Skessuhorn - 20.04.2005, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005
Engey væntanleg í byrjun maí
Umferðaróhapp
á Mýrum
BORGARBYGGÐ: Bandarísk
hjón lentu í umferðaróhappi á
Snæfellsnesvegi við Amarstapa
á Mýrum síðdegis á sunnudag.
Hjónin voru að koma að vestan
og ók konan bílnum en eigin-
maðurinn svaf í framsætinu.
Konan missti bílinn út af í
beygju móts við Arnarstapa.
Bíllinn rann síðan um 90 metra
utan vegar þar til hann lenti á
moldarbarði og tókst þar á loft
og flaug um 45 metra og lenti
síðan harkalega en án þess að
velta. Farþeginn lenti með höf-
uðið í framrúðunni og rotaðist.
Var talið að hann hefði hlotið
alvarleg háls- og höfúðmeiðsli
og var hann fluttur með þyrlu
Landhelgisgæslunnar til
Reykjavíkur. Ökumaðurinn
slapp án teljandi meiðsla.
Se
Idolstjömur
REYKHÓLAR: Mikið verður
um að vera í Reykhólasveitinni
á sumardaginn fyrsta. Að venju
verður haldinn hefðbundinn
BarmahHðardagur þar sem íbú-
ar hjúkrunar- og dvalarheimil-
isins Barmahlíðar á Reykhólum
taka á móti gestum. A dag-
skránni í Barmahlíð að þessu
sinni verða tónleikar kórsins
Litlu flugunnar og harm-
ónikkufélagsins Nikkólínu.
Að Barmahlíðardagskránni lok-
inni tekur við tónlistarveisla í
nýju íþróttahúsi á Reykhólum
þar sem Idolstjörnumar Helgi
Þór frá Isafirði og Heiða ffá
Hólmavík, sem hafnaði í öðra
sæti keppninnar að þessu sinni,
munu láta ljós sitt skína.
Se
Skrópa þrjá
tíma á viku
FVA: A dögunum voru birtar
niðurstöður um árangur nem-
enda Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á síðastfiðinni haustönn.
Tölumar eru svipaðar og síð-
ustu ár og kemur þar m.a. fram
að um helmingur allra nem-
enda við skólann féll í a.m.k.
einum áfanga. Hinsvegar var
mæting nemenda mun slakarí
en fyrri ár, eða um 89%. Það
jafngildir því að meðaltals nem-
andi sé fjarverandi í a.m.k. 3
kennslustundum á viku. Mun
skólastjóm vinna að því á næst-
unni að koma í veg fyrir svo
slaka mætingu á næsta skólaári.
-þgb
Hagyrðingar í
Hólminn
STYKKISHÓLMUR: Vor-
vaka félagsins EMBLU Stykk-
ishólmi verður haldin miðviku-
daginn 4. maí nk. klukkan
20.00 í Félagsheimili Stykkis-
hólms. Þar mun Gísli Einars-
son stjóma hagyrðingakvöldi
þar sem ýmsir hagyrðingar
víðsvegar af landinu munu leiða
saman hesta sína.
-?nm
Engey RE 1, hið nýja og stóra
uppsjávarskip HB Granda, er vænt-
anlegt til landsins í byrjun maí en
skipið hefur undanfarna mánuði
verið í Gdynia í Póllandi. Þar hefur
farið ffam mikil vinna við að endur-
nýja og yfirfara ýmsan búnað í skip-
inu og verkið allt miðað við það að
útbúa skipið sem best til uppsjávar-
veiða. Til að mynda er allur
vinnslubúnaður skipsins nýr með
tuttugu lóðréttum ffystitækjum og
sjö VMK síldarflökunarvélum. All-
ar mannaíbúðir í skipinu era nýjar
og starfsmannaðstaðan í skipinu
verður ein sú besta sem völ er á í ís-
lensku fiskiskipi.
HB Grandi festi kaup á skipinu
þann 1. október á s.l. ári. Skipið er
Síðastliðinn miðvikudag var
kveðinn upp í Héraðsdómi Vestur-
lands dómur í máli sem Fjóla Bene-
diktsdóttir höfðaði gegn Dala-
byggð og Lífsvali ehf vegna kaupa á
jörðinni Stóra - Skógi í Dalabyggð.
