Skessuhorn - 11.12.2002, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002
jALðJUnu...
Frábærtjólasalat
Egill Kristjánsson mat- Salatlögur:
reiðslumeistari á sveitasetrinu 1 dl. majónes
Grímsá í Borgarfirði gefur 4 msk. rifin piparrót
okkur uppskrift að jólasalati, 2 msk. Dijon sinnep
þegar óðum styttist í jólin 2 tsk. sojasósa
með tilheyrandi kræsingum. 2 msk.hunang 1/6 tsk. mulin svartur pipar
Frábært jólasalat: Aðferð:
Hráefni: Hvítkálið og rauðlaukurinn
hálfur hvítkálshaus, skorið í strimla ásamt rauðróf-
tvö stykki rauðlaukar, unum.
100 gr. rauðrófusneiðar Salatlögurinn blandaður sam-
(niðursoðnar), an við, látist standa í kæli í 2
50 gr. parmesan ostur tíma Borið fram með öllum jóla- mat. ( Salatið geymist í 14 daga í kæli.)
I sveitarstjórnarkosningunum
í Borgarbyggð síðastliðinn laug-
ardag var Kolfinna Jóhannes-
dóttir í Norðtungu kjörin á ný í
bæjarstjórn eftir sex mánaða fjar-
veru. Hún sat í bæjarstjórn fyrir
Framsóknarflokkinn allt síðasta
kjörtímabil og var lengst af odd-
viti minnihlutans. Fyrir kosning-
arnar í vor skipaði hún fjórða
sætið á listanum og náði ekki kjöri fyrr en í uppkosningunum nú
um helgina þegar Framsóknarflokkurinn vann kosningasigur.
Nafri: Kolfmna Jóhannesdóttir
Fceðingadagnr og ár: 21. október 196 7
Starf: Framkvæmdastjóri hjá Nepal hugbúnaði
Fjölskyldiihagir: Maðurinn minn heitir Magnús Skúlason og við
eigum þrjá syni Skúla, Magnús ogjóhannes.
Hvemig bíl áttu? lsuzu Trooper
Uppáhalds matur: Lambakjötið stendur alltaffyrir sínu.
Uppáhalds drykkur: Mjólk en drekk trúlega meira af kaff.
Uppáhalds sjónvarpsefn: Fréttir.
Uppáhalds sjónvarpsmaður: Jón Arsœll.
Uppáhalds leikari innlendur: Orn Amason.
Uppáhalds leikari erlendur: Nicholas Cage.
Besta bíómyndin: Lord ofthe rings.
Uppáhalds íþróttamaður: Jón Arnar Magnússon.
Uppáhalds íþróttafélag: Skallagrímur.
Uppáhalds stjórnmálamaður: Guðni Agústsson.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni? Hlynnt.
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Veit ekki.
Uppáhalds rithöfiindur: Steinunn Jóhannesdóttir er mér minnisstœð.
Hvað melurðu mest ífari annarra? Traust og skilnmg.
Hvaðfer mest í taugarnar á þér ífari annarra? Eiginleikar fólks
fara sjaldnast í taugamar á mér.
Hver þinn helsti kostur? Þetta œttu aðrir að dæma um.
Hver er þinn helsti ókostur? Að sjá ekki ókostina hjá mér.
Nií ert þú komin í sveitarstjóm á ný eftir 2 tilraunir, var bar-
áttan þess virði? Hiklaustjá.
Hver eru þín helstu áherslumál í nýrri sveitarstjóm? I þeiiri stöðu
sem við erum nú þá tel égþað vera fjármálin og hvemig unnið verði úr
þeim málum. Það er verkefni sem ekki verður lokið við á einu ári.
Atvinnumálin og fræðslumálin em mér hugleikin en öll málefni sem
sveitarstjóm lætur sig varða haldast meira og minna í hendur ogþannig
verður að vinna að málum. Ein stoðin styður aðra.
A síðasta kjöttímabili varst þú meðal annars þekktfyrir að bóka
mikið á bæjarstjómar og bæjarráðsfundum. Koma fundargerð-
imar til með að lengjast mikið þegar þií ett komin á ný í sveit-
arstjóm? Það er algengt að sveitarstjómarmenn bóki afstöðu sína til
einstakra mála, ég held að þetta tal um mínar bókanir einkennist af
tninnimáttarkennd ef eitthvað er. Eg teldi þaðfremur jákvætt effimd-
argerðimar lengdust frá því sem nú er hvott sem er af mínum völdum
eða annarra.
