Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Síða 18

Skessuhorn - 20.04.2005, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 ^uCssunuK. Segjumjá við sameinin. gu 23. a prtl Það var fyrst árið 1994 sem við Borgfirðingar hófiom okkar samein- ingarferli sveitarfélaga þegar Borg- arbyggð varð til úr Borgarnesbæ, Hraunhreppi, Norðurárdal og Starfholtstungum. Síðan varð það 1998 að Alftaneshreppur, Borgar- hreppur og Þverárhlíð bættust í þann hóp. Það varð einnig árið 1998 að Andakíll, Lundarreykjadalur, Reykholtsdalur og Hálsasveit sam- einuðust og til varð sveitarfélagið Borgarfjarðarsveit. Sveitarfélögum á þessu svæði hefur því fækkað um 9 á þessum 11 árum. Og nú þann 23. apríl 2005 kjósum við íbúar Borgarfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Hvítársíðu- hrepps, Borgarbyggðar og Kol- beinsstaðahrepps um sameiningu þessara sveitarfélaga í eitt rúmlega 3500 manna sveitarfélag. Það er sú sameining og sú mynd sem mjög margir hafa séð sem ffamtíðarmark- mið á þessu svæði. Undirbúningur þessa hefur nú staðið í rúm tvö ár og hefur algerlega verið unnin á for- sendum og að ffumkvæði þessara fimm sveitarstjórna. Ég vil þakka þessu sveitarstjómarfólki ffumkvæði þeirra og ffamsýni. En til hvers að sameina þessi sveitarfélög? Svör við þessari spurn- ingu era margvísleg og m.a. þessi: 1. Til þess að gera svæðið sterkari skipulagslega heild. 2. Til þess að allir íbúar svæðisins geti búið hér við enn öflugri félags- lega þjónustu. 3. Til þess að gera svæðið öflugra atvinnusvæði. 4. Til þess að gera það hæfara til að sinna sameiginlegri þjónustuþörf alls svæðisins. 5. Til þess að styrkja enn ffekar og auka það skólastarf sem fyrir er á svæðinu. 6. Til þess að auka verulega þjón- ustu við eldri borgara. 7. Til þess að geta t.d. þjónustað háskólana á svæðinu enn betur. 8. Til þess að vera betur í stakk búin til að taka við verkefnum ffá ríkinu. 9. Til þess að geta enn betur varð- veitt þetta fallegasta svæði landsins. 10. Til þess að gera gott hérað enn betra. Ég hef hér að ffaman talið upp nokkur mál sem ég tel að við leysum miklu betur í sameinuðu sveitarfé- lagi en þeim fimm sem við búum nú í og sjálfsagt væri hægt að nefna mörg til viðbótar. Mér hefur fúndist fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með mikilli uppbyggingu sem víða á sér stað á landsbyggðinni, þótt einnig sé hægt að finna dæmi um það gagnstæða. En hvar er mesti uppgangurinn? Byggðin er tmdantekningalaust fyrst og ffemst að blómstra þar sem veru- leg sameining sveitarfélaga hefur átt sér stað, eins og t.d. á Austur-Hér- aði, í Fjarðarbyggð, á Höfh og í Ar- borg. Ég held að það sé ekki tilviljun að uppgangurinn er fyrst og fremst að eiga sér stað þar sem sameining hefur átt sér stað. Það leysist úr læð- ingi kraffur og styrkur samfélagsins þegar menn fara að vinna sem ein heild. Því segi ég hiklaust að það er von mín og ósk að við berum gæfu tál að segja JÁ við þessum sameiningará- formum 23. apríl n.k. Með því verð- um við ein sterk heild, sem verður langtum sterkari til að taka við margvíslegum sameiginlegum verk- efnum til hagsbóta fyrir allt svæðið. Við glötum engum tældfærum og það er ekkert að óttast varðandi sameiningu. En við stóraukum möguleika okkar og verðum miklu bemr í stakk búin til að búa hér til fyrirmyndar sveitarfélag. Sveinn G. Hálfdánarson, form. Verkalýösfélags Borgamess Margt mætti beturfara Á síðasta fundi Bæjarstjórnar Akraness, þriðjudaginn 12. apríl sl. fluttu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins þrjár tilllögur. Fyrsta tillagan fjallaði um að fela forstöðumanni skipulags- og um- hverfissviðs, ásamt viðkomandi nefnd, að finna til framtíðar pláss fyrir allan þann uppgröft sem fell- ur til vegna nýbygginga og annarra framkvæmda sem eru fyrirsjáan- legar á Akranesi í framtíðinni. Til- lagan var svona í heild sinni: „Bæjarstjórn Akraness felur sviðsstjóra tækni- og umhverfis- sviðs í samráði við skipulags- og umhverfisnefnd að koma með til- lögu til bæjarstjórnar Akraness fyr- ir sumarfrí bæjarstjórnar 2005, um það á hvern hátt megi losna við eða koma fyrir svo vel fari uppgreftri þeim sem fyrirsjáanlegur er á næsm árum, m.a. vegna nýbygg- inga.