Forsaga málsins er á þann veg að
í mars 2004 ákváðu Fjóla Bene-
diktsdóttir og mágur hennar Hlyn-
ur Þór Benediktsson að selja Stóra -
Skóg sem hafði verið í eigu þeirra
um árabil. Kaupendur vora Ursula
og Ralp Doppler en þau höfðu
einnig handsalað kaup á Skógskoti
sem er aðliggjandi jörð og var í eigu
Guðmundar Ólafssonar og Gróu
Sigvaldadóttur. Sveitarstjórn Dala-
byggðar ákvað hinsvegar á fundi
sínum þann 13. apríl 2004 að neyta
forkaupsréttar samkvæmt heimld í
þágildandi jarðalögum. Þann 16. á-
gúst sama ár gerði Dalabyggð síðan
kaupsamning við Lífsval ehf um
sölu á jörðunum Stóra - Skógi og
Skógskoti. I kaupsamningnum um
Stóra - Skóg var sett það skilyrði að
kaupandi hæfi mjólkurffamleiðslu á
jörðunum tveimur sem miðaðist
við 400.000 lítra mjólkur á ári.
Vélhjólasýning Raftanna, Bif-
hjólafjélags Borgarfjarðar, sem
haldin hefur verið síðastliðin 3 ár á
sumardaginn fyrsta fellur niður í ár.
Astæðan er sú að ekki var hægt að
halda hana í Iþróttamiðstöðinni í
Borgarnesi vegna álags á ný gólf-
efhi sem þar era. „Ekki fékkst ann-
smíðað á Spáni 1994 og er 105
metra langt og 20 metra breitt. Við
þær breytingar sem áður er lýst
verða ffystiafköst skipsins um 200 -
Samkvæmt samningnum var sveit-
arstjórn Dalabyggðar heimilt að
fella samninginn úr gildi einhliða
yrði ekki staðið við það skilyrði. Þá
var kveðið á um að Dalabyggð væri
heimilt að krefja kaupanda um
2.800.000 krónur fyrir fjármagns-
kostnað vegna kaupa sveitarfélags-
ins á jörðinni.
Fyrri eiganda, Fjólu var í ffam-
haldi boðið að neyta forkaupsréttar
á jörðinni á forsendum kaupsamn-
ings við Lífsval þar sem hún er
einnig eigandi jarðarinnar Alf-
heima. Þau sættu sig ekki við fyrr-
nefhd skilyrði m.a. vegna þess að
þau gætu ekki náð markmiðum um
mjólkurframleiðslu á jörðinni
Skógskoti enda væri sú jörð ekki í
þeirra eigu.
Þann 1. nóvember 2004 höfðar
Fjóla mál á hendur Dalabyggð og
Lífsvali ehf og gerir þær kröfur að
forkaupsréttur hennar að jörðinni
Stóra - Skógi verði viðurkenndur
og ennffemur að viðurkennt verði
að skilyrði um mjólkurffamleiðslu á
jörðinni verði óskuldbindandi fyrir
hana.
að húsnæði sem gætd rúmað sýn-
ingu sem þessa, þó nokkur fyrirtæki
í Borgarnesi hafi boðið húsnæði sitt
ffam og sýnt okkur mikinn velvilja.
Kunnum við þeim bestu þakkir fyr-
ir. Við örvæntum þó ekki því að ári
mun verða risin reiðhöll mikil hér í
Borgarnesi, sem ættd að geta leyst
250 tonn á sólarhring. Um borð er
fiskimjölsverksmiðja með afköst
upp á 150 tonn á sólarhring af hrá-
eftii. MM
Þann 26. nóvember sama ár
höfðaði Dalabyggð gagnsök á
hendur Fjólu og stefndi Lífsvali
ehf til réttargæslu. Þar var þess
krafist að Fjóla greiddi það verð
fyrir jörðina sem kveðið var á um í
kaupsamningnum við Lífsval að
viðbættum fjármagnskostnaði og
að fyrrnefnt skilyrði um mjólkur-
framleiðslu yrði viðurkennt. Mál
þessi voru síðar sameinuð og kveð-
inn upp í þeim sameiginlegur
dómur í síðustu viku sem fyrr seg-
ir.
Héraðsdómur Vesturlands við-
urkenndi forkaupsrétt Fjólu Bene-
diktsdóttur að jörðinni Stóra -
Skógi samkvæmt kaupsamningn-
um við Líifsval en tók ekki tillit til
fjármagnskostnaðar. Þá féllst dóm-
urinn einnig á að skilyrði um
mjólkurframleiðslu væri óskuld-
bindandi fyrir hana. Ennffemur
var Dalabyggð og Lífsvali gert að
greiða tæpar 1300 þúsund krónur í
málskostnað.
