Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Síða 2

Skessuhorn - 02.05.2003, Síða 2
2 FOSTUDAGUR 2. MAI 2003 UHtJJUtlU... Glæsilegir mótorfákar drógu að sér hundruö gesta í Borgamesi á fimmtudag. Mynd:RBG Velheppnuð vélhjólasýning Bifhjólafjélag Borgarfjarðar, Raftarnir, hélt veglega bifhjóla- sýningu í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi á sumardaginn fyrsta en þetta er annað árið í röð sem félagið stendur fyrir viðburði af þessu tagi. Flest vélhjólauinboð landsins tóku þátt í sýningunni sem þótti hin glæsilegasta. Ekki spillti heldur yfirbragði sýningarinnar að yfir fimmtíu félagar úr Bifhjóla- samtökum Lýðveldisins, Snigl- unum, riðu mótorfákum sínum upp í Borgarnes og fögnuðu sumri með leðurklæddum fé- lögum sínurn í Borgarfirðin- um. Sumri fagnað í Hólminum I Stykkishólmi var mikið að gerast eins og annars staðar á sumardaginn fyrsta. Hjá leik- skólanum var opið hús, Lions- klúbburinn var með kaffisölu, leirlistasýning var í grunnskól- anum, golfmót og félagið Embla var með Vorvöku í Tónlistarskólanum sem hófst kvöldið áður. Dagurinn hófst með opnum degi hjá Leikskólanum þar sem afrakstur vetrarstarfsins var sýndur. Það var af ýmsum toga eftir aldri, þroska og áhugasviði barnanna. Þá voru börnin með söngstundir hvert á sinni deild og buðu gestum að þiggja veit- ingar að því loknu. Verkefni barnanna vöktu mikla og verð- skuldaða athygli og voru þau að vonum ánægð með daginn. KJ Akraneshöfh Tveir nýjir kranar Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum nýverið að fela yf- irhafnarverði að ganga frá pöntun á tveimur krönum auk þess að kaupa dælustöð fyrir annan þeirra. Aædaður kostn- aður við kranana er ríflega 2,6 milljónir. Um er að ræða krana með um 1 tonn lyftigetu og 7 metra armi. HJH Fullkomin aðstaða fyrir ferðamenn við Hraunífossa Auk annarra mannvirkja við Hraunfossa hefitr verið komið upp veglegu upp- lýsingaskilti. Mynd: GE Síðastliðinn þriðjudag voru formlega teknar í notkun end- urbætur við áningarstaðinn Hraunfossa í Borgarfirði. Framkvæmdir hófust að til- stuðlan Ferðamálaráðs árið 1995 og var þá byggt nýtt bíla- stæði við þennan fjölsótta ferðamannastað. Fyrir um þremur árum var komið fyrir hreinlætisaðstöðu og byggður útsýnispallur við Hraunfoss- ana. I vor var síðan komið fyr- ir þjónustuhúsi þar sem verður greiðasala, minjagripir ofl. Einnig hafa verið gerðir göngustígar um svæðið, bíla- stæði afmörkuð og gerður út- sýnispallur við Barnafoss. Framkvæmdirnar voru í hönd- um Ingólfs Jóhannssonar skrú- garðyrkjumeistara og Þor- steins Guðmundssonar véla- verktaka. Markmmiðið með fram- kvæmdunum við hraunfossa var fyrst og fremst að vernda umhverfið og auka öryggi Á degi Umhverfisins, síðast- liðinn fösmdag, fékk Lýsuhóls- skóli í Snæfellsbæ afhentan svo- kallaðan grænfána. Grænfáninn er fjölþjóðleg umhverfisviður- kenning og hefur stýrihópur Grænfánans á Islandi ákveðið að Lýsuhólsskóli fái heimild til þess að flagga Grænfánanum næstu tvö árin. Þetta er viðurkenning fyrir vinnu skólans að umhverf- ismálum og að öll skilyrði vegna fánans hafi verið uppfyllt. Lýsu- hólsskóli er finunti skólinn hér á landi sem hlýtur Grænfánann og annað sveitarfélagið á Vestur- ferðamanna.Við athöfn við Hraunfossa á þriðjudag kom fram að áníðsla landsins hafi verið það mikil að gróðureyð- ing á bökkum árinnar hafi ver- ið kominn á hættustig. Á þriðjudaginn var einnig undir- landi á eftir Andakílsskóla í Borgarfirði. Umhverfisnefnd Lýsuhóls- skóla veitti Grænfánanum við- töku við fjölmenna athöfn á föstudaginn. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars var kynnt starf nemenda í umhverfisfræðslu í sumar. Meðal annars sýndu nemendur endurvinnslu úr pappír en það sem án efa vakti mesta athygli voru virkjunar- framkvæmdir í bæjarlæknum á Lýsuhóli. Eitt af verkefnum vetrarins í umhverfisfræðslu var ritað samkomulag milli Ferða- málaráðs og Borgarfjarðar- sveitar þar sem sveitarfélagið tekur að sér allt viðhald á þeim mannvirkjum sem Ferðamála- ráð hefur látið koma fyrir á svæðinu. GE bygging stíflu í læknum og fengu nemendur síðan að spreyta sig á að reikna út hversu mikla raforku væri hægt að framleiða ef stíflan yrði virkjuð. Þá smíðuðu þeir vatnshrút sem hægt er að nota til að dæla vami á leikvöllinn við skólann. Full- trúar Landverndar, mennta- málaráðuneytisins og umhverf- isnefndar Alþingis voru við- staddir athöfnina í Lýsuhóls- skóla á föstudag og vöktu fjöl- breytt og frumleg umhverfis- verkefni nemenda verðskuldaða athygli gestanna. GE Vesturland 2003 Ferðabæklingurinn Vestur- land 2003 kernur út um þessi mánaðarmót apríl/maí og er með svipuðu sniði og undanfar- in ár. Þar koma ffarn helstu at- riði hvers svæðis á Vesturlandi, fróðleikur, sögur, afþreying og fleira í þeim dúr. Bæklingurinn verður kynntur á Ferðatorgi 2003 sem haldið verður í Vetr- argarði Smáralindar 2.-4. maí næstkomandi. En á Ferðatorgi 2003 geta fyrirtæki og einstak- lingar komið og kynnt sér þá valmöguleika sem boðið er uppá á Islandi. Bæklingurimt verður borinn út til eigenda sumarhúsa á Vesturlandi auk þess sem hann verður á bensínstöðvum, upp- lýsinga- og kynningarmið- stöðvum og öðrum almenn- ingsstöðum um allt land. Atkvæðin taliní Borgamesi Uin tuttugu manns munu sinna því verki að telja atkvæð- in í NV-kjördæmi í komandi Alþingiskosningum og rnunu þau gera það í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Að sögn Gísla Kjartanssonar, formanns yfir- kjörstjórnar, má búast við að talningin taki lengri tíma en áður. „Það er miklu meiri vinna í kringum þetta en verið hefur vegna stækkunnar umdæmis- ins. Meiningin er að flogið verði með atkvæðin frá Vest- fjörðum en annars verða þau keyrð frá öðrum stöðum. Það má alveg búast við því að við verðum eitthvað lengur fram- eftir en venjulega.“ Gísli sagði að talningi hæfist klukkan 18 á kjördag og fljótlega eftir að kjörstöðum lokaði mætti vænta þess að fyrstu tölur yrðu lesnar. HJH Flutningar UKV Upplýsinga- og kynningar- miðstöð Vesturlands eða UKV er þessa dagana að flytja starf- semi sína frá Brúartorgi og yfir í Hymuna. UKV annast fjöl- breytta þjónustu við ferða- menn og ferðaþjónustuaðila. Þar verða til sölu minjagripir og handverk sem framleitt er á Vesturlandi, bækur, póstkort, landakort og fleira. Þar er hægt að fá upplýsingabæklinga frá ferðaþjónustuaðilum á Vestur- landi og aðra helstu bæklinga frá öðrum landshlutum. Bæk- lingana er hægt að nálgast á opnunartíma Hyrnunnar. pjr Hluti nemenda úr Lýsuhólsskóla með Grænfánann eftirsótta. A innfelldu myndinni má sjá vatnshrútinn og stífluna Lýsuhólsskóli hlýtur Grænfánann Virkjunarframkvæmdir hluti af umhverfisnáminu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.