Skessuhorn - 29.06.2005, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005
SMgSSUIiöBH
Fyrirmyndar
stígagerð á
Akranesi
Nýlega lauk malbikun vand-
aðs göngustígs frá íþróttasvæð-
inu á Akranesi, upp í gegnum
Grundahverfi, meðfram hinu
nýja Flatahverfi og að Safha-
svæðinu. Það er sérstök ástæða
til að vekja athygli á þessari
framkvæmd. Oft er að tengingar
fýrir gangandi, fólk í hjólastól
eða á reiðhjóli, verða útundan
við skipulag hverfa. Hér er hins-
vegar myndarlega að verki stað-
ið. Þegar frágangi er að fullu
lokið með lýsingu, búið að koma
fýrir bekkjum, listaverkum,
blómum, runnum, trjám og gos-
brunnum er hér um að ræða fýr-
irmyndarframkvæmd og öðrum
til eftirbreytni. ÓG
Ttl minnís
Við minnum á Fjórbungsmót
Vesturlands á Kaldármelum
næstu fjóra daga. Þar verða
kynbótasýningar, gæðinga-
keppni í öllum greinum, opin
töltkeppni í öllum aldursflokk-
um, opin stóðhestakeppni,
kvöldvökur, dansleikir o.fl.
Hljómsveitin Papar spila á laug-
ardagskvöld og hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar á föstu-
dagskvöld.
CcoJ Vechjrherfw
Næstu daga verður subaustlæg
átt með vætu á fimmtudag og
föstudag, en fremur hlýtt í
vebri. Á laugardag er gert ráð
fyrir hægvibri og björtu veðri
meb köflum. Á sunnudag
gengur hinsvegar í norðaustan-
átt með nokkurri hættu á rign-
ingu. Áfram vætusamt í upphafi
næstu viku og fremur svalt.
Spijrniru} viRi^nnar
Vib spurðum á Skessuhorn-
svefnum: „Á ab hækka sektír
vib umferöarlagabrotum?"
Naumur meirihluti var hliðholl-
ur því, eba 52%. 9,6% tóku
ekki afstöbu en „Nei, þær eru
nógu háar," svöruðu 38,4%.
í næstu viku spyrjum við:
„Hvað langar þig mest til
að verða?"
Svaraðu skýrt og skorínort
og án allra undanbragða
á fréttavefnum:
wvm.skessuhorn. is
Vestlencjinjw
viRi^nnar
Að þessu sinni tilnefnum við
Vestlendinga víkunnar fyrir-
fram: Þab eru allir þeir sem ætla
ab leggjast í feröalög um kom-
andi helgi og ætla að verba til
fyrirmyndar í umferbinni. Búast
má við mikilli umferð um lands-
hlutann, enda fjölmennar sam-
komur, t.d. f Ólafsvík, á Kaldár-
melum og víbar og því full þörf
á ab sýna aögæslu og varúð í
umferðinni innan um alla höf-
uðborgarbúana sem margir
hverjir eru óvanir því að aka úti
á landi. Góða ferð!
Vinna við að mála Stapaey, gamla Harald Böðvarssm, var stöðvuð í síðustu viku þegar talsvert mikill málningarúði hafði horist á htís
og bíla við Krókatún. Vindpokin við höfnina sést illa, þvíþegar myndin var tekin, sk&mmu eftir að framkvamdir vuru stöðvaðar við
málun skipsins, var stefna pokans beintfrá höfninni og á húsið þar sem myndin er tekin.
Málningarúði á hús og bíla
í síðustu viku varð að stöðva
framkvæmdir við málun skips í
höfninni við Krókalón á Akranesi.