Kveikt á jólatrénu á Akratorgi
Síðastliðinn sunnudag voru jólaljósin tendruð á Akratorgi að viðstöddwn jjölmörgum bæjarbúum. Semjyrr erjólatréið
gjöfjrá vinabæ Akraness í Da?imörku, Tönder. Skólahljómsveit Akraness lék nokkur jólalög áður en Ijósin voru tendmð.
Að því loknu mættu jólasveinamir á svæðið ogfierðu bómunum góðgæti lír pokum sínum. HJH
Ólafsvík
Bóklestur undir Jökli
Það var góður hópur íslenskra
rithöfunda sem kom til Olafs-
víkur sl fimmtudag. Þó veður
væri bæði vott og hvasst þá létu
þessir höfundar það ekkert á sig
fá héldu sínu striki og lásu úr
sínum bókum á svokölluðu
„Bókmenningarkvöldi undir
Jökli“. Það voru alls sex rithöf-
undar sem komu en það voru
þeir Þórarinn Eldjárn sem las úr
bók sinni Eins og vax, Gerður
Kristný úr bókum sínum Eg veit
þú kemur og Þjóðhátíð í Vest-
manneyjum 2002. Þá las Kol-
brún Bergþórsdóttir úr bók
sinni Tilhugalíf - Jóns Baldvins
og Guðjón Friðriksson las upp-
úr bók sinni Jón Sigurðsson
ævisaga. Þá má ekki gleyma
tveimur góðum höfundum úr
Olafsvík þeim snjalla rithöfundi
Stefáni Mána en hann las úr
bók sinni ísrael - saga af manni
og Jóhannesi Ragnarssyni sjó-
manni og fv. formanni Verka-
lýðsfélags Snæfellsbæjar. Þetta
er fyrsta bók hans og heitir hún
Er æxlið illkynja, Islendingasög-
ur hinar nýrri. Vel var mætt í
Félagsheimilið Klif í Ólafsvík til
að hlýða á hina góðu höfunda
lesa en í hléi buðu Lions konur
uppá bæði vöfflur með rjóma og
heitt kakó. Það var Þorgrímur
Þráinsson rithöfundur og Ólsari
sem kom með hina góðu gesti
og sá um framkvæmdina en hún
var í boði Framfarafélags Olafs-
víkur og Lista og menningar-
nefndar Snæfellsbæjar. Að sögn
forsvarsmanna er ætlunin að
endurtaka þennan lið að ári.
PSJ
Staðarhólskirkja í Dölum:
Fjölmennt í aðventumessunni
Kveikt á jólatré við Skriðuland
Þeir héldu á kertunum, Andri Freyr Gunnarsson, Tómas Axelssm, Kristinn
Bogason og Hlynur Snær Sæmundsson. Mynd: G. Bender
Það voru margir sem lögðu
leið sína á aðventumessu sem
var haldin í Staðarhólskirkju á
laugardagskvöldið. Séra Ingi-
berg J. Hannesson þjónaði fýrir
altari en nemendur Grunnskól-
ans á Tjarnarlundi sungu og
spiluðu við messuna. Kór nem-
enda, allir nemendur skólans,
sungu jólalög. A eftir messuna
var öllu boðið í kaffi, kakó og
kökur.
Sama dag og aðventumessan
var, var kveikt á jólatré við
verslunina Skriðuland, en þá
voru það nemendur tónlista-
skólans á Reykhólum sem spil-
uðu og jólasveinar komu í
heimsókn. „Við erum búnir að
vera með nokkrar uppkomur
hérna í desember, handverks-
hópurinn Bolli var hérna og
síðan vera ýmsar óvæntar uppá-
komur um helgar fram að jól-
um„ sagði Dóróthea G. Sig-
valdadóttir verslunareigandi á
Skriðulandi, í samtali við
Skessuhorn en jólatréð stendur
rétt hjá búðinni og sést víða um
sveitina. G.Bender