Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 2

Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 UtlUu. Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs kynntur Ami Steinar flytur milli kjördæma Vegur fyrir björgnnar- sveitarbíla Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur nú til umfjöllunar hvort ráðist verði í að endurbyggja veg á milli Skálasnagavita og Ondverðarnesvita sem yrði opinn fyrir björgunarsveita- bíla ef til þarf að taka vegna sjávarháska á þessum slóðum. Fyrir tveimur árum var gerður vegur á þessari leið og kostaði framkvæmdin um 800 þús- und. Vegurinn skolaðist að mestu í burtu vegna sjógangs síðastliðinn vetur en líkur eru taldar á að hann verði endur- byggður enda er talið mikið öryggisatriði að hann sé til staðar. GE Jólaútvarp í Borgamesi Arlegt jólaútvarp unglinga í félagsmiðstöðinni Oðali hóf útsendingar síðastliðinn þriðjudag, en þar er boðið upp á stanslausa dagskrá frá kl. 10.00 til 23.00. Fyrri hluta dagsins eru bekkjatengdir þættir frá yngri bekkjum Grunnskólans í Borg- arnesi en þegar á daginn líður taka unglingaþættir við. Bæj- arfréttir frá fréttastofú Oðals verða alla daga kl. 13.00 og pallborðsumræður verða á föstudaginn kl. 13.00, en þá koma fulltrúar nýrrar bæjar- stjórnar í spjall um bæjarmálin. GE Mikillar eftirvæntingar gætti á kjördæmisráðsfundi Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi sem haldinn var í Munaðarnesi síðastliðinn laugardag þegar að því kom að kynna tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Engar fféttir höfðu borist af störfum uppstill- inganefndar en hinsvegar var fast- lega búist við að Jón Bjarnason al- þingismaður myndi skipa efsta sæti listans og það gekk eftir. Það sem kom flestum á óvart var að Árni Steinar Jóhannsson alþingis- maður í Norðurlandskjördæmi Eystra tæki annað sætið en búist var að hann færi fram í Norðausturkjördæmi. „Við erum með öfluga sveit í Norðaustukjördæmi þar sem við höfum í dag þrjá sitjandi þing- menn, þ.e.a.s. Steingrím J Sigfús- son og Þuríði Backman auk mín, og þegar mér var boðið að flytja mig um set þá leist mér strax vel á þá hugmynd, „ segir Árni Steinar. „Eg er mikill baráttumaður og ég tel að við eigum góða möguleika á að ná inn öðrum manni hér í þessu kjördæmi og það er mjög spenn- andi verkefni. Mín aðaláherslumál hafa verið sjávarútvegsmál og byggðamál og þau eiga ekki síður við hér en í mínu gamla kjördæmi, þannig að ég hef ekki trú á öðru en að ég eigi eftír að finna mig vel í nýju kjördæmi.“ T þriðja sæti listans verður Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri. Listinn í heild sinni lýtur þannig út: 1. Jón Bjarnason alþingismaður, Blönduósi. 2. Ami Steinar Jóhannsson alþing- ismaður, Akureyri. Frá kjördœmisráðsfimdi 3. Lilja Rafhey Magnúsdóttir vara- forseti ASlf Suðureyri. 4. Hildur Transtadóttir landhúnað- arstarfsmaður, Brekku Borgar- fjarðarsveit. 5. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir leik- skólakennari, Sauðárkróki. 6. Eva Sigurhjömsdóttir hótelstýra, Ðjúpuvík, Strandasýslu. 7. Ragnar Elbergsson verkamaður, Gnmdarfirði. 8. Sigrún B. Valdimarsdóttir ferða- þjónustuhóndi, Dæli, Húnaþingi vestra. 9. Halldóra Játvarðardóttir bóndi, Miðjanesi, Reykhólahreppi. 10. Gunnlaugur Haraldsson þjóð- háttafrœðingur, Akranesi. 11. Magnús Jósefsson hóndi, Steinnesi, Austur-Húnavatns- sýslu. 12. Gunnar Sigurðsson jámsmiður, Bolungarvík. 13. Asmundur Daðason búfi'œðingur, Lamheyrum, Dalabyggð. lá.lsak Sigurjón Bragason fram- haldsskólanemi, Borgargerði, Skagafirði. 15. Már Olafsson sjómaður, Hóhna- vík. 16. Guðmundur Ingi Guðbrandsson líffrœðingur, Bníarlandi á Mýr- um, Borgarbyggð. 17. Guðrún Sigurbjörg Guðmunds- dóttir geislafræðingur, Sauðár- króki. 18. Gísli Skarphéðinsson skipstjóri, Isafirði. 19. Halldór Brynjúlfsson bifreiða- stjóri, Borgamesi. 