Vindátt stóð þá beint á íbúðarhús
og bíla við Krókatún og voru íbúar
við götuna margir hverjir afar
óhressir með að enn og aftur skuli
það hafa gerst að verktakar sem
vinna við skipamálun á þessum stað
taki ekki tílfit til aðstæðna. „Það er
óþolandi að nú þriðja árið í röð
skuli það gerast að málningarúði
berist hingað til okkar og setjist á
hús og bíla,“ segir óánægður íbúi
við götuna í samtali við Skessu-
hom. Ibúi þessi segir að verktakinn
hafi sent mannskap til að hreinsa
hjá sér bílinn en það hafi verið
bjarnargreiði. „Það var svo illa
staðið að verki að bíllinn er allur
rispaður eftir aðfarirnar. Það er
með ólíkindum að jafhvel þó að
vindpoki hafi verið settur upp við
höfhina til að sýna ríkjandi vindátt
þá koma bara nýir verktakar sem
virðast ekkert tillit taka til aðstæðna
og úða málningu jafhvel þó vindur
sé þónokkuð mikill og standi beint
á húsin hér við götuna.“
MM
Heita vatnið í Grundarfirði:
Akvörðun um áframhald
borana tekin síðar á árinu
Ákveðið verður um framhald
borunar við Berserkseyri seinna á
þessu ári. Búið er að bora um 540
metra niður en bormenn lentu í
vandræðum þegar bora átti neðar.
Hús í Grundarfirði era nú kynt með
rafmagni og er áætlað að húshitun-
arkostnaður lækki um allt að 45%
þegar hægt verður að nýta heita
vatnið. Björg Ágústsdóttir, bæjar-
stjóri segir að það komi ekki til
greina að hætta við framkvæmdir þó
að hlé hafi verið gert á borunum:
„Nú á næstu mánuðum verðtu- farið
í rannsóknarvinnu á vatninu og
dæluprófanir gerðar í holtmni sem
búið er að bora. Þær prófanir sýna
okkur vonandi meira um hegðtm
vatnsins, til dæmis sjóblöndun og
annað. Það er búið að finna nóg af
vatni þama fyrir þarfir bæjarins,
sem er býsna gott, og í raun gætum
við hætt að bora núna.“ Sérfræðing-
ar hafa þó bent á að heillavænlegra
sé að bora lengra. „Við höfum því
um þrennt að velja; að hætta að bora
og láta þetta duga, halda áffam að
bora þessa holu eða þá að byrja á
nýrri. Áffamhaldið verður ákveðið
effir ffekari rannsóknir, en við von-
um að þetta seinki ekki fram-
kvæmdum því það era gffurlegir
hagsmunir í húfi.“ GG
Oþarflega mildð „vegafé“
Sigurbjörgjónsdóttir, íbúi í einu
af nýlegum íbúðarhúsum í Grand-
arlandi í Skorradal hefur snúið sér
til fjölmiðla með umkvörtun um
lausagöngu búfjár, einkum sauðfjár
í Skorradal. Segist hún vera búin
að reyna allar aðrar leiðir án ár-
angurs og enn sé sauðfé að
skemma fýrir sér trjágróður við
hús sitt. „Eg hef leitað til oddvit-
ans, bóndans sem virðist eiga mest
af því sauðfé sem um ræðir og
Vegagerðarinnar en allir þessir að-
ilar vísa hver á annan þó öllum
finnist þó hið versta mál að kind-
urnar nái ítrekað að eyðileggja
gróður hér við húsvegginn hjá mér
og valdi stórhættu í umferðinni
um dalinn." Hún segir mikla slysa-
hættu vera af lausagöngu sauðfjár á
og við þjóðveginn enda sé umferð
um Skorradal mikil á þessum tíma
árs. „Það er virkilega leiðinlegt að
almenningur þurfi að gjalda fyrir
trassaskap bænda eða Vegagerðar-
innar, hverjum sem um er að
kenna, að fé sé á beit við þjóðveg-
ina, jafnvel í stóram hópum svo
vikum skiptir án þess að nokkuð sé
að gert. Eg vona að ekki þurfi stór-
slys til að eitthvað gerist í girðing-
armálum hér í Skorradal," sagði
Sigurbjörg.
Aðspurður tók Davíð Pétursson,
oddviti á Grand undir áhyggjur
Sigurbjargar og sagði að á a.m.k.
tveimur jörðum í dalnum væri
girðingum við þjóðveginn ábóta-
í Skorradal
vant og því kæmist fé óhindrað á
veginn. „Það er bæði eðlilegt og
skylt að Vegagerðin girði fjárheld-
ar girðingar til að fé komist ekki á
vegina og valdi hættu. Ég mun
hafa samband við umdæmisstjóra
Vegagerðarinnar á Vesturlandi og
fara fram á að bragarbót verði sem
fyrst gerð á veggirðingum í daln-
um þar sem þess er þörf. Vanda-
málið felst m.a. í því að rafgirðing-
ar sem þarna era halda ekki fé og
hafa jafnvel stundum verið án
straums og á það læra kindurnar
fljótt. Umkvartanir þessa íbúa eru
þess eðlis að ástæða er til að taka
fullt tillit til þeirra," sagði Davíð í
samtali við Skessuhorn.
