Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 17
3. maí kl. 13-1 Laugardaginn 3. maí verður nám, líf og starf í háskólaþorpinu kynnt. Umsækjendur, velunnarar háskólans og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að heimsækja háskólaþorpið Bifröst. Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið og léttar veitingar. • Allar deildir Viðskiptaháskólans verða með kynningu og bjóða umsækjendum og öðrum áhugasömum aðilum upp á viðtöl við deildarstjóra, námsráðgjafa og kennara. • Kynnt verður nám, námsefni, verkefnavinna í tengslum við atvinnulífið, möguleikar til framhaldsnáms og störf að námi loknu. • Nemendur kynna vinnslu verkefna, nám og störf á Bifröst. • Viðskiptadeild kynnir sérstaklega fyrirhugað meistaranám við skólann. • Nemendagarðar Viðskiptaháskólans sýna íbúðir, herbergi og aðra aðstöðu. • Upplýsingamiðstöð háskólans sýnir upplýsingaöflun og nýtingu gagnagrunna. • Líkamsræktarstöð og baðsvæði verða opin gestum. • Leikskólinn Hraunborg sýnir aðstöðu og leikskólastjóri verður til viðtals. • Kaffi Bifröst býður upp á frítt kaffi og vöfflur fyrir gesti og gangandi. • Skólafélag Viðskiptaháskólans kynnir starfsemi slna og hagsmunamál nemenda. Afgreiðsla umsókna er hafin en umsóknarfrestur er til 10. júni. Þeir sem hyggja á nám við háskólann eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað eru á vef Viðskiptaháskólans eða í síma 433-3000. VIÐSKIPTAHASKOLINN BIFRÖST

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.