Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Page 22

Skessuhorn - 20.04.2005, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 Styrldr frá Sparisjóðnum í Ólafsvík Fyrir skömmu voru veittir styrk- ir úr Menningarsjóði Sparisjóðs Olafsvíkur í kaffisamsæti á Hótel Olafsvík. Tilgangur sjóðsins, sem stofnaður var árið 1996, er að veita styrki til hverskonar framfara- og menningarmála í Snæfellsbæ. Styrkirnir, alls um 750.000 krónur fóru að þessu sinni til eftir- talinna aðila: Lýsuhólsskóla vegna nýtingar vistvænnar orku, Félags- miðstöðvarinnar Afdreps vegna kaupa á hljóðkerfi, Skógræktarfé- lags Olafsvíkur vegna skógræktar, Framfarafélags Snæfellsbæjar, Hellissands og Rifsdeildar vegna uppsetningar skiltis við Keflavík- urlendinguna, Framfarafélags Snæfellsbæjar, Olafsvíkurdeildar vegna framkvæmda við bekkinn í Enni, Framfarafélag Snæfellsbæj- Frá afhendingu styrkja Sparisjóðs Ólafsvíkur. ar, sunnandeildar vegna merkingar félags Olafsvíkur vegna leikverks- á gönguleið um Miðgötu í Hellna- ins Klerkar í klípu. hrauni og stikun hennar og Leik- GE Góður áranjgur Skagafólks á Meistaramóti Islands í badminton Meistarmót íslands í badmint- on fór fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog fyrir skömmu. Skessuhorn sagði nýlega frá vel heppnaðri keppnisferð ung- menna af Akranesi á ISCA bad- mintonfestivalið í Danmörku. Strax og heim var komið þaðan tók íþróttafólkið þátt í meistara- mótinu hér heima og stóð sig þar með prýði en góður árangur Badmintonfélags Akraness hefur vakið verðskuldaða athyglisendi að undanförnu. Frá Akranesi mættu 25 kepp- endur á meistaramótið, 17 sem kepptu í b-flokki, 5 í a - flokki og 3 keppendur í meistaraflokki. Mjög góður árangur náðist hjá flestum keppendum, Alls komust krakkarnir í 11 undanúrslitaleiki og 5 úrslitaleiki. Akranesstúlkurn- ar voru mjög öflugar í b-flokki og skipuðu öll sætin í undanúrslitum í einliðaieik og í úrslitaleiknum sigraði Una Harðardóttir Mari- anne Sigurðardóttur. Sama var • uppi á teningnum hjá b - flokkn- um í tvíliðaleik kvenna en þar voru þrjú pör af Skaganum í undanúr- slitum en í úrslitaleiknum sigruðu þær Irena Jónsdóttir og Marianne Sigurðardóttir Unu Harðardóttur og Huldu Einarsdóttur. í tvennd- arleik í b - flokki biðu írena Jóns- dóttir og Róbert Þór Henn lægri hlut fyrir gamalreyndu pari úr TBR, þeim Gunnari Bollasyni og Stellu Magnúsdóttur. ( a - flokki var hart barist og náðu tveir keppendur Skagamanna í úrslit í þeim flokki og biðu bæði lægri hlut. Hanna María Guðbjartsdótt- ir í einliðaleik kvenna og Stefán Jónsson í einliðaleik karla. í meistarflokki var á brattann að sækja enda bestu spilarar landsins keppinautarnir. Þrír keppendur voru af Skaganum, þau Friðrik Veigar Guðjónsson, Karitas Ósk Ólafsdóttir og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir (Hólm- steins Þórs var sárt saknað en hann er handarbrotinn eins og við höfum áður greint frá). Friðrik tapaði fyrir Magnúsi Helgasyni í einliðaleik og í tvíliðaleik ásamt Ástvaldi Heiðarssyni TBR fyrir ís- landmeisturunum Brodda og Helga. Friðrik og Karitas Ósk töpuðu í tvenndarleik fyrir ís- landsmeisturum (Skagasyskin- unum úr TBR) þeim Tinnu og Magnúsi Helgabörnum. Karitas Ósk sigraði Halldóru Jóhannes- dóttur úr TBR í átta liða úrslitum