Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 23
u&C3aunu>. MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 23 Skagamenn óheppnir Bikardraumur úti Skagamenn þurftu svo sannar- lega á sigri að halda í leiknum á móti Keflavík síðastliðinn miðviku- dag. Þetta var 6. leikur Lands- bankadeildarinnar þetta sumarið og staða liðsins ekki nógu góð. Leikurinn byrjaði illa fyrir gestina frá Keflavík þegar markmaður liðs- ins, Ómar Jóhannesson, varð fyrir alvarlegum meiðslum eftir árekstur við Guðjón Heiðar Sveinsson. Flytja þurfti Ómar af velli og var farið með hann á Sjúkrahúsið. Það blés byrlega fyrir ÍA þegar haldið var til leikhlés því heimamenn komust yfir með þrusumarki frá Hirti Hjartarsyni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Gestur Gylfason, varnar- maður Keflvíkinga, ætlaði að hreinsa frá marki en Hjörtur tók boltann og þrumaði honum upp í hægra hornið frá vítateig. Skagamenn voru heldur óánægðir með dómgæsluna, eins og reyndar stundum áður, þegar þeim fannst þeir snuðaðir um víta- spyrnu eftir að Andri Júlíusson var felldur af varnarmanni Keflvíkinga um miðjan hálfleik. Erfitt er að segja hvort dómarinn eða leik- menn ÍA hafi haft rétt fyrir sér í því máli. Skagamenn máttu þó vera sáttir er þeir gengu til búningsher- bergja í leikhléi. Liði ÍA var ekkert breytt í hálfleik enda var liðið að spila ágætlega. Eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik jafnaði þó lið Keflavíkur leikinn þegar Guðjón Árni Antoníusson skoraði eftir sendingu úr hornspyrnu. Stuttu síðar var Hjörtur ekki langt frá því að skora sitt annað mark í leiknum. Þarna uppskar dómari leiksins enn meiri óánægju hjá Skagamönnum þegar hann dæmdi brot á Keflavík eftir að Hjörtur var sloppinn inn og gerði mistök með því að bíða ekki og nota hagnaðarregluna. Gestirnir frá Keflavík höfðu ekki sungið sitt síðasta og bættu við öðru marki á 76. mínútu. Það gerði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga, á glæsilegan hátt beint úr auka- spyrnu sem hann tók rétt fyrir utan teig. Bjarki í markinu var reyndar óheppinn því hann var ekki langt frá því að verja þennan bolta. Allt í allt var leikurinn ágætlega spilaður og er hægt að segja að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum þar sem Skagamenn þóttu betri aðilinn í leiknum. Það eru þó mörkin sem telja og voru Skagamenn ekki nógu duglegir að nýta færin sem þeir fengu. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti í 11 ár sem ÍA tapar fyrir Keflavík á heimavelli. Næsti leikur liðsins fer fram í Hafn- arfirði annað kvöld (fimmtudag), þegar ÍA sækir FH heim og hefst sá leikur klukkan 20. GG/ Ljósm: Hilmar. Dómarinn í aðalhlutverki Síðastliðinn fimmtudag, 16. júní áttust við á Ólafsvíkurvelli Víking- ur og Haukar. Það var sumar- blíða, logn og sólskin og því hef- ur dómari leiksins líklega fengið sólsting. Það var Ijóst strax í upphafi að heimamenn myndu selja sig dýrt til að hljóta þau þrjú stig sem í boði voru. Þeir áttu nokkra góðar sóknir fyrra hluta hálfleiksins, Slavisa átti gott skot, Campell slapp nærri í gegn en bjargað var í horn og Helgi átti hörkuskot