Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2002, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.12.2002, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 jniissunu^ Eins og landsmenn vita er steínt að því leynt og ljóst að reisa Kára- hnjúkavirkjun. Onnur steinan í ó- ráðsíu þeirra sem stjóma er sjókvía- eldi á laxi við austurströnd íslands. Þessar ákvarðanir em ekki miklar að sjá á prenti. En augu almennings verður að opna fyrir raunverulegum afleiðingum þeirra gjöminga sem íramundan er. Hvað mun gerast vegna Kárahnjúka ? Stærstu votlendi Evrópu munu fara undir risavaxið stöðulón. Lónið mun eyða griðarstað fugla og dýra ásamt þeirri fjölbreyttu náttúru og dýrðarsýn sem þar er að finna. Okk- ar villilendur, okkar víðfemi og okk- ar náttúrukyrrð eiga sér engan líka í Evrópu. A meginlandi Evrópu er að finna ferkantaða akra og skipulagn- ingu mannsins hvert sem augum er litið. I þessum skilningi er hlutfall víðfemi og mannfjölda okkur ís- lendingum í hag. Við erum fá í okkar stóra landi. Við megum ekki farga þessu öllu á altari fárra úreltra verksmiðja sem munu seinna verða kaffærðar á leikvelli viðskiptanna. Ensúmunrauninverða þegarKín- verjar byrja að framleiða álið í miklu Kárahnjúkar og laxveiðiámar niagni og í skjóli nýreistra og risa- vaxinna virkjanna sinna. Kínverjar em einmitt örlítdð fleiri en við og geta ekki byggt afkomu sfrta á ferða- mannaiðnaði í sama hlutfalli og við Islendingar. Kárahnjúkar munu hverfa undir stöðulón sem verður á stærð við Suðumesin. Hún verður ekki beint falleg sjónin þegar úreld- ar verskmiðjur munu liggja á víð og dreif um allar sýslur landsins. Hinn pólitíski meðbyr virkjanafram- kvæmda á Austurlandi má rekja til einnar staðreyndar og engrar ann- arrar. Hún er sú að fólkið, íbúar Austurlands, mun aftur fá aukið verðmætamat á húseignir sfitar. I tíð kvótakerfisins var frumburðarrétt- urinn tekinn af þessu fólki ófrjálsri hendi. Byggðir landsins búa ekki lengur yfir sama aðdráttarafli og áður var. Verðmætamati húseigna fylgir lögmálið um eftdrspum. Hús- eignir íbúa á Austurlandi hrundu í verði og í mörg herrans ár hafa margir Austfirðingar leitað leiða við að koma suður eða flýja land en ekki tekist því enginn er kaupandinn á þeirra íbúðarhúsum. Eins og skratt- inn úr sauðalæknum kom sú hug- mynd upp á yfirborðið að reisa álver á Reyðarfirði. íbúar Austurlands Að alast upp aftur OB Ráðgjöf hefur gefið út bók- ina Að alast upp aftur: Annast okkur sjálf, annast bömin okkar. Bókin er efrir Jean Illsley Clarke og Connie Dawson í þýðingu Helgu Ágústsdóttur. Yfirfarið af Sigurði A. Magnússyni. Olafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu-og stjórnunarráðgjaíi og Bjarni Þór- arinsson fjölskyldu-og vímueína- ráðgjafi hjá OB Ráðgjöf hafa hald- ið námskeið á þessu sviði með for- eldra undanfarin ár og segja bók- ina sem frá Hazelden Foundation vera þá bestu uin uppeldi og sjálfsstyrkingu sem þeir hafa kynnst. Bókin er lofuð af sérfræðingum og almenningi hér á landi og þar sem hún hefur komið út. Stefán Karl Stefánsson leikari og stofh- andi Regnbogabama segir í um- sögn sinni „Ef þér þykir vænt um börn lestu þá þessa bók“. I bókinni em kynntar aðferðir sem hafa hjálpað þúsundum for- eldra tíl að sinna foreldrahlut- verkinu. Lögð er áhersla á að les- andinn skilji sjálfan sig betur og mikilvægi þess að hann annist sjálfan sig tíl þess að vera betur í stakk búinn að sinna þörfum barna sinna. Að alast upp aftur veitir upplýs- ingar uin formgerð og næringu sem skiptír svo miklu máli fyrir heilbrigði barna og þroska og einnig er nauðsynlegt fyrir hina fullorðnu. Höfundar bókarinnar miðlar upplýsingum, sem allir uppalend- ur ættu að hafa, um aldur og þroskastíg bama. Þá er fjallað um þarfir samsettra fjölskyldna og ættleiddra barna. I bókinni er einnig tekið á samskiptum para á meðgöngunni, en einnig þegar kemur að okkar síðustu ævidögum og þeim vaxandi vanda sem stafar af ofdekrun bama. (Fréttatilkynning) Til