Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Side 11

Skessuhorn - 29.06.2005, Side 11
skessuhöbki MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 11 Lopapeysan - útíhátíð 2005 Undanfarið ár hafa átt sér stað viðræður milli bæjarstjórnar Stykk- ishólms, menntamálaráðuneytis, Hstamannsins Roni Hom og lista- stofnunarinnar Artangel, sem starfar á alþjóðavettvangi, varðandi hugmyndir um breytt hlutverk Bókhlöðtmnar í Stykkishólmi við flutning Amtsbókasafnsins í hent- ugra húsnæði. Síðastliðinn fimmmdag var hald- inn opinn kynningarfimdur fyrir bæjarbúa um hugmyndir Roni en þær felast m.a. í því að vegna sér- stöðu Bókhlöðunnar með tdlliti til staðsetningar og byggingarstíls, verði þar opnað svokallað Vatna- safh (Library of Water). A fundin- um kynnti hún tillögu sína. Með Rori var James Lingwood annar tveggja forstöðumanna Artangel, sem er bresk listastofnun., en fyrir- hugað er að Artangel mtmi ásamt menntamálaráðuneytinu veita fjár- styrk til verkefnisins ef af því verð- ur. Með Vatnasafni verður lögð á- hersla á fjölbreytilegt birtingarform vamsins sem endurspegla á í starf- semi þess. Stefnt er að þrískiptu hlutverki. Fyrst og fremst verður sa&iið vettvangur þar sem lista- menn geta komið hugðarefnum sínum á ffamfæri. I öðra lagi er vilji til að safnið verði vettvangur fyrir skákkermslu og í þriðja lagi er vilji til að safna þar saman frásögnum af veðrátm á Islandi m.a. í þeim tdl- gangi að varpa ljósi á að veðráttan hefur mikið að segja um sjálfsmynd íbúanna sem landið byggja. Síðusm 25 ár hefur Roni Hom dvalið mikið á Islandi þar sem land- ið, íbúar þess, landslag og jafnvel veðurfar hafa veitt henni innblásmr við listsköpun sína. Verk hennar; skúlptúrar, teikningar og ljósmynd- ir af landslagi og jarðmyndun Is- lands, hafa verið sýnd víða um heim síðusm ár. Oh Jón Gunnarsson, bæjarstjóri sagðist í samtali við Skessuhorn reikna með að hugmyndir um Vamasafh í Bókhlöðunni verði að veraleika. „Það er góður tónn í bæjarbúum gagnvart þessu verkefhi og ffamtaki Rori Hom. A fundin- um á fimmtudag var góð mæting. Nú eram við hjá bæjarfélaginu að vinna að því að koma bókasafninu fyrir með öðram hætti og þegar það skýrist má reikna með að hug- myndir um Vatnasafh skýrist einnig." MM Einn fjölmennasti dansleikur í landshlutanum síðasta ár var vafa- lítið Lopapeysuballið fræga sem haldið var á bryggjunni á Akranesi og í Sementsskemmunni á Irskum dögum. „Nú í ár er stefht að end- urtekningu hátíðarinnar og enn fleiri gesmm og verður ekkert til sparað laugardaginn 9. júlí,“ segir ísólfur Haraldsson, framkvæmda- stjóri Lopapeysvmnar í samtali við Skessuhorn. „Við verðum með stórhljómsveitirnar Sálina hans Jóns mín og Papana en auk þess mun hinn aldni höfðingi, Raggi Bjarna skemmta en hann hefur aldrei verið betri eins og sannast á nýjasta diski hans Með hangandi hendi. Einnig mun Þorgeir Ást- valdsson taka lagið og m.a. verður eitt óvænt atriði, ættað erlendis frá. Við munum leggja enn meira í hátíðina þetta árið og skapa þetta laugardagskvöld stemningu sem vafalaust slær allt annað út,“ segir ísólfur. Hann segir mótshaldara búast við fleira fólki en kom á síð- asta ár en þá var talið að um 2000 manns hafi mætt á ballið. „Við verðum með risa útitjald og setj- um einnig upp heila setustofu þannig að ekkert verður sparað við að koma upp góðri aðstöðu fyrir gesti. Hljómsveitirnar koma þó fram í Sementsskemmunni, en við eram í gríðargóðu samstarfi við SV sem leggur okkur til aðstöðu." Miðar verða seldir í forsölu á Lopapeysuna 2005 í Pennanum á Akranesi og verður aldurstakmark 18 ár. ísólfur segir að 16-18 ára unglingar þurfi þó ekki að sitja heima með sárt ennið,.