MM
Stálu hálfu húsi
DAI.IR: Það má með sanni segja
að fátt sé þjófum heilagt. Síðast-
liðinn sunnudag uppgötvaðist að
búið var að stela úr sumarbústað
sem er í Tunguskógi í Sælingsdal
öllum 12 gluggum hússins og
útidyrahurðinni einnig. Húsið er
nýlegt en ekki þó fullfrágengið.
Að sögn lögreglunnar í Búðardal,
sem fer með rannsókn málsins,
era engar vísbendingar um
hverjir vora að verki, en rann-
sókn stendur yfir. Hluti glugg-
anna sem um ræðir vora í stærð-
inni 1,15*1,25 m að stærð, með
tvöföldu gleri, en 5 þeirra voru
minni. Þeir hafa því verið þungir
og í þeim talsverð fyrirferð. Lög-
reglan biður þá sem veitt geta
upplýsingar um þennan óvenju-
Iega hússtuld að láta vita. -mm
Tveir nýir
bátar í flotann
GRUNDARFJÖRÐUR: í hð-
inni viku kom í fyrsta sldpti til
heimahafnar í Grandarfirði bát-
urinn Jakob Einar SH 101. Bát-
urinn er í eigu Sigurjóns Fannars
Jakobssonar. Fyrr í sumar bættist
báturinn Sproti SH 51 einnig í
flotann. Hann er í eigu Freys
Jónssonar. Jakob Einar og Sproti
era báðir gerðir út á kuð-
ungsveiðar. Aflinn er verkaður
hjá Sægarpi ehf í Grundarfirði.
-mm
Búist við fjölmemii
á Irska daga
AKRANES: Undirbúningur
fyrir Irsku dagana á Akranesi
stendur nú sem hæst, enda ein-
ungis rúm vika til stefnu. Reikn-
að er með því að enn fleiri gestir
sæki Skagann heim en á síðasta
ári en þá mættu um 10 þúsund
manns á hátíðina. Að sögn Sig-
rúnar O Kristjánsdóttur, starfe-
manns markaðsskrifstofu Akra-
neskaupstaðar era enn laus nokk-
ur pláss í markaðstjaldi írskra
daga. Þeir sem áhuga hafa era
hvattir til þess að skrá síg sem
fyrst á www.irskirdagar.is en það
er ný heimasíða Irskra daga sem
opnaði fyrir skömmu. „Heima-
síðan hefur vakið mikla lukku og
umferðin um hana er talsverð.
Undanfarna daga hefur verið
hlekkur á hana inni á mbl.is og
hefur gestunum fjölgað mikið í
kjölfarið,“ segir Sigrún Osk. -mm
Vilja sameina
slötkvilið
SV-homið: Víðtækur vilji er fyr-
ir því að sameina slökkvifiðin á
Suðvesturlandi að því er Jón Við-
ar Matthíasson, slökkviliðsstjóri
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðís-
ins segir í viðtali við Síökkvihðs-
manninn, blað Landssambands
Slökkviliðs-og sjúkraflutninga-
manna sem er nýkomið út. Jón
Viðar segir í viðtah við blaðið að
hann sjái ekkert því til fyrirstöðu
að slökkvihðin á höfuðborgar-
svæðinu, þ.e. á Akranesi, Reykja-
nesi, Keflavíkurflugvelh og í Ár-
nessýslu sameinist. Ársfundur
Landsambands Slökkvihðs- og
sjúkraflutningamanna samþykkti
ályktun í apríl síðasthðnum þess
eftús að hvatt yrði til sameining-
ar slökkviliða og stækkunar á
þjónustusvæðum þeirra. Vern-
harð Guðnason, formaður Land-
sambandsins segir að með sam-
einingu slökkviliðanna á Suð-
vesturlandi verði reksmrinn hag-
kvæmari og þjónustan betri.
-mm