“ Önnur tillagan fjallaði um að banna umferð ökutækja á malar- vegi fyrir neðan skógræktina og inn að þjóðvegi. Tillagan var svona í heild sinni: „Bæjarstjórn Akraness samþykk- ir að beina því til skipulags- og umhverfisnefndar að veginum sem liggur með skógræktinni og tengist Akrafjallsvegi, vegur nr. 51, verði lokað nú þegar fyrir umferð vél- knúinna ökutækja frá Akrafjalls- vegi.“ Báðar þessar tillögur voru sam- þykkar með öllum greiddum at- kvæðum, eða 9-0. Þriðja tillaga okkar Sjálfstæðis- manna fjallaði um að lækka leik- skólagjöld á Akranesi ffá og með 1. maí n.k. um 15%. Tillagan var svona í heild sinni: hvort og þá hvernig ætti að lækka aldur þeirra sem njóta leikskól- anna.“ Þessari tillögu óskaði meirihluti bæjarstjórnar eftir að vísa til bæjar- ráðs til frekari umfjöllunar. Það er að öllu leyti eðlilegur framgangs- máti þar sem meirihluti bæjar- „Bæjarstjórn Akraness samþykk- ir að lækka frá og með 1. maí 2005 leikskólagjöld á leikskólum Akra- neskaupstaðar um 15%. Frekari lækkun eða niðurfelling á leik- skólagjöldum verði teknar upp við afgreiðslu eða vinnslu við fjárhags- áætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2006. Einnig verði skoðað þá stjórnar var að sjá þessa tillögu í fyrsta skipti. Lækkun leikskóla- gjalda er líka mjög stórt mál sem mörg sveitarfélög eru að skoða og sýnist sitt hverjum. Tillögunni var því vísað til bæjarráðs 9-0. Á þessum sama bæjarstjórnar- fundi var borinn upp tillaga um uppbyggingu fyrir aldraða. Annars vegar við Dvalarheimilið Höfða og hins vegar á hugsanlegum bygging- areit sem afmarkaðist af svæðinu við bókasafnið við Heiðarbraut og verslun Málningarbúðarinnar við Kirkjubraut og pósthúslóðinni. Þessi tillaga fjallar um ákaflega viðamikinn málaflokk sem á aðeins eftir að stækka á komandi árum og áratugum. Eðlilega óskuðum við Sjálfstæð- ismenn eftir því að þessari tillögu yrði vísað til ffekari umfjöllunar í bæjarráði þar sem við værum að sjá hana í fyrsta skipti. Því var hins vegar hafhað af meirihlutanum í bæjarstjóminni í atkvæðagreiðslu. Ótrúlegt en satt ef lidð er til þess að seinna á fundinum var okkar tillögu um mun minna mál vísað í bæjar- ráð. Sem betur fer er það sjaldan sem meirihluti sveitarstjórnar beitir sér á þennan hátt sem hér var gert, hvort sem er hér á Akranesi eða annars staðar. í raun er það óskilj- anlegt að meirihluti sem gefur sig út fyrir vera jafhaðar- og samvinnu- menn skuli standa að svona yfir- gangi við afgreiðslu einnar tillögu. Ég leyfi mér að segja að þeir hafi beitt minnihlutann ofbeldi, sem því miður hefur áður komið fyrir, þó oftast sé gott samstarf í bæjar- stjórn og bæjarráði, sem betur fer. Eina skýringin sem ég hef á á- kvörðun þessari er sú að daginn fyrir umræddan bæjarstjórnarfund skrifaði fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Akraness, Björn S. Lárusson, á vef Akraneskaup- staðar um fyrirhugaða ráðningu á forstöðumanni Dvalarheimilisins Höfða. Þar skrifar hann m.a.: „Það er annars umhugsunarvert að hér á Akranesi erum við með allt niður um okkur í málefnum aldr- aðra og ekki einskær tilviljun að það eru sjálfstæðismenn sem fara með meirihluta í stjórn Höfða“. Það vita allir sem til þekkja að stjórn Höfða hefur ekkert með öldrunarmál Akraneskaupstaðar að gera. Það er sveitarfélagið Akranes sem ber þá ábyrgð alla. Dvalar- heimilið Höfði er sjálfseignar- stofnun sem vinnur samkvæmt á- kveðnum samþykktum og hefur reyndar yfirráð yfir ákveðnu tak- mörkuðu byggingarlandi við heimilið. Því væri nær fyrir fyrr- verandi formann Framsóknarfé- lagsins hér á Akranesi að snúa sín- um skrifum að Akraneskaupstað og meirihlutanum. Vegna stóryrða fyrrverandi for- manns Framsóknarfélagsins í garð okkar Sjálfstæðismanna er rétt að geta þess að fulltrúar okkar Sjálf- stæðismanna á Akranesi í stjórn Höfða hafa flutt tillögur um bygg- ingaframkvæmdir á svæðinu. Ann- ars vegar um byggingu fyrir heila- bilaða, sem var samþykkt að skoða, og einnig um byggingu sjálfseigna- íbúða. Ekki náðist samstaða um þá tillögu í stjórn Höfða. Að lokum óska ég Vestlending- um öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn. Gunnar Sigurösson, Bœjarfulltrúi Sjálfstœöisflokksins á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.