tbúa Borgarbyggðar Með kosningunum síðasta laugardag var bundinn endi á þá óvissu um skipan bæjar- stjórnarinnar í Borgarbyggð sem ríkt hefur ffá því 25. maí sl. Framsóknarflokkurinn í Borg- arbyggð er sigurvegari kosn- inganna með 40,1% atkvæða og fékk 4 bæjarfulltrúa af 9. Framsóknarmenn í Borgar- byggð harma þau óþægindi og kostnað sem sveitarfélagið og í- búar þess kunna að hafa orðið fyrir vegna þeirra mistaka sem urðu til þess að kosningarnar í vor voru úrskurðaðar ógildar. Við frambjóðendur fram- sóknarflokksins viljum þó um- ffam allt þakka íbúum Borgar- byggðar fyrir góða kjörsókn og skilning á því að óhjákvæmilegt var að endurtaka kosningarnar. Jafnframt þökkum við frábæran stuðning og heitum því að leggja okkur fram við störfin í bæjarstjórn og að vinna í sam- starfi við aðra íbúa að framþró- un og umbótum í sveitarfélag- inu okkar. Kolfinna, Jenný, Finnbogi, Þorvaldur. kættust yfir nýrri flóttaleið. Þeir kætast ekki yfir þeim möguleika að fa starf í álveri enda er lítið um at- vinnuleysi á Austurlandi sökum flótta unga fólksins þegar æsku- hreiðrið er yfirgefið fyrir ftillt og allt. Fá ekki allir hroll yfir þessum hrikalegu staðreyndum sem stjóm- völd á Islandi hafa hellt yfir okkur með sínum sjóðvidausu ákvörðun- um ? Ef rétt væri gefið í Sjávarút- vegsráðuneytinu væri ekki að finna þennan pólitíska meðbyr á Austur- landi fyrir málum virkjanafram- kvæmda. Hugsi nú hver fyrir sig. Hvað mun sjókvíaeldi á Islandi leiða af sér ? Algert hrun á villta íslenska laxa- stofninum. Noregur og Skodand sanna þessa staðhæfingu mína. Til að allir geri þessu rétt skil ber að út- skýra eftírfarandi: Sjókvíaeldið á Ausmrlandi er byggt á uppruna norskra laxaseiða. M.ö.o. norskur lax er notaður við uppbyggingu eld- isins. Þegar þessi norski stofn blandast saman við íslenskar ár og ísaldargamlan laxastoffiinn okkar þá hrynur fyrir fullt og allt vistkerfi hins villta íslenska laxastofns. Sama gildir um aðra vatnafiska sem og bleikju og urriða. Silungsveiði mun einnig verða fyrir barðinu á þessu yfirvofandi náttúruslysi. Auðvitað á að ala og geyma hinn norska lax í sjókvíum sem lagðar hafá verið inn á firði fyrir austan land. En íslenskt veðurfar mun sjá tíl þess að slys verða. Sjókvíar þola ekki íslenskt veðurfar, þær munu laskast og norskur lax mun synda um strendur landsins í sinni eðlislegu leit að fersku vatni, íslenskum ám. I Nor- egi hefur líf margra fjarða lagst af, eyðilagst vegna þeirra metralaga af skít sem liggur á botni fjarðanna Þegar þetta gerist verður ekki aftur snúið. Vitnisburður slælegs við- skiptavits okkar ráðamanna kemur ffarn í þeirri einföldu staðreynd að stangveiði-iðnaðurinn er margfalt stærri og umfangsmeiri en sá iðnað- ur sem um ræðir á Austfjörðum. Stangveiði-iðnaðurinn er metinn á allt að 30 milljarða íslenskra króna. Ársverkin skipta hundruðum og því ekki hægt að skilja þessa fyrirædan stjómvalda. Eigendur sjókvíaeldis- ins á íslandi em kvótagreifarnir sem skýrir stefnu stjómvalda í þessu mikilvæga máli. Hvað er til ráða? Hætmm að trúa núverandi stjómarflokkum fyrir nýjum loforð- um. Þá vilja margir segja: Er ekki alls staðar sama bullið? Svarið er sem betur fer nei. Það verður að vera nýhðun í stjómmálum allra landa. Nýliðun í þeim skilningi að ferskir vindar komist að en ekki sveitír ungra manna sem apa allt upp eftír forverum sínum. Reyndar er það mín persónulega skoðun að seta þingmanna mætri ekki vera lengur en 8-12 ár. Það em margir þingmenn sem horfa á þingmanna- semna sem ævistarf og em því greinilega að hugsa fyrst um botn- inn á sér sjálfum þegar kemur að verkum og ffamkvæmdum innan síns ramma. Lýsandi dæmi er sú staðreynd að þingmaður skuli blása ril borgarafundar um leið og eitt- hvað bjátar á hjá honum persónu- lega vegna ósættis í prófkjörsmál- um. Ef rétdæriskennd og skyldu- rækni þessara manna væm í sama hlutfalli og þeirra eigingimi þá er ljóst að blásið hefði verið í herlúðra og kvótakerfinu mótmælt harðlega