Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Page 17

Skessuhorn - 02.05.2003, Page 17
3. maí kl. 13-1 Laugardaginn 3. maí verður nám, líf og starf í háskólaþorpinu kynnt. Umsækjendur, velunnarar háskólans og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að heimsækja háskólaþorpið Bifröst. Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið og léttar veitingar. • Allar deildir Viðskiptaháskólans verða með kynningu og bjóða umsækjendum og öðrum áhugasömum aðilum upp á viðtöl við deildarstjóra, námsráðgjafa og kennara. • Kynnt verður nám, námsefni, verkefnavinna í tengslum við atvinnulífið, möguleikar til framhaldsnáms og störf að námi loknu. • Nemendur kynna vinnslu verkefna, nám og störf á Bifröst. • Viðskiptadeild kynnir sérstaklega fyrirhugað meistaranám við skólann. • Nemendagarðar Viðskiptaháskólans sýna íbúðir, herbergi og aðra aðstöðu. • Upplýsingamiðstöð háskólans sýnir upplýsingaöflun og nýtingu gagnagrunna. • Líkamsræktarstöð og baðsvæði verða opin gestum. • Leikskólinn Hraunborg sýnir aðstöðu og leikskólastjóri verður til viðtals. • Kaffi Bifröst býður upp á frítt kaffi og vöfflur fyrir gesti og gangandi. • Skólafélag Viðskiptaháskólans kynnir starfsemi slna og hagsmunamál nemenda. Afgreiðsla umsókna er hafin en umsóknarfrestur er til 10. júni. Þeir sem hyggja á nám við háskólann eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað eru á vef Viðskiptaháskólans eða í síma 433-3000. VIÐSKIPTAHASKOLINN BIFRÖST

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.