20. Ragnar Amalds rithófundur og fyrrv. alþingism., Reykjavtk. Steingrímur J Sigfússon for- maður VG ávarpaði fundinn og í máli hans kom meðal annars fram að fyrrnefndur ffamboðslisti væri sá fyrsti sem hreyfingin kynnti fyr- ir komandi alþingiskosningar en uppstillinganefndir væru að störf- um um al)t land og yrðu aðrir list- ar kynntir á næstu vikum. Enn- fremur gagnrýndi formaðurinn þá fyrirhyggjusemi annarra stjórn- málaflokka sem væru að stilla því upp að eigin geðþótta um hvað yrði kosið í alþingiskosningunum. Sagði hann kjósenda að stjórna því en flokkanna að leggja ffam sín á- herslumál. GE Skyndileg hálka á vegum veldur umtalsverðu tjóni í umferðinni Sjö umferðaróhöpp í Borgarfirði á laugardag Ein hinna sjö bifreiða sem urðujýrir barðinu á hálkunni á laugardag. Þessi bif- reið valt við Munaðames um miðjan dag á laugardag. Mynd: GE Alls urðu 7 umferðaróhöpp í umdæmi Borgarneslögreglunnar s.l. laugardag. Launhált var á nokkrum stöðum um morguninn en síðan frysti víðar í héraðinu í birtingu. Hálkuna tók síðan upp um miðjan daginn en síðan frysti aftur síðdegis. Að sögn lögreglunnar kemur hálkan sumum ökumönnum alltaf jafn mikið á óvart en þó að tíðin hafi verið óvenju góð hingað til þá megi allir vegfarendur gera ráð fyrir hálkudögum í desember. Snemma á laugardagsmorgun- inn fór fólksbíll út af og valt á Vesmrlandsvegi við Brennistaði. Okumanninn sakaði ekki enda var hann í bílbelti. Stuttu síðar ætlaði ökumaður jeppabifreiðar, með tveimur farþegum í að fara ffam úr tveimur bílum á norðurleið við Laxá í Leirársveit en ekki tókst betur til en svo að jeppinn rann út af veginum í hálkunni, lenti á stóru umferðarskilti og valt síðan nokkr- ar veltur. Okumaðurinn rotaðist og viðbeinsbromaði en farþegana tvo sakaði ekki. Jeppinn var gjör- ónýmr eftir velmna og mikil mildi að ekki fór ver að sögn lögreglu. Er lögreglan var á slysstað þar sem jeppinn fór út af þá fór fólksbíll út af veginum hinu megin við Láxána og hafnaði á hvolfi. Okumanninn í þeim bíl sakaði ekki. Um hádegisbilið fór jeppabif- reið út af Snæfellsnesveginuin við Fíflholt og valt heilan hring. Öku- maðurinn var fluttur á Heilsu- gæslustöðina í Borgarnesi með eymsli í hálsi og baki. Bifreiðin var mikið skemmd og var flutt í burtu með kranabifreið.Um tvöleytið endastakkst fólksbiffeið út af Vesturlandsvegi við Munað- arnes. Okumaðurinn slapp að mesm við meiðsli en var flutmr á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar. Bifreiðin var hins- vegar óökufær. Síðdegis fór fólks- bifreið út af Snæfellsnesveginum við Langá og valt ofan í skurð sem var fullur af vami. Okumanninn sakaði ekki. Töluvert af vami flæddi inn í bifreiðina sem þó reyndist vera ökufær þegar búið var að ná henni affur upp á veginn og losa úr henni vatnið. Um kvöldið missti síðan ungur ökumaður stjórn á bifreið sinni á Böðvarsgömnni í Borgarnesi þannig að bifeiðin rann til og hafnaði á kyrrstæðum bíl og skemmdi hann nokkuð. Farið var með ökumanninn á Heilsugæslu- stöðina þar sem gert var að minni- háttar sámm sem hann hlaut við óhappið. GE Æsku- lýðsmiðstöð í bígerð A síðasta fundi bæjarráðs Snæfellsbæjar mætti til við- ræðna Iþrótta- og æskulýðs- nefnd Snæfellsbæjar en eitt af málefnum fundarins var stofn- un æskulýðsmiðstöðvar í Snæ- fellsbæ. Fram kom á fundinum að vilji bæjarstjórnar væri skýr eins og segir í bókun fundar- ins: „Það er mikill vilji fyrir því að félagsmiðstöð verði að vemleika en það þarf að móta hugmyndina vel þannig að hún heppnist og starf hennar verði skapandi. Einnig var fundarfólk sammála um að ekki sé tjaldað til einnar nætur heldur verði félagsmiðstöð- inni gefinn tími til að þróast og eignast sinn sess í bæjarfé- laginu. „ A fundinum var samþykkt að íþrótta- og æskulýðsnefnd móti starfið í samráði við í- þrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar og bæjarstjóra. Var lögð áhersla á það að vandað verði til allrar undir- búningsvinnu en stefntyrði að því að félagsmiðstöð yrði opn- uð í janúar 2003. GE Ný verkeftii fyrir Fjöliðjuna Þrjú fyrirtæki á Akranesi hafa tekið höndum saman og keypt deild úr fyrirtækinu Formax í Reykjavík og hyggj- ast flytja framleiðsluna á Akra- nes fyrir áramót. Að sögn Magnúsar Magnússonar hjá markaðsskrifstofu Akranes- bæjar sem annast hefur undir- búning verkefnisins er um að ræða lampaframleiðslu sem framleiðir sérstaka vatnsþétta og högghelda lampa fyrir lýs- ingar í flæðilínum í sjávarút- vegi. Nýtt fyrirtæki verður stofnað um framleiðsluna sem væntanlega mun heita Para- lamp. Að verkefninu standa Skaginn hf, Straumnes og Fjöliðjan, vinnustaður fatlaðra á Akranesi. Magnús segir að fyrirtækin þrjú muni hafa með sér verka- skiptingu í lampaframleiðsl- unni. Fjöliðjan mun annast samsetningu, Skaginn sér um markaðsmálin og Straumnes um vöruþróun ofl. Skrifað hefur verið undir bindandi kauptilboð með fyr- irvara um áræðanleikamat og er stefnt að því að ganga frá kaupunum 20. desember og hefja framleiðslu fyrir áramót. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.