í einliðaleik í hörku leik eftir upp- hækkun og oddalotu en tapaði fyrir íslandsmeistaranum Rögnu Ingólfsdóttur í undanúrslitum. Birgitta Rán og Karitas Ósk töp- uðu í undanúrslitum í tvíliðaleik fyrir íslandsmeisturunum í tvíliða þeim Rögnu og Söru sem eru í 30. sæti heimslistans. Á þessu sést að helst þarf ís- landsmeistara til til að slá út badmintonfólk hér af Skaganum, en allavega verðu gaman að fylgjast með þessum efnileg spil- urum næstu árin og hver veit nema að íslandsmeistaratitill í meistaraflokki komi á Akranes innan ekki langs tíma. Evrópumeistaramót í Hollandi Að lokum má geta þess að Karitas Ósk Ólafsdóttir ÍA fór til Hollands um páskana og keppti þar á Evrópumeistaramóti ung- linga, en hún skipaði unglinga- landslið íslands ásamt þremur öðrum keppendum sem öll voru úr TBR. Var þetta mjög sterkt mót og allt hið glæsilegasta. Keppendur voru frá alls um 20 þjóðlöndum. íslendingarnir unnu einn leik á mótinu, en það var tvenndarleikur hjá Karitas Ósk og Bjarka Hlífari Stefánssyni sem unnu Slóvana í oddalotu eftir spennandi leik, en þau töp- uðu síðan fyrir Rússum sem komust í undanúrslit mótsins. Að móti loknu var spilaður lands- leikur við Noreg sem einnig átti keppendur á mótinu. Sá leikur vannst 3-2. Karitas Ósk vann einliðaleik og tvíliðaleik kvenna með Snjólaugu en hún vann einnig tvenndarlek með Atla Jó- hannessyni. Atli tapaði einliða- leik og einnig tvíliðaleik karla með Bjarka Stefánssyni. MM imasl n mcins c*í thí mtm ITÍNW l«R£. OQLBV] d i c i r Ai MILLION DOLLAR 8AOV Million Dollar Baby Fimmtudaginn 21. apríl kl. 20:00 Ahugasamir Grundfirðingar fylgjast með. Kynntu heimsóknaþjón- ustu Rauða krossins Heimsóknarvinir úr Rauða kross deildinni á Akranesi brugðu sér í liðinni viku vestur í Grundarfjörð og leiðbeindu þar þeim heima- mönnum sem vilja taka að sér heimsóknir til fólks sem ekki hefur tök á að fara út vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Á Akranesi hef- ur þessi starfsemi verið öflug hin síðari ár og verið þakklát þjónusta við ýmsa aðila sem gjarnan vilja þiggja heimsóknir og fá samveru og félagsskap frá öðru góðu fólki. MM /Ljósmyndir: Sverrir Þaufrœddu Grundfirðinga um reynsluna afheimsóknafjónustu á Akranesi. Sigurvegaramir á Akranesi. Stóra upplestrar- keppnin á Lokaathöfn Stóru upplestrar- keppninnar á Akranesi fór fram í Vinaminni mánudaginn 18. apríl sl. í sjöunda sinn. Bestu lesarar úr 7. bekk grunnskólanna á Akranesi lásu brot úr sögu Guðrúnar Helga- dóttur, „Öðruvísi dagar“, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og ljóð að eig- in vali. í fyrsta sæti varð Karólína Hrönn Hilmarsdóttir 7. ÞÓ í Brekkubæjarskóla, í öðru sæti varð Dagný Björk Egilsdóttir 7. VH í Grundaskóla og í þriðja sæti Aðal- Skaganum björg Þorkelsdóttir 7. SS í Brekku- bæjarskóla. Dómnefnd skipuðu Auður Sigurðardóttir, Guðfinna Rúnarsdóttir, Ingibjörg Frímanns- dóttir og Skúli Ragnar Skúlason. Við þetta tækifæri afhenti Krist- ján Kristjánsson báðum skólum bæjarins bekkjarsett af bókinni Heljarþröm en það er bókaútgáfa hans Uppheimar sem gefur bókina út. Jafnffamt fengu allir þátttak- endur upplestrarkeppninnar bóka- gjöf frá forlaginu. MM Kristján í Uppheimum afhendir skólastjórunum bókargjöfma.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.