því þeir fái sambærilega skemmtun kvöldið áður þegar sömu hljómsveitir komi fram á balli á Breiðinni. MM Hugmyndir um Vatnasafn í Bóthlöðu Stykldshólms Fyrirlestur í héraði í Snorrastofu Fyrirlestur í Snorrastoíu um sel og afréttarmál þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20.30: Sel í Romsdal í Noregi - uppruni og þróun Fyrirlesari verður Kristoffer Dahle, fomleifafræðingur ffá Háskólanum i Bergen. I Aðgangseyrir er 500 kr. og er boðið upp á veitingar. ] Allir eru velkomnir. I Ath. fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Mikill verðmunur á tjaldstæðum Gjald fyrir nótt á tjaldstæðum fyrir fjögurra manna fjölskyldu get- ur verið ffá því að vera ekki neitt upp í tæplega 5.000 krónur. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Al- þýðusambands Islands. Algengast er að tekið sé gjald fyrir hvem ein- stakling sem gistir á tjaldsvæðinu og að ffítt sé, eða að afsláttur sé veittur, fyrir böm ffam að ung- lingsaldri. Þó er nokkuð mismvm- andi við hvaða aldur full gjaldtaka miðast. A sumum svæðum er hins vegar aðeins tekið eitt gjald fyrir hvert tjaldstæði óháð fjölda tjald- búa. ASI kannaði verð á 57 tjaldsvæð- um hringinn í kringum landið. I könnuninni er einungis gerður samanburður á verði fýrir gistingu á tjaldsvæðunum en ekki borin saman sú þjónusta sem boðið er upp á við svæðin. Hér á Vesturlandi era gæði tjald- stæða og aðbúnaður mjög mismun- andi, sum þeirra leggja upp úr að veita alla þjónustu fyrsta flokks en á öðrum er einungis lágmarks hrein- lætisaðstaða í boði. Munur á lægsta og hæsta verði er meira en tvöfald- ur á Vesturlandi. A Mótel Venusi í Hafnarskógi og á Setbergi við Grundarfjörð er ódýrast að tjalda en þar kostar gisting fyrir tvo full- orðna með tvö börn 12 og 15 ára í tvær nætur krónur 2000. Næstó- dýrast er á Varmalandi 2200 krón- ur, þvínæst á Arnarstapa 2400 krónur og á Akranesi kostar gisting fyrir þessa fjögurra manna fjöl- skyldu 2600 krónur. Onnur tjald- stæði era dýrari. MM brostel Njótum STILLHOLT116-18 • AKRANESI SÍMI 431 3333 • model.ak@simnet.is FORSTOÐUMAÐUR RAFMAGNSVERKSTÆÐIS Norðurál óskar eftir að ráða forstöðumann rafmagnsverkstæðis. Á rafmagnsverkstæði Norðuráls starfa 6 rafvirkjar og sinna þeir fjölbreyttu viðhaldi á rafmagnsbúnaði og nýlögnum. Forstöðumaður rafmagnsverkstæðis ber ábyrgð á rekstri og daglegri stjómun verkstæðisins gagnvart viðhaldsstjóra og ffamkvæmdastjóra tæknisviðs. Umsækjendur skulu hafa meistararéttindi í rafvirkjun eða vera tilbúnir til að afla sér þeirra. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af störfum við rafvirkjun í iðnaði. Einnig að umsækjendur verði búsettir á Akranesi, í Borgamesi eða nágrannasveitum. Ákjósanlegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Upplýsingar um starfið veita Óskar Jónsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, og Ásmundur Jónsson, viðhaldsstjóri, í síma 430 1000. Umsóknir þurfa að berast Norðuráli ehf. Grundartanga, 301 Akranes, eða á netfangið umsokn@nordural.is eigi síðar en 8. júlí næstkomandi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum svarað. NORÐURÁL CenturyALUMiNUM Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.