Dómurinn var kveðinn upp af
Benedikt Bogasyni, héraðsdómara.
GE
úr húsnæðisvanda okkar. Við von-
um því bara að bæjaryfirvöld hraði
sem mest byggingu reiðhallarinnar
þannig að ekki þurfa að fella oftar
niður hina glæsilegu vélhjólasýn-
ingu okkar,“ segir Jakob Guð-
mundsson, yfirraffur í samtali við
Skessuhom. MM
Grjótskemmdir
á bílum
BORGARFJÖRÐUR: Síðast-
liðinn laugardag gekk djúp lægð
yfir landið með tdlheyrandi roki,
m.a. undir Hafiiarfjalli. Við
Grjóteyri fauk malbik af Htlum
kafla vegarins. I hnútum mældist
veðurhæðín 43-47 m/sek á sjálf-
virkum veðurmæli við Hafhar-
fjall þegar mest gekk á. Vegfar-
endur sem Ieið átm um veginn
fyrir hádegi þennan dag lenm
nokkrir í grjótregni en það getur
myndast þegar skrúfuvindur
þyrlar upp lausu grjóti og sandi.
Nokkrir bílar sem fyrir grjótinu
lenm skemmdust nokkuð. Meðal
annars var einn nýlegur fólksbíll
með ónýtt lakk allan hringinn
efrir grjótkast og er tjón eigand-
ans nokkur hundruð þúsund
krónur. Tryggingar bæta ekki
tjón af þessum völdum jafrivel
þótt bílar hafi kaskótryggingu.
-mm
Viðræður
um húsmæðra-
skólann
BORGARFJÖRÐUR: Viðræð-
m standa yfir milli skóla- og
rekstramefndar Varmalandsskóla
í Borgarfirði og Héraðsnefridar
Borgarfjarðar vegna Húsmæðra-
skólahússins á Varmalandi. Borg-
arbyggð keypti fyrir tveimur
árum hlut ríkisins í húsinu til að
nýta það fyrir Varmalandsskóla
en útaf stendur hlutur héraðs-
nefndar Borgarfjarðar sem er
12,5%. Vilji er fyrir því að Borg-
arbyggð eignist einnig þann hlut
ef um semst en ekki hefur náðst
niðurstaða um verð. -ge
Böm með heil-
bdgðar tennur
AKRANES: Nýverið stóð Lýð-
heilsustöð fyrir sérstakri tann-
heilsuskoðun meðal nemenda í 7.
og 10. bekk í Brekkubæjarskóla á
Akranesi, en skófinn lenti í sér-
stöku úrtaki Lýðheilsustöðvar
vegna þessa verkefiús. f skólann
komu tannlæknar og skoðuðu og
tóku myndir af nemendum og
mátu skemmdir og þá staði sem
viðkvæmir eru fyrir tann-
skemmdum. Tannlæknarnir
voru svo ánægðir með tannheilsu
bamanna að þeir óskuðu fundar
með þeím sem fylgjast með tann-
heilsu grunnskólabama á Akra-
nesi til að fá nánari upplýsingar
um hvemig sé staðið að þessum
málum hér. Tannheilsa bam-
anna var með því besta sem þess-
ir læknar höfðu séð. -mm
Sumarhús við
Bjarkarlund
REYKHÓLAR: Reykhólasveit
hefrir látið deiliskipuleggja níu
lóðir fyrir sumarhús á svæðinu
við Hótel Bjarkarlund. Búist er
við mikilli efrirspum enda svæð-
ið annálað fyrir náttúrufegurð og
smtt í veiði í Berufjarðarvatni.
-ge
Dalabyggð tapar forkaupsréttannáli
Frá vélhjólasýningu Raftanna íjyrra.
Raftar sleppa sýningunni þetta árið
SKESSUHORN
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla mibvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er berit á ab panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Bla&iö er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarver& er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750
sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 alu virka daga
Útgefandi: Skessuhorn ehf, - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðama&ur: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.ís
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. 696 7139 iris@skessuhorn.is
Umbrot: Gu&rún Björk Fri&riksd. 4371677 gudrun@skessuhorn.is
Prentun: ísafoldarprentsmiðja