sem molað hefur í sundur ófá fyrir- tækin og um leið ævistörfin hér á ís- landi. Hvemig er hægt að treysta stjórnmálaflokkum sem geta ekki unnið heiðarlega og lýðræðislega og það innan sinna eigin veggja? Sem betur fer er tfrni gróða- og ófé- lagshyggju senn á enda. Við finnum þetta mörg hver á okkur. Margir em orðnir þreyttír á þessu kapp- hlaupi efnis- og peningahyggju sem smitar allt ffá sér í neikvæðum skilningi. Skilnaðir, sjálfsvíg, fátækt, óregla og fleiri döpur orð eflast við það hyggjuvit sem snýr að efrtis- hyggju og græðgistón þeirra sem stjóma í dag. Af kynnum mínum við Frjálslynda flokkinn hef ég komist í kynni við hóp ungs fólks sem hefur hyggjuvitíð á réttum stað. Frjálsfyndi flokkurinn vill að náttúr- Aldarminning í Ólafsvík Þann 14. desember nk. verða 100 ár liðin síðan Félagsheimilð gamla við Gilið í Olafsvík var vígt. Að því tilefni verður haldin hátíðardagskrá með sögusýningu þann dag kl.19,30 í félagsheimil- inu Klifi Ólafsvík. Minnst verður sögu hússins í máli og myndum og boðnar veitingar Þetta er lokahnykkur- inn í löngu afmælisferli sem staðið hefur yfir allt þetta ár með margs konar hætti s.s. gönguferðum og íþróttamómm. Haldin var svokölluð „Kvöld- stund í minningu Ottós“ en Ottó A. Árnason sem fæddist hér, var umsjónamaður gamla félagsheimilisins í nær 30 ár og mikill frumkvöðull og áttí þátt í mörgum framfaramálum hér í Ólafsvík ásamt því að vera gott skáld. Tvennir tónleikar voru haldnir nú í haust að þessu til- efni, nú síðast með Diddú og Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur. Tvö skákmót voru haldin, nú síðast með nær öllu landsliðinu í skák, tókst það líka vel í alla staði. Einnig komu hingað rit- höfundar og lásu uppúr nýút- komnum bókum sínum. Síðast en ekki síst er hér hinn merki listamaður Páll Guðmundsson frá Húsafelli að gera minnis- merki um Ottó. Það verður stað- sett þar sem gamla félagsheimil- ið stóð við Gilið. Að þessari hátíð standa Fram- farafélag Ólafsvíkur og flest önnur félög í Ólafsvík ásamt á- hugafólki. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) an njótí vafans. Frjálslyndi flokkur- inn vill stuðla að frumburðarétti okkar allra tíl nýtingar á ávöxtum náttúrunnar þ.e. fiskinum okkar. Við berjumst fyrir rétdæti, um- hyggju og hagsæld allra íslendinga. Ef þið viljið frelsi til framtíðar þá er Frjálslyndi flokkurinn svarið. Þakka þeim sem lásu. Gunnar Orlygsson Stuðningsmackir Frjálsyndaflokksins Jón, sem að var 89 ára, var nýgiftur 21 árs gamalli gullfallegri stúlku að nafni Jónu. Eftir brúðkaupið fóru þau heim til sín, en þar sem að Jóna vildi ekki ofgera Jóni ákvað hún að þau skyldu sofa í sitthvoru herberginu. Þegar nokkuð var liðið á nóttina kom Jón inn í herbergið til Jónu og veitti henni rosalega fullnægingu. 15 mín seinna kom Jón aftur inn og sagan endurtók sig. Eftir hálftíma var Jón enn á ferðinni. Það var ekki laust við að Jóna væri hissa á úthaldi gamla mannsins, en sagði þó ekkert. Þegar nokkrar mínútur höfðu liðið, kom Jón enn og aftur inn í sömu hugleiðingum. Þó að Jóna væri uppgefinn, lét hún samt eftir honum að gera það einu sinni enn. Eftir það sagði Jóna við hann : "Ég er mjög hissa á þessari ótrúlegu kynorku þinni, fæstir menn helmingi yngri en þú hafa aðeins orku fyrir eitt skipti, og nú ert þú búinn að gera það með mér þrisvar. Þú ert frábær elskhugi I!" Þá verður Jón hálf vandræðalegur á svipinn, og spyr: "Var ég búinn að koma áður?" Ljóskur -enn og aftur Maður og kona voru hamingjusamlega gift og voru að reyna að eignast bam. Dag einn er karlinn kom heim úr vinnunni tók konan hamingjusöm á móti honum. Hún faðmaði hann og sagðist vera ólétt. Karlinn geislaði af hamingju. Efrir svolida stund sagði konan fleiri fréttrir. Hún var ekki bara ólétt heldur bar hún tvíbura undir beltí. „Hvernig veistu það?“ spurði maðurinn ánægður. „Nú, ég keypti tvær óléttuprufur, prófaði þær báðar og þær voru báðar jákvæðar."

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.