yfir eftir hornspyrnuna. En Haukar komust betur inn í leikinn og fengu dauðafæri á 18. mín. og skoruðu svo fyrsta markið úr víti á fertugustu mínútu en Víkingar jöfnuðu aðeins tveimur mínútum síðar þegar að Haukarnir skoruðu sjálfsmark. Jafnt var því í hálfleik en heima- menn komu sterkir til leiks eftir te- drykkjuna og það var því verð- skuldað þegar að Hermann Geir kom þeim yfir. Hann fékk góða sendingu inn í teig þar sem að hann sneri af sér einn varnar- mann og sendi góða fyrirgjöf á Campell sem lagði knöttinn í fjær- hornið. Það þarf ekki vera fast. Stuttu síðar eða á 60. mín. björg- uðu Haukar á línu. Síðustu 20 mín. sóttu Haukarnir nokkuð en vörn Víkinga hélt og þeir sigruðu 2-1. Víkingar hafa þar með hlotið 7 stig í deildinni og eru um miðbik hennar. Bestir hjá Víkingum voru Beggi fyrirliði, Campell og Helgi Reynir. En mest áberandi á vell- inum var samt dómarinn sem ekki verður nafngreindur hér af tillits- semi við hann. En hann gaf heimamönnum 8 gul spjöld og 1 rautt. Voru heimamenn vægast sagt afar óánægðir með frammi- stöðu hans og unnu þeir þó leik- inn. Hann hlýtur að hafa verið loftlaus í leikslok. Var það mál manna í leikslok að Hans Scheving ætti að snúa sér að annarskonar blásturshljóðfæri og láta aðra um dómgæslu. FRF Héraðsmót í hestaíþróttum Sigurvegarar í fjórgangi unglinga. Héraðsmót UMSB í hestaíþróttum fór fram þann 18. júní sl. að Miðfossum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: 4-gangur -börn 1. Svandís Lilja Stefánsdóttir, Umf. Haukar, Demantur frá Skipanesi 5,70 2. Flosi Ólafsson Hmf. Faxi, Berg- Ijót frá Breiðabólstað5,63 3. Þórdís Fjeldsteð Hmf. Faxi, Álfrún frá Ölvaldsstöðum IV 4,57 4. Sigrún Rós Helgadóttir Hmf. Faxi, Þráður frá Stakkhamri 2 4,63 5. Logi Sigurðsson Hmf. Faxi, Þáttur frá Efri-Þverá 3,65 4-gangur - unglingar 1. Guðbjartur Þór Stefánsson Umf. Haukar, Máni frá Skipanesi 6,23 2. Ásta Mary Stefánsdóttir Umf.Haukar, Glymur frá Skipanesi 5,80 3. Valdís Ýr Ólafsdóttir Umf. Haukar, Ljósm: GSig. Kolskeggur frá Ósi 5,70 4. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Hmf. Skuggi, Léttir frá Húsey 5,17 5. Jón Ottesen Umf. Þrestir, Spönn frá Ytra-Hólmi 4,73 4 - gangur opinn flokkur 1. Camilla Ripa Hmf. Faxi, Heljar frá Horni I 6,33 2. Heiða Dís Fjeldsteð, Hmf. Faxi, Dulnir frá Ölvaldsstöðum IV 6,23 3. -4. Ámundi Sigurðsson, Hmf. Skuggi Harpa frá Miklagarði 5,93 3.-4. Kristín Snorradóttir, Hmf. Faxi, Garpur frá Morastöðum 5,93 5. Rasmus Christjansen, Hmf. Skuggi, Halastjarna frá Egilsstaðabæ 5,90 5-gangur - opinn flokkur 1. Heiða Dís Fjeldsteð, Hmf. Faxi, Von frá Skálakoti 5,57 2. Ámundi Sigurðsson, Hmf, Skuggi, Harka frá Miklagarði 5,36 Tölt - barnaflokkur 1. Svandís Lilja Stefánsdóttir, Umf. Haukar, Demantur frá Skipanesi 6,06 2. Flosi Ólafsson, Hmf. Faxi, Bergljót frá Breiðabólstað 5,83 3. Logi Sigurðsson, Hmf. Faxi, Þáttur frá Efri-Þverá 4,61 4. Sigrún Rós Helgadóttir, Hmf, Faxi, Þráður frá Stakkhamri 2 4,50 Tölt - unglingaflokkur 1. Valdís Ýr Ólafsdóttir, Umf. Haukar, Kolskeggur frá Ósi 6,44 2. Guðbjartur Þór Stefánsson, Umf. Haukar, Máni frá Skipanesi 6,33 3. Ásta Mary Stefánsdóttir, Umf. Haukar, Glymur frá Skipanesi 5,67 4. Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, Hmf. Faxi, Glaumur frá Oddsstöðum I 5,50 5. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir, Hmf. Faxi, Hríma frá Ölvaldsstöðum IV 5,28 Tölt - opinn flokkur 1. Súsanna Ólafsdóttir, Garpur frá Torfastöðum II 7,17 2. Jón Ó. Guðmundsson, Fákur frá Feti 6,78 3. Silvía Rut Gísladóttir, írena frá Oddhóli 6,56 4. Haukur Bjarnason, Hmf. Faxi, Bliki frá Skáney 6,22 5. Gunnar Halldórsson Hmf. Faxi, Kiljan frá Þverholtum 5,83 Sunnudaginn 19. júní var norð- vestan kaldi sem heilsaði mönn- um er Breiðablik kom í heimsókn til Ólafsvíkur og freistuðu þess að slá Víkinga út úr bikarnum - og það tókst því miður. En Víkingar gáfu það ekki eftir baráttulaust þrátt fyrir að lenda undir strax á þriðju mínútu með klaufalegu sjálfsmarki (hvenær eru sjálfsmörk ekki klaufaleg)? Einar markvörður missti þá horn- spyrnu yfir sig og knötturinn hrökk af Slavisa í markið. Á 33. mín. tók Steve Mackay auka- spyrnu og sendi knöttinn á fjær- stöng þar sem Hermann Geir tók boltann viðstöðulaust glæsilega á lofti og klippti hann með vinstri fæti óverjandi í hornið. Stór- glæsilegt mark og þetta var orð- inn leikur að nýju. Stuttu seinna fékk Hermann dauðafæri af svip- uðu færi en skallaði rétt framhjá. 1-1 í hálfleik og baráttan hélt á- fram þar til á 75. mín. að Mackay fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fimm mínútum síðar kom hinn Ólsaraættaði varamað- ur, Ellert Hreinsson inn á í lið Blika og skoraði með sinni fyrstu snert- ingu. í næstu sókn áttu heima- menn góða sókn sem endaði með því að Hermann skallaði naumlega framhjá. Niðurstaðan því 1-2 tap. Bestir í jöfnu og bar- áttuglöðu liði heimamanna voru Vilhjálmur Vilhjálmsson, Craig Campell og téður Hermann Geir Þórsson. FRF Garðplöntusalan er opin 10:00-19:00 alla daga Sumarblóm - kálplöntur - kryddplöntur - fjölær blóm, tré og runnar Síminn 892-5667 broste Njótum STILLHOLT116-18 • AKRANESI SÍMI431 3333 • modei.ak®simnet,is Fyrirlestur í héraði í Snorrastofu ðturrvasrtpfa Fluttur verður fyrirlestur um stöðu fornleifarannsókna í Reykholti í Snorrastofu þriðjudaginn 28. júní kl. 20.30. i Fyrirlesari verður Guðrún Sveinbjamardóttir, fomleifafræðingur. Aðgangseyrir er 500 kr. og er boðið upp á veitingar. Jónsmessuganga £ á Klakkinn HSH stendur fyrir fjölskyldugöngu á Klakkinn í Eyrarsveit fimmtudaginn 23. júní nk. kl. 22:00. Gengið verður frá Bárarfossi. Þessi ganga er hluti af verkefni sem UMFI stendur fyrir íár og nefnist,,Fjölskyldan á fjallið”. Göngustjóri verður Hallur Pálsson bóndi á Naustum íFyrarsveit Klakkur í Eyrarsveit; Austanmegin fjarðarins. Klakkurinn er hæstur um 380 metrar en ofan í hann vestanvert er skál með | tjörn. Þjóðsagan segir að á Klakkstjörn fljóti upp óskasteinar i ájónsmessunótt. Skemmtilegt er að ganga fram á | Klakkshausinn sem er í vestur lengst mót Grundarfirði og horfa \ þaðan út á Breiðafjörð. Ganga á Klakk er í meðalagi erfið. Tekur hátt íþrjá klukkutíma með gáðri viðdvöl. \______r..i'",gn___________________________/

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.