Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 5

Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 5 ^ntasum/... Framtíð Sements- verksmiðjunnar á Akranesi Alyktun fráVA Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á síðasta fundi Stóriðjudeildar Verka- lýðsfélags Akraness: „Fundur í stjórn Stóriðju- deildar Verkalýðsfélags Akra- ness, haldinn 26. nóv. 2002, lýsir yfir þungum áhyggjum af rekstrarvanda Sements- verksmiðjunnar. Sements- verksmiðjan hefur í áratugi gegnt mikilvægu hlutverki í atvinnulífi Akraness. Það er skoðun stjórnar Stóriðjudeildar Verkalýðsfé- lags Akraness, að Sements- verksmiðjan sé ekki í sam- keppni á jafnréttisgrundvelli, þar sem stórfyrirtæki í Dan- mörku flytur inn og selur sement á verði sem er langt undir kostnaðarverði. Islensk stjórnvöld verða að grípa til viðeigandi ráðstafana, til að koma í veg fýrir að danski sementsrisinn geti lagt Sem- entsverksmiðjuna að velli, og um leið gert tugi manna at- vinnulausa. Það er augljóst, að til lengri tíma litið er það ekki hagur íslenskra neyt- enda, að Danir komi sér hér upp einokunaraðstöðu og stjórni verðlagningu á sem- enti. Afleiðingarnar þess verða tvímælalaust þær að sementsverð mun hækka verulega. Þjóðhagslegur ávinningur af Sementsverksmiðjunni er mikill. Hráefni verksmiðj- unnar eru íslensk og sá mikli brennsluhiti sem notaður er við framleiðsluna gefur möguleika á að nýta orkurík úrgangsefni eins og olíu, hjólbarða, og plast. Allt er það orkuríkur iðnaðarúr- gangur, sem við framleiðslu á sementi er hægt að eyða án þess að það berist út í and- rúmsloftið. Slík starfsemi sparar íslenska þjóðarbúinu mikla peninga. Það er því enginn vafi á að hlutverk Sementsverksmiðjunnar er þjóðhagslega hagkvæmt þeg- ar á heildina er litið. Það er augljóst að stjóm- völd verða að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynleg em til að Sementsverksmiðj- an geti haldið áfiram rekstri. Það er pólitísk ákvörðun að Sementsverksmiðjunni verði gert kleift að starfa á- fram. Akurnesingar munu fylgjast grannt með við- brögðum stjórnmálamanna við þessum vanda.“ Sveitarstjómarkosningamar í Borgarbyggð um helgina Lidar breytingar á kjörsókn og fylgi Eins og ffarn kemur á forsíðu blaðsins í dag bætti Framsókn við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnar- kosningunum á laugardag. Það sama gerði Borgarbyggðarlistinn en Sjálfstæðisflokkur tapaði. Breytingin varð sú að fjórði niaður Sjálfstæðisflokks, Magnús Guð- jónsson fer út, en inn kemur Kolfinna Jóhannesdóttir fjórði maður Framsóknarflokks. Kjörnir bæjarsfulltrúar em því: Asþór Ragnarsson(L), Ásbjörn Sigur- geirsson (D), Björn Bjarki Þor- steinsson (D), Finnbogi Leifsson (B), Finnbogi Rögnvaldsson (L), Helga Halldórsdóttir (D), Jenný Lind Egilsdóttir (B), Kolfinna Þ. Jóhannesdóttir (B), Þorvaldur T. Jónsson (B). Kemur ekki á óvart „Þessi úrslit koma sér í sjálfu sér ekki mikið á óvart þótt það séu á- kveðin vonbrigði að tapa fjórða manninum,“ segir Helga Hall- dórsdóttir oddviti Sjálfstæðis- manna. „Við vissum að Framsókn- armenn myndu leggja ofuráherslu á að ná inn fjórða manninum. I vor stóð baráttan náttúrulega um fjórða framsóknarmanninn og annan mann á Borgarbyggðarlista en okkar var sigurinn í vor og við bætmm við okkur það miklu fylgi ffá 98 að við áttum von á að það myndi dala eitthvað núna. Við munum hinsvegar að sjálfsögðu una þessum úrslimm og halda á- fram því sem við erum kjörin til, að stjórna þessu bæjarfélagi eins vel og við gemm. Við emm áffam í meirihluta og það er það sem við stefndum að.“ Helga segir at- hyglisvert þegar rýnt er í tölumar að Borgarbyggðarlist- inn bæti við sig nánast sama fjölda atkvæða og Sjálf- stæðismenn tapa en auðum atkvæðum og ógildum fækki urn sem nemur fylgisaukningu Framsóknarmanna. „Framsóknarmenn virðast vera að skila sér heim í þeim at- kvæðum. Þetta var eitthvað sem menn átm kannski von á en það var spurning um hvar níundi bæjarstjórnarmaðurinn myndi lenda.“ Skýr niðurstaða „Réttlætinu er loksins fullnægt. Það er komin skýr niðurstaða og það er ekki verra að hún er okkur í hag,“ segir Þorvaldur Tómas Jónsson oddviti Framsóknar- manna. Aðspurður um hvort rétt- lætið sé ekki að koma niður á röngum stað, þar sem fjórði bæjar- stjórnarfulltrúinn er tekinn af Sjálfstæðisflokki en ekki Borgar- byggðarlista segir hann að svo sé ekki. „Kjósendur eru náttúrulega að segja sitt álit. Kjörskráin hefur eitthvað breyst og einhverjir voru að kjósa núna sem kusu ekki í vor og svo framvegis þannig að auðvit- að hlaut þetta eitthvað að færast til en þetta er eðlileg niðurstaða að mínu mati.“ Þrátt fýrir sigur Framsóknar- manna heldur meirihlud Sjálf- stæðisflokks og Borgarbyggðar- lista velli og því er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort kærumálin hafi verið ómaksins virði. „Þetta breyt- ir auðvitað mjög miklu fýrir okkur í minnihlutanum. Við emm að bæta við okkur manni og fá þama inn reynda og öfluga sveitarstjórn- armanneskju, sem er Kolfinna Jó- hannesdóttir og ég held að þetta verði til að styrkja okkar málflutn- ing, tvímælalaust og vonandi auka áhrif okkar í bæjarstjórn. Mikill léttir „Ég er fyrst og ffemst ánægður með að kosningum skuli loksins lokið svo fremi að enginn nýti sér kærufrestinn. Það er mikill léttir“ sagði Finnbogi Rögnvaldsson oddviti Borgarbyggðarlista. „Það sem kemur í sjálfu sér mest á óvart er hvað úrslitin eru svipuð og síðast. Kosningaþátttaka er nánast sú sama, utankjörfundar- atkvæði jafii mörg og í raun ótrú- lega lítil tilfærsla. Það má segja að allir hafi unnið. Meirihlutinn bætti við sig nokkrum atkvæðum og minnihlutinn nokkuð fleiri. Það er hinsvegar frekar leiðinlegt að meirihlutinn skuli verða fýrir mannfalli í byrjun kjörtímabils en það þýðir ekki að gráta það.“ Finnbogi segir hinsvegar að hlutfall meiri- og minnihluta skipti ekki öllu máli þar sem þokkaleg sátt ríki í bæjarstjórninni í heild. „Okkur hefur gengið mjög vel að vinna saman og það má segja að bæjarstjórnin hafi meira og minna unnið sem einn meiri- hluti og ég vona að svo verði á- ffam.“ GE Amerískar heilsudýnur sem aldrei þarf að snúa við! ítölsk svefn- herbergishúsgögn *r R Dýnur með tvöfalt pokafjaðrakerfi hcilsudýnukertlð er sjálfstætt gormakcrfi þar scm hvcr gormur situr í vasa og er algerlega sjálfstæður. Þess vcgna: 1. Lagar dýnukerfíð sig aIgerlega að líkamanum og veitir þar af leiðandi fultkominn stuðning. 2. Þyngdannunur cinstaklinga skiptir engu máli. 3. Hrcyfíng og truflun milli einstaklinga er í lágmarki.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.