér mesm kvölina er að eiga völina þegar kemur að því finna gjafir við hæfi. Eg er nefnilega haldin ákveð- inni fötlun sem veldur því að mér er nánast ómögulegt að velja gjafir sem nálgast það að vera viðeigandi. Reynir þá oftar en ekki á leikhæfileika minna nánusm þegar þeir þurfa að láta sem þeim líki gjöfin ef þeir geta hamið skap sitt þegar þeir sjá útkomuna. Eg ákvað fyrir þessi jól að reyna að ljúka þessu af sem allra fyrst á sem fljódegastan og sársaukaminnstan hátt og láta skeika að sköpuðu. Ég tók mér því ffí í þrjá daga og einbeittí mér alfarið að hugmyndavinnu vegna yfirvofandi jólagjafainnkaupa. Afraksmr- inn var ítarlegur listí með fastmótuðum hugmyndum sem sniðn- ar voru að þörfum hvers og eins. Svo dæmi sé tekið þá ákvað ég að gefa þeim úr fjölskyldunni sem aðhyllast hugmyndafræði Sjálf- stæðisflokksins kjörkassa á hjólum eða fimm kíló af utankjörfund- aratkvæðaseðlum. Framsóknarmönnunum ákvað ég að færa gjaf- sókn fyrir Hæstarétti til að nota þegar úrslit kosninga væru óhag- stæð. Systrum mínum fjórum sem eru skrafhreifnar meira en í meðalhófi ætlaði ég síðan að færa gjafakort hjá talmeinastöðinni þar sem meinið er að þær tala svolítið mikið. Það er skemmst ffá því að segja að öllum þessum ágætu hug- myndum var hafnað á mínu heimili með tíl heyrandi höfuðhreyf- ingum og hnussi sem áttu að tákna megnustu vanþóknun. Eftir á að hyggja hefði ég svo sem átt að vera búinn að læra það af reynslunni að þótt það sé hiklaust mælt með því að gefa per- sónulegar jólagjafir þá þarf einnig að gæta þess að þær verði ekki of persónulegar. Nægir þar að nefna straujárnið sem ég gaf kon- unni ein jólin og sá ekki í heilt ár eða ekki fyrr en ég opnaði pakk- ann frá henni á næstu jólum. Nú eða matreiðslubókinni, Fyrstu skrefin, sem orsakaði heilahristíng hjá sjálfum mér og Bumbuban- ann sem olli hér um bil bflsfysi þegar hann sveif í löngum boga út um gluggann. Svo sagði einhver að það væri sælla að gefa en þiggja! Gísli Einarsson, gefandi.. Ormurinn græni gerir það gott Skagahljómsveit með sína fyrstu plötu og tilnefningu til tónlistarverðlauna worm is green automagic Wormisgreen automagic Hljómsveitínni Worm is Green af Akranesi eða Ormurinn er grænn upp á íslensku er heldur betur að vaxa fiskur um hrygg um þessar mundir því sveitin sem stofnuð var í Fjölbrautaskóla Vestur- Iands á Akranesi fyrir tveimur árum er að gefa út sína fyrstu plötu á næstu dögum. Ekki nóg með það því platan kemur einnig út í Bretlandi þann 4. mars n.k. og í ffam- haldinu í Bandaríkjunum og síðan í Þýskalandi, Frakklandi og fleiri Evrópulönd- um. Síðast en ekki síst fékk plata sveitarinnar, Wormisgreen Automagic, tilnefningu til ís- lensku tónlistarverðlaunanna 2002. Tónlist Worm is green er svokölluð technotónlist og segir Arni Teitur Asgeirsson forsprakki sveitarinnar og aðallagahöfundur að þess háttar tónlist njótí mikilla vinsælda víða um Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. „Platan er fyrst og fremst ætluð fyrir erlendan markað en við höf- um gert fjögurra plötu samning við íslenska útgefandann Thule record. Við sendum þeim demo- upptöku og þetta er útkoman úr því. Það má því segja að það sé allt að gerast akkúrat núna og mun hraðar en maður hefði þor- að að vona. Hvað verður síðan úr þessu öllu saman verður tíminn síðan að leiða í ljós. Við kvörtum allavega ekki eins og er og það er sérstakur heiður fyrir okkur að fá tílnefningu til íslensku tónlistar- verðlaunanna," segir Ami. Auk Árna eru í hljómsveitinni þau Vilberg Hafsteinn Jónsson, Bjarni og Þorsteinn Hannessynir, allir frá Akranesi og söngkonan, Guðríður Ringsted úr Borgar- nesi. Arni segir að hljómsveitin hyggist fylgja plötunni eftir með tónleikum, meðal annars í Iðnó þann 18. des, en þar leika allar hljómsveitírnar á vegum Thule records. „Ég veit ekki hvort við förum eitthvað út en það er í um- ræðunni. Það er mjög mikilvægt að fylgja þessu eftír með tónleik- um og ég vona að það verði nið- urstaðan.“ GE Mótmæla ástandi á Bröttubrekku Á síðasta fundi sveitar- stjórnar Dalabyggðar voru samþykkt samhljóða hörð mótmæli við því ástandi sem er á veginum um Bröttu- brekku. Eins og fram hefur komið í Skessuhomi standa framkvæmdir nú sem hæst á Bröttubrekku og fyrir vikið hefur leiðin oft á tíðum verið torsótt vegna aurbleytu og stórgrýtis sem notað er í veg- fyllingu. Fyrri áfangi áttí að vera tilbúinn fyrir 15 septem- ber með bundnu slitlagi en Ijóst er að það verður ekki fyrr en í vor. GE Stofa 9 B Eins og flestum er kunnugt er óheimilt að hafa uppi áróður á kjörstað en studnum getur áróðurinn verið það dulinn og jafnvel ekki planlagður þannig að hinum glöggskyggnustu kjörstjómm getur yfirsést. Það kom upp á hádegi síðastliðinn laugardag í sveitarstjórnarkosningunum í Borgarbyggð að kjörklefinn, í Grunnskólanum í borgarnesi, var merkmr 9 B sem mátti túlka sem svo að þarna væri B listinn að minna á að hann vildi fá níu bæjarfulltrúa, eða alla sem í boði vora. Um leið og þetta uppgötvaðist var brugðist skjótt við og merkingin á skólastofunni tekin niður. Ekki er búist við að þetta leiði til þess að kosningarnar verði kærðar, en hver veit? GE Deilt um íbúðakaup í A síðasta fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar var samþykkt að standa við samning um kaup á Túnbrekku 12 í Ólafsvík en það hús er í byggingu. Tveir fulltrú- ar minnihlutans greiddu atkvæði á móti en einn sat hjá. Minni- hlutinn lagði þá ffam eftirfar- andi bókun: „Við J listamenn lýsum furðu okkar á tillögu Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn um kaup sveitarfélagsins á vænt- anlegri húseign við Túnbrekku 12. Þetta kemur okkur verulega á óvart í ljósi fyrri stefnu Sjálf- stæðismanna, þar sem þeir hafa ekki viljað taka á sig neinar fjár- hagslegar skuldbindingar gagn- vart heimamönnum í atvinnu- rekstri. Þessi kaup koma líka eins og skrattínn úr sauðaleggn- um í ljósi hinna gríðarlegu erf- Snæfellsbæ iðu skuldastöðu bæjarfélagsins.“ Ásbjörn Óttarsson forseti bæj- arstjórnar lét þá bóka að bæjar- stjóm hefði aldrei neitað að að- stoða nokkurn mann við upp- byggingu atvinnurekstrar. jJVIáhð snýst um það að við fengum erindi á síðasta ári ffá manni sem vildi byggja tvö parhús, þ.e. fjórar íbúðir,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjórir Snæfellsbæjar. „Hann treysti sér ekki í verk- efhið nema bærinn væri tilbúinn að skuldbinda sig til að kaupa eina íbúðina. Við sögðum já til að þurfa ekki sjálfir að byggja fjórar íbúðir enda er húsnæðis- skortur í bænum. Síðan er aldrei að vita nema íbúðin verði keypt áður en hún verður tílbúin og þá mun bærinn aldrei þurfa að eignast hana. Það má deila um hvort þetta sé röng stefha en við vildum með þessu tryggja fram- gang þessa